Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1966 1-0 SÍM'3-11-60 wmmm Volkswagen 1965 og ’66. RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 » BÍLALEIGAN FERD Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. ;ím/ 34406 SENDUM LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Nýkomið Gervineglur til álímingar. Gervineglur (model-nail) í túbum. Gerviaugnahár. Póstsendum. Austurstræti 17. Sími 11685. Silla- og Valdahúsinu Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan Og öruggan hátt. TJppl. kl. 11—12 i.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 22714 og 15385. MinningarspjÖld Blindravinafélags íslands fást á þessum stöðum: Garðs- apotek, Hólmagarði 34, Körfu- gerðinni, Ingólfsstræti 16, Rammagerðinni, Hafnarstræti 17, Silkibúðinni, Laufásvegi 2, og Trésmiðjunni Víði, Lauga- vegi 166. Húseigendafélag Reykjavíkur Simi 15659. Opln kl. 5—7 alla virka daga. nema laugardaga. Höfum flutt verzlun vora og verkstæffi að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir flrmssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. Ófögur lýsing í fyrri viku var drepið á það hér í dálkunum, að blöð þau og tímarit, sem liggja á biðstofum lækna, væru alger- lega ósamboðin læknastofum: Þau væru óhrein og e.t.v. heilsuspillandi. Kona, sem starfar á einni af fjölsóttustu lækningastofum borgarinnar, hringdi vegna þessara skrifa — og sagðist hafa ætlað að senda Velvak- anda línu fyrir löngu, en nú væri kærkomið tækifæri til að koma því á framfæri, sem hún hafði í huga. Og hún sagði: „Umgengni fólks, sem sækir þessa lækningastöfu er fyrir neðan allar hellur. Ekki er mjög langt síðan allt var hér teppalagt, en þessi teppi eru nú orðin ónýt vegna þess að fæst- um dettur í hug að draga af sér hlífðarskófatnað áður en komið er inn. f vetur hefur ver ið borið salt á götúrnar og hingað ber fólkið saltið á skít- ugum skónum. í fyrstu lögðum við fram ný vikublöð með stuttu millibili, en sum voru eyðilögð sam- dægurs — öðrum var hrein- lega stolið. Fólkið hafði blöðin heim með sér. Og nú um há- degisbilið (þegar konan hringdi) er búið að eyðileggja og rífa helminginn af dagblöð- unum, sem lögð voru fram á biðstofuna fyrir tveimur tím- um. Fullorðnir, sem koma hing að með börn, láta það afskipta laust þótt börnin rífi blöðin og tæti — og oft taka þeir fullorðnu líka þátt í þeirri skemmdarstarfsemi, þótt und- arlegt megi virðast. Hér er salerni til afnota fyr- ir þá, sem sitja í biðstofunni. Skömmu eftir að lækningastof an var opnuð var öskubakkan- um stolið af salerninu. Hann var í málmumgjörð, sem skrúf uð er á vegginn. Umgjörðin sat eftir — og situr enn. Fólk ætti í rauninni að biðja um skrúfjárn og taka það hrein- lega, sem það telur sig þurfa að hafa með sér af því, sem hér er innanstokks." Þetta sagði konan. Lýsingin er ófögur — og læt ég lesend- ur um frekari hugleiðingar. Því miður mun þetta ekki eins dæmi, síður en svo. Nú geta allir skrifað Síðan dálkar Velvak- anda fengu aukið rúm hér í blaðinu hefur fjölgað ört þeim bréfum, sem honum berast dag lega. Áður bárust okkur jafn- an fleiri en eitt bréf á dag, en pósturinn hefur nú margfald- azt. Vegna þess að við höfum nú fengið aukið rúm fyrir raddir lesenda. eruð þið ein- dregið hvött til þess að senda okkur línu um það, sem þið gjarnan viljið að komist á fram færi. Utanáskriftin er eins og áður Velvakandi, Morgunblað- inu, Reykjavík — en bréfrit- ari verður að láta nafn og heimilisfang fylgja, þó að hann ætlist ekki til þess að það sé birt. En hann tekur það líka