Morgunblaðið - 12.02.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.02.1966, Qupperneq 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1986 Slæm aðbúð, skipstjórinn fullur matur lélegur og gamalt skip segja brezku SEX skipverjar gengu af brezka togaranum Victrix H 428, er ihann kom til Norð- fjarðar á miðvikudagS'morg- un. Ætlunin var að skipverj- ar færu til Reykjavlkur og siðan áfrám út, en togarinn hélt aftur á veiðar með 13 menn. En sjámennirnir sitja enn veðurtepptir á Norð'firði, þvi ekki er hægt að lenda á flugvellinum og fara líklega ekki fyrr en með Esju á mánudag. Fréttaritari M'bl. á Norð- firði hitti piltana að máli, þar sem þeir búa, í Hótel Egils- búð. >etta eru menn á aldr- inum 18-27 ára, tveir þeirra kvæntir og annar á born. Þeir kváðust hafa farið að heim- an frá Hull 28. janúar sl. og 'haldið beint á íslandsmið. Siglingin sem venjulega tek- ur 3 daga, tók í þetta sinn 8, vegna þess hve veður var slæmt. Var togarinn síðan 3 daga að veiðum fyrir Austur- landi. En þá var farið inn til Norðfjarðar með veikan mann. Gengu sjómennirnir sex þar af skipinu. Aðspurðir hvers vegna þeir hefðu gengið af skipi sínu, svöruðu þeir því til, að aðbúð sjÓBH'Snnimir hafi verið slsem um borð. Ljósin hafi verið biluð í 6 sólarhringa og þeir ekki getað haft ljós í lúkarnum. Manna- íbúðir séu mjög óþriflegar í togaranum, matur lítill og lé- legur, og þröngt í lúkarnum, þar sem 11 menn höfðust við, en aðeins kojur fyrir 10. Hafi sumir orðið að liggja á lúkarsgóMinu á toerum fjölum með aðeins teppi yfir sér. Þeir segja að s'kipið sé gamalt og lélegt og illa þúið tækjum. Þeir segja líka, að einn mað- ur hafi verið veikur um borð, en skipsstjóri ekki fengizt til að fara í land með hann fyrr en eftir 3 daga. Þá kvörtuðu sjómennirnir undan því, að þeir ‘hefðu eng- an rommskammt fengið, eins og þeim ber, að því er þeir segja. Hafi skipstjóri druk'kið allt sjálfur. Hann hafi yfirleitt verið drukkinn, sé álkoholisti, að þeirra sögn. Þeir sögðu líka, að skipstjórinn hafi keyrt skipið áfram á fullri ferð í stórsjó og ofsastormi, án þess að hirða um öryggi mannanna. Brezku sjómennirnir segjast vera heldur klæðalátlir, því mest af fötum þeirra sé um borð í togaranum. Þeir hafi farið í land til að tala við umboðsmann brezkra togara í Neskaapstað, en á meðan 'hafi togarinn látið úr höfn með öll þeirra föt. Þá voru þeir búnir að Skrifa undir það að þeir gengju af skipinu. Bftir að þeir 'höfðu skrifað undir, hefði skipstjórinn sagt þeim, að það varðaði við lög að ganga af skipinu og að þeir yrðu teknir fastir er þeir •kæmu heim. Þeir segjast ekki hafa vitað fyrr en .