Morgunblaðið - 08.01.1966, Side 27

Morgunblaðið - 08.01.1966, Side 27
Laugardagur 8. janúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 27 iVIyndin sýnir bílinn, sem um er rætt í fréttinni i ónýtur. (Ljósm. Sv. Þorm.) er hannsýnilegra mjög skemmdur ef ekk Úlvaðir piltar velta og eyðileggja bifreið TVEIR unglingar. ölvaðir, stálu bifreið í Hafnarfirði aðfananótt föstudags og veltu henni og ger- eyðilögðu við Rauðavatn. Piltarn ir eru báðir úr Hafnarfirði, — Umferðarsíða Framh. af bls. 9 viðbúinn að geta stöðvað bif- reiðina þegar í stað. Virðið aðaibrau'tarregluna. Við biðskyldu á að stöðva ökutseki tímalega, áður en ikomið er að aðalbrautinni, svo að ökutæki þau, sem um aðalbrautina fara, séu örugg um, hvað þið ætlizt fyrir. Ak- ið aldrei fast að gatnaskilum. * Ef þörf er að stöðva vegna umferðar á aðalbrautinni og ljós eru notuð, munið þá að slöikkva á ökuljósuim (setja á pankljós). Það eykur öryggi umferðarinnar. Þetta er regla, sem margir atvinnubílstjórar nota og er til sóma. Sama regla æbti að vera, þegar þið fáið ökutæki á vinstri hönd, sem beygja viil til hægri. Fyrir þann er oft erfitt að sjá veginn fram- undan á beygjunni vegna Ijósa, sem skína frá ökutæki (þínu, sem kemiur frá hægri miðað við aksitur hans. Það er lagaskylda, að bifreið, sem stöðvast í akstri, skal slökikva á ökuljósum og hafa logandi stöðuljós, (parkljós). 16—17 ária að aldri og réttinda- lausir. Nánari málsatvik eru þau, að fólksbifreið tók upp piltana tvo, sem báðir voru slasaðir og ók þeim á Slysavarðstofuna og til- kynnti lögreglunni síðan að bif- reið lægi á hvolfi við Rauða- vatn. Lögreglan fór þegar á stað inn og hélt síðan til Siysavarð- stofunnar en þá voru piltarnir nýfarnir. Fann lögreglubifreið þá fótgangandi á Reykjanesbraut á heimleið. Voru piltarnir fyrst fluttir í fangageymslu lögreglunn ar í Reykjavík, en síðan í varð- hald til lögreglunnar í Hafnar- firði. Annar piltanna var þá orð- inn veikur og með hita og var hann fluttur á Landsspítalann í Reykjavík. Bifreiðin, sem talin er gerónýt var Opel Caravan árgerð 1957 og stálu piltarnir henni á Öldu- götu í Hafnarfirði. Annar þessara pilta bíður dóms fyrir annan bílþjófnað og mun hann einnig þá hafa ekið ölvað- ur. Það var yngri pilturinn, sem var við stýrið er bíllinn valt en hann er réttindalaus en hinn kvaðst hafa ökuskírteini en bar það þó ekki á sér. Viðurkenndu þeir að hafa ekið bifreiðinni til skiptis og höfðu farið víða áður en þeir veltu bílnum. , Fiskverðið 4% - SUS siða Framhald gf bls. 20 Ráðstefnan í Vestmannaeyjum var haldin í samkomufaúsinu og hótfsit faún kl. 14.00 og var fjöl- sótt. Sigifús Johnsen, formaður Eyverja setti ráðstefnuna og stjórnaði henni. Ritari ráð- Aikið stefnunnar var Sigurgeir Jóns- aldrei fná hægri götukanti móti annarri umiferð með tendruð ökuljós. Munið, að enginn er einn í uimferðinni. Takið tillit til annarra. Sigurður Ágústsson, lögregluvarðstjóri. — Hekla Framhald af bls. 1 varhugavert að keyra vélar skips ins svona, verður Hekla að fara í viðgerð nú. Tjónið af þessu er mjög mikið, eagði Guðjón. Bæði eru slíkar skrúfur geysilega dýrar, og taka þarf skipið í slipp til að setja í það bráðabirgðaskrúfur og gera síðan við hinar. Og það sem verst er, eini slippurinn hér á landi, sem getur tekið Heklu, skemmd- ist er Þór fór á hliðina. Ef þarf að taka skipið upp, verður fyrst kannað hvort slippurinn í Fær- eyjum getur tekið Heklu. Þang- að er stytzt. En semsagt, hag- kvæmast væri ef hægt yrði að bíða með viðgerð fram á vor, Þegar skipið þarf hvort eð er að ^ara í slipp og gæti þá farið í viðgerð hér. son. Framsögumenn voru þeir Hilmar Björgvinsson, stud. jur. er