sérstaklega fram, ef hann vill ekki láta nafnið fylgja bréfinu. ÍT Á hægri brún Hér kemur þá bréf — enn um vinstri og hægrihand- arakstur: „Vegna framkominnar van- þekkingar og misskilnings í umræðum um breytingu í hægri akstur, finnst mér rétt að minna á eftirfarandi atriði: Nær allir þeir fólksbílar sem keyptir hafa verið til landsins á seinni árum eru gerðir fyrir hægri akstur að því er varðar stýris og hjólabúnað. Bæði það, að stýri er vinstra megin, sem er óumdeilanlega heppi- legra fyrir hægri akstur, og svo hitt, sem er jafnvel öllu þyngra á metunum, að halli framhjóla er í flestöllum til- fellum þannig að bíllinn þarf að vera á hægra vegarhelm- ingi. Margir ökumenn hafa sjálfsagt veitt því athygli að hjólbarðar hafa slitnað bæði misjafnt og illa og ending orðið langtum minni en eðli- legt gat talist. Einnig að bíll- inn hefur viljað leita undan hallanum út í vinstri vegar- brún. (Hér eru að sjálfsögðu ekki teknir með gamlir bílar sem orðnir eru skakkir og skældir). Að vísu er hægt að stilla framhjól allmargra bíla- tegunda fyrir vinstri akstur, það kostar bæði fé og fyrir- höfn. Þó er hitt öllu lakara, að fjöldi Evrópubíla er smíðaður með stillanlegan hjólahalla og verða þeir bílar ætíð öfugu megin á veginum með áður- nefndum afleiðingum. Þá er einnig óheppilegt, auk lakara útsýnis við framúrakst- ur, að ökumaður sé nær vegar- brún, því menn aka eins og kunnugt er oft langtímum sam an einir. Við það leggst bíllinn of mikið í vinstri hlið, fjaðrir linast, bíllinn fær slagsíðu og staða framhjóla ruglast, einnig verður lýsing aðalljóskera óeðli leg vegna hæðarmunar. Þetta ættu leigubilstjórar manna bezt að kannast við þar sem þeir taka einn farþega lang- oftast vinstra megin inn í aftur sæti, sem er eðlileg afleiðing þess að vinstri hlið snýr að gangstétt. Sé hinsvegar um fleiri farþega að ræða, þurfa þeir að fara út á akbrautina til þess að komast að hægri hlið bílsins og skapa sér og öðrum óþægindi og jafnvel hættu um leið. Um hina stærri fólksflutn- ingavagna er það að segja, að eftir því sem tímar líða og þeim þjóðum fækkar sem hafa vinstri akstur, verður sífellt erfiðara og jafnvel ógerlegt að fá almenningsvagna fyrir vinstri umferð nema með stór- felldum aukakostnaði og löng- um afgreiðslufresti. En einmitt þetta atriði hafa þeir menn sem vel til þekkja rætt um áður. Auk þeirra annmarka sem nú hafa verið taldir á því að viðhalda vinstri akstri, gilda ekki sömu aðalljós bíla fyrir vinstri og hægri akstur, nema í örfáum tilfellum. Slíkt getur einnig orðið vandamál í fram- tíðinni þegar þær þjóðir sem enn búa við vinstri umferð, breyta í hægri, því svo gæti farið að erfitt reyndist þá að útvega ljósabúnað fyrir vinstri umferð. Sömuleiðis er auka- kostnaður og fyrirhöfn við að skipta um ljósker þegar bílar eru fluttir milli landa, eins og gerist um þá bíla sem fluttir eru hingað notaðir. Þegar þessi mál eru athuguð raunhæft, virðist óþarft að deila um það hvort við eigum að breyta í hægri akstur, held- ur hvenær, og þá er að sjálf- sögðu fyrsti mögulegi tíminn beztur, en betra seint en aldrei. Björn Indriðason." ★ Ætti að sendast Hér kemur bréf frá Keflavík: „Heill og sæll, Velvakandj góður, og hafðu þökk fyrir þina ágætu pistla. Tilefni þess að ég skrifa þér er það, að ég kom á skattstofu Reykjavíkur en þangað átti ég erindi. Maður sá, er þar var fyrir svörum, hefði gjarnan mátt koma betur fram en hann gjörði. Hann verður að athuga það, að hann er í vinnu hjá borgurunum, en borgararnir ekki hjá honum. Það væri hollt fyrir hann að