á, að svo stranglega væri te'kið á slíku máli í Englandi. En skip stjórinn hafi e'kki viljað taka þá aftur. Þá var það að þeir fóru í land til að tala við um- boðsmann brezkra togara. Mennirnir sögðust gera sér það ljóst nú, að þeir verði settir í fangelsi, er þeir koma iheim, en kváðust vonast til að Skipstjórinn fylgdi þeim þang- að, því hann eigi það sannar- lega skilið. Þeir segjast ætla að fá sér lögfræðing, þegar heim komi. Aðspurðir sögðust brezku sjómennirnir að vel færi um 'þá á Norðfirði, en þeir vonist til að komast heim sem fyrst. Lí'klega verður það ek’ i fyrr en með Esju á mánudag, því líklega verður ekki búið að moka flugvöllinn fyrr en það. Ff fær ekki lendingarleyfi í Frankfurt í V-Þýzkalandi ÞÝZK flugyfirvöld hafa nú synj- að Flugfélagi íslands um lend- ingarleyfi í Frankfurt am Main, en þangað hugðist félagið taka upp flugferðir í vor, segir í fréttatilkynningu sem Mbl. barst frá F.f. í gær. Eins og frá var skýrt í fréttum, sótti Flugfélag íslands snemma í' október sl. um leyfi til áætl- unarflugferða milli Reykjavíkur og Frankfurt, með viðkomu í Glasgow í báðum leiðum. Brezk flugyfirvöld brugðust mjög vel við þessari málaleitan og veittu leyfi til flugsins fyrir sitt leyti, og einnig var Flugfélaginu veitt heimild til farþegaflutninga -^milli Glasgow og Frankfurt. Þar sem engar flugsamgöngur eru nú milli íslands og Þýzka- lands, en mikil viðskipti og sam- skipti milli landanna á öðrum sviðum, þótti einnig mega vænta þess, að jákvætt svar við umsókn Flugfélagsins bærist frá Þýzka- landi. Með þetta í 'huga, var í flugáætlun félagsins fyrir sum- arið 1986 ákveðin ein ferð í viku milli Reykjavíkur, Glasgow og Frankfurt. Flogið Skyldi á mið- vikudögum fram og atftur. §trax eftir að ferðaskrifstofum hafði verið tilkynnt um þessa áætlun, tcku að berast farpantanir í ferð irnar. Fyrir nokkru barst svo syar frá þýzkum flugyfirvöldum þar sem umsókn Flugfélagsins um lendingarleyfi í Frankfurt er synj^ið. Þessi viðbrögð þýzkra yfir- valda háfa valdið félaginu von- brigðum og orsakað að hinu fyr- irhugaða Þýzkalandsflugi hefir ve..j aflýst. Flugfélag íslands opnaði sölu- skrifstofu í Frankfurt fyrir tæpu ári síðan og nefir starfstfólk henn ar unnið markvist að kynningu íslands sem ferðamannalands. Ástæðan fyrir því að flug- félag Íslands valdi Franktfurt, sem viðkomustað í fyrirfhuguðu Þýzkalandstflugi, er í fyrsta lagi lega borgarinnar, sem er mjög miðsvæðis í hinum þéttíbýlu iðn- aðarhéruðum landsins, en er að auki mikil verzlunar- og við- skiptaborg. Frankfurt er og ein helzta flugmiðstöð Evrópu, og er enda eina borgin í Vestur-Þýzkalandi, sem til greina kemur fyrir Flug- félag íslands að fljúga til eins og á stendur. Hætt við langvarandi stiórnarkreppu í Belgíu — Konungur flýtti för sinni frá Dan- mörku vegna lausnarbeiðni stjórnar Pierre Harmel Briissel, 11. febrúar. — NTB-AP,— Ó ÞEGAR Baudouin Belgíu- konungur kom heim í dag úr heimsókn sinni til Dan- merkur gekk Pierre Harmel, forsætisráðherra, á fund hans og afhenti honum lausnar- beiðni stjórnar sinnar. Kon- ungur samþykkti lausnar- beiðnina að þessu sinni og hóf þegar viðræður við forseta beggja deilda þingsins um möguleikana á myndun nýrr- ar stjórnar. Óttazt er, að fram undan sé langvarandi stjórn- arkreppa — en stjórn Harm- els fer með völd á meðan hún er óleyst. Konungur ætlaði ekki að ljúka heimsókninni til Danmerkur fyrr en á morgun, en