Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 23
Laugardagur 12. febrúar 1966 MORCU NBÍAÐIÐ 23 IVÍerkjasíiSu' dagur KvenféEðgs Laugarnes- sóknar ANNAR sunnudagur í febrúar (hefur um langt skeið verið hinn íasti merkjasöludagur Kven- tfélags Laugarnessóknar. I>að eru ef til vill imargir orðn- ir hálf þreyttir á 'hinum mörgu merkjasöiludögum í okkar kæru ■borg. En það verður að meta Ihvert mál eftir þvd hver tilgang- urinn er og hvað fyrir vakir — og vissulega hafa safnaðarkven- félögin hér í bænum vakið bæði virðingu og velvild með öllu eína ötuia og áhugaríka starfi. Kvenfélag Laugarnessóknar Ihefir það sérstaklega í hyggju nú að auka starf sitt fyrir aldrað fólk, einkum einstæðinga — jafn- vel koimia á einhverri reglubund- inni þjónustu við það, ef verða tná. Pótaaðgerðarþjónustan, - . sem fyrir milligöngu Gísla Sigur- björnssonar forstjóra, hefir und- anfarið farið fram innan vé- banda þess, hefir tendrað alveg nýjan áhuga fyrir aukinni þjón- ustu við gamla fólkið. Öll slík starfsemi krefst fjár- útláta, og því er það einlæg ósk kvennana að sóknarfólkið taki merkjasölubörnunum vel á morg un þegar þau 'knýja dyra. Garðar Svavarsson. — Réttarhöldin Framhald af bls. 1. um til að sjá, hvers þeir þörfnuð- ust. Síðan segir Izvestija, að réttur- inn hafi fengið að heyra sömu, gömlu slagorðin um „rétt lista- mannsins til þess að láta í ljós skoðanir sínar“, „bókmenntaleg- ar hefðir“, „listrænar ýkjur“ og svo framvegis. Hafi Sinyavski reynt með málalengingum að skjóta sér undan beinum spurn- ingum og báðir rithöfundarnir hafi með málalengingum sínum sannað, að þeir séu sér greinilega meðvitandi um sekt sína, en reyni að sprikla í því neti, sem þeir hafi verið veiddir í, rétt eíns og hverjir aðrir afbrotamenn. Hafi Sinyavski stöðugt neitað að verk hans væru pólitísk og sagt þau einungis skáldlegs eðlis. Blaðið segir, að tilgangur rétt- arhaldanna sé að kanna hversu mikil sé sekt þeirra Sinyavskis og Daniels, en þeir eiga á hættu sjö ára fangelsi og fimm ára út- iegð að fangavist lokinni. Talið er, að réttarhöldin muni standa fram á mánudag eða þriðjudag. í gær og í dag stóðu yfirheyrslur í átta klukkstundir með einnar klukkustundar matarhléi. Fyrir utan réttarsalinn, sem er í húsi við litla og fáfarna götu í Moskvu, höfðu í dag safnazt saman nokkrir tugir aðdáenda hinna ákærðu. Kom þar til á- kafra umræðna milli þeirra og ungkommúnista — úr Komsomol, um hinar ýmsu hliðar málsins. Erlendir fréttamenn, sem þangað komu voru greinilega litlir au- fúsugestir — heyrðist víða muldr að, að þeir væru njósnarar, sem gerðu betur í að hverfa á brott og nokkrir herskáir, ungir menn hótuðu fréttamönnum hörðu, >f þeir ekki hypjuðu sig. — Bát Framhald af bls. 24 von okkar Eyrbekkinga, að fáist álíka fjármagn til framkvæmd- anna sem á síðasta ári, þá megi lengja hafnargarðinn svo, að verulegt skjól verði í höfninni hverju sem á gengur. Mun vera hér sæmileg aðstaða til að gera höfn fyrir allt að 300 tonna báta. — Domingo Framh. af bls. 1. menn verkfallsins krafizt þess, að yfirmenn hersins verði látnir víkja úr embættum. U Thant sagði, að ekki væri um að villast, að lögreglan í Santo Domingo væri ábyrg vegna lífláts stúdentanna. Voru tildrög þess með þeim hætti, að sögn U Thants, að um það bil þúsund stúdentar höfðu komið saman úti fyrir þinghúsinu til þess að lýsa stuðningi við nefnd stúd- enta, er sat að fundi með Hector Garcia-Godoy, forseta, og ræddi við