Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. feb'rúar 196ð Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. RÖKÞROT |>æða sú, sem iðnaðarmála- ráðherra, Jóhann Hafstein, flutti á fundi iðnrekenda fyrir nokkru, og birt var að hluta í Morgunbl. fyrir skömmu, hefur vakið verðskuldaða at- hygli. Málefni iðnaðarins hafa mjög verið til umræðu að undanförnu, og stjórnarand- stæðingar tekið sér fyrir hend ur að breiða út þann áróður, að íslenzkur iðnaður sé mjög á fallanda fæti fyrir tilverkn- að stjórnarvaldanna. í ræðu sinni hrakti Jóhann Hafstein rækilega allar fullyrðingar stjórnarandstæðinga um þessi mál, og gerði ítarlega grein fyrir öflugum aðgerðum ríkis stjórnarinnar til stuðnings og eflingar iðnaði á íslandi. Greinilegt er nú, að stjórn- arandstæðingar eru gjörsam- lega rökþrota. Málgagni Fram sóknarflokksins hefur brugð- ið heldur ónotalega við, og birtir nú forustugreinar tvo daga í röð um ræðu iðnaðar- málaráðherra. En þessar for- ustugreinar eru einmitt ótví- ræð sönnun þess, að Fram- sóknarmenn standa uppi al- gjörlega rökþrota í þessu máli. í skrifum þeirra örlar hvergi á málefnalegum rök- um, og engin tilraun er gerð til þess að draga í efa sann- leiksgildi þess, sem Jóhann Hafstein sagði í ræðu sinni hjá iðnrekendum. I þess stað er beitt gífuryrðum og full- yrðingum, sem augljóslega sýna slæman málstað . En úr því að málgagn Fram sóknarmanna hefur séð á- stæðu til þess að gera iðnaðar mál að umtalsefni, og þá sér- staklega ræðu iðnaðarmála- ráðherra, er tilefni til að beina nokkrum fyrirspurnum til þessa blaðs. Það hefur lengi haldið því fram, að iðn- aðurinn ætti við vaxandi láns fjárskort að búa umfram aðr- ar atvínnugreinar. Jóhann Hafstein gerði rækilega grein fyrir því í ræðu sinni, hversu mikil bylting hefur orðið í lánamálum iðnaðarins. Vill málgagn Framsóknarflokks- ins vefengja þær upplýsingar um lánamál iðnaðarins, sem fram komu í ræðu Jóhanns? Þá hafa Framsóknarmenn einnig haldið því fram, að vax andi innflutningsfrelsi og lækkaðir tollar hafi valdið iðnaðinum miklum erfiðleik- um. Jóhann Hafstein ræddi þessa hlið málanna mjög ítar lega. Vill málgagn Framsókn- arflokksins vefengja þau um- mæli, sem þar koma fram? í ræðu sinni gerði Jóhann Haf- stein ennfremur ítarlega grein fyrir aukinni rannsókn- arstarfsemi iðnaðarins, stuðn ingi við skipasmíðastöðvar og eflingu þeirra og margvíslegs annars iðnaðar. Er Tíminn reiðubúiinn til þess að ve- fengja eitthvað af þeim upp- lýsingum, sem fram komu í ræðu ráðherrans í þessu efni? Það er vissulega full ástæða til, að Framsóknarmenn svari þessum spurningum, því að ekki gagnar fyrir þá að ræða þessi mál með stóryrðum og gífuryrðum einum saman. Ef þeir vilja að rætt sé við þá á alvarlegum málefnagrund- velli, verða þeir að beita mál- efnalegum rökum, en ekki órökstuddum fullyrðingum. Nú er bezt, að Framsóknar- menn geri hreint fyrir sínum dyrum og leggi spilin á borð- ið. Hver eru málefnaleg rök þeirra fyrir þeirri fullyrðingu að ríkisstjórnin hafi tekið iðn aðinn „kverkatökum“? VÖRÐUR 40 ÁRA i^jíðastliðinn sunnudag efndi Landsmálafélagið Vörður til myndarlegrar afmælishá- tíðar í tilefni 40 ára afmælis félagsins, og einnig er gefið út glæsilegt afmælisrit af því tilefni. Landsmálafélagið Vörður hefur jafnan verið ein styrk- asta stoð Sjálfstæðisflokksins. Á vettvangi Varðar hafa for- ustumenn Sjálfstæðisflokks- ins haft tækifæri til þess að gera almenningi í landinu grein fyrir ýmsum mikilvæg- ustu viðburðum í málefnum íslenzkrar þjóðar. Saga Varð- arfélagsins er því samtvinnuð mörgum hinum sögulegustu atburðum í lífi og starfi þjóð- ar okkar á síðastliðnum 40 árum. . Vörður hefur jafnan verið langstærsta og fjölmennasta stjórnmálafélag á íslandi, og úr röðum Varðarfélaga hafa komið margir helztu trúnaðar menn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og í borgarstjórn. Nú, þegar Vörður stendur á fert- ugu, geta félagsmenn og for- ustumenn hans, og raunar Sjálfstæðismenn um land allt, litið til baka yfir glæsilegan starfstíma, og einmitt það myndarlega starf, sem Vörður á að baki, verður félagsmönn- um hans og forustumönnum hvatning til aukins og öflugra starfs á komandi árum. ÍHubert Humphrey, varaforseti Bandaríkjanna, kannar hér heiðursvörð úr her S-Victnam ᣠflugvellinum í Saigon. Varaforsetinn er nú staddur í S-Vietnam til viðræðna við ieiðtogaZ landsins og bandaríska herforingja. T Rannsóknarstöi til tunglsins Næsta verkefni sovézkra vísindamanna Moskvu, 10. febrúar (NTB). SOVÉZKIR vísindamenn ræddu í dag við fréttamenn í Moskvu um rannsóknir á tumglinu. Kom þar m.a. fram að fyrirhugað er að koma til tunglsins rannsókn- .arstöð, sem starfað getur um iangt skeið að upplýsingasöfnun. Einnig komu þar fram nýjar upplýsingar um Luna-9, m.a. þær, að tunglflaugin hafi flutzt til skömmu áður en senditæki hennar þögnuðu. Það var Aleksandr Vinogradov prófessor, sem skýrði frá næsta áfanga í tunglrannsóknum. Sagði hann að rannsóknarstöðin, sem senda ætti til tunglsins, yrði þannig úr garði gerð að hún gæti sent stöðugan straum upplýsinga til jarðar í langan tíma. Benti hann á að Luna-9 tilraunin hafi sýnt að yfirborð tunglsins gæti hæglega borið mörg hundruð kílóa rannsóknarstöð. „Það hefur sýnt sig að óttinn um að næsti nágranni jarðar væri þakinn þykku ryklagi, sem gleypti öll geimför, er með öllu ástæðulaus", sagði Vinogradov. Annar vísindamannanna, Aleks andr Lebedinsky, prófessor, skýrði frá því að Luna-9 hefði færzt til á laugardag, skömmu áður en tæki hnattarins urðu óvirk. Hefðu sjónvarpsvélarnar í hnettinum flutzt um marga sentimetra. Taldi Lebedinsky sennilegt að tunglflaugin hefði ient á hæðarbrún og þessvegna runnið til. En vegna flutnings sjónvarpsvélanna, hefði vísinda- mönnunum tekizt að fá nokkurs- konar þrívíddarverkun í ljós- myndirnar, sem sendar voru til jarðar. Lebedinsky prófessor kom á fundinum fram með alveg nýjar upplýsingar um sjálfa tunglflaug ina, Luna-9. Sagði hann hnöttinn sjálfan minni, en talið hafði ver- ið, eða tæplega mannhæð. Og sjónvarpsvélarnar kvað hann hafa verð í aðeins 60 sentimetra hæð frá yfirborði tunglsins, en ekki 2—2,5 metra hæð, eins og álitið var. Samkvæmt þessu hafi vélarnar „séð“ yfir hálfan annan kílómetra, en meðalstór maður ætti að sjá tvo og hálfan kíló- metra. Forseti sovézku vísinda-akadem íunnar, Mstislav Keldysh, svar- aði nokkrum fyrirspurnum frétta manna, og sagði m.a. að engar sól-rafhlöður hafi verið í Luna-9. Hann sagði að heildarþyngd gervihnattarins, sem sendur var til tunglsins, hafi verið um 1,5 tonn, en sjálfrar rannsóknar- stöðvarinnar um 100 kíló. Ungverskir fréttamenn báðu um álit hans á kapphlaupi Banda ríkjanna og Sovétríkjanna í geimnum, og svaraði hann því til að iþar ætti að ríkja samvinna, ekki samkeppni. Keldysh skýrði einnig frá því að sovézku geimflaugarnar „Ven us 11“ og „Venus 111“ héldu áfram ferðinni til stjörnunnar, og væri fylgzt með ferðum þeirra. Verða flaugarnar væntanlega við Venus um næstu mánaðamót. En ekki er fyrirhugað að þær lendi mjúklega á stjörnunni, eins og Luna-9 á tunglinu. Keldysh sagði að enn væru mörg erfið vandamál, sem leysa þyrfti áður en menn verða sendir til tungls- ins. Og helztu vandamálin taldi hann iþessi: 1) Hvernig á að koma geim- farinu upp frá tunglinu? 2) Hvernig á að ná geimfarinu inn í gufuhvolf jarðar’ 3) Hvernig á að lenda á jörðu? Keldysh sagði að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að geimfarar störfuðu í lengri tíma á tunglinu. En hann taldi mjög erfitt að spá fyrir um það hvenær menn yrðu sendir til tunglsins. Þá sagði Keldysh að lokum að vísindamanninum SergJ ei Korolev, sem nýlega er látinn, bæri mikill hluti heiðursins af því að tilraunin með Luna-9 tókst svo giftusamlega. Vinogradov prófessor bætti þvl við að geimfarar gætu, við kom- una til tunglsins, átt von á að finna þar nýja og óþekkta málma. Hann benti á að vísinda- menn yrðu að fara varlega í það að dæma allt yfirborð tunglsins eftir myndum þeim, sem bárust til jarðar frá Luna-9. Rögnvalduir I hðjómleikaför til Rúmeníu RÖGNVALDUR Sigurjónsson, píanóleikari, fer í hljómleik.aför til Rúmeníu í boði Ríkisstofnun- ar rúmenskrar listaþjónustu þann 21. febrúar n.k. Dvelst hanu þar í 10 daga. Rögnvaldur leikur tvö verk á hljómleikana í Búkarest 28. febr. og síðar í Cluj 5. og 6. marz og í Sibiu 8. marz. Rögnvallur leikur tvö verk á þessum hljómleikum, píanókon- sert í D-moll eftir Brahms og píanókonsert eftir Chopin. Hljómsveitarstjóri á Bukarest hljómleikunum verður Per Drei- er, sem er norskur. Gert er ráð fyrir því, að síðar á þessu ári fari Rögnvaldur í hljómleikaför til Sovétríkjanna. Milligöngu um þessa för Rögn- valdar hefur Pétur Pétursson haft. Akranesi, 14. febrúar. FIMMTIU fjórðubekkingar úr Gagnfræðaskólanum ásamt tveim kennurum, fara í náms- og kynn- isför til Reykjavíkur í fyrramál- ið. M.a. ætla þeir að skoða Ríkis- útvarpið og sjá Ævintýri á göngu för í Iðnó. \ —Oddur, i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.