ræddi um gildi sjávarútvegs- ins í íslenzlku atvinnulífi, Guð- mundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur er talaði um fram-tíð íslenzks fiskiðnaðar og markaðsmöguleika og Jóhann Pálsson, útgerðarmaður, er ræddi framtíðarhorfur í íslenzk- um sjávarúbvegi. Að loknum framsöguræðunum 'hóÆusit almennar umræður og urðu þær mjög fjörugar og komu mörg abhyglisverð sjónarmið fram á fundinum. Rætt var m.a. um rekstrargrundvöll minni fiskibáita, 50-100 tonna, bolfisik- verðið, frekari nýtingu hráefnis, aukna framleiði, meiri vöru- vöndun, markaðshorfur og reksitr arvandamál hraðfrystihúsanna. Einnig var rætt um frekari nýt- ir.'gu síldaraflans. Umræður þessar stóðu fram eftir degi. í lok rðstefnunnar tók til máls Sigfús Jolhnsen, þaklkaði mönn- um ágæita þábbtöku í umræðum og sleit siíðan ráðstetfnunni. Var það mál manna að vel hetfði tek- izt til um ráðstefnu þessa og hefði hún bæði verið ánægjuleg og gagnleg. J Framhald af bls. 1 fiskverðshækkunar. Þá hef- ur ríkisstjórnin heitið að beita sér fyrir því, að framlag til framleiðsluaukningar, er greitt var á árinu 1965, verði einnig greitt á árinu 1966 og hækki jafnframt um 17 m.kr. Tillaga oddamanns var sam- þykkt með fjórum samhljóða at- kvæðum. Einn nefndarmanna, Tryggvi Helgason, greiddi ekki atkvæði og gerði þá grein fyrir afstöðu sinni, að hann teldi yfir- nefndina ekki vera réttan aðila til að gera samkomulag eða til- lögur um tilfærzlu á útflutnings- gjöldum og vildi ekki eiga hlut- að þeim þætti málsins. Hins vegar teldi hann sig geta verið sammála verðlagsákvörðuninni að öðru leyti. Þá samþykkti yfirnefndin enn fremur með öllum samfaljóða at- kvæðum, að innan marka meðal verðhækkunarinnar skyldu fisk- kaupendur greiða 25 aura verð- uppbót á allan línufisk, er kæmi til viðbótar 25 aura uppbót rikis- sjóðs á þennan fisk, sem gert er ráð fyrir, að haldizt óbreytt. Verð á smáfiski mun einnig breytast þannig, að það verði 15% lægra en á öðrum fiski fram til 1. júní í stað 18% áður, og verði hið sama og á öðrum fiski á timabilinu 1. júní til 15. sept- ember. Þessar sérstöku verð- breytingar línufisks og smáfisks eru taldar jafngilda 2% verð- hækkun á öllum fiski, þannig að almenn verðhækkun verður 15%. Þá ákvað yfirnefnd, að verð á ýsu skuli vera 11% hærra en á þorski í stað 7% áður. Sérstök verðhækkun verður á steinbít og ufsa um 3% og á karfa veiddum við ísland og Austur-Grænland um 5%, hvorttveggja umfram al- mennu verðhækkunina.“ í yfirnefnd áttu sæti. þeir Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason, fulltrúar fiskseljenda, Bjarni V. Magnússon og Helgi G. Þórðarson, fulltrúar fiskkaup enda, og Jónas H. Haralz, er var oddamaður nefndarinnar. Reykjavík, 7. janúar 1966. Leiðrétting Akranesi, 7. jan. Sexæringur var það, sem Björn Ólafsson fyrrverandi ráð- herra gaf byggðasafni Akraness til minningar um rjúpuna, sem 3jörn Ólafsson móðurbróðir hans átti. Og segjum þá: þetta leiðréttist hér með. — Oddur. — Kuldalegar viðt. Framhald af bls. 1. daglega lífið, en mest var talað um veðrið. Shelepin upplýsti að frostið í Moskvu hefði verið 15 stig í gær, en Li svaraði að í Peking hefði verið um 5 stiga frost að undanförnu. Veðrið og heilsufar flokksforingja virtist vinsælasta umræðuefnið. Er sovézka sendinefndin kom til Hanoi var henni þar innilega fagnað, og þóttu móttökurnar þar stinga ærið í stúf við það, sem áður hafði gerzt í Peking. Ekki vár ljóst í kvöld hver hinn eiginlegi tilgangur nefnd- arinnar er í N-Vietnam. Velta menn á Vesturlöndum þessu mjög fyrir sér, og meðal ágizk- ana um erindið eru að Shelep- in murii kanna fyrir sér um friðarsamninga, ellegar bjóða aukna