varð að halda heimleiðis í dag vegna ástandsins innan stjórnarinnar. Sendi Harm- el, forsætisráðherra, herflugvél eftir konungi eftir hádegið í dag. Þetta er í annað sinn á viku, sem stjórn Harmels segir af sér — fyrra sinnið var á laugardaginn, I Framhald á bls. 23 | HÁSPENNA — LÍFSHÆTTA. — Víðar eru djúpir skaflar en við hús norðan lands. Meðfylgjandi mynd var tekin í Skjól- brekku, norðan Húsavíkur. Hér er 10 metra staur kominn það í kaf að ekki er nema seilingur upp í háspennulínuna. Til var- úðar hefur verið grafið undan línunni, því þarna eru skíða- brekkur Húsvíkinga. — Ljósm.: Siili. Reykjðvíkur- bátar í loðnu REYKJAVÍKURBÁTAR veiða nú talsverða loðnu út af Hafnar berginu og Sandvíkinni. í fyrri- nótt komu inn eftirtaldir bátar: Huginn II með 1900 tunn, Reykja borg með 1200 tunnur, Ögri með 800, Hoffell með 400, Árni Magn- ússon með 1800, Ófeigur II með 7'50, Þorsteinn með 900, Vigri með 800 og Bjarmi II með 800. Margir bátar voru í gær út af Hafnarbergi að loðnuveiðum en létu ekki mikið af veiði, skv. upplýsingum frá Granderadíói í gærkvöldi. Þó höfðu tilkynnt komu sína þangað nokkrir bátar: Ögri með 1000 tunnur, Þorsteinn með 1800, Reykjaborg, sem ekki hafði nefnt hve mikið hún væri með, Gullfaxi 1300, Vigri 1300, Huginn II 800, Árni Magnússon 900, Bjarmi II 900. Þá var vitað að Óskar ætlaði til Akraness með 1200 tunnur og Arnar hafði feng ið 1100. Afli Akranesbáta AKRANESI, 11. febr. — Bátarn- ir 3, sem héðan róa með línu, fiskuðu í gær sem hér segir: Rán aflahæst með 8,9 tonn, Haf- örn 6 og Skipaskagi 5 tonn. Skírnir landaði hér í nótt 630 tunnum af loðnu. Óskar Hall- dórsson landaði í morgun 1200 tunnum. Sólfari hefur þegar tek- ið þors'kanet u-m borð. — Oddur. Varðarbingó Á Varðarbingóinu á Akureyrl sunnudaginn 13. þ.m. verða vinn- ingar eftir eigin vali: hjónarúm með dýnum, raðhúsgagnasett, svefnsófi, innskotsborð, Hansa- skrifiborð með uppistöðum o.fl. Allir vinningar eru frá Val'björk h.f. og eru til sýnis í Hafnar- stræti 105. Forsala aðgöngumiða er á skrifstofu Sjálfstæðisflokks ins kl. 2—3 sama dag — Vörður. Kjósarsýsia AÐALFUNDUR F.U.S. í Kjósar- ! sýslu verður haldinn að Hlé- garði mánudaginn 14. febrúar ki. 9 e.h. Dagskrá: Venjuieg aðaifundar- störf. Axel Jónsson alþingismað- ur mætir á fundinum. Allir félagsmenn eru hvattir til að sækja fundinn og taka með sér nýja félaga. Saigon: — Kólera hefur komið upp í Saig- on og 60 manns tekið veikina í fyrri mánuði, að því er félags- málaráðuneyti S-Vietnam skýrði frá í dag. Enginn hefur látizt af veikinni. YFIR Grænlandshafi var í gær lægð, og vestur og SV af Grænlandi var fallandi loft- vog. Við suður- og vestur- ströndina var þá heldur mild- ara loft en áður, komið austan og suðaustan af hafi. Fylgdi því nokkur snjókoma á Reykja nesskaga og í Borgarfirði í fyrrinótt, svo menn vöknuðu við það, að kominn var um 10 cm djúpur snjór. — Frostið var víða hart á Norðurlandi, 15 stig á Akureyri og 17 stig á Hveravöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.