Morgunblaðið - 17.02.1966, Qupperneq 17
Pimmtudagur 17. febrúar 1966
MORGUtíBLAÐIÐ
17
Vísitala og kaup-
greiðsluvísitala
Enn hefur litli Surtur náð sér sér upp úr yfirborði sjávar suðvestur af Surtsey. Vetrarveðrin
með stórum og sterkum öldum ná *öðru hverju að sópa ofan af eyjunni. En þegar veörið
gengur hjá hleðst aftur upp kollur úr sjónum. Þessa mynd tók Sigurður Þórarinsson sl.
laugardag. Þá var komin 200 m. löng eyja og.líklega 10 m. h á, en daginn eftir er Sigur-
jón Einarsson flaug yfir, hafði hún hækkað í 20 m. Sigurður Þórarinsson segir að talsverður
kraftur hafi verið í gosinu, það mesta sem hann hefur séð á þessum stað.
ályktanir Fiskiþings
KAUPLAGSNEFND hefur reikn
að vísitölu framfærslukostnaðar
í byrjun febrúar 1966 og reyndist
hún vera 183 stig eða einu stigi
hærri en í janúarbyrjun.
Vísitalan 1. febr. 1966 er nánar
tiltekið 183,1 stig á móti 182,1 í
janúarbyrjun 1966. Hækkunin
stafar af hækkun á rafmagnsvör-
um o.fl.
Kaupgreiðsluvísitalan.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
kaupgreiðsluvísitölu eftir vísitölu
framfærslukostnaðar í febrúar-
byrun 1966, i samræmi við
ákvæði fyrri málsgr. 2. gr. laga
nr. 63/1964, og reyndist hún vera
178 sti,g.
í fyrri málsgr. 3. gr. sömu laga
er svo fyrir mælt, að greiða skuli
verðlagsuppbót sem svarar 0,61%
Góð gjöf til
Akraneskirkju
Akranesi, 13. febrúar.
FALLEGAN og mikinn Ijóskross
é turni kirkjunnar hér, gaf frú
Ása Ólafsdóttir til minningar um
mann sinn Ólaf B. Björnsson
ásamt venzlafólki og vinum
þeirra hjóna. — Viðgerð og end-
urbætur á kirkjunni, standa nú
yfir. Byrjað var á sl. ári, og mun
verkið standa yfir fram á vor.
Á meðan verður messað í gagn-
fræðaskólanum. Búið er að setja
litað gler í alla kirkjugluggana.
— Oddur.
Fréttir frá
Eskifirði
Eskifirði, 14. febr.
HÉR á Eskifirði er mikill snjór,
sem setti niður í óveðrinu í fyrri
viku. Allir vegir tepptust um
tíma. Ófært var til Reyðarfjarð-
ar og í Helgustaðalhrepp. Veg-
inn til Reyðarfjarðar er búið að
ýta, en ófært er enn í Helgu-
staðahrepp. Af öllum götum Eski
fjarðar er nú búið að ryðja svo
greiðfært er um kauptúnið enda
eiga Eskfirðingar nýja 18 tonna
jarðýtu sem keypt var í sumar
er leið. Unnið er af fullum
krafti að uppfyllingu undir vænt
anlega síldarbræð'slu er Hrað-
frystihús Esikifjarðar mun léta
reisa á nýja hafnarsvæðinu. í
óveðrinu um daginn brotnuðu
símastaurar í Helgustaðahreppi
svo S'ímasambandslaust hefur
verið þangað þar til í dag, að
lagfært var til bráðábirgða. Mikl-
ar skipakomur hafa verið undan
farið aðallega til að sækja síld-
arafurðír. Tveir bátar Björn og
Einir hafa róið héðan þegar gef-
ur á sjó og fiskað ágætlega allt
að 13 Vz lest í róðri. M-unu þessir
tveir bátar fara til Vestmanna-
eyja ásamt m.b. Jónasi Jónas-
syni er netavertíð hefst þar.
Aðrir bátar hér eru að fara í
slipp um þessar mundir. Fara
þeir síðan ýmist með þorska-
net eða nót.
F j áihagsáætlun Eskif j arðar-
hrepps 1966 hefur verið af-
greidd. Niðurstöðutölur eru 12
milljónir 750 iþúsund.
