Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 15. fefjrfiar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 21 Kornungir sundgarpar Sundkennarar hafa sumir hverj- ir haldið því fram, að bezti tím- inn til að kenna börnum að synda sé meðan þau éru enn í reyfum. Þeir segja að á þessum tíma séu börnin ekki haldin i sundkennarinn M. de Pelsneer, vatnshræðslu, og undir góðu og hann hélt því fram, að hann eftirliti getf verið auðveldara og gæti kennt fimm mánaða fjimlu eðlilegra fyrir þau að láta sig barni að synda, ef hann fyndi fljóta og synda, en að ganga. I foreldra sem vildu taka þátt í Einn þessara manna er belgíski þessu með honum. Að lokum Vincent 7 mánaða og Michael 8 mánaða sýna listir sínar. lofuðu ung hjónefni, sem voru vinir hans, að er þau eignuðust böm, skyldi hann fá tækifaeri til að sanna kenningu sína. Þetta loforð efndu þau. Og þegar Step- hane sonur þeirra var fimm mánaða gamall fóru þau með hann til Pelsneer. Og það kom í ljós, að hann hafði rétt fyrir sér. l\i þegar Stephane er 11 mánaða gamall getur hann auð- veldlega synt um þvera og endi- langa sundlaugina bæði á yfir- borðinu og í kafi. Pelsneer seg- ir, að barnið sé mjög fljótt að læra rétta öndunaraðferð. I>að taki aðeins tvær til þrjár kennslu stundir að kenna barninu að láta sig fljóta á bakinu. Síðan uppgötvar það, að það getur komizt áfram með því, að busla með fótunum, og þá er björninn unninn. Allir sem hafa einhvern tímann baðað ungbörn, vita hve þau yfirleitt elska að busla í baðinu. En flestar mæður munu þó láta sér nægja að Pelsneer hefur sannað þetta, en hafa ekki áhuga á að reyna það sjálfar. — Kristján Framhald af bls. 19 IÞannig hugsaði ég er ég frétti lát Kristjáns. Það er oft svo erf- itt að skilja þegar æskufólkið er burtu kallað úr þessum heimi einmitt á þeim aldri þegar lífið er að byrja og manni finnst fram tíðin brosa við. En þannig er oft og allt hefur þeta einhvern tilgang sem okkur er hulinn. Kristján var sonur hjónanna Kristínar Kristjánsdóttur og Haf liða Gíslasonar Stórholti 20 hér í bæ. Þar ólst Kristján upp á góðu heimili þar sem foreldrar hans vildu gefa börnum sínum gott veganesti út í lífið, og mat Kristján það vel og sótti oft heim eftir að hann stofnaði sitt eigið heimili. Þegar við nú að leiðarlokum kveðjum Kristján leita minningarnar upp í hug- ann. Sem næstu nágrannar varð Kristján svo til daglega á vegi okkar allt frá barnæsku, alltaf jafn glaður og hlýr. Jeg minnist hans fyrst sem drengs í leik og fannst mér hann þá strax til forustunnar fallinn. Minnistæður þó bezt fyrir það hve oft hann hafði tíma til að sinna og hjálpa yngri drengjun- um, sem þurftu meira á hjálp að halda. Svo liðu árin náminu var skilað. Að loknu barnanámi settist Kristján í Samvinnuskól- ann Bifröst og er hann lauk því námi fór hann út til Danmörku itil að nema þar og svo var tek- ið við starfinu hér og veit ég það var vel af hendj leyst og síðast eftir að Kristján veiktist var sýndur eindæma dugnaður oft þó af mjög veikum kröftum. Kristján var giftur góðri konu Ingibjörgu .Bjarnadóttur, sem bjó manni sínum traust og gott heimili. Þau eignuðust tvíbura- syni sem svo kornungir verða nú að sja af föðurumhyggjunni. En dugnaður móður þeirra sem stóð bjarg jöst við hlið manns síns þar til yfir lauk, mun einn- ig ná til litlu drengjanna þeirra og þeim seinna kennt að feta í fótspor föður síns. Og við þau vildi ég mega segja: „Að aldrei er svo svart , yfir sorgarranni að eigi geti birt ■ fyrir eilífa trú.“ y Að lokum sendum við frá heimili okkar þökk fyrir glaða og góða viðmótið og geymum minninguna um göfugan og góð- an dreng. Eiginkonunni ungu, sonunum, foreldrum og systkinum og öðr- um ástvinum Kristjáns vottum við innilega samúð og biðj.um guð að gefa þeim styrk í sorg- inni. Far þú í friði \ friður guðs þig blessi Haf þú þökk fyrir allt og allt. M. J. JAMES BOND James Bond IY IAN FLEMIN6 r........ PRAWING BY JOHN MclUSKY [ - Eítir IAN FLEMING Tyrkjaeyjan, sem er í þrjú hundruð mílna fjarlægð héðan, er ein af mikil- vægustu miðstöðvum bandarískra fjar- stýrðra eldflaugna. Margar þeirra hafa farið út af þeirri leið á flugi, sem sendi- boð hafa fyrirskipað þeim að fara, eða sem er skráð í viðkvæmum heilum þeirra. Áttu við, að þú orsakir það? JÚMBÓ "K— Meirihluta slíkra mistaka er stjornað frá þessari eyju, hr. Band. TeiknarL J. M O R A — Svona er það, sagði Júmbó, — að meira aff segja ykkar dygga þjóni of- býður innræti ykkar, og neitar að þjóna ykkur lengur. Það væri réttast að viff skildum ykkur eftir hérna á eynni, og leyfffum ykkur aff ganga í gegnum það sem við höfum þurft að genga í gegnum á undanförnum mánuffum. Hvað segið þiff um það strákar. Áffur en þeir Fögnuður og Spori fengju svaraff, sagffi annar auðkýfinganna spott- andi: — Þaff er alveg ómögulegt fyrir ykkur. Viff höfum tekið skipiff á leigu, og öll áhöfnin fylgir okkur. Þeir myndu aldrei samþykkja að skilja okkur — sem borgum þeim kaupið — eftir hérna á eynni. Þið eigiff enga peninga til þess að taka skipið á leigu. — O, ertu nú svo viss um það, sagði Júmbó glottandi. — Þaff er hægur vandi fyrir okkur aff fá skipverja skipsins til þess aff fara meff okkur hvert sem við viljum, því aff við getum boffið þeim mun betra kaup en þið. Fögnuffur, farðu og náffu í fjársjóðinn. Viff skulum hrella þá svolitið. KVIKSJÁ — Fróðleiksmolar til gagns og garaans "é ‘ » A i. • 1 wé f fi; *\rrn “ yv i'" ©/>r» *oetNM*otN ^ SFKKENNILEGIR FUGLAR Mörgæsir Suðurheimskauts- ins eru með skemmtilegustu og félagslyndustu fuglum í ver öldinni og auk þess sú fugla- tegund sem minnst líkist fugl- um. Þær geta ekki flogið með sinum fjaðralausu bægslum, og hreyfingar þeirra á jörðinni eru ótrúlega hlægilegar. Þær kjaga áfram og þegar þær vilja flýta sér leggjast þær niffur á mag- ann og renna sér áfram og nota bægslin til þess að ýta sér með áfram. I vatninu eru þær aftur á móti fljótar eins og fiskar, og synda jafnvel undir vatnsyfir- borffi, sem í því sjálfu. Þegar þær á annað borð taka ákvörð un um að synda. Oft er hægt að sjá þær standa í skipulegri röð á ísröndinni og vera í vafa um hvort þær eigi að hrökkva effa stökkva, eins og börn sen þjást af vatnshræðslu. Stafa þetta af meðfæddum ótta þeirr; viff þær hættur, sem ávallt bið þeirra í sjónum, í líki sjó Icóparða og livala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.