Morgunblaðið - 14.01.1966, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
FSstudagur 14. janúar 1963
Rafvirkjar
Rafmagnsheildverzlun óskar að ráða raf
virkja til starfa nú þegar. Gott kaiF
Tilboð sendist afgr. Mbk merkt:
„Rafvirki — 8087“.
C3MUR
NÝJASTA TÍZKA í KJÓLASKRAUTI
ERU STRÚTSFJAÐRIR
MARGIR LITIR.
Hjá Báru
Austurstræti 14.
FLVGLAR
Af sérstökum ástæðum er til afgreiðslu nú
þegar frá verksmiðju C. Bechstein flygill
Hnota, „opengrain” stærðin er 165 cm.
Venjulegur afgreiðslutími er ''nnars
15 mánuðir.
Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Helgadóttur
Vesturveri — Sími 11315.
Skrifstofustörf
Viljum ráða fólk til skrifstofustarfa. Vant
fólk (karlar eða konur) situr fyrir. Þægi-
legur vinnutími og góð kjör. Verzlunar-
skólamenntun eða hliðstæð menntun
áskilin. Upplýsingar í síma 14994 hjá
skrifstofustjóra.
Takið eftir
Höfum opnað verzlun með varahluti
í rafkerfi bifreiða að Hverfisgötu 108
(Horninu Hverfisgötu, Snorrabraut).
Höfum nú þegar fyrirliggjandi m. a.:
Dínamóa
Startara
Anker 6—12—24 volt
Spólur
Bendixa
Segulrofa
Blikkara
Kol
Fóðringar og margt fleira.
Sendum gegn póstkröfu.
Bílaraf sf.
Verzlunin Hveríisgcitu 108 Sími 2-19-20
Verkstæðið Rauðarárstíg 25 Sími 2-47-00.
Utsala
í DAG HEFST ÚTSALA á allskonar
kventöskum
Stendur aðeins í nokkra daga.
Notið tækifærið og komið meðan
úrvalið er mest.
Töskubúðm
Laugavegi 73 — Sími 15755.
Kaupfélag vestanlsiids
vill ráða einhleypan mann til að annast vöruinnkaup,
verðlagningu o. íl. — Upplýsingar gefur Starfs-
mannahald S.Í.S., Sambandshúsinu.
Sölumaður
Iðnaðar- og heildsölufyrrtæki vill ráða sölumann
með verzlunar- og vöruþekkingu á vefnaðar- og
fatnaðarvörum. — í>eir sem hafa hug á þessu
starfi sendi nafn og heimilisfang með uppl. um
menntun, aldur og fyrri störf til afgr. Mbl. fyrir
20. þ.m. merkt: „Framtíðarstaða — 8250“.
Til sölu
á Akranesi! Húspignin Vogabraut 24.
Upplýsingar í síma 1669.
Jarðnæði
skammt frá Reykjavík, til leigu. Stórt tún, góð
hús, bæði fyrir menri og skepnur. Heitt vatn úr
jörðu. Möguleikar til margskonar búskapar. Nokkur
vélakostur gæti fylgt og ef til vill nokkrar kýr.
Forvitni frábiðst. En þeir sem í alvöru hefðu hug
á þessu leggi tilboð inn á afgr. Morgunblaðsins sem
fyrst, merkt: „Jarðnæði — 8228“.
IMælonskyrtur
Á meðan birgðir endast seljum við Vestur-
þýzkar PRJÓNANÆLONSKYRTUR
í drengja og herrastærðum á mikið
lækkuðu verði.
Aðeins 1 litur ljósdrappaður pastellitur.
Verð kr. 98.—
Miklatorgi — Lækjargötu 4.
Skrifstofustúlka
óskast nú þegar.
Skipaútgerð ríkisins
Guðrún
Jensdóttir
kennari
frá Hnífsdal
F. 6./3. 1896. D. 7./12. 1965
Guðrún var Vestfirðingur,
hreinræktaður Vestfirðingur. —-
Þar sem ættir eru göfugastar og
konurnar fegurstar.