aðstoð Sovétríkjanna við N-Vietnam. Góðar heimildir í Moskvu telja þó, að ekkert sam- band sé á milli heimsóknar sendinefndarinnar til Hanoi og friðarumleitana Bandaríkja- manna. Bent er á, að næstæðsti maður sovézku eldflaugarherj- anna, Vladimir Tlubko, hers- höfðingi, og fyrrum hergagna- málaráðherra, Dmitry Ustinov, eru meðal nefndarmanna í Han- Fréttastofan Tass skýrði frá því, að Ho Chi Minh, forseti N-Vietnam, hefði fagnað sov- ézku sendinefndinni hjartanlega, er hún kom til Hanoi í dag. Við- staddur var einnig Pham Van Dong, forsætisráðherra, og fleiri leiðtogar N-Vietnam. — Talið er að sendinefnd Shele- pins muni hafa viku viðdvöl í Hanoi. Samtímis því, sem sendinefnd Shelepins kom til Hanoi, lagði önnur sovézk sendinefnd upp í för til Ulan Bator í Mongólíu. Fyrir nefndinni, sem ferðast með járnbrautarlest, er Leonid 3rezhnev, aðalritari Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Mun sendinefndin ræða varnarmál, efnahagsmál og fleira við mong- ólska leiðtoga. Handhafi miðans á Raufarhofn NÝLEGA var dregið í happ- drætti Krabbameinsfélags Rvik- ur og var aðalvinningur Consul Cortina-bifreið og er vinnings- númerið 14430. Vinningshafi hefur þegar gefið sig fram og reyndist hann vera Ingimundur Árnason á Raufar- höfn. Landlega á Akranesi Akranesi, 7. jan. Suðvestan garri er hér — svona fimm vindstig. Landlega er yfir alla línuna, nema hvað Jörundur 11. sigldi í dag fyrir Reykjanes á Austfjarðarmið, eða jafnvel til Noregs. — Oddur. — Sto. Domingo Framh. af bls. 1 arskrársinna, að verða af landi brott, og taka að sér sendiherra embætti erlendis. Alls eru það 34 menn, sem fengu skipun um að yfirgefa Dóminikansika lýðveldið, og ger ast fulltrúar þess erlendis. Er hér um að ræða leiðtoga hinna andstæðu afla í landinu. Tilskipun forsetans hefur vald ið alvarlegasta ástandinu í land- inu síðan að byltingartilraunin var gerð þar s.l. sumar, en í kjöltfar hennar sigldi 4 mánaða blóðugt borgarastríð. Bandaríkjastjórn tilkynnti í dag, að hún styddi yfirvöldin í Dóminikanska lýðveldinu í deil- unni við hægrimenn í hernum. í yfirlýsingu frá utanríkisráðu- neytinu í Washington segir, að tilraun til þess að 'steypa stjórn landsins af stóli myndi stríða gegn hinni friðsamlegu lausn, sem unnið hefur verið að. - íbróttir 26 Framhalds af bls. marki að hann yfirgaf það. Það sem eftir 'var var tækni- legt atriði fyrir FH að Ijúka. Þeir voru þó um það bil að falla á því prófi eins og landsliðið um daginn. En þá bjargaði Hjalti og slökkti allar sigurvonir Noregs. Það er vegna frammistöðu Hjalta á þessum kafla leiksins, sem hann er stærsti sigurvegari liðs- ins. Á Mörkin. Mörkin koruðu fyrir FH Birg- ir, Ragnar og Örn, fjögur hver, Jón Gestur 3, Páll Eiríksson 2 og Guðlaugur og Geir Hallsteinsson sitt hvor. Fyrir Fredensborg skoruðu Ingar Engum, Inge Hansen og Roy Issen 4 hver og Jon Reinert sen 3. Dómari í leiknum var Daninn Poul Ovdal. Hann tók í upphafi fast á hlutverki sínu, en er á leið slappaðist hans forysta. Hann missti fyrst tökin á öðrum atvikum en þar sem knötturinn var hverju sinni, sá ekki ýting- ar og slagsmál, þar sem Norð- menn gengu mun lengra enda miklu reyndari landsliðsmenn og keppnismenn í alla staði en hið tiltölulega unga lið FH. Og undir lokin var hann hreinlega farinn að setja kíkinn fyrir blinda aug- að eins og Nelson forðum, og dærna af faandahótfi. — A. St. Breiðfirðingabúð DANSLEIKUR í kvöld kl. 9. Hinar vinsælu hljómsveitir Toxic og Strengir ___Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Konan mín JÓNÍNA STEINGRÍMSDÓTTIR Hofteig 14, lézt 7. janúar. Leifur Steinarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.