Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 1
28 síður 53. árgamgar. 37. tW. —* IÞriiffijujiilagujr 1.5. fdbruiar 1966 PrentsinúfSja MorgunWaðsins. mdir 17 Mos'kvu, 14. februar. — (AP-NTB) — I D A G voru upp kveðnir í Moskvu dómar í málutn sov- ézku rithöfundanna Andrei D. Sinyavsky og Yuli M. Daniel, en rithöfundarnir voru dregnir fyrir dómstóla Kakaðir um að hafa gefið út bækur erlendis undir dul- nefnum. Sinyavsky var dæmd nur til sjö ára þrælkunar- vinnu, og er það hámarksrefs- ing að sovézkum lögum, en Daniel hlaut fimm ára þrælk- utnarvinnu. Kröfu sækjand- ®ns í málinu um að Sinyavsky fengi einnig fimm ára útlegð- ardóm og Daniel þriggja ára wtlegðardóm auk nauðungar- vinnunnar, var ekki tekin til greina. Bithöfundarnir voru dæmdir eftir grein í sovézku hegningarlögunum, sem tek- ur til andstæðinga kommún- istastjórnarinnar innan Sovét ríkjanna, en í grein þessari er ckki minnst orði á hókaút- gáfu erlendis. Hinsvegar taldi forseti dómsins, Lev N. Smir- nov, að hér væri um ótvírætt sakamál að ræða. Vörn rit- höfundanna hafði byggzt eink um á því, að þeir töldu bækur eínar ópólitískt ritverk. í sovézku réttarfari eru kvið- dómar óþekkt fyrirbrigði. I>rír dómarar skipuðu dóminn, forseti dómsins og tveir meðdómendur úr hópi leikmanna. Er dómur er upp kveðinn, fyigir honum löng, bandskrifuð greinargerð um rriáJið allt. Tekur því verulegan tíma að kveða upp dóm, enda þótt dómararnir kunni ekki að vera i neinum vafa um hvaða dóm þeir hyggist kveða upp. Það tók tvær klukkustundir að lesa upp greinargerðina og dóm- inn í dag, en alls þinguðu dóm- erarnir i 5% klst. áður en þeir ikváðu upp dóminn. Fréttastofan Tass sagði í dag, eð Daniel hefði loks í morgun viðurkennt að hann hefði „óaf- vitandi gefið óvinum vorum tækifæri til þess að ráðast á land vort“ með því að notfæra sér rit- verk hans. Rétturinn komst að þeirri nið- urst.öðu að rithöfundai'nir tveir hefðu svert Sovétríkin í bókum þeim, sem smyglað var til Vest- ■urlanda, og voru þar gefnar út með höfundarnöfnunum Abram Tertz og Nikolai Arshak. Sovézkir borgarar, sem við- etaddir voru réttarhöldin, urðu iyrstir til að greina frá dómin- úm, er þeir komu út úr réttar- salnum í dag. Nokkrum mínútum siðar kom staðfesting frá Tass. Engir erlendir biaðamenn, ekki einu sinni frá kommúnistaríkj- unum, íéngu aðgang að réttar- ihöldunum. Var það hæstiiéttur Frantntiald á bls. 27 ____ sýoo, oð valcfhafarmr 'c Kreml hafa mótmælaöiduna vegna málsins á sig fá „Réttur er settur.“ Hér standa þeir í sakborningastúkunni Yuli Daniel (t.v.) og Andrei Sin- yavsky (Abram Tertz). Verjandi þeirra er að ræða við þá. WCosygín tll Svíþjóðar Stokkbólmi, 14. feb. — NTB Sænska utanríkisráðuneytið tilkynntí í dag, að Alevei Kosygin, forsætisráðherra Sovétrikjanna, muni koma í opinbera heimsókn til Sví- þjóðar í byrjun júlímánað- ár. Tage Erlander, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, bauð Kos ygjn að heimsækja Svíþjóð er sá fyrrrnefndi var í heim- sókn í Sovétríkjunum í júní í fyrra. Þá skýrði danska utanrik- isráðuneytið frá því í dag, að Kosygin hafi verið boðið að heimsækja Danmörku. Honum hefur ejnnig verið boðið að sækja heim