Morgunblaðið - 17.02.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.02.1966, Qupperneq 19
Fimmtudagur 17. febrúar 1966 MORGU N B LAÐIÐ 19 Nýjar íslenzkar hljómplötur HI.JÓMPLÖTUDEID Fálkans hf. hefir nýlega sent frá sér nokkrar plötur með íslenzkri tónlist fluttri af íslenzkum listamönnum og kórum. Er hér bæði um að ræða endurútgáfur á eldri upp- tökum og nýjar upptökur, og eru hinar síðarnefndu stórum meiri fyrirferðar. Verður þessaa platna getið hér stuttlega. Gísli Magnússon, píanóleikari (45 snúninga plata). Gísli leikur hér Glettur eftir Pál ísólfssön og tvö lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Vikivaka og Idyl. Þessi lög voru (ásamt fleirum) áður gefin út á 33 snúninga plötu. Platan er einkar handhæg, íbæði til notkunar og gjafa, t.d. til útlanda, og hefir að geyma gott sýnishorn af íslenzkri píanó- músík, sem annars er ekki mjög fjölskrúðug. Meðferðin er óað- finnanleg og upptakan góð. Guðmundur Jónsson söngvari með undirleik ÓLafs Vignis Albertssonar (45 snúninga plata). Á þessari plötú eru sex lög, nokk- uð ósamstæð, þar af tvö eftir erlenda höfunda. Lögin eru þessi: Fyrir átta árum (Einar Markan — Tómas Guðmundsson), Æv- intýri á gönguför (Tryggvi Björnsson, vestur-íslenzkt tón- skáld, — Kristján N. Júlíus), Dansvísa (Wilhelm Peterson- Berger — G. J.), Heimþrá (Skúli Halldórsson — Jóhannes úr Kötl- um), Útlaginn (Karl O. Runólfs- son — Davíð Stefánsson) og Á leið til Mandalay (Oley Speaks — Rudyard Kipling, þýð. Jakob Jó-h. Smári). í siðast talda laginu syngur Guðmundur einsöng með Karlakór Reykjavíkur, og mun sú upptaka- vera nokkurra ára gömul, en þó ekki gefin út áður. Hinar eru nýjar. — Því verður ekki neitað, að rödd Guðmundar hefir látið nokkuð á sjá á síðustu árum, einkum á efsta hluta tón- sviðsins. Samt mun þessi plata eins og annað sem kemur frá þessum vinsæla söngvara hitta fyrir marga þakkláta hlustendur. En verkefnavalið er tæplega samboðið svo mikilhæfum lista- manni sem Guðmundur er, og raunar torséð, hvaða sjónarmið hafa ráðið því, svo tilviljunar- kennt sem það virðist. En það eru áreiðanlega ekki eingöngu músíkölsk sjónarmið. Kór Kvennadeildar Slysavarna- félags fslands í Reykjavík (45 snúninga plata). Þetta er mikið nafn á einum kór, ekki sízt þegar það er komið á tveimur tungu- málum framan á lítið plötuum- slag: á ensku The Choir of the Women’s Corps of the Ieelandic Live-Saving Association, Reykja vik. Enda er ekki rúm fyrir nafn söngstjórans á plötunni né fram- an á umslaginu. Af smáleturs- grein aftan á umslaginu má ráða; að söngstjóri sé Herbert H Ágústsson, en ekki verður séð hver er undirleikari með kórn- um. Þetta er dálítið hirðuleysis- legt. — Lögin á plötunni eru: Svanurinn minn syngur (Sigv Kaldalóns — Halla Eyjólfsdótt- ir), Sólskríkjan mín (Ingi T. Lárusson — Páll E. (?!) ólafs son), Litla skáld (Ingi T. Lárus son — Þorsteinn Erlingsson), Sumarkvæði (Skúli Halldórsson -— Sig. Júl. Jóhannesson) og Kvennaslagur (Sigfús Einarsson •— Guðm. Guðmundsson). _______ Söngur kórsins er frísklegur og oftast hreinn og meðferð laganna nákvæm og vandvirknisleg, en 6tundum dálítið