Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. febrúar 1966 MORGUNBLAÐID 11 HINN 22. janúar 1946 voru nokk ur ungmenni saman komin í húsi K-F-U-M og K við Amtmanns- stíg. Er samveru þeirra lauk, hafði verið gengið frá stofnun sarntaka, sem hlutu heitið Kristi- leg skólasamtök (K.S.S.) Síðan eru liðin 20 ár. Það telst ekki hér aldur eða langur starfstími. Samt vekur það nokkra athygli, þegar þess er gætt, að þeir sem stjórna þessum samtökum eru ætíð unglingar um eða undir Stjórn K.S.S. i vetur. Frá vinstri: Grímur Friðgeirsson, Iðnsk., Sævar Berg Guðbergsson, Kennarask. Elín Einarsdóttir, Kennarask., Jón Dalbú Hróbjartsson form., Verzlunarsk. Frið- rik Ó. Schram, Verzlunarsk., og Sigurður Fálsson, kennari, (skipaður af stjórnum K.S.F, K.F.U.M. og K.F.U.K.) Kristileg skóiasamtök tvítugu, þar sem þeir einir geta verið meðlimir, sem stunda nám í framhaldsskólum. í tilefni af efmælinu var farið á vit þeirra sem nú sitja í stjórn, og spjallað við þau kvöldstund. — Hver er tilgangur þessara samtaka ykkar? — í lögum félagsins segir, að tilgangur félagsins sé að vinna skólaæskuna fyrir Jesúm Krist. Þar sem þetta er ekki ýkja al- II gengur tilgangur æskulýðsfélaga, langar spyrjanda að fræðast um það, hvernig félagið hyggst ná þessum tilgangi sínum. — Við höldum fundi flest laug- ardagskvöld allan veturinn. Auk þess höldum við mót tvisvar eða þrisvar á ári. Stærsta mótið er haldið um bænadagana í sum- arbúðaskála Skógarmanna K.F. U.M. í Vatnaskógi. Sumarmót er venjulega haldið í sumarbúða- Meðlimir annast sjálfir fun arefni að mestu leyti. skála K. F. U. K. í Vindáshlíð. Þessi tvö mót eru orðin fastur liður í starfi félagsins. Efni vetr- arfundanna er margvíslegt, bæði til fróðleiks og skemmtunar, svo sem erindi um athyglisverðar persónur í kristninni, frásagnir af kristniboði, o. fl., eða þá efni, sem þjónar þeim tilgangi einum að gefa fólki kost á að hlæja sér til heilsubótar, einnig er mikið sungið. Enn fremur er að sjálfsögðu á hverjum fundi hug- leiðing um Guðs orð og boðun þess. Fáum við þá reynda menn með okkur og annast þeir hug- leiðingar ásamt ungu fólki úr okkar hópi. Á sumrin falla reglu- legir fundir niður, en þess í stað eru biblíulestrar á hverju föstu- dagskvöldi. — Hvernig er það? Eru allir fundir félagsins bundnir við K.F.U.M.-húsið, eða haldið þið fundi víðar? — Við höfum einnig haldið nokkra fundi í framhaldsskólum borgarinnar og auk þess höldum við annað slagið fundi í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. — Þið segið að Biblían og hug- leiðingar um boðskap hennar sé aðal fundarefni hjá ykkur. Er félagið grundvallað á einhverjum sértrúar kenningum? Unga fólkið brosir góðlátlega. — Nei, þetta er ekki sértrúar- flokkur. Starf félagsins er grund- (Ljósm. H. Sætran) vallað á Guðs orði, starfar í anda evangelískrar — Lútherskrar kirkju, enda lang flestir meðlim- ir samtakanna meðlimir henn- ar. — Eruð þið það sem kallað er ,trúuð“ eða „frelsuð"? á útbreiðslufundum, sem haldn- ir eru annað siagið eru fundar- gestir iðulega hátt á annað hundrað. — Þið álítið fulla þörf fyrir svona starfsemi. Er ekki kristindómsfræðslan í skólunum og fermingarundirbúningurinn