hann fjármál háskólans í Santo Domingo. Nokkur ólga var með stúdentunum og þegar einn þeirra gerði sig líklegan til að fara að halda ræðu, skaut lög- reglan á hópinn. Tveir stúd- entar féllu og tólf særðust. At- burður þessi leiddi aftur til upp þots óbreyttra borgara víðsveg- ar í Santo Domingo, var ráðist á bíla og gangandi fólk og alls- herjar upplausnarástand varð í borginni um tíma. Síðan hefur ástandið verið slæmt — skot mátti heyra enn í dag — þriðja daginn í röð og fóik reyndi eftir megni að halda sig innan dyra. Haft var eftir Garcia Godoy fyrr í dag, að ólguna væri þó heldur að lægja og hefði drýgst- an þátt í því átt sú ákvörðun hins hægrisinnaða herforingja, Franc- isco Caminero, að fara úr landi um hríð. Mun hið slæma ástand í landinu nú einkum eiga rót að rekja til fjandskapar milli helztu herforingja landsins — en nokkr ir þeirra eru þegar farnir úr landi — hafa verið skipaðir sendimenn lands síns erlendis. □-----------------□ Síðustu fréttir: í NTB-frétt í gærkveldi sagði, að síma- og loft- skeytasambandi við Santo Domingo hefði verið slitið og flugvelli borgarinnar lokað. □-----------------n — Stúdentum Framhald af bls. 24. raunum til byggingar Kínamúrs eða Berlínarmúrs um þessi þjóð- legu verðmæti. Þeir líta svo á, að með eflingu íslenzka sjónvarpsins og yfirtöku þess á ýmsum aðkeyptum dag- skrárliðum, sem m.a. eru sýndir í Keflavíkursjónvarpinu, svo og með tilkomu ýmissra annarra er- lendra dagskrárliða, þá hallist menn sjálfkrafa að hinu íslenzka sjónvarpi á sama hátt og raun hefur orðið á um íslenzka útvarp ið með fullkomnun dagskrár þess til mótvægis við Keflavíkurút- varpið. Sé það hinsvegar álit háttvirts Alþingis, að takmarka beri sjón- varpssendingar frá Keflavík, þá er það krafa Félags sjónvarps- áhugamanna að þær takmarkan- ir verði ekki framkvæmdar fyrr en fullur reynslutími er kominn á íslenzka sjónvarpið og það hef- ur fengið hæfilegan aðiögunar- tíma við íslenzkar aðstæður og yfirfærslu erlends efnis og hef- ur m.a. tryggt sér beztu dagskrár liði þá er fluttir eru í Keflavíkur sjónvarpinu. Félagið hvikar þó í engu frá meginsjónarmiði sínu, heldur vill það viðurkenna samkeppnismögu leika hins íslenzka sjónvarps og vitnar í því efni til laga félags- ins. Það telur sem fyrr freklega gengið á íslenzkan borgararétt sé landsmönnum meinað að njóta sendinga fjölmiðlunartækja hvað an svo sem þær koma“. Þannig hljóðar ávarp Félags sjónvarpsáhugamanna. Félagið fer fram á að á undirskriftalista skrifi aðeins þeir sem eru orðnir 18 ára eða eldri. Einnig er þess óskað að undirskriftalistum sé skilað fyrir febrúarlok til stjórn- ar félagsins eða í Box 1049. — Hætt við Framhald af bls. 2 en þá neitaði konungur áð taka lausnarbeiðnina til greina. Nú var svo komið hinsvegar, að tólf ráðherrar Sósíaiistaflokks- ins höfðu sagt af sér vegna á- greiningsins um læknadeiluna. Vildu þeir þannig mótmæia and- stöðu lækna landsins gegn því, að komið verði á sjúkratrygging- um ríkisins og kröfum þeirra um, að hætt verði að veita sjúklingum ókeypis læknishjálp . í þeim sjúkrahúsum, sem það nú gera — en Sósíalistaflokkurinn rekur sjö slík sjúkrahús. Ætlaði stjórn- in að koma á slíkri skipan á veg- um ríkisins, en læknar landsins — 9000 talsins — boðuðu verk- fall til þess að koma í veg fyrir það. Voru ráðherrar Kristilegra demókrata reiðubúnir að láta undan kröfum þeirra til þess að koma í veg fyrir verkfall — en Sósíalistar ekki. Margt bendir til þess, að fram- undan sé langvarandi stjórnar- kreppa. Blöðin í Belgíu eru flest sammála um, að stjórnmálaástand ið í landinu hafi. sjaldan verið erfiðara og flóknara en nú og muni að öllum líkindum reynast erfitt að finna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Eru stjórnmálafréttaritarar þeirrar skoðunar, að ný stjórn, hvernig sem hún verður skipuð, verði að gera róttækar breytingar á ýmsum málum landsins, eigi hún að hafa nokkra von um langa lífdaga. Hið óháða blað „Le Soir“ í Brússel skrifar í kvöld, að lækna Háskólafyrir- fyrirlestur ANDRI ísaksson sálfræðingur fiytur tvo fyrirlestra í boði Háskólans um efnið: „Aðferðir og vinnuhagræðing í námi“. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn mánudag 14. febrúar kl. 5.15, en síðari fyrirlesturinn fimmtudag 17. febrúar kl. 5.15. Báðir fyrirlestrarnir verða haldnir í I. kennslustofu. Fyrirlestrar þessir eru ætlaðir fyrir háskólastúdenta almennt, og ekki sízt fyrir þá, sem eru að hefja háskólanám sitt. Fyrir- lesarinn mun svara spurninguim, er varða fyrirlestrarefnið. Sérstök athygli háskólastúd- enta er vakin á þessum fyrir- lestrum, og er þe-ss vænzt, að fyrirlestrarnir verði vel sóttir. Renaultbíllinn, sem lenti í hörðu m árekstri við jeppabil á gatna- mótum Laugavegs og Höfðatúns í fyrrakvöld, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Snerist bíllinn við og kastaðist önnur konan út. Sú, sem var undir stýri skrámaðist í andliti. Báðar fengu að- fara heim að lokinni aðgerð í Slysavarðstofunni. deilan hljóti að vera yfirvarp — dýpri orsakir hljóti að liggja að baki stjórnarkreppunni. Blaðið fordæmir afskipti læknanna af málum ríkisins og segir afstöðu þeirra í sjúkratryggingamálinu óþolandi. Verkfallshótun lækna stendur enn— en ekki er ákveðið hve- nær til þess kemur. Sem fyrr segir ræddi konung- ur þegar í dag við forseta þing- deildanna, þá Paul Struyte, for- seta öldungadeildarinnar, og Ach- ille Van Acker, forseta fulltrúa- deildarinnar. Er talið að hann muni byrja með því að fela Van Acker að kanna möguleikana á stjórnarmyndun með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálaflokka. Á miðvikudagsnótt var mölbrotin afturrúða í Fiat-fólksibíl, þar sem hann stóð bak við húsið að Lang- holtsiveg 128. Hefur verið reynt að afla upplýsingá um rúðu- brotið í nágrenninu, en það eikki tekizt. Rannsóknarlögreglan bið- ur allá 'þá, sem gætu gefið ein- hverjar upplýsingar um rúðu- brot þetta, að gefa sig fram. Reks trareftirl i t Loftleiðir h.f. óska að ráða í þjónustu sína starfs- mann til að annast rekstrareftirlit með ýmsum þátt um starfsemi félagsins innanlands og utan. Umsækjendur skulu hafa fullkomna bókhaldsþekk- ingu og vera færir urn að vinna sjálfstætt að eftir- iitinu og helzt hafa tekið próf í einhverri eftirtalinna greina: ENDURSKOÐUN LÖGFRÆÐI REKSTRARHAGFRÆÐI VIÐSKIPTAFRÆÐi eða liafi aðra samhærilega menntun eða reynslu á sviði rekstrareftirlits, endurskoðunar og fjármála- eftirlits. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækj- argötu 2 og aðalskrifstofunni, Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir skulu hafa horizt ráðningarstjóra félags- ins fyrir 1. marz nk. mmiDiR Flóabáturinn Akraborg er til sölu. Skipið er nýklassað, um- gengni prýðileg. — Upplýsingar um verð og skilmála hjá Skipa og Vélaeftirlitinu, Ægisgötu 10, Gísli Jónsson Símar 2-40-40 og 1-17-46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.