standa upp af stólnum og fara til sjós eitt ár. Hann var að öfunda sjó- mennina af því hvað þeir fengju mikinn frádrátt á skött um. En þá verður hann að athuga það, að hann verður að vinna meira en 7 klukku- tíma á sólarhring. Annars er hún orðin eitt- hvað skrýtin þessi skattheimta. Mönnum er hengt fyrir að sýna dugnað, semanber okkar mestu aflamenn. Eina viður- kenningin sem þeir fá fyrir sinn dugnað, er að þeir eru rún ir að skyrtunni af ríki og bæj- um, til þess að geta alið allslags auðnuleysingj a. Ég treysti Magnúsi Jónssyni til að laga þetta eitthvað, hann fer vel af stað. Sigurður Hallsson." Þolinmæði á þiotum Loks er hér bréf úr Hvassaleiti: „Kæri Velvakandi. Hvassaleitishverfið er eitt af gömlu „nýju“ hverfunum í þessari borg. Þannig hagar til þar, að ein bogadregin gata nokkur hundruð metrar á lengd .gengur í gegnum hveríið og liggja báðir endar hennar að Háalejtisbraut. Neðan við þessa . götú standa fjðgurra hæða fjölbýlishús og einnig svo kölluð tvíbýlishús. Að ofan ganga út frá götunni margar smágötur vítt og breytt um hæðina. Við þær göt ur standa raðhús. Þarna er mikil raðhúsaþyrping og mynda þau aðal kjarna hverfis ins. Þessar götur sem raðhús- in standa við, urðu raðhúsa- eigendur að leggja á eigin kostnað og sömuleiðis standa straum af viðhaldi þeirra. Þetta skipulag felur í sér mik- inn sparnað í gatnagerð fyrir bæjarfélagið, sem sést bezt á því að þessi litla gata (Hvassa leitið) er með fjölbýlustu göt- um Reykjavíkur. Gatnagerða- gjalds var fyrst krafizt 1 Reykjavík við lóðaúthlutun i þessu íbúðahverfi. Okkur sem þarna búum finnst það óskilj- anlegt, hvort heldur það er af- leiðing þessa skipulags eða önnur orsök sem því veldur, að við fáum ekki götuljós í hverf- ið. Það er sem sé myrkvað, að- eins aðalgatan upplýst. Ber ekki bæjarfélaginu skylda til að lýsa upp þetta hverfi eins og önnur íbúðahverfi borgar- innar? Langt er síðan að Hvassa- leitisbúar fóru að mála hús sín, girða og standsetja lóðir. Meðal raðhúsaeigenda er mik- ill áhugi að malbika göturnar meðfram húsunum, en það er ekki hægt fyrr en aðalgatan hefur verið malbikuð. Vegna þess rykmakkar sem frá aðal- götunni þyrlast er öll ræktun vonlaus, og getum ekki opnað glugga á góðviðrisdegi. Við höfum verið þolinmóð og án þess að kvarta búið við frum- býlishátt um árabil, vonað að þetta lagaðist með heita vatn- inu. Það kom í haust, vonandi kemur malbikið í vor. í verzlunarmálum hefur þolinmæði okkar samt verið tröllriðið svo að upp úr er að sjóða. Fyrir tæpum áratug var verzlunarfyrirtæki úthhlut að glæsilegri lóð þarna og liggur hún við eina aðal um- ferðaræð Reykjavíkur Háa- leitisbraut. Þar skyldu byggð verzlunarhús fyrir Hvassaleit- is- og Háaleitishverfin sem samanlagt hafa nokkur þúsund íbúa. Þeir staðsettu þar skúr og við það situr. Þegar við Hvassaleitisbúar höfum fengið ljós í hverfið okkar .malbik á götuna ásamt viðunandi verzl- un, verður þar gott að búa og þá mun ekki standa á okkur að gera þetta vel staðsetta hverfi, snyrtilegt og fallegt, borginni okkar til sóma. Virðingarfyllst, Hvassaleitisbúi." Orðsending frá Stjörnulfósmyndum Eins og að undanförnu önnumst við allar mynda- tökur á stofu og í heimahúsum. Passar, barna, fjölskyldu og brúðarmyndatökur. Förum í verksmiðjur og heimahús með stuttum fyrirvara. Kirkjubrúðkaup og veizlur um helgar ef þess er óskað. — Nú er rétti tíminn fyrir skólaspjöldin- Pantið með fyrirvara sími 23414. Stofan opin allan daginn að Flókagötu 45. STJÖRNULJÓSMYNDIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.