Við Guðrún vórum góðir vin-
ir í liðlega 40 ár, eða síðan hún
lenti á handavinnunámskeiði
fyrir kennara, sem jeg hjelt
1923 í Reykjavík. — Guðrún
sleppti engu tækifæri, sem
bauðst, ef um aukna fræðslu í
starfi var að ræða. — Guðrún
var alltaf að læra, held helzt,
að hún hafi verið að læra til
hinztu stundar. Enda ágætlega
vel að sjer, óhætt að segja í
öllum greinum, eins og vinkona
hennar ljet svo vel og maklega
um mælt í blaðagrein á jarðar-
farardegi hennar.
Og nú er hér á ferð önnur
vinkona, sem langar til að minn-
ast nokkuð þessarar merku
konu, sem búin var að starfa
landi og lýð til heilla um 50 ára
skeið. — Og þar var ekki kast-
að til höndum, ekki slegið
slöku við, ekki .taldir timarnir.
Eins og að framan greinir,
leitaði Guðrún sjer menntunar
á breiðum grundvelli, svo hún
yrði sem færust til hvers konar
fræðslu. — Eitt sumar stundaði
hún garðyrkjunám á Knarar-
bergi í Eyjarfirði, undir leið-
sögn Guðrúnar Björnsdóttur,
garðyrkjukonu. — Varð það
henni síðar að góðu gagni,
ásamt öðru námi við matreiðslu
kennslu og matreiðslu matjurta,
Eftir margra ára barna-
kennslu, víðsvegar um land,
helgaði Guðrún matreiðslu-
kennslunni krafta sína, eftir að
hafa aflað sjer menntunar í
þeim fræðum í beztu skólum
erlendis. — Þetta starf stundaði
hún áratugum saman, með hinni
mestu prýði.
Fyrst og fremst á þrem hús-
mæðraskólum: Hallormsstað,
Reykjavík og Staðarfelli, eu
stundaði einnig umferðakennslu
fyrir Kvenfjelagasamband ís-
lands víðsvegar um land. —
Fræðslu Guðrúnar kynntist jeg
vel og met hana mjög mikils. —
Kennslan var stunduð af árvekni
og brennandi áhuga, mikilli
kunnáttu og leikni. — Ég
sagði stundum við Guðrúnu,
bæði í gamni og alvöru, að hún
væri bezti matreiðslukennari
landsins, og mjer er nær að
halda að jeg þori að standa við
það.
Guðrún var hraustbyggð öll
ár, þoldi vel ferðalög og flæk-
ing milli staða, en hún átti
alltaf fastan punkt: Faxaskjól
16 í Reykjavík, þar taldi húh
sjer jafnan heimili, og þar hjelt
hún sig milli þátta. — Hefur ef-
laust átt þar vini, þá átti hún
marga og víða, manneskjan var
vinsæl með afbrigðum. — Það
hugsa margir hlýtt til hennar
nú við lokin. — Þær gleymdu
henni ekki konurnar í Dala-
sýslu, þegar hún hætti störfum
á Staðarfelli, en buðu henni til
sín að njóta hvíldar og hress-
ingar.
Guðrún var tryggur vinur,
merkur persónuleiki. Njóttu
heil handa, vinkona.
Blönduósi 7. janúar 1966
Halldóra Bjarnadóttir
Frankfurt, 12. jan. AP.
• Robert Mulka, sem sl.
haust var dæmdur í 14 áfa
fangelsi fyrir þátttöku í af-
töku a.m.k. 2.800 gyðinga í
Auschwitz fangabúðunum,
hefur verið látinn laus úr fang
elsi vegna heilsubrests, að því
er v-þýzk yfirvöld skýrðu frá
í dag. Mulka er nú sjötugur
að aldri og svo farinn að
heilsu, að ekki er talið rétt
að halda honum í fangavist.
Verður honum því leyft að
snúa til heimilis síns í Ham-
borg.