Morgunblaðið - 25.01.1966, Síða 11
1 Þriðjudagur 25. janúar 196W
MORGU NBLAÐIÐ
11
Úr Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit, 11. jan.:
VIÐ höfum nýlega kvatt gott og
gjöfult ár og heilsað öðru. Enginn
veit hvað það ber í skauti sínu.
Hér setti niður allmikinn snjó
eftir 20. nóvember, varð þá
nokkuð þungfært á vegum. Um
miðjan desember gerði hláku-
blota, og voru þá vegir líka
skafnir. Um jólin og áramótin
gerði frosthörkur, sumsstaðar
komst frostið í 20 stig. Furðu
lítið iann maður fyrir þessu
frosti,vegna þess hvað ve’ður var
þá oftast stillt. Úrkoma var sama
og engin, og hér í sveitum mátti
færð heita gó'ð á aðalvegum. í
Keykjadal og á Mývatnsheiði var
aftur á móti meiri snjór og þá
jafnvel ófært bílum nema með
drifi á öllum hjólum, svo og snjó-
bílum. Er nýi snóbíllinn, sem er
í umsjá héraðslæknisins á
Brei'ðamýri þegar búinn að sanna
ágæti sitt. Á milli jóla og nýjárs
sótti hann sjúkling hingað í Mý-
vatnssveit. Er almenn ánægja
með þetta farartæki til sjúkra-
flutninga og skapar mikið ör-
yggi, þegar verst gegnir. Eiga
forgöngumenn þessara bílakaupa
þakkir skilið fyrir framtak sitt.
Eftir áramótin flutti Tryggvi
Heigason, flugmaður, milli 20—30
farþega héðan af flugvellinum
hjá Reykjahlíð til Akureyrar.
Var það skólafólk, sem heima var
í jólafríi, svo og áðrir er heima
dvöldu hjá sér um jólin.
Dægrastyttingar um jólin
Svo sem venja er til reyndu
menn að gera sitthvað til dægra-
styttingar um jólin.
Messað var í báðum kirkjum.
Komið var snemma til mannfagn
aðar í félagsheimilinu. Haldin
var jólatrésskemmtun fyrir börn.
Sumir komu saman í heimahús-
um og glöddust í góðra vina hópi,
og sungu jólasálma.
Miki'ð barst af blöðum og bók-
um fyrir þessi jól. Margir höfðu
ærið verkefni og skemmtun góða
við lestur.
tJtvarpstruflanir miklar
Ekki má gleyma blessuðu út-
varpinu, allir vilja hlusta á það,
ungir og aldnir. Verst er að þreyt
andi er áð hlusta, þegar erlendu
stöðvarnar yfirgnæfa algjörlega.
Ekki er að undra þótt menn
spyrji hvað lengi eigi svo að
ganga.
Nú er það svo að við hlustum
a’ðallega á endurvarpsstöðina við
Skjaldarvík. Það er ágætt á dag-
inn, en á kvöldin koma trufl-
anirnar. Sumir reyna þá að
hlusta beint frá Reykjavík. Ég
tók eftir því þegar nýi endur-
varpssendirinn var tekinn í notk
kun, þá virtist mér truflanir
aukast að miklum mun, þegar
hlustað er beint frá Reykjavík.
Væri fróðlegt ef sérfræðingar
vildu kynna sér þetta og skýra
þessar truflanir og osakir. Sem
sagt: ástandið í þessum málum
er alveg óþolandi, og ver’ður von
andi ráðin bót á því sem fyrst.
Hávellan syngur á þrettáanda
Hér við Mývatn eru á vetuna
íslaus svæði. Að vísu fer það
eftir veðurfari hvað vfðáttumikil
þau eru. Hér er aðallega um að
ræða boga og víkur við austan-
vert vatnið, þar sem heitar og
kaldar uppsprettur koma undan
hrauninu. Á þessum íslausu vog-
um halda fjölmargar fuglateg-
undir til allan veturinn. í gó’ðviðr
inu undanfarna daga hefur fugl-
inn unað glaður við sitt. Á
þrettándanum máti heyra hinn
fegursta fuglasöng sem á vor-
degi. Þar var hávellan að syngja
út jólin. Má þar til tíðinda telja
að heyra hávelluna syngja hér á
Mývatni á þessum tíma árs.
Kísilgúrverksmiðjan
í lesember var loki’ð við að
gera fokhelda byggingu á grunni
væntanlegrar kísilgúrverksmiðju.
Nú er vinna á ný hafin við þessa
byggingu, verið er að leggja mið
stöð. Þá verður fari’ð að setja ein
angrun og múrhúða. Ætlunin er
að taka þetta hús í notkun á
komandi vori. Enn á að fara taka
hér leirsýnihorn í tunnur og
senda til Ameríku. Verður tekið
úr þró þeirri, er dælt var í síðast-
liðið haust. Það sem sent var
vestur í haust þótti víst of vatns
blandið til fullnaðarrannsóknar.
★
Síðastliðinn laugardag fór fram
á Brei’ðumýri í Reykjadal keppni
milli Þingeyinga og Eyfirðinga í
spurningaþætti ríkisútvarpsins
„Sýslurnar svara“.
Var húsið svo troðfullt að vart
hefur annað eins sézt, og fagn-
aðarlæti áhorfenda takmarka-
laus.
Ásrún Árnadóttir frá Garði
Hér hafa orði tvö mannslát
með stuttu millibili.
Þann 8. þ.m. andaðist á sjúkra-
húsinu á Húsavík, Ásrún Árna-
dóttir frá Garði hér í sveit, á
82. aldursári. Ásrún var flutt á
sjúkrahús skömmu fyrir jól. Var
hún áður' búin að liggja heima
nokkurn tíma. Hin síðari ár var
Ásrún búin að eiga við vanheilsu
að stríða og mjög þrotin að
líkamskröftum. Ásrún var fædd
í Garði 7. júlí 1884. Foreldrar
hennar voru Árni Jónsson bóndi
þar og Guðbjörg Stefánsdóttir.
Hún var alsystir Þuru í Garði
skáldkonu, sem látin er fyrir
nokkrum árum, og þeirra syst-
kina.
Ásrún var búin að vera ráðs-
kona hjá Valdemar Halldórssyni
á Kálfaströnd um 30 ára skeið.
Var Kálfaströnd orðin henni
mjög kær staður, enda skammt
frá æskustöðvunum. Gat hún séð
þangað heim yfir sundið hvenær
sem hana langaði til.
Síðustu dagana áður en hún
var flutt burtu úr sveitinni sinni,
fékk hún að liggja heima í Garði.
Ásrún var mjög vel greind og
hafði sérstaka frásagnarhæfi-
leika. Hún var margfróð og
‘minnug, enda las hún mikið. Hún
var hjálpsöm og greiðvikin, og
átti marga vini víða. Þakkir séu
henni fyrir margar ánægjulegar
stundir og alla góðvild á liðnum
árum.
Jón Jóhannesson
á Geiteyjarströnd
Jón Jóhannesson á Geiteyjar-
strönd andaðist á sjúkrahúsinu
á Húsavík 10. þ.m. á 82. aldursári.
Hann var fluttur á Geiteyjar-
12. febrúar 1884. Foreldrar hans
voru Jóhannes Jóhannesson og
Guðrún Jóhannesdóttir. Jón hef-
ur átt heima á Geiteyjarströnd
alla tíð og búið með bræðrurft
sínum, Sigurði og Jóhannesi fjöl-
mörg ár. Hin síðari ár hafa þeir
bræðurnir ekki haft neina ráðs-
konu. Hefur því komið í hlut
Jóns öðrum fremur að annast
innanhússtörf. Óhætt er að segja
að honum hafi farizt þau störf
vel úr hendi, enda var hann verk
máður góður og kappsamur, ef
því var að skipta.
Hann var gamansamur og hafði
alltaf spaugsyrði á vörum í við-
ræðum. Furðu vel mundi hann
glögglega löngu Ifðinn tíma fram
undir það síðasta. Ákaflega voru
þeir bræður allir samrýmdir og
samtaka.
Þakkir séu Jóni Jóhannessyni
fyrir liðnar samverustundir.
Kristján Þórhallson.
(iJorciJ)
UMBDfllfl
Gelum nú boðlð Ivær geröir vörubd« frá
hinum þekktu FORD verksmlðjum I Englandl.
D - geröln er algiörlega nýr frambyggöur
vörublll meö mjög þægllegu og
fuHkomnu VELTIHÚSI.
MeO allrl slnnl framleiOslutæknl
og þekklngu voru FORD verksmlöjurnar
rúm 4 ár aO fullkomna og þrautreyna bll
þennan áöur en sala var HelmlluO.
K - gerOin er endurbsetfur hlnn vel þekktl
Thames Trader vörublll, sem ekkl þarf
aO kynna Islenzkum vörubllstjörum.
Fáanlegir fyrlr buröarmagn á grind Irá i tll g
smálestir - 3 geröir dieselvéla f jögurra
og sex sfrokka « Vökvastýrl •
Vélhemill - Einfalt eOa tvöfalt drif - Fjögurra
eOa flmm glra glrkassar ■
Tvöfalt vökva-lofthemlakerfl.
Komiö og kynnist fullkomnum vörubllum
á hagslæðu verOI
HR. KRISTJÁNSSDN H.F.
SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
IRAUSHR
K
tD-GERÐ
4
jl
Honda raístölvar
MODEL-40 220 volt 40 vött
MODEL-300 220 volt 250 vött
og 12 volt —
8 amper
Þyngd: 18.5 kg.
Verð kr. 10.600.
Rafstöðin er drifin með 4 gengis benzínvél og eyðir 2 íítrum á 5 klst.
Rafstöðin er tilvalin fyrir rafknúin smáverkfæri t. d. sagir, bora, rúnings-
klippur og til ljósa á vinnustöðum, sum arbústöðum, bátum o. s. frv.
Model-300 er til á lager-Kynnið yður HONI>A-færanlegar rafstöðvar.
HONDA-umboðið
GUNNAR BERNHARD
Laugaveei 168 — Sími 38772.