Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 15
ÞriðjuðagWt* W. febrúar 1966 MOR.CU N B LAÐIÐ 15 Guðlaugur Gíslason alþm.: Vorðveízla þjóðernis og sjónvarp SEX hundruð háskólastúdentar hafa sent Alþingi áskorun þess efnis, að það sjái svo um ,að sjón varp frá varnarliðsstöðinni á Keflavíkurflugvelli verði tak- markað við hana eina nú þegar eða í síðasta lagi um leið og ís- lenzkt sjónvarp tekur til starfa. Rökstuðningur fyrir áskorun- lnni er enginn. En í greinargerð, sem henni fylgir segir svo meðal annars: „Fullveldishátíð háskólastúd- enta 1. desember s.l. var helguð varðveizlu þjóðernis. Hátíðaræðu dagsins flutti Sigurður Líndal hæstaréttarritari, og lagði hann m.a. áherzlu á þá hættu, sem ís- lenzku þjóðerni stafaði af erlendu •hermannasjónvarpi í landinu. Ræðu Sigurðar var frábærlega vel tekið af stúdentum, og komu jþegar samdægurs upp meðal þeirra háværar raddir um, að fylgja bæri þessu máli eftir með einhvers konar fjöldaaðgerðum. Nokkrum dögum síðar kom sam- *m allstór hópur áhugasamra 6túdenta til að ræða þetta, og var þá ákveðið að hefja meðal há- ekólastúdenta söfnun undir- ekrifta undir fyrrgreinda áskor- lin.“ Verður því að ætla, að áskorun háskólastúdenta byggist einvörð- ungu á rökum, sem fram komu í fyrrgreindri ræðu Sigurðar Lín- dals hæstaréttarritara. Ég hlustaði ekki á ræðu hans f útvarpinu, en hún var prentuð án niðurfellinga í Morgunblað- inu föstudaginn 3. des. s.l. og hefi ég kynnt mér hana þar. Margt er þar óneitanlega vel sagt og rétt og eðlilegt að fram komi í hátíðaræðu 1. desember. En því miður eru sumar niður- stöður sem hann kemst að væg- ast sagt mjög vafasamar. Á ég þar við fullyrðingar hans um sér staka lífsþægindagræðgi íslend- inga, takmarkalausa tregðu manna til að leggja fram fé til almenningsþarfa, og bollalegging ar hans um hvort halda eigi uppi menningarsamfélagi á íslandi. Ég ætla að leiða hjá mér að ræða þessi atriði nema að sér- 6takt tilefni gefist til, en snúa mér að sjónvarpsmálinu svokall- aða, sem eins og segir í greinar- gerð með áskorún stúdenta var eitt aðalinntakið í umræddri ræðu. Keflavíkursjónvarpiff. Um þetta segir í ræðu S. L. orðrétt: „Ekki veit ég hver tilgangur Bandaríkjanna er, enda er mér ekki kunnugt um starfsaðferðir 6álfræðinga þeirra, sem stjórna áróðri og útbreiðslustarfsemi þeirra. Af hálfu Bandaríkjanna hefur því að vísu verið lýst yfir, að þeir ætli sér ekki með sjón- varpsrekstri sínum að seilast til áhrifa í íslenzku menningarlífi. Við þessa yfirlýsingu verður að gera þá athugasemd, að helzt til gruggugur er aðdragandi sjón- varpsmáls þessa til að yfirlýsing in verði tekin trúanleg. Hér er í rauninni um að ræða mjög freklega íhlutun Banda- ríkjamanna um innanlandsmál íslendinga og vægast sagt ótrú- lega ögrandi framkomu. Sá tví- skinnungur Bandaríkjamanna er hér birtist, að telja sig vera verndara smáþjóðar, en reyna um leið að grafa undan tilveru hennar innan frá er vægast sagt ógeðfelldur svo ekki sé meira eagt.“ Hér er óneitanlega kveðinn upp mjög þungur dómur um bandarísk stjórnvöld, ekki sízt vegna þess að al'lir vita að fs- haft vinsamleg samskipti við Bandaríkin bæði fjárhagsleg og menningarleg. Og enginn ætti að vita betur en ritari hæstaréttar, að þegar dómur er upp kveðinn verða að vera fyrir hendi ákveð- in rök og forsendur. Það er því ekki nema eðlilegt að spurt sé: Hvað er það í dagskrá Kefla- víkursjónvarpsins, sem miðar að því að grafa undan tilveru ís- lenzku þjóðarinnar, eins og S. L. staðhæfði í ræðu sinni? Á þetta ætti að vera mjög auðvelt að benda, ef um slíkt væri að ræða. Dagskrá sjónvarpsins er birt lendingur hafa um langan aldur nokkuð unnið.