Helztu tekjur eru útsvö-r
7.905.000.—. Aðstöðugjöld 3
imilljónir. Jöfnunarsjóður 900
þúsund og ýmsar aðrar tekjur
1 milljón 945 þúsund.
Helztu gjaldaliðir eru Verk-
legar framkvœmdir 3 milljónir.
Vegamál 1 milljón. Menntaimál
500 þús. Alm tr. 650 þús. Til nýs
skólahús, íþróttahúss og dag-
heimilis 1.370 þús. Framfærslu-
mál 400 þús. Löggæzla 100 þús.
Franilag til sundlaugar og rekstr
ar 350 þús. Félagsheimilið Val-
höll, viðbótarbygging 300 þús. Á
haldakaupasjóður 400 þús. Lóða
kaup 300 þús. Afsiáttur af út-
svörum 700 þús. 175 þús. til
væntanlegis elli og hjúikrunar-
heimilis. — G.W.
af launum og öðrum vísitölu-
bundnum greiðslum fyrir hvert
stig, sem kaupgreiðsluvísitala
hvers þriggja mánaða .tímabils er
hærri en vísitala 163 stig. Sam-
kvæmt því skal á tímabilinu
1. marz til 31. maí 1966 greiða
9,15% verðlagsuppbót á laun og
aðrar vísitölubundnar greiðslur.
Athygli er vakin á því, að þessi
verðlagsuppbót skal ekki reiknuð
af launum að viðbættri þeirri
verðlagsuppbót (7,32%), sem
gildir á tímabilinu desember
1965 til febrúar 1966, heldur mið
ast hún við grunnlaun og aðrar
grunngreiðslur.
Verðlagsuppbót á vikulaun og
mánaðarlaun skal, samkvæmt á-
kvæðum nefndra laiga, reiknuð í
heilum krónum, þannig að sleppt
sé broti úr krónu. sem ekki nær
hálfri krónu ,en annars hækkað
í heila krónu.
HóEadómklrkja
flóðlýst
Þriðjudaginn 8. febrúar kl. 4
síðdðgis, var kveikt á kastljós-
um við dómkirkjuna á Hólum
í Hjaltadal. Eru það alls sex Ijós,
sem lýsa upp bæði dómkirkj-
una og turninn. Hefur oft verið
um það talað, að vel mundi fara
á slíkri lýsingu, þótt ekki hafi
úr orðið fyrr en nú, að ónafn-
greind skagfirzk kona, sem burt
er flutt úr héraðinu, óskaði eft-
ir að fá að kosta ljósin og upp-
setningu þeirra að öllu leyti.
Verkið sjálft annaðist Sigur-
björn Magnússon rafvirki á
Hofsósi.
Öllum, sem yiðstaddir voru,
þótti tilkomumikið að sjá flóð-
lýsinguna á hinni fornfrægu
dómkirkju og turni hennar, þeg-
ar kveikt var á ljóskösturnum
í góðu veðri á þriðjudaginn var.
(Frétt frá Þjóðminjasafninu).
■ Utan úr heiml
Framhald af bls. 14.
þar í landi til olíuflutninga.
Mikið af sænskum landbún-
aðartækjum hefur einnig ver-
ið selt til Sovétríkjanna. Þá
má benda á, að eitt stærsta
iðnfyrirtæki í Norður-Evrópu
(ASEA) hefur selt rafknúnar
eimreiðir til Rúmeníu og ann-
arra kommúnistaríkja.
Þá hafa mörg A-Evrópu-
ríkjanna, einkum Pólland,
sýnt mikinn áhuga á því að
selja til Svíþjóðar. Nýlega er
hafin enn ein auglýsingaher-
ferð. Pólska sendiráðið í
StokkhólmT hefur margmennu
starfsliði á að skipa.
Þá hafa sænskir viðskipta-
jöfrar talið sig greina örugg
merki þess, að þess sé ekki
langt að bíða, að ríkin í A-
Evróu hætti að einblína á inn-
flutning framleiðsluvara og
taki að kaupa neyzluvörur í
stórum stíl. Þegar hefur orðið
var tilhneigingar í þessa átt,
Og sænskir vefnaðarvörufram-
leiðendur ( sem hafa mikla
reynslu í framleiðslu tilbúins
fatnaðar), eru þegar farnir að
velta fyrir sér, hve mikill
hagnaðurinn geti orðið af
framtíðarviðskiptum í A-
Evrópu.