nægjanlegur, til að þjóna þessu hlutverki? — Það er ekki okkar hlut- verk að dæma um það. Annað er það, að oft virðist kristin- dómsfræðslan í skólunum vera ópersónuleg almenn fræðsla, sem ekki leggur áherzlu á persónú- lega afstöðu til Jesú. Hitt viljum við aftur á móti undirstrika, að fermingarheitið er alvarlegt heit, og ætti að rgundvallast á per- sónulegri og ákveðinni trú á Jesúm Krist. Að því viljum við- stuðla með starfi okkar, að ungt fólk taki jákvæða persónulega af- stöðu til Jesú, og trúi á hann sem lifandi staðreynd og frelsara, og þjóni honum með Iífi sínu. — Eruð þið þröngsýn? — Er þröngsýni að vilja taka Jesúm Krist alvarlega? Séð yfir salinn á jólafundi K.S.S. í des. sl. — Já, við erum það. — Eruð þið þá ekki ákaflega ánægð með ykkur sjálf? — Við erum ánægð með Jes- úm, og það sem hann hefur gert og vill gera fyrir okkur og alla aðra sem á hann vilja trúa. — Eru ekki fáir unglingar, sem hafa áhuga fyrir svona nokkru? — Nei, ekki svo mjög. Meðal fundarsókn er 60—80 manns og Við verðum að láta okkur nægja þessa spurningu sem svar, og kveðjum þetta einarða unga fólk, sem virðist hafa fundið iífi sínu tilgang og innihald. í kvöld ' halda Kristileg skólasamtök af- mælis- og árshátíð í húsi K.F. U.M. og K. við Amtmannsstíg og hafa boðið til sín ýmsum sem starfað hafa í félaginu á undan- förnum tveim áratugum. Buröarásinn í eínahagsíegri uppbyggingu þjððarinnar Úi ræðu Eggerts G. Þorsteinssonar, sjdvar- útvegsmdlardðherra d fiskiþingi í gær EGGERT G. Þorsteinsson, Bjávarútvegsmálaráðherra, flutti ræðu á Fiskiþingi í gær. Byrj- aði hann á því að ræða um mik- ilvægi þess þings, þar sem sjáv- erútvegurinn væri o>g yrði um ófyrirsjáanlega framfíð burðarás inn í efnahagslegri uppbyggingu og afkomu íslenzku þjóðarinnar. Þá ræddi ráðherrann þann vanda, sem togararnir og smærri bátar ættu við að glíma og aninnti á í því sambandi, hvern- xg hagsmxmir hinna ýmsu greina í sama atvinnuvegi gætu verið andstæðar. „Til athugunar á hugsanlegum möguleikum á úr- lausn þessa vandamáls hefur sj á varútvegsmálaráðuney tið skipað tvær nefndir," sagði ráðr herrann. „Sú fyrri varðandi vanda bátaflotans var skipuð 11. nóv. s.l. og togaranefndin var skipuð 23. desember s.á. Nefndir þessar hafa nú þegar lagt nokkra vinnu í störf sín og hraða tillögugerð sinni eftir föngum." Næst ræddi ráðherrann um á- stand og horfur í útfutnings- málum og fiskimatið. Um það sagð hiann m.a.: ,;Mikill og góð- ur afli er að sjálfsögðu gleðiefni allra hugsandi landsmanna, en ítrustu gætni og strangt eftirlit verður að viðhafa með allan fisk allt frá því hann er veiddur og þar til hann kemst í hendur kaupenda innanlands eða utan?“ Friðun fiskistofnanna Um friðun fiskistofnanna sagði ráðherrann m.a.; „Af mjög eðlilegum ástæðum hafa friðunarmál og takmörkun á veiði smáfisks verið til um- ræðu á þeim samkomum þar sem sjávarútvegsmál hafa verið til umræðu eins og á þingum sjómanna, útgerðarmanna, fiski- og farmannasambandsþingi og svo einnig hér á Fiskiþingi. Ein höfuðástæðan til þessara um- ræðna er hin síaukna veiði smá- fisks samfara hinni öru tækni- þróun í veiðunum sjálfum. — Ákveðnar og skorinorðar álykt- anir hafa