kaldranaleg. Söngfélagið Hekla — Raddir að norðan (stór 33 snúninga plata). Þetta er önnur plata flokknum „Songs of Iceland“. — Hekla er ekki söngfélag í venju legum skilningi, þótt platan beri Iþennan titil, heldur — eins og segir aftan á plötuumslaginu samband norðlenzkra karlakóra. Níu kórar koma fram á plötunni, allir sambandskórarnir, sem eru starfandi, og syngja flestir tvö lög. Eitt lag er sungið af kórunum sameiginlega undir stjórn Áskels Jónssonar: Heklu- söngur Áskels Snorrasonar við ljóð eftir Jónas Tryggvason. Of- langt yrði að telja hér öll lögin, en kórarnir eru þessir: Karlakór Akureyrar (söngstjóri Áskell Jónsson, einsöngvari Eiríkur Stef ánsson), Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps (söngstj. Jón Tryggva- son), Karlakór Dalvíkur (söng- stjóri Gestur Hjörleifsson, undir- leikari Guðmundur Jóhannsson), Karlakórinn Feykir í Skagafirði (söngstj. Árni Jónsson), Karla- kórinn Geysir (söngstjórar Ingi- mundur Árnason og Árni Ingi- mundarson, einsöngvari Jóhann Konráðsson), Karlakórinn Heim- ir í Skagafirði (söngstj. Jón Björnsson, einsöngvari Svein- björn Jónsson), Karlakór Mý- vatnssveitar (söngstj. Örn Frið- riksson, einsöngvari Þráinn Þóris son), Karlakór Reykdæla (söng- stj. Þóroddur Jónasson, undirleik ari Örn Friðriksson ásamt söng- stjóranum), Karlakórinn Þrymur á Húsavík (söngstj. Sigurður Sigurjónsson, einsöngvari Ingvar Þórarinsson). — Fimm af kórun- um, sem hér koma fram, eru stofnaðir milli 1920 og 30 og tveir skömmu síðar, en kórasambandið Hekla 1934, svo að ljóst er að þessi starfsemi stendur á göml- um merg. — Það athyglisverðasta við þessa plötu er það vitni, sem hún ber karlakórssöngnum á Norðurlandi, því mikla starfi, sem í hann er lagt, og þeim góða árangri, sem það einatt skilar. Ekki veit ég, hve margir söng- menn eru hér að verki, en marg- ir ágætir raddmenn eru þar á meðal, og margt er vel og smekk- lega gert í þessum söng, þótt eðlilega sé hann misjafn að list- fengi. En engar einkunnir verða gefnar fyrir hann hér. — Meðal viðfangsefnanna er allmargt laga eftir lítt kunna höfunda, hins vegar líka nokkur einsöngslög þekktra tónskálda, sem raddsett hafa verið fyrir kórsöng. Sýnir þetta tvennt í senn: í fyrsta lagi að kórarnir eru í vandræðum með verkefni — þess vegna radd setningarnar — og í annan stað að til er talsvert og ef til vill mikið af frambærilegum kórlög- um í handritum, sem þörf væri á að fá prentuð eða fjölrituð í allstóru upplagi. Væri vafalaust mikil iþörf á að gefa út safn ís- lenzkra karlakórslaga, og ef starf semi karlakóra stendur með eitt- hvað álíka blóma í öðrum lands- fjórðungum og á Norðurlandi, ætti slík útgáfa að geta staðið undir sér fjárhagslega. Kórarnir mundu sjá sér hag í að kaupa af slíku safini að minnsta kosti jafnmörg eintök og þeir eiga söngmönnum á að skipa og spara þannig kostnað við fjölritun ein- stakra verkefna (sem auk þess er venjulega óleyfileg samkvæmt lögum), og mundi þetta geta orð ið til að létta verulega undir með því fórnfúsa starfi, sem unn ið er á þesum svettvangi. Hljómplötuútgáfa Fálkans h.f. er hið merk'asta fyrirtæki. Með henni