Morgunblaðið - 25.01.1966, Síða 1

Morgunblaðið - 25.01.1966, Síða 1
Kjarnorkusprengjan fundin Almería og Cuevas de Alm- anzer, 24. janúar, NXB. TAL.IÐ er að nú sé loks komin í leitirnar kjamorkusprengjan sem saknað hefur verið allt síð- an flugvélarnar tvær rákust á yfir ströntl Miðjarðarhafs skammt frá bænum Almería á SA-Spáni, úti fyrir þorpinu Cuevas tle Almanzora. Hafa leitar tæki greint þar í hafi, fimm sjó- mílur frá ströndinni og á um 300 metra dýpi gelslavirkan hlut og þykir fullvíst að þar sé kom- in sprengjan týnda. Dýpi er þarna of mikið til þess að froskmenn geti kannað hvort rétt sé, en senit verður niður köfunarhylki einhvern næstu daga að ganga úr skugga um mál ið. Staður þessi er úti fyrir þorp- inu Cuevas de Almanzora, þar sem hinar sprengjurnar þrjár (önnur vélanna, sprengjuvél af gerðinni B-52 hafði fjórar slíkar sprengjur innanborðs, hin vélin var benzínflutningavél) fundust á dögnnum. Komið hefur verið upp rann- sóknarstöð til að kanna hvort Framh. á bls. 2 London, 24. jan. AP: Meðfylgjandi mynd er tekin af slysstaðnum í Mont Blanc. Xalið er, að Boeing 707 þotan hafi flogið á fjallið þar sem hringurinn er á myndinni og að dökki flekkurinn sem örin bendir á sé brak úr þotunni. Ben Barka-málið æ umfangsmeira París, 24. janúar, NTB. NOKKRUM klukkustundum eftir að franski skálkurinn Ge- orges Figon var til grafar bor- inn í dag, var vikublaðið L’Ex- press komið í blaðasöluturnar í Parísarborg með grein um Ben 117 fórust með Boeing-707 þotu er rakst á Mont Blanc Frakklandi og Sviss, en björgun- arstarfinu skyldi stjórnað frá Chamonix. Þyrlum tókst að lenda allnærri slysstaðnum en sökum hvassviðris var ekki talið rétt að Framhald á bls. 27 Barka-málið, byggða á upplýs- ingum Figons, þar sem einn af hinum kunnari þingmönnum GauIIista er bendlaður við mál- ið. Þingmaður sá, sem Figon get- ur í viðtalinu, átti í gærkvöldi tal við Louis Zollinger, lögfræð- ing þann sem hefur á hendi yf- irstjórn rannsóknarinnar á þessu hneykslismáli ,sem verður æ yfirgripsmeira eftir því sem á líður rannsóknina. Er málið sagt hinn mesti þyrnir í augum De Gaulle forseta og hefur hann lagt svo fyrir að rannsókninni skuli hraðað svo sem framast sé kostur og ekkert undan dregið. Marokkó kallaði í dag heim sendiherra sinn frá Paris en áður höfðu Frakkar kvatt heim Framhald á bls. 8 567 manns bnfa foiizt með 6 þotum of þessarí geið á 4 óinm Cbamonix, 24. jan. ■— NTB — AP — g Óhugsandi er talið, að nokkur hafi komizt lífs af úr flugslysinu mikla er varð í Alpafjöllum í morgun, er indversk farþegaþota af gerð- inni Boeing 707 rakst á kletta- snös í hæsta fjalli Evrópu — Mont Bianc, sem er 4.807 m á hæð. Farþegar í þotunni voru 106 og 11 manna áhöfn. } Flugmenn, sem flugu yfir slysstaðinn í dag — og aðr ir sem lentu þyrlum skammt : Enn eitt flugslys: 30 farast á Haiti ; Port au Prince, ■ 24. janúar. — NTB: ; 30 MANNS létu lífið en fimm ■ ■ komust af er farþegavél af I ; gerðinni DC-3 fórst á suðvest- ■ ■ urströnd Haiti, milli Les Cay- : ; es og Jeremie á laugardag, að ■ : þvi er tilkynnt var í Port au I ; Prince