Bréfritararnir tveir, sem eru
fyrst og fremst áhugamenn
um iðnað, og telja stjórnmál
skipta litlu máli, benda á, að
utanrikisráðherra Svía, Thorst
en Nilsson, hafi nýlega sagt í
ræðu, að samruni sé einkenni
vorra tíma, og því leggja þeir
til viðskiptalega sameiningu
A- og V-Evrópu.
Svíar, sem virðast hafa
sjötta skilningarvitið, að því
er snertir alþjóðasamskipti,
vita oft lengra en nef þeirra
nær.
Nokkrar
AÐ LOKNUM fundi á
fimmtudag sátu Fiskiþings-
fulltrúar og ýmsir gestir boð
sjávarútvegsmálaráðherra.
Fundir hófust á ný kl.
13.30 á föstudag en nefndir
höfðu starfað fyrir hádegi.
Kl. 14.00 kom sjávarútvegs-
málaráðherra Eggert G. I»or-
steinsson á Fiskiþing og flutti
ítarlegt erindi um ástand og
horfur í sjávarútvegsmálun-
um.
Eftirgreind álit voru tekin til
umræðu og þau samþykkt:
1. Álit sjávarútvegsnefndar um
fiskileitar- og hafrannsóknarskip.
Framsögumaður Ingvar Vil-
hjálmsson, Reykjavík.
Fiskiþing lýsir ánægju sinni
yfir þeim árangri, sem orðið hef-
ur af síldar- og fiskileit með
skipum og telur að síldar- og
og fiskileit þurfi að efla eftir
því sem frekast er hægt.
Fiskiþing fagnar framkom-
inni samþ, tillö.gu hjá Lands-
samb. ísl. útvegsmanna um að
sjómenn og útgerðarmenn leggi
fram V4% af aflaandvirði síld-
veiðiflotans annarsvegar og kaup
endur hráefnis hinsvegar leggi
fram jafnstóra upphæð á næstu
árum til þess að standa straum
af byggingarkostnaði síldarleitar
skips er byggt verði samkvæmt
tillögu Jakobs Jakoibssonar, fiski
fræðings.
Enn fremur æskir Fiskiþing
þess að ríkisstjórn og Alþingi
flýti þessu máli svo sem unnt er.
Fiskilþing lýsir ánægju sinni
yfir því, að undirbúningur að
öyggingu hafrannsóknarskips er
kominn vel á veg, treystir því að
framkvæmdum á undirbúningi
að byggingu skipsins verði hrað-
að sem mest.
2. Álit sjávarútvegsnefndar um
afkomu sjávarútvegsins. Fram-
sögumaður Ársæll Sveinsson,
Vestmannaeyjum.
28. Fiskiþing bendir á þá miklu
erfiðleika, sem sá hluti fiskiskipa
stólsins sem bolfiskveiðar stundar
á nú við að stríða og laggur því
til eftirfarandi til úrbóta.
a) að lækkaðir verði vextir á
stofnlán og afurðalán sjávar
útvegsins.
b) að launaskatturinn verði
greiddur af kauptryggingu
skipshafna en ekki af afla-
hlut.
c) að í veikindaforföllum
greiði útgerðin sjúkrabætur
miðað við kauptryggingu
en ekki aflahlut.
d) að nefndin, sem skipuð var
á þessum vetri til þess að
athuga afkömu fiskibáta
45—120 brúttó smál., hraði
störfum og leggi fram til-
lögur sínar til úrbóta svo
fljótt sem unnt er.
e) að allt verði gert sem unnt
er til þess að stöðva dýrtíð
og engar nýjar álögur verði
lagðar á útgerðina.
3. Álit fiskiðnaðar- og tækni-
nefndar um ha.gnýtingu sjávar-
afurða. Framsögumaður Margeir
Jónsson, Keflavík.
28. Fiskiþing telur að fullkom-
in hagnýting hvers konar hrá-
efnis sé menningu og fjárhag
þjóðarinnar nauðsyn og vill
benda á að rannsaka beri með-
fram ströndum Faxaflóa ag víð-
ar magn og viðkomu ýmissa skel
fiska, svo sem kúfisk, krækling
o.fl.
Þá telur þingið að rannsaka
þurfi hvaða verkunaraðferð sé
heppileg á grásleppu til mann-
eldis. Telur þingið stjórn Fiski-
félagsins og fiskimálastjóra, að
hvetja rétta aðila til rannsókna
á þessum málum.
Greinar.gerð:
Það er öllum ljóst, að á síð-
ustu áratugum hefur nýting
sjávarafurða aukizt í stórum
stíl frá því sem áður var og þar
með aukið þjóðartekjurnar og
bætt afkomu fólksins. Þótt mikið
hafi áunnizt, er margt ógert og
verkefnin næg framundan. Enn
þarf að auka og. bæta nýtinguna
og taka upp nýja framleiðslu-
hætti. Meðfram ströndum lands-
ins er mikið magn af ýmsum
tegundum skelfisks, en það er
órannsakað mál hvort magn eða
viðkoma er það mikil að vinnsla
þessa hráefnis geti orðið arðvæn
leg. Grásleppa, sem nú er veidd
í vaxandi mæli, hefur ekki verið
nýtt nema að mjög litlu leyti,
að undanskyldum hrognunum.
Margir trúa því, að hér gæti ver-
ið um nokkur verðmæti að ræða,
ef fundin yrði rétt verkunarað-
ferð.
4. Álit laga- og félagsnfela-
nefndar um sumarleyfi síldveiði-
manna. Framsögumaður Þor-
steinn Jóhannesson, Garði.
Fiskiþing telur rétt og skylt
með tilliti til hins langa úthalds-
tíma síldveiðibátanna, að sjó-
menn fái sumarfrí eins og aðrar
vinnustéttir, en hljóti aðeins ann
að af tvennu, launaðan orlofs-
tíma eða tilskilið orlofsfé. Hins
vegar telur þingið ekki mögu-
legt, að síldveiðiflotinn verði
stöðvaður um ákveðinn tíma
vegna sumarleyfa.
5. Álit fiskiðnaðar- og tækni-
nefndar um rækju og humar-
veiðar. Framsögumaður Guð-
mundur Guðmundsson, ísafirði.
Fiskiþing telur að sú takmörk
un, sem sett hefur verið á Vest-
fjörðum hafi verið spor í rétta
átt til þess að koma í veg fyrir
ofveiði og að enn sé eigi tíma-
bært að aflétta þeim takmörk-
unum. Þingið leggur áherzlu á
það, að fiskifræðingum verði
veitt aðstaða til þess að fyl.gjast
með hvaða élag stofninn þolir.
Ennfremur verði haldið áfram
að leita að nýjum rækjumiðum.
Þé telur Fiskiþingið rétt að lát-
in verðu fara fram athugun á
því hvort stækka beri möskva-
á rækjuvörpum, þar sem ávallt
veiðist nokkuð magn af rækju,
sem er svo smá að ekki er hægt
að nýta hana til vinnslu. Fiski-
þing telur mikla nauðsyn á því
að árlega fari fram leit að humar
veiðum, þar sem aflinn fer
minnkandi á þeim miðum, sem
þagar eru stunduð.
Viija afnema
dauðarefsingu
París, 11. febr. NTB.-
87 FRANSKIR þingmenn hafa
lagt fram tillcgu um að dauða-
refsirg verði afnumin í Fnakk-
landi.
Að tillögunni standa þingmenn
úr öllum flokkum, þeirra á meðal
Pierre Pflimlin, fyrrum forsætis
ráðherra; Maurice Schumann, for
maður utanríkismálanefndar
þingsins og Maurice Fauxe, leið-
togi Sosial-radikala.
Dauðarefsingu er sjaldan beitt
í Frakklandi. Á árunum 1962—64
voru 17 menn dæmdir til líf-
láts, aðeins fjórir þeirra voru
teknir af lífi, dómum hinna var
breytt í ævilangt fangelsi