verið gerðar í þessum efnum. Auk þess hefur nefnd síldarskipstjóra flutt mér hlið- Eggert G. Þorsteinsson stæðar óskir og eindregið varað við þessari veiði og fiskifræð- ingar hafa á opinberum vett- vangi varað við framhaldi þess- ara veiða. í framhaldi þessara umræðna sendi ég hinn 29. þ.m. bréf til Hafrannsóknaráðs þar sem ósk- að var eftir áliti ráðsins á hvort takmarka eða banna ætti með öllu veiði smásíldar og þá með hvaða hætti. Ráðið hefur nú bréf þetta til meðferðar. Þá hafa í ráðuneytinu einnig farið fram viðræður milli full- t|ia útvegsmanna og fiskifræð- inga um þörfina á almennri frið- un eða takmarkanir á veiði smá fisks o>g mun þeim viðræðum haldið áfram.“ Og ennfremur: „Athygli manna hefur mjög beinzt að nauðsyn þess að auka möskvastærð, botnvörpu og síld- arnóta á veiðum hér við land, — en í þeim efnurn er nauðsyn- legt að ná fram alþjóðlegu sam- starfi, því slík takmörkun á okkar skipum eingöngu segði skammt, ef ekki hvíldi sama skylda á öllum þjóðum er veið- ar stunda hér við land og á ölium norðlægari fiskimiðiun. — Taldar eru nú góðar líkur á þyí að samkomulag geti tekist um verulegar lagfæringar á þessu sviði. Viðræðum þessum mun haldið áfram og kannaðir til þrautar möguleikar á þeim aðgerðum, sem nauðsynlegar verða taldar til tryggingar fiskistofnunum hér við land.“ Hafnarmál Næst ræddi ráðherrann um hafnarmál. Sagði hann, að þrátt fyrir mikilsvert átak í háinar- málum á undanförnum árum og áratugum og stórkostlega aukn- um fjárframlögum þess opinbera til hafnarframkvæmda vantaði enn mikið á að nóg væri að gert í þeim málum. Þá skýrði sjávarútvegsmálaráðherra frá því, að fjármálaráðherra hefði fyrir nokkru farið þess á leit við sjávarútvegsmál aráðuney tið, að hafnirnar yrðu flokkaðar a. m.k. í tvo flokka Annars vegar þær hafnir, sem gætu með venjulegri fyrirgreiðslu þess op- inbera séð um útgjöld sín af eigin tekjum og hins vegar þær sem fyrirsjáanlega gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt gildandi lögum, og sýnilega (fyrirfram) þyrftu á meiri aðstoð að halda, en eigi að síður væri talið nauðsynlegt að tilteknar framkvæmdir yrðu þar gerðar. „Að athugun þessari er nú unnið og vonandi leiðir hún til þess að skýrari línur skapast i þessum efnum," sagði Eggert G. Þorsteinsson, „Þá hefur ríkisstjórnin ákveð- ið“, sagði ráðherrann, ,;að keypt yrði nú mjög stórvirk sanddæla til hafnarframkvæmda, sem kosta mun 13-14 millj. króna, en á miðað við núverandi þarfir að geta afskrifast á nokkrum árum vegna mikilla verkefna sem hermar bíða. Persónulega vil ég láta þá skoðun mína í ljós hér að ég tel nauðsyn á að marka þa stefnu í framtíðarfram- kvæmdum við hafnarmannvirkja gerð, að á hverju ári, verði að- gerðir miðaðar við ákveðinn landshluta og þá unnið þar í stærri áföngum. Hinar mjöf dreifðu framkvæmdir undánfar- inna áratuga hafa reynst alls ó- fullnægajndi vegna þess hve hlutur einstakra staða er smár og lítið no-tagildi verður þess- vegna af þeim fjármunum sem kemur í hvers hlut.“ Að lokum fór ráðherrann lof- samlegum orðum um störf Fiski- þings, sem hann sagði að hefðu verið blessunarlega laus við Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.