Morgunblaðið - 17.02.1966, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.02.1966, Qupperneq 10
10 ■Fimmtudagur 17. febrúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ Kennslan í Iðnskdlanum geysimkil og margþætt Kennt i skólahúsinu frá kl. 8 - 23 dag hvern Rætt við Þór Sandholt, skólastjóra MEB aukinni iðnþróun skipa iðn- aðarmenn sífellt meira rúm í verkefnum þjóðfélagsins, hér á íslandi sem annars staðar. Ef komið er í Iðnskólann í Reykja- vík gerir maður sér það kannski enn ljósara hvílíkt bákn iðn- íræðslan er orðin og hve hratt I»ór Sandhlt, skólastjóri. vaxandi sá fjöldi er, sem þarf á iðnnámi að halda. Það sem af er vetri hafa 1957 nemendur verið skráðir þar til náms og á sú tala eflaust eftir að komast upp í 2000—2100, áður en námsárið er liðið. En þeir, sem stunduðu þar ur, ef próftími er meðtalinn. Á 10 vikna fresti tökum við því nýja nemendur til náms, og út- skrifum aðra. Þá skipum við í allar bekkjardeildir upp á nýtt. Kennt er 1 húsinu frá kl. 8 á morgnana til kl. 8.40 á kvöldin og sérnámskeið standa jafnvel lengur fram eftir. Ekkert má rek- ast á. Hver kennari þarf að hafa sem samfelldasta stundarskrá, en stundakennarar eru núna 25 tals- ins, fyrir utan þá sem kenna á námskeiðum og í meistaraskóla. Og nemendur þurfa að komast að í verklegt nám, stundum í fá- mennum hópum, eins og t.d. prentnemarnir, sem aðeins kom- ast 5 í einu að prentvélunum og 7 í setjarasal. Og fleira þarf að samræma. Svo það er ekki að furða þó ykkur finnist töflurnar okkar flóknar. >að er líka flókið mál að setja þær saman. — >að veldur okkur talsverð- um erfiðleikum á hve misjöfnu menntunarstigi nemendur eru, bætir >ór við. — >eir eiga að hafa miðskólapróf, áður en iþeir koma til okkar. En svo er okkur leyft að taka inn aðra, sem að- eins hafa lokið skyldunámi, ef þeir ganga undir sérstakt inn- tökupróf í reikningi og íslenzku. En það reynist verða fullur helm ingur nemenda, sem er undir hinni almennu menntunarkröfu og verður að ganga undir slík Úr bakaríinu í Iðnskólanum, þar verklegt nám. orðið sé eins mikið um verklega kennslu og frekast sé hægt að koma fyrir í skólahúsinu. Og samt sé allt slíkt nám í ófull- nægjandi húsnæði. Nú séu rak- ara- og hárgreiðslunemar að fá sérstakt húsnæði fyrir verklega kennslu, þar sem Iðnaðarmála- stofnunin var til húsa. Við stöldr um því við, og fáum að vita hvernig húsnæðismálum skólans sé háttað, áður en við höldum lengra. — >etta skólahús var byggt upp úr 1940 og hefur því verið yfir 20 ár í smíðum, segir >ór. — >að var haft við vöxt, miðað við aðstæður sem þá giltu um að hér færi aðeins fram bóklegt nám og teikningar. Síðan hefur verið sívaxandi þörf fyrir og kröfur um að færa hið verklega nám inn í skólann og við höfum hverju sinni gert það sem við höfum getað til að mæta þeim. Fyrir nokkrum árum hættum við því við að byggja samkomusal vestan við húsið, eins og gert hafði verið ráð fyrir. En í stað- sem 5 nemendur stunda nú inn er byggt um 1000 ferm. ný áima, og 250 ferm. viðbót við milliálmuna, sem tengir nýja og gamla skólahúsið. Viðbótarbygg- ingin öll er ætluð fyrir verk- nám og skólaverkstæði. í hinni nýju álmu, sem nú er upp steypt, 1 hæð og kjallari, er áformað að hýsa málmiðnaðarkennslu í kjall aranum, en tréiðnað á 1. hæð. En í viðbótinni við tengibygging- una á að vera vinnusalur fyrir byggingariðnaðarmenn og á Iþrem hæðum þar fyrir ofan hús- rými fyrir verklegt nám ýmissa fámennari og léttari iðngreina. Með þeim nýju viðhorfum, sem skapast, ef frumvarp iþað, sem nú liggur fyrir Alþingi um nýja skipan iðnfræðslunn- ar, verður að lögum, er gert ráð fyrir að byggja þurfi eina hæð ofan á nýju álmuna, til þess að fullnægt verði þörf- inni fyrir skólaverkstæði fyrir tré- og málmiðnir, en sú hæð yrði um 1000 ferm., eins og fyrr segir. Eftir sem áður þurfum við á viðbótinni við tengiálmuna að halda, enda er hún nú nærri fullsteypt. >essi byggingaráfangi kostar óhemju fé. Ekki aðeins það að byggja húsið, heldur líka að búa kennsludeildirnar vélum og tækj um. Nauðsynin á að koma verk- lega náminu í framtíðarform er mjög brýn, heldur >ór áfram. —■ Gert er ráð fyrir