Morgunblaðið - 12.02.1966, Síða 6

Morgunblaðið - 12.02.1966, Síða 6
6 MORGU NBLAÐID taugarclagur '12. feb'rúar 1968 ANNAST UM SKATTFRAMTÖLi fyrir þá, sem hafa frest eða geta útvegað sér hann. Friðrik Sigurbjörnsson, lögfræðingur, Fjölnisveg 2. Sími 16941. Blý Kaupum blý hæsta verði. Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar, Skipholti 23. Sími 16812. Orgel Vil kaupa gott stofuorgel. Helgi Hallgrímsson, Ránargötu 8. Sími 11671. Volkswagen 1961—’63 óskast til kaups. Upplýsing- ar í síma 17648, eftir kL 16,00. Til sölu nýlegur, frambyggður 8 t. vélbátur. Kristján Eiríks- son, hrl. Laugavegi 27. — Sími 14226. Kv.sími 40396. Trilla 1—2 tonn, óskast til kaups. Áhugafólk um þetta hringi í síma 14954 fyrir n.k. föstudaigskvöld. Til sölu Fiskbúð á mjög góðum stað. Kristján Eiríksson hrl Laugaveg 27. Sími 14226. Kvöldsími 40396. Roskin kona óskar eftir ráðskonustarfi sem fyrst, hjá einhleypum manni. Tilboð sendist afgr. Mbl. í Keflavík, merkt: „845“. Til sölu ensk dragt. Upplýsingar í síma 23709. Stúlka með stúdentsmenntun og próf frá Kennaraskóla Is- lands, óskar eftir vinnu eftir hádegi. Tilboð send- ist Mbl. fyrir 17. þ. m. merkt: „18 — 8618“. Loðnunót til sölu Góð loðnunót (nýlon) til sölu. 85x19 faðma, ásamt gálga og krabba. Upplýs- ingar á netaverkstæði Thorbergs Einarssonar, Reykjavík, og í símum 24850 og 33983. Þvottavél Sem ný English Electric þvottavél, með vindu, suðu og dælu, til sölu. Verð kr. 6 þús. Upplýsingar í síma 20636. Til sölu Diesel-vél með gírkassa, 60 hestöfl, í 4—6 tonna bát. Verð 12000. Sími 34130. Dekk til sölu 1200x22 — 1400x20. Sími 34130. Keflavík Til leigu er gott einbýlis- hús. Uppi. í síma 1528. jMessur á morgun Biblíudðgurinn Kirkjan að VÖLLUM í Svarfaðardal. FRAMAN við gömlu timburkirkjuna á Völlum í Svarfaðar- dal var reistur tum fyrir nokkrum árum um kirkjuklukku, sem þá var stærst klukkna á Iandinu, gjöf frá Vestur- fslendingi. Fyrstu 40 árin á þessari öld sátu á Völlum merkis- hjónin séra Stefán Kristinsson og frú Sólveig Pétursdóttir Eggera. Nú þjónar þar séra Stefán V. Snævarr. (Ljósm. séra Á. S.). Mynd þessa sendi okkur séra Ágúst Sigurðsson á Möðru- j völlum ásamt mörgum öðrum kirkjumyndum. Kunnum við honum beztu þakkir fyrir. Fordæmi hans mætti vera öðrum hvatning tU að senda okkur kirkjumyndir til birtingar. Gott er að góðar upplýsingar fylgi, eins og með mynd um séra Ágústar. Dómkirkjan Messa kl. 11. (Biblíudagur) Séra Óskar J. Þorláksson. Messa kl 2. Séra Kristján Róbertsson kl. 5. Guðsiþjón- usta séra Garðar Þorsteins- son prófastur prédikar. Kirkju kór Kálfatjarnar syngur. Org anleikari: Guðjón Sigurjóns- son. Að lokinni guðsþjónustu verður aðalfundur hins ís- ienzka Biblíufélags. Kl. 11. Barnasamkoma í Tjaxnarbæ Séra Kristján Róbertsson. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10:30 Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2. Heimir Steinsson stud. theol prédikar. Séra Arn- grímur Jónsson. Grensásprestakall. Breiða- gerðiuskóli. Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Felix Ólafs- son. Fíladelfía, Reykjavík Guðsþjónusta kl. 8. Ás- mundur Eiríksson. Fíladelfía, Keflavík Guðsþjónusa kl. 4. Harald- ur Guðjónsson. Kristskirkja, Landakoti Lágmessa kl. 8:30 árdegis. Hámessa kl. 10 árdegis. Barnamessa kl. 3:30 síð- degis. Langholtsprestakall Barnasamkoma kl. 10:30. Séra Árelíus Nielsson. Guðs- þjónusta kl. 13:30 (athugið breyttan messutíma). Séra Sig urður Haukur Guðjónsson. Neskirkja Barnasamkoma kL 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Séra Frank M. Halldórsson. Samkoma kl. 2. Bjarni Eyjólfsson ritstjóri tai- ar. Söngur og hörpuleikur. Bræðrafélagið. Útskálaprestakall Messa að Hvalsnesi kl. 2 Séra Guðmundur Guðmunds- son. Hallgrímskirkja Bamaguðsþjónusta kl. 10. Systir Unnur Halldórsdóttir. Messa kl. 11. Dr. Jakob Jóns- son. Hveragerðisprestakall Messa kl. 2 í Bamaskóla Hveragerðis. ■ Safnaðarfund- ur á eftir. Séra Sigurður K. G. Sigurðsson. Eyrarbakkakirkja Messa kl. 2. Séra Magnús Guðjónsson. Stokkseyrarkirkja Sunnudagskóli kl. 10:30. Séra Magnús Guðjónsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði Messa kl. 2. Kristinn Stef- ánsson. Hafnir Messa kl. 2. Séra Jón Árni Sigurðsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jakob Einarsson frá Hofi í Vopnafirði prédikar. Heimils- prestur. Kálfatjarnarkirkja Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Ásprestakall Barnaguðsþjónusta í Laug arásbíói kl. 11. Messa kl. 1:30 í Hrafnistu(borðsalnum) Séra Grímur Grímsson. Reynivallaprestakall Messa að Reynivöllum kl. 2. Séra Kristján Bjarnason. Kirkja óháðasafnaðarins Messa kl. 2. Safnaðarprest- Langarneskirkja Messa kl. 2. Barnaguðs- þjónusta kl. 10. Séra Garðar Svavarsson. Keflavíkurkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Björn Jónsson. Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 5. Séra Þorsteinn Björnsson. Kópavogskirkja Messa kl. 2. Bamasamkoma kl. 10:30. Séra Gunnar Árna- Bústaðaprestakall Barnasamkoma í Réttarholts skóla kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Mosfellsprestakall Barnamessa í samkomuhús- inu í Árbæjarblettum kl. 11. Barnamessa á Lágafelli kl. 2. Séra Bjarni Sigurðsson. Keldur á Rangárvöllum Messa kl. 2. Séra Stefán Lárusson, Innri-Njarðvíkurkirkja Messa kl. 2 (Þess er vænzt, að foreldrar væntanlegra fermingarbarna mæti ásamt börnum ./ im). Séra Björn Jónsson. Elskan sé flærðarlaus, hafið and- stygð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða (Róm. 12, 9). í dag er laugardagur 12. fehrúar og er það 43. dagur ársins 1966. Eftir lifa 322 dagar. Tungl á fíð- asta kvarteli. 17. vika vetrar hefst. Árdegisháflæði kl. 9:18. Síðdegisháflæði kl. 21:49. Upplýsingar um læknapjöa- nstu í borginnl gefnar í sim- svara Læknafélags Reykjavíkur, Símin er 18888. Slysavarðstotan i Heilsuve.rnd- arstöðinni. — Opin allan sóLtr- kringinn — sími 2-12-30. Næturvörður er í Reykja- víkurapóteki vikuna 12.—19. febr. Næturlæknir í Keflavík 10/2— 11/2 er Jón K. Jóhannsson sími 1800, 12/2—13/2 er Kjartan Ólafsson sími 1700, 14/2 er Am- björn Ólafsson sími 1840, 15/2 er Guðjón Klemenzson sími 1567, 16/2 er Jón K. Jóhanns- son sími 1800. Næturlæknir í Hafnarfirði: Belgidagavarzla laugardag til mánudagsmorguns 12.—14. Næt- urvarzla aðfaranótt 16. Kristján Jóhannesson sími50056. Jósef Ólafsson Sími 51820. mundur Guðmundsson síml 50370. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Framvegis vertíur tekið á mótl þolm, er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.h. op 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11 fJi. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum. vegíia kvöldtimans. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugamesapótek og Apótek Keflavikur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjánusta AA samtak anna, Hverfisg. 116, sími 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6-7 Orð lífsins svarar i síma 10000. I.O.O.F. 1 = 1472118^ = U.f. Ósköp var nú skemmtilegt að sjá borgina svona hvíta og fall- ega í gærmorgun, þegar ég velti mér fram úr hreiðrinu og horfði úft á veðurblíðuna eftir að hafa nuddað rækilega stírurnar úr augum mér. Það hafði snjóað um nóttina. Snjórinn verkaði á mann eins og hvít blæja hefði verið lögð á jörðina, rétt eins og borgin hefði klæðzt í tandur- hreinan og hvítan læknaslopp, og var eiginlaga ekki vanþörf á. Loftið hreinsaðist, varð hollt og heilsusamlegt, og ég þandi út brjóstið og gerði öndunaræfing- ar, eins og Þorbergur úti í eyju. Snjórinn huldi alla ljóta bresti í borginni, huldi óhreinindi, og gefur auga leið, að svona þyrfti að vera hægt að fara með mann- lega bresti og mannlegt sundur- lyndi, allt ætti að hylja og grafa, sem íjótt er, því að það sæmir okkur ekki að ala á úlfúð manna á milli í svona mikilli hvítri feg urð eins og nú einkennir borg- ina okkar. Rétt við einn skemmtigarð borgarinnar hitti ég glaðan mann og tók hann tali. Maðurinn glaði: Hvers vegna? Auðvitað vegna þess að öll þessi fegurð um'kringir mann. Um þess ar mundir flytja þeir í Háskóla- bíó „Óðinn til gleðinnar", eftir Beéthoven gamla, sem eiginlega sá fegurð í öllurn sköpuðum hlut, og heyrði með sínum innri eyrum fallega hljóma, þótt heyrn arlaus væri. Og svo var ég á stórri árshátíð um daginn, og þar lék listakona frá Wales, yndislega á hörpu, raunar var hún rauðhærð, og gæti hafa ver- ið írsk, og söng undir þýðri röddu falleg lög. Það var nú eitth-.að annað en bítlagargið, sem skemmir í manni heyrnina. Harpan er auk þess konunglegt hljóðfæri, og hana sló Davíð konungur og söng undir sálma sína við góðar undirtektir. Já, mér þykir þú vera skáld- legur og andlega sinnaður, mað- ur minn, en ég er þér hjartanlega sammála, og með það flaug stork urinn leiðar sinnar og sönglaði: „Nú er ég glaður á góðri stund, sem á mér sér.“ Sunnudagaskó/ar Minnistexti: Guð er oss hæll og styrkur. (Sálm. 46.1). Sunnudagaskóli KFUM, Amt- mannsstíg 2 B. Myndasýning verð ur fyrir börnin í sunnudaga- skólanum n.k. sunnudag kl. 10.30 öll börn eru velkomin. Sunnudagaskóli Kristniboðs- sambandsins hefst kl. 2 í Bctan- iu. Laufásveg 13. Sunnudagaskóli Hjálpræðisherg ins. öll börn hjartanlega vel- komin á hverjum sunnudegi kL 2. Sunnudagaskólar Fíladelfíu hvern sunnudag kl. 10:30 á Ilá- túni 2, Hverfisgötu 44 og Her- jólfsgötu 8, Hf. Öll börn velkom- in. VÍSIKORN Mjöllin víða í fannir fýkwf, frostþök hylja ár og voga, þegar burtu vetur víkur, vorið kyndir sólarloga. Markús á Borgareyrum. ANDVÖKUSTUND Hrjúfur andinn munda má meinum blandin efni, uns ég landið ljóssins á lífsins gandi stefni. Gunnlaugur P. Sigur- björnsson. sá NÆST bezfi Maður nokkur bað sér konu á þennan hátt: „Heldurðu, að þú vildir ekki ganga með mér veg allrar verald- ar? „Ég held ég verði xwi heldur skólítil til þess“, svaraði hún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.