Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1966 Frétta- myndir úr ýmsum áttum París. — Myndin sýnir gervihnött þann, af gerðinni DA-1, sem Frakkar skjóta á loft frá Hammaguir í þessari viku. Efst á hnettinum sjást fletir þeir, sem safna sólarorku, sem knýja á senditæki. — AP. Páfagarði. — Páll páfi VI. flutti ræðu í St. Péturskirkjunni snemma í þessari viku, þar sem hann beindi þeim tilmælum til leiðtoga víða um heim, að þeir beiti sér fyrir friðsamlegri lausn á Víetnamdeilunni. — AP. Selwyn Lloyd (t.v.), talsmaður brezka íhaldsflokksins í málefnum Afríku, hefur að undanförnu 'dvalizt í Ródesíu, þar sem hann hefur átt viðræður við Ian Smith (t.h.), forsætisráðherra. — AP. síÍW Berlín. — Austur-þýzkir landamæraverðir rjúfa gaddavírsgirðingu til þess að komast að líki manns, sem skotinn var til bana á flótta um síðustu helgi .Líkið liggur milli tvöfaldrar girðingar (hvítur hringur) — AP. París. — Nýlokið er í París viðræðum Ludwigs Erhards, kanzl- ara Vestur-Þýzkalands, og de Gaulles, Frakklandsforseta. — Ræddu þeir samstarf ríkjanna tveggja. — Myndin var tekin í Elysée-höllinni. — AP. Johnson, Bandaríkjaforseti (t.h.), ræðir við Hubert Humphrey, varaforseta (t.v.), og aðra hátt- setta bandaríska embættismenn, að loknum fundi í Honolulu um Víetnam. Myndin var tekin um borð í einkaflugvél forsetans. — AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.