Noreg og Finnland, en ekki er vlt- að hvenær af þeim heim- sóknum kann að verða. — Heimsókn Kosygins til Sví- þjóðar verður fyrsta opin- bera heimsókn hans til Vest- urianda eftir að hann tók við embætti forsætisráðherra Sov étríkjanna af Krúsjeff fölln- um. Valery Tarsís: i FLETT OFAN AF FASISTAEÐLINU r ** Akærurnar gegn rithöfundunum # falsaÓar frá rótum London, 14. febrúar. — (NTB-AP) — SOVÉZKI rithöfumlurínn Valery Tarsis, sem nú er staddur í Bretlandi, sagði f kvöld að dómarnir yfir rit- höfundunum Andrei Siny- avsky og Yuli Daniel væru ómannúðlegir. Tarsis sagði, að hér væri um að ræða til- raun af hálfu sovézkra yf- irvalda til þess að snúa aft- ur til stalínistískra gjör- ræðisaðferða. Hann bætti því við, að dómarnir yfir rithöfundunum flettu ofan af hinu fasisíska eðli Sovét stjórnarinnar. Tarsis sagði, að Sinyavsky og Daniel hefðu engin sovézk lög brotið, og að ókærurnar gegn þeim hefðu verið fals aðar frá rótum. Frh. á bls. 27 Valery Tarsjs afturhvarf til Slalíns Vlet Cong drepa 54 verkamenn Komu fyrir jarðsprengjum við hrisgrjánaakur Saigon, 14. feþ. — NTB — Samtals biðu 54 óbreyttir borgarar S-Vietnam bana, svo og nokkur fjöldi bandarískra her- manna, er jarðsprengjur sprungu í vegi einum í strandhéraðinu Phu Yen í dag. Höfðu Viet Cong kommúnistar komið jarðsprengj um þessum fyrir. Þær sprungu er langferðavagn þéttsetinn landbúnaðarverkamönnum, vöru bíll og mótorhjól óku eftir veg- inum. Sprengingar þessar áttu sér stað á svæði, sem mikið lið bandarískra og s-koreanskra her manna gætir. Er liði þessu ætl- að að vernda bændur og verka- menn við rísuppskeruna. Til þessa dags hefur 27,100 tonnum af rísuppskerunni ver- ið komið í hús. Hafa hermennirn ir, sem gæta háraðsins, fram til þessa lítið haft af Viet Cong kommúnistum að segja. Upplýst er í Saigon, að skæru- liðar kommúnista hafi aukið mjög aðgerðir sínar í óshólm- um Mekongfljótsins síðustu dagana. í Phon Dinh-héraði 140 km. SV af Saigon, hafa skæruliðar gert áhlaup á sex stöðvar stjórn arhermanna á einum sólarhring. 3,500 heímiSís- lausir Casablanea 14. feb. — NTB — Um 3,500 manns misstu heim- ili sin í stórbruna, sem varð í Casablanca á lauigardagskvöld. Um 600 hús brunnu til ösku í eldsvoða þessum, en engan mann sakaði. Bandarískar þotur gerðu í dag á rás á þjóðvegi í Mu Ghia fjalla- skarðinu skammt frá landamær- um N-Vietnam og Laos. Uá vörpuðu aðrar flugvélar sprengj um úr mikilh hæð á brýr og farartæki sunnan bæjarins Vinh, 260 km. sunnan Hanoi. Talsmaður Bandaríkjahers sagði í Saigon í dag, að fjórar árásir hefðu verið gerðar í sl. viku á herflugvöll N-Vietnam við Dien Bien Phu, og væri flug- völlurinn nú ónothæfur. Dollarakerfi Sidney 14. feb. — NTB — í dag var opinberlega upp tekið dollaramyntkerfi í Ástra- líu, og jafnframt var sterlings- pundið lagt niður, sem gjald- miðill. Hver Ástralíudollar er um 49 ísl. kr. að verðmæti. Gefnir hafa verið út seðlar að upphæð einn. tveir, fimm, tíu, 20 og 50 dollarar, og mynit í ein- ingum eitt, tvö, fimm, tíu, 20 og 50 eent. Innlausn sterlingspunda og myntbreytingin í Ástralíu bafa gengið fyrir sig snurðu- laust. ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.