í gærkvöldi. Meðal far- ■ j þega í vélinni voru m.a. sviss : ;neskir sérfræ'ðingar á vegum j :alþjóðaverkalýðsmálastofnun : j arinnar (ILO) o. fL frá slysstaðnum hafa hermt, að ljóslega hafi orðið spreng- ing í þotunni, því að flakið sé gersamlega sundurtætt og hrakið úr því, limlest lík og farangur hafi dreifzt um stórt svæði. t Meðal farþega í þotunni voru fremsti kjarnorku- fræðingur Indlands, dr. H. J. Bhabha, og K. L. Rao, sem verið hefur áveitumálaráð- herra landsins. Flugstjóri var Joseph D’Souza, sem hefur að baki 18 ára starfsreynslu hjá Air India, sem þotuna átti. — Hann var meðal annars flug- Dr. Bhji bha stjóri á þotunni, er flutti Pál páfa VI heim úr Indlandsferð hans á sínum tíma. Þetta er í annað sinn, sem flugvél frá Air India rekst á Mont Blanc — fyrra slysið varð árið 1950. Slysið mun hafa orðið laust fyrir klukkan sex í morgun að íslenzkum tíma, er þotan var að búast til lendingar á flugvellinum í Genf. Hún var á leið frá Nýju Delhi til New York með viðkomu í Beirut, Genf, París og London. Þegar hún fór frá Beirut hafði allt verið í bezta lagi, en hún lagði þaðan upp fimm mínútum á eftir áætlun. Þegar flugstjórinn hafði síðast samband við flugvöllinn í Genf var hann að fara yfir Torino á Ítalíu. Þá var hann enn ofar skýjum, en kvaðst senn mundu lækka flugið. Á fjallinu sjálfu, Mont Blanc, var skýjahaf og hríðarveður, að því er NTB- fréttastofan hefur eftir sviss- nesku flugumferðarstjórninni — en ofar skýjum var heiðríkt. — Yfir Torino var þotan sögð í 9.300 metra hæð. Að sögn flugmanna, sem flogið hafa yfir slysstaðinn í dag er lík- legast, að þotan hafi misst hæð og flogið beint inn í klettavegg- inn, sem kallaður er „la Tourn- ette“ — en hann er 200—300 m fyrir neðan hæsta tind fjallsins. Fyrstu Ijósu merkin um hvað gerzt hafði fengust, er málmflís- um og hálfbrunnum bréfasnifsum með indverskum frímerkjum tók að rigna yfir ítölsku þorpin, Pre Saint Didier og La Thuile í Aosta-dalnum. Nokkru síðar var staðfest, að flugvélin hefði farizt. Björgunarsveitir voru þegar kall- aðar á vettvang, bæði írá Ítalíu, Bjargbelti fundið úr týndu flugvélinni Hefur farið í sjóinn Sverrir Jónsson, flugstjóri. Fundið er bjargbelti úr hinni týndu flugvél Flugsýnar. Var það rekið á fjöru í Sandvík, sem er næsta vík fyrir sunnan Norð- fjarðahorn. Fundu menn úr björgunarsveitinni á Norðfirði það kl. 14.30 á sunnudag, er þeir voru að ganga fjörur á þessum slóðum. Er því talið að vissa sé fengin fyrir því, að flugvélin hafi farið í sjóinn, þegar hætti að heyrast til hennar eftir kl. 11.12 á þriðjudagskvöld, að því er flugmálastjóri tjáði Mbl. Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður. Með flugvélinni voru tveir menn: Sverrir Jónsson, aðalflug- > stjóri Flugsýnar. Hann var kvæntur Sólveigu Þorsteinsdótt- ur og lætur eftir sig 5 börn. Og Höskuldur Þorsteinsson, kennari flugskólans, sem lætur eftir sig konu, Kristfnði Kristmarsdótt- ur og 5 börn. Sandvíkin er lítil vík fyrir opnu hafi, klettótt í kring, en sandfjara fyrir botnL Var áður Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.