er vafalaust lagður grund- völlur, sem byggja má á, þegar í alvöru verður hafizt handa um kynningu og útbreiðslu íslenzkr- ar tónlistar erlendis, enda þótt ekki séu allar útgáfuplöturnar ja’fnvel til slíkar notkunar falln- ar. Hinar, sem einkum munu ætlaðar fyrir innanlandsmarkað, eru líka góðra gjalda verðar. Og lofsvert er það, að ytri frágang- ur platnanna, þar með talin umslögin, sem mjög eru smekk- leg og til þess fallin að vekja athygli og áhuga á plötunum, ber þess merki að ekkert er til hans sparað, enda jafnast þessar plötur að því leyti fyllilega á við erlenda framleiðslu á þessu sviði. Jón Þórarinsson. Sigrún Halldórsdóttir Minningarorð v vx Jóhann Ó. Haraldsson In lllemoriam Söngva- og gleðigjafi, þín gnoð er komin af hafi, heim — í friðarins höfn. Velti þér alla vega viðsjál dröfn. En auðlegð þú áttir í sjóði: Unað í söng og ljóði, skapandi listamannslund, afl, sem gat frjófgað og fegrað frosna grund. — Gott var án græzku að una við gamanmálanna funa. Af alhug ég þakka þér glitfagrar gleðirósir, er gafstu mér. — f rödd þinni heyrði ég hljóma himinsins leyndardóma. Lyftist ég langt í hæð upp fyrir hversdags annir og alla smæð. Þökk fyrir ljúfu lögin, lifandi hjartaslögin í þínum svása söng. Hringi svo lengi yfir landið þín Líkaböng. Hljóðnuð er hljómþýð tunga. Hrundið er dagsins þunga. Bíður þín heiðið blátt. Fljúgðu nú, söngvasvanur, í sólarátt. Gretar Fells. Fædd 6. október 1886 Dáin 26. janúar 1966. MIG langar til að minnast minnar kæru systur, Sigrúnar, og koma mér þá í hug ljóðlínur þessar í sálarþroska kvenna býr sigur kynslóðanna. Sigrún systir mín var fædd að Bjarnastöðum í Reykhóla- hreppi 6. október 1886. Foreldr- ar okkar voru Halldór Sigurðs- son og kona hans Þórdis Guð- mundsdóttir og voru þau hús- hjón þar á Bjarnastöðum. Var Sigrún hjá foreldrum okkar fram til 14 ára aldurs. Þá fór hún í vinnumennsku og var næstu 15 ár lengst af vinnukona hjá Páli Ólafssyni og konu hans að Vatnsfirði. Ekki naut Sigrún menntunar umfram þann lær- dóm er fólst í fermingarundir- búningnum, sem þá var lítils- háttar lestrarnám svo og skrift, en um aðra tilsögn var ekki að ræða í þá daga. Að sjálfsögðu fór sá undirbúningur ekki fram á skólabekk heldur heima í eld- húsinu hjá móður okkar. Sigrún fluttist síðan til fsa- fjarðar og er þangað kom, varð hún að kaupa sér svonefnt „lausamennskubréf". Eftir það vann hún á ýmsum heimilum á vetrum, en starfaði að sveitar- störfum á sumrin. Meðal þeirra manna sem Sigrún systir mín starfaði hjá er hún var á ísa- firði var á heimili séra Sigur- geirs síðar biskups, í heimili Vilmundar fyrrum landlæknis og hjá Þorsteini klæðskera. Hús mæður þessar sem og fleiri þar vestra reyndust henni mjög vel. Sigrún fluttist aftur frá ísa- firði laust eftir árið 1930 og tók að sér bústýrustörf hjá Jóni frænda sínum á Bjarnastöðum. Var hún þar allt fram til þess að Jón lézt, fyrir nokkrum ár- um. Skömmu síðar fluttist hún frá Bjarnastöðum og varð nú vistkona á EUiheimili fsafjarð- Sigrún var alla tfð mjög trúuð kona og sótti í trúna styrk er á móti blés. Það er mér kunnugt um að þeir sem þekktu Sigrúnu