“ Guðlaugur Gislason. daglega í a.m.k. einu dagblaði hér í Reykjavík og auk þess er prentuð dagskrá fyrir hverja viku seld í fjölda verzlana hér í bænum og er þar ítarlega sund- urliðað efni sjónvarpssendinga hvers vikudags fyrir sig. Ég hygg að þeir sem á sjón- varpið horfa hljóti að teljast dóm bærastir um þetta atriði og kæmi mér ekki á óvart þó að þeir al- mennt teldu að hér væri um hreinan sleggjudóm að ræða. Deilan um það hvort það sé sæmandi fyrir íslendinga að horfa á Keflavíkursjónvarpið og hvort það sé hættulegt íslenzkri menningu og þjóðerni er algert innanríkismál okkar og kemur Bandaríkjamönnum ekkert við og er enginn rökstuðningur fyr- ir framangreindum fullyrðingum S. L., því síður þar sem mér vit- anlega liggur ekkert fyrir um að ráðamenn varnarliðsins eða bandaríska sendiráðið hafi hvatt Islendinga til að kaupa sjón- varpstæki og horfa á Keflavíkur- sjónvarpið. Það er ákvörðun sem hver og einn sjónvarpsnotandi hefur tekið fyrir sig og metur sjálfur hvort hann vill horfa á þetta umrædda sjónvarp eða ekki. Ég ætlast því til að Sigurður Líndal geri þjóðinni grein fyr- ir dómsniðurstöðu sinni á öðr- um forsendum ,en að hér sé um herstöðvarsjónvarp að ræða. Afstaffa alþingismanna. Það er rétt sem S. L. sagði í ræðu sinni, að sjónvarpsmálið hefur verið lítið rætt á Alþingi og þingmenn yfirleitt ekki látið í ljós afstöðu sína til þess. Um þetta sagði hann orðrétt í umræddri ræðu sinni: „Þessara manna bíður nú fá- gætt tækifæri og það er þetta. Að beita sér fyrir samtökum allra þingmanna um þá lausn, að hið erlenda sjónvarp verði takmarkað við það svæði, sem upphaflega var ákveðið. Yera má að einhverjir skærust úr leik, en þá kæmi í ljós, hversu marg- ir hirðsveinar Bandaríkjamanna eru á fslandi og við það væri Þingmenn eru orðnir vanir því að allskonar menn koma fram í útvarpinu bæði í þættinum um daginn og veginn og fleiri þátt- um með margskonar ábendingar, sem beinlínis er ætlað að hafa áhrif á afstöðu þeirra til ein- stakra mála og er ekkert við því að segja. Við búum við fullkom- ið mál og ritfrelsi og er það einn af hyrningarsteinum lýðræðis okkar. Hitt tel ég hæpið að það sé sæmandi fyrir þá, sem fyrir há- tíðahöldunum 1. des. standa, þeg ar íslenzka þjóðin sameinast um að fagna unnum sigri í frelsis- baráttu sinni, að vera með ódul- búnar hótanir og reyna að þvinga þingmenn til ákveðinnar afstöðu í umdeildu máli eða að stimpla þá hirðsveina erlends ríkis ella. Ég tel það hæpið að slíkt sé sæmandi við þetta tæki- færi, jafnvel þó að hér ríki fullt májfrelsi eins og ég sagði áðan. Á mig hefur þetta engin áhrif. Ég hefi markað afstöðu mína til sjónvarpsmálsins og hvergi farið dult með hana. Ég tel að í þessum efnum eigi að ríkja fullt og óskert valfrelsi. Ég tel að íslendingar eigi að hafa óhindrað leyfi til þess að horfa ekki einasta á íslenzka sjónvarp- ið þegar það kemur heldur einn- ig á Keflavíkursjónvarpið jafnt og aðrar erlendar stöðvar þegar tæknin hefur gert það mögulegt. íslendingar hafa í dag fullt frelsi til að lesa allt efni bæði innlent og erlent, sem lög leyfa að gefið sé hér út eða flutt inn. Þeir hafa fullt frelsi til að hlusta á hvaða .útvarpsstöð, sem þeir geta náð til, einnig útvarpsstöðv- arinnar í Keflavík. Og hvers vegna skyldu þeir þá ekki mega horfa á hvaða sjónvarpsstöð, sem þeir geta náð til, einnig á sjón- varpsstöðina í Keflavík eins og þeir hlusta á útvarpsstöðina þar. Ég hygg að það sé rétt sem fróð- ir menn um þessi mál segja. Á útvarpi og sjónvarpi er í raun- inni enginn eðlismunur. Annars vegar er um að ræða bylgjur sem flytja tal og tóna og hins vegar bylgjur sem flytja tal, tóna og myndir. Sé það ekki sæmandi vegna þjóðarmetnaðar íslendinga að hafa sjónvarp frá varnarliðs- stöðinni í Keflavík má nákvæm- lega það sama segja um útvarps- stöðina þar og er mér ekki kunn ugt um nein mótmæli hin síðari ár gegn þessari útvarpsstöð og nær hún þó yfir mun stærri hluta landsins en sjónvarpsstöðin gerir. Vanmat og ástæffulaus ótti. í sambandi við fullyrðingar um að íslenzkt þjóðerni eða íslenzk menning standi valtari fótum en áður eða að íslenzkt þjóðerni sé í hættu vegna sjónvarpsstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli tel ég að um hreint vanmat og á- stæðulausan ótta sé að ræða. Ná- kvæmlega eins og ég tel bolla- leggingar S. L. í ræðu hans 1. des. um að það sé alls ekki neinn augljós eða sjálfsagður hlutur að halda uppi menningarþjóðfélagi á íslandi vera alveg út í hött. Það er sannfæring mín að ís- lenzkt þjóðerni og íslenzk menn- ing hefir aldrei staðið traustari fótum en einmitt nú í dag eins og það er einnig sannfæring mín að Keflavikursjónvarpið fái þar engu um þokað. Og liggja að mín um dómi til þess eðlilegar orsak- ir. Fram í lok síðari heimsstyrald- arinnar voru íslendingar fátæk þjóð og lítið þekktir út áviðnema þá helzt fyrir hinar fornu bók- menntir sinar. Á stríðsárunum efnaðist þjóðin nokkuð og eftir lýðveldisstofnunina 1944 hefur'' það verið markmið hverrar ein- ustu ríkisstjórnar að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag á sem breiðustum grundvelli. Og ef við lítum yfir farinn veg getum við glaðst yfir að þetta hefur tekizt í ríkari mæli en við upphaflega gátum búizt við, þó misjafnlega hafi miðað áfram hjá hinum ýmsu ríkisstjórnum. Tæknin hef- ur á mjög vítðækan hátt verið tekin í þjónustu atvinnuveganna bæði til lands og sjávar. Við eig- um í dag fullkomnari vélbáta- flota en margar nágrannaþjóðir okkar, og er flotinn ekki lengur staðbundinn við heimamið held- ur sækir hann afla sinn ef svo ber undir allt norður til Jan May en og niður í Norðursjó. Alhliða endurbygging hefur einnig átt sér stað í sambandi við fisk- iðnaðinn. Kaupskipafloti lands- ins siglir orðið um flest heims- ins höf og flugfloti landsmanna flytur bæði innelnda og erlenda ferðamenn heimsálfa á milli. Og þó hefur sennilega stærsta átak- ið verið unnið með hinni alhliða uppbyggingu húsnæðis og hús- búnaðar landsmanna. Hefur þar verið um hreina byltingu að ræða, þannig að við erum í beim efnum komnir fram úr mörgum nágrannalöndum okkar. Og fs- lendingar i dag eru ekki einastu þekktir fyrir fornbókmenntir sínar heldur eru þeir orðnir virk ir þátttakendur í alþjóðasamtök- Framh. á bls. 17. Hðraldur Böðvarsson: Utgerðarmal Á FUNDUM sumra stjórnmála- manna og í dagblöðum þeirra er mikill áróður fyrir ágæti stór- iðju (Búrfellsvirkjun og alumin- verksmiðju) og samhliða þessu er reynt að koma inn hjá þjóð- inni að sjávarútvegur og vinnsla Haraldur Böffvarsson. fiskafurða sé of einhliða og að atvinnuvegi þessum verði ekki treyst til frambúðar o.s.frv. En samt sem áður ber þó iþessi at- vinnuvegur ennþá uppi þjóðar- búið að mestu leyti og svo mun verða lengi enn. Þeim, sem trúa einhliða á stór- iðjuna, væri holt að hugleiða, að ekki er heppilegt að skera niður mjólkurkýrnar, þ.e. útgerðina, fyrr en annað og betra kemur í staðinn. Því miður virðast ráðandi öfl i iþjóðfélaginu vinna markvisst að því að lama vinnslu sjávarafurða, með því að standa í vegi fyrir nauðsynlegum lánum til uppbygg ingar og hagræðingar þessum at- vinnuvegi, í stað þess að auðvelda og hjálpa fiskvinnslustöðvunum með hagfelldum lánum til fisk- vinnslu og til endurbóta á stöðv- unum sjálfum, svo að þær verði færari um að skila meiri afköst- um og betri nýtingu en áður hef- ur átt sér stað. í Þjóðviljanum 4. þ.m. er sagt að Akranes sé hnignandi útgerð arbær og m.a. að fyrirtæki okk- ar feðga (H.B.&Co.) hafi selt eitthvað af bátum sínum — Keili til Skagastrandar og Reyni til Akureyrar, og hafi fengið báða bátana í hausinn aftur. Það er rétt, að við seldum nokkra af minni eikarbátunum okkar, ein- göngu vegna þess, að okkur tókst ekki þá að fá skipshafnir á þá nokkuð og þess vegna tókum við iþessa tvo ágætisbáta heim aftur og höfum nú mannað þá á ný með færeyskum sjómönnum að mestu leyti. Þeim fækkar árlega þessum minni eikarbátum, 50—80 tonna — en vegna vinnslunnar í landi í bili. En nú hefur þetta lagast er nauðsynlegt að þeim sem eftir eru, verði haldið úti til veiða, af því að stóru síldarbátarnir eru mestan hluta ársins á síldveiðum fjarri heimastöðvum. Staðreynd- ir sýna, að Akranes er ekki hnign andi útgerðarbær og því til sönn unar vil ég birta eftirfarandi: Fyrirtæki okkar feðga (H.B.& Co.) greiddi árið 19>G5 í vinnu- laun karla og kvenna og fyrir hluti til sjómanna samtals rúm- lega fimmtíu og hálfa milljón kr. samkv. launamiðum til skattstof unnar og þar að auki gegnum önnur fyrirtæki hér, t.d. Nóta- stöðina, Síldarverksmiðjuna o.fl. ea. 8—10 milljónir, og er þetta talsvert hærri upphæð en árið 1964. Fjórir síldarbátar okkar öfl- uðu 84.274 tunnur af loðnu og 179.032 tunnur og mál af síld, að verðmæti upp úr sjó krónur 41.100.000,00 — og sömu bátar, ásamt eikarbátunum okkar, öfl- uðu 3751 tonn af bolfiski og humar, að verðmæti upp úr sjó kr. 13.800.000,00, eða samanlagt fyrir fimmtíu og fjórar milljónir og níu hundruð þúsund krónur, þar að auki keyptum við af öðr- um bátum 2262 tonn af bolfiski og 5914 tunnur af síld fyrir sam- tals átta milljónir og tvö hundruð þúsund krónur. Úr ofangreindum afla hefur verið framleitt til út- flutnings: Saltfiskur og söltuð þunnildi Harðfiskur (skreið) Freðfiskur, frosin hrogn og humar Frosin sild í öskjum 588 tunnur sykur- og salthrogn 4552 tunnur söltuð síld og ediksflök tonn 460 198 1916 1967 70 456 Nettóinnihald samtals 5066 Á yfirstandandi vertíð íeggja upp afla sinn hjá okkur 14 bátar, þar af 8 eigin bátar og 6, sem við kaupum aflann af, allt stórir og góðir bátar, og er það meira en árið áður. Ég hef þetta ekki lengra að sinni, en vil að endingu benda á, að útgerðinni og vinnustöðv- unum var gerður slæmur grikk- ur með vaxtahækkuninni um ára mótin. Og ekki bætir það úr lána þörfinni, að enn skuli standa bundið og innilokað meira af sparifé landsmanna en nokkru sinni fyrr. Akranesi, 10. febr. 1966 Haraldur Boffvarssou.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.