mjög róttæk- um aðgerðum við framkvæmd nýju iðnfræðslulaganna. >ar eru svo mörg nýmæli, að skólann þarf alveg að skipuleggja að nýju. UndirstöSuatriði verkanna kenuid í skóla. — Er þróunin sem sagt sú, að allt iðnnámið færist inn í skól- ann? — Iðnaðurinn í Reykjavíkur- borg hefur mikla þörf fyrir auk- ið verknám og nauðsynlegt er að samræming verði á iðnnámi í landinu. Iðnmeistarar eiga oft orðið erfitt með að kenna sína iðngrein. Hraðinn er orðinn svo mikill í iðnrekstri og byggingar- framkvæmdum, að það er mjög undir hælinn lagt hvort meistar- inn hefur tíma til að segja nem- anda til. Og piltarnir eru ekki liðtækir hjá þeim fyrr en þeir eru búnir að læra undirstöðu- atriðin í verkinu. Nauðsynlegt er því, að sem flest af undirstöðu atriðunum séu kennd á kerfis- bundinn hátt í skóla. En síðar þurfa nemarnir reynslu, sem má veita þeim úti í atvinnulífinu. Til viðhalds iðnstéttanna er það beinlínis nauðsynlegt, að skólinn geti tekið að sér að kenna undir- stöðuatriðin í hinum ýmsu verk- um. — Iðngreinarnar í landinu eru nú 60 talsins. Þar af 14, sem ekki eru nemendur í, og nokkrar með aðeins einn nema. Erfið aðstaða iðnmeistara hefur stundum vald- ið því, að nemendur hafa ekki komizt að í iðngreinunum. Hættu legt ástand getur skapast ef stétt- irnar endurnýja sig ekki nægi- lega ört. Ástandið hjá bökurun- um var orðið þannig, að flestir þeirra voru komnir yfir sextugt. Með verklegum skóla hefur að- sókn í stéttina aukizt. Hefur hún því nú betri aðstöðu til að end- urnýja sig. Fimm nemendur eru nú í hinu nýlega skólabakaríi og virðist aðsókn í stéttina nú nægi- ieg. Svipað var um skósmiðina, og því höfum við tekið upp verk lega kennslu þeim til aðstoðar. Við höfum reynt að hafa góða samvinnu við iðnstéttirnar, enda er nauðsynlegt að hafa stuðning þeirra. Við reynum að koma til móts við iðnstéttir, sem vilja koma á verkiegri kennslu. Til- högun hefur verið þannig, að stéttirnar hafa gefið skólanum meiriháttar tæki og vélar, en Iðn skólinn skipuleggur kennsiuna, lætur í té húsnæði og aðstöðu, ásamt minni tækjum. Þetta bygg ist allt á góðri samvinnu milli stéttanna og skólans. Án sam- vinnu verður litlum árangri náð fram á við. — Eitt af því sem við eigum við að glíma nú, er að 10 vik- urnar duga ekki alltaf til að ljúka kennslu í öllu því sem þurfa þykir. Þá höfum við í sam Málaranemi í nákvæmnásvinnu. nám sl. skólaár, voru því sem næst 1700. Aukningin sem sagt um 300—400 nemendur á þessu eina ári, ef allir skráðir nemend- ur mæta til náms. Þessar upplýsingar fékk Mbl. m. a. í upphafi viðtals við Þór Sandholt skólastjóra. Hann sýn- ir okkur stundaskrár og töflur yfir skiptingu nemenda í flokka eftir námi og stundatöflu kenn- ara, og við reynum að átta okkur á allri þessari flóknu niðurskip- an, sem gera verður á 10 vikna fresti, í stað einu sinni á ári í öðrum skólum. Og >ór útskýrir: — í september eru haldin nám- skeið fyrir væntanlega próftaka til inntökuprófs og námskeið fyr- ir þá af nemendum, sem þurfa að bæta sig í einhverri grein. í október byrjar svo hinn reglu- legi iðnskóli og skiptast nemend- ur fyrst í 3 flokka, sem eru í skólanum á mismunandi tíma, einn fyrir áramót og tveir eftir áramót, hver þeirra í 8—10 vik- próf. Við gerum talsvert að því að taka nema frá öðrum byggðar lögum og kemur þá oft í ljós, að þeir sem byrjað hafa námið annars staðar eru ekki á sama stigi og bekkjarfélagar þeirra hér. Þetta stafar af því, að iðn- skólarnir hafa ekki nógu sam- ræmda námskrá í hinum mismun andi bekkjum. Málið mundi vera svo miklu auðveldara viðfangs, ef námsskrár skólanna um allt land væru betur samræmdar. Nýbygging fyrir verknám. Áður en við hófum samtalið við skólastjórann, gengum við ofurlítið um skólann og litum inn í kennslustofur. >ar stóðu hárgreiðslunemar við að leggja hár á gínum eða lifandi viðskipta vinum, skósmíðanemar sátu við leistinn, prentarar settu letur og unnu við pressuna o.s.frv. Við spyrjum því >ór hvort verkleg kennsla skipi orðið mikið rúm í skólanum. Hann segir okkur, að Prentnemi við pressuna. Olgeir Axelsson leiðbeinir honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.