Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 1
53. árgjmgmur, 24 síður Er Ben Barka á lífi? Svissneskt blað segir hann í íongelsi í Marokkó Genf. 11. febr. — NTB. * DAGBLAÐ í Genf held ur því fram í dag, að Bén Barka sé ennþá lífs og siíji nú í fangelsi í Mar- okkó. Blaðið „Tribune de Genéve“ segir frá þessu og hefur eftir fréttamanni sínum í París. Sá kveðst hafa upplýsingar eftir góðum heimildum, en sam- kvæmt þeim hafi Ben Barka verið fluttur til Marokkó fyrir tólf dögum og sé þar heill á húfi og hinn hressasti. Blaðið segir, að Bpn Barka hafi verið settur upp í fiugvél í útjaðri Parísar og fluttur til Korsíku, þrjátíu og sex klukku stundum eftir að honum var rænt. Frá Travo í Korsíku hafi hann síðan verið fluttur til Colombqabechar í Alsír og þar hafi honum verið haldið þar til nú fyrir skömmu, að hann var fluttur heim til Mar- okkó. Fregninni fylgir, að Ben Barka kunni að hafa sætt pyndingum, en hann sé ekki ilia haldinn. Tribune de Genéve segir einn ig frá því, að áður en Ben Barka var rænt, hafi verið bú- ið að gefa út opinbera fyrir- skipun um að honum skyldi ekki veitt landvistarleyfi f Frakklandi. Hafi skipun sú komið frá franska útlendinga- eftirlitinu, sem heyri undir innanríkisráðuneyti landsins. Fregnir frá París herma, að í dag hafi Marcel Leroy, hátt- settur maður i frönsku gagn- njósnadeildinni, verið hand- Framhald á bls. 3 Verkföll og ólga í Dom- inikanska lýðveldinu — U Thant ottast að upp úr sfoði þá New Vork, 11. febr. NTB. • U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna sagði í clag að ástandið í Dominikanska lýð- veldinu væri nú svo alvarlegt, að og þegar upp úr kynni að sjóða þá og þegar. í landinu hefur komið til víð- tækra verkfalla til þess að mót- mæla því, er tveir stúdentar voru drepnir úti fyrir þinghúsi iands- Sovézkar frásagnir af r éttarhöldunum i Moskvu: ins sl. miðvikudag. Hafa forvígis Framhald af bls. 24 ÁHORFEIXIDUR HLÓGIJ f RÉTTARSALIMIJIVI — þiegair Sinyavski kvaðsf etska þjóð sína ag hafa skrifað bieekutr sinar til að hjálpa henni, að sjá hvers hún þarfnaðist Moskvu, 11. febr. — NTB. } í DAG var haldið áfram réttarhöldunum í máli sov ézku rithöfundanna, Andrei Sinyavskys og Juli M. Dani- eJs, sem ákærðir eru fyrir að hafa látið birta eftir sig er- lendis og undir dulnefni and- sovézkan áróður. Eftir sem áður fást ekki aðrar fregnir af réttarhöldunum en þær, sem Tass-fréttastofan og sov- ézk blöð flytja, því að vest- rænum fréttamönnum er mieinað að fylgjast með þeim. ♦ Mjög er þó státað af því að réttarhöldin séu opin, en í dómsaíinn fær enginn að koma, án þess að hafa sér- stakt aðgangskort, sem stjórn- in hefur gefið út. Þegar rúss- neskur lögreglumaður var að því spurður í dag, hvort hann kallaði þetta í raun réttri opin réttarhöld, svaraði hann, að það væri þau svo sannarlega — lokuð réttarhöld fengi eng- inn að vera viðstaddur. ^ Meðal viðstaddra við rétt- arhöldin eru eiginkonur hinna ákærðu. Var eiginkona Daniels grátandi, er hún kom út úr réttarsalnum í morgun. Tass-fréttastofan segir, að á- horfendur hafi hlegið í dag, er Sinyavsky lýsti því yfir, að hann elskaði þjóð sína og hefði skrifað bækur sínar til þess að sýna henni fram á, hvers þjóðin þarfnaðist. Bæt- ir Tass við, að áheyrendur hafi sýmt hina mestu þolin- mæði við að hlusta á mála- lengingar Sinyavskys, sem hafi reynt eftir megni að forð ast að svara beint einföldum spurningum rannsóknardóm- arans. Stjórnarblaðið „Izvestija" skrif ar ýtarlega um réttarhöldin í dag undir fyrirsögninni: „Uppljóstr- unin“. Að sögn vestrænna frétta- manna er afar erfitt að átta sig á þeim fréttaflutningi og ekki gott að sjá, hvað er til þess eins gert að sverta hina ákærðu, og hvað er sannleikanum sam- kvæmt. Blaðið segir m.a., að ýms ar setningar hafi verið teknar úr bókum Sinyavskys, meðal annars hinni kunnu bók hans, „Réttur er settur“, þar sem hann haldi því fram, að sovézka þjóðin sé þjóf- ar og drykkjumenn, sem ekki hafi hæfileika til að skapa lista- verk og menningu. Bætir Izvest- ija við: Hversu djúpt er sá mað- ur sokkinn, sem getur skrifað þannig um þjóð, sem hefur vakið undrun og gleði heimsins með sínum ódauðlegu stórverkum? Blaðið segir, að þegaj^inyavski hafi verið að því spurður, hvers vegna hann þyrfti að sverta þjóð sina svo, hefði hann svarað: Þér skiljið... ég elska rússnesku þjóðina ... og þið getið varla sakað mig um að hafa hallazt að vestrænum þjóðum, því að menn hafa jafnvel kallað mig slava- vin“. Síðan hafi hann bætt við, að hann hafi viljað hjálpa Rúss- Buenos Aires, -11. febr. AP • Við rannsókn á eldsvoða, sem eyðilagði stóra vefnaðar- verksmiðju í Buenos Aires í síðustu viku, hefur komizt upp um skipulagðan hring skemmdarverkamanna, sem allir eru í hópi æstustu fylgis manna Juans Perons, fyrrum einræðisherra í Argentínu. Þrír menn hafa verið hand- teknir og töluverðar vopna- bir.gðir fundizt, svo og upp- lýsingar, sem gefa vísbend- ingu um störf og fyrirætlanir maiuianna, Kynvilla karla lögleg i Bretlandi? ; London, 11. íebr. NTB. í ■ • Við atkvæðagreiðslu ; Neðri málstofu brezka S l þingsins í dag var samþykkt, ; ■ að kynvilla, þar sem i hlut : ; eiga fullorðnir karlmenn, enda S ■ sé það af fúsum vilja beggja, : ; skuli ekki teljast brot gegn I I lögum landsins. Þurfa kyn- ; ; villtir menn í Bretlandi, sem : ; taldir eru um hálf milljón; ■ talsins, nú líklega ekki leng- ; ; ur að eiga á hættu lögsókn, S ■ — en þess er að gæta, að um ; ; málið þarf að fjalla enn á ný S S — í þriðja sinn — í Neðri mál- ; ■ stofunni, áður en það hlýtur : ; endanlega afgreiðslu sem lög. ; S Ríkisstjórnin hefur engin : ; afskipti af þessu máli og hef- S [ ur hvatt til 4jess, að þing-; • menn greiði atkvæði álger- S ; lega samkvæmt eigin per- ; ; sónulegu mati. Við atkvæða- : ; greiðsluna í dag féllu atkvæði ; : 164 gegn 107. ■ ; Lög þau, er til þessa hafa ; ; bannað kynvillu karlmanna, ; ■ eru 600 ára gömul. Kynvilla S ; kvenna heldur aldrei verið ■ S bönnuð samkvæmt brezkum S ; lögum. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.