var öllum hlýtt til hennar og allir vildu greiða götu hennar eftir föngum. Hún var vissulega þrotin að kröftum eftir langan starfsdag, er hún kvaddi. Ég þakka öllum. þéim, sem heimsóttu hana á Elliheim- ilið. Ég þakka starfsfólki elli- heimilisins á ísafirði. Svo þakka ég Guðmundi bróður sérstak- lega fyrir alla umhyggju hans fyrir henni. Guð blessi alla þá sem hafa sýnt henni vinarhug. Henni þakka ég svo allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman. Þú trúi þjónn, gakk inn í fögnuð herra þíns. Far þú í guðs friði, friður guðs þig blessi. Haf þökk fyrir allt og' allt. Guð blessi minningu þína, Sigrún systir. Sigurður Halldórsson. Jón Sigurðsson frá Garðbæ — IMinning HINN 5 janúar 1966 var til mold- ar borinn frá Kirkj uvogskirkj u Jón Sigurðsson frá Garðbæ í Höfnum. Hann var fæddur 28. októ'ber 1898 að Junkaragerði Höfnum. Faðir hans var Sigurður Jóns- son frá Skammadal í Mýrdal en móðir hans var Pálína Jónsdótt- ir frá Litlareykjadal i Árnes- sýslu. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Junkaragerði og var snemma bráðþroska. Hann var frábærlega fallega vaxinn, herða breiður og vöðvastinnur, enda afrendur að afli á blómaskeiði. Tillitið var hreint og beint og horfði ekki framhjá neinum þótt þeir þættust umfram að einhverju leyti. Óáleitinn var hann að fyrrabragði en hélt hlut sínum vel ef honum fannst sér misboðið, og stóðst þá ekki fyrir, enda var hann í kunningja hóp nefndur Snari, og fannst honum sjálfum lítið tilkoma, en fyrrtist þó ekki. Snemma fór Jón að róa til fiskjar, fyrst heima á sumrum með föður sín- um, en er hann þroskaðist fór hann austur á Firði, sem var mikill siður manna í Höfnum um eitt skeið enda sóttust Aust- firðingar eftir því, þvi þó var mannval mikið og gott í byggð- arlaginu. En tímamir breyttust, og tók Jón nú til að stunda sjó heima hjá sér, fyrst á fjög- urra manna fari og farnaðist vel þótt farið væri lítið, en brim- lending viðsjál á Kalmanstjörn. Kringum 1928 létu þeir feðgar smíða áttæring, en þá var fað- ir hans mjög þrotinn að kröft- um, enda sjón hans þverrandi. Þetta skip hét „Hákon“, mikið og frítt sjóskip hið bezta, enda smíðað af hinum landskunna skipasmið Pétri Ottasyni í Reykjavík. Um þetta leyti var almennt farið að nota vélar í opin skip, og voru þá helzt not- aðar Fordibílvélar og var Há- kon knúinn einni slíkri. Þá var notuð lína fyrripart vertíðar en sjólag, með hinum þungu straum um hér, ekki alltaf sem prúðast og var línunni þá oft þrælað upp með tveggja manna drætti og ekkert amlóða verk, enda var oftast valinn mannskapur hjá Jóni og nefndi ég þá frændurna Gissur Magnússon Sigurð Magn- ússon og Kalman Sigurðsson bróður Jóns, allt hörkúsjómenn, sem réru með honum í fjölda- mörg ár. Skagstrendingum hafði Jón mætur á og réði þá hjá sér til róðra umfram aðra aðkomna menn. Um 1930, eða ■skömmu fyrr fóru að flytjast til landsins lítil línuspil norsk og var eitt þeirra látið í Hákon og mátti nú segja að skipti um, því það sem var áður fantæðis þrældómur, varð nú nálega skemmtiverk, en öllu fastara sótti Jón nú sjóinn og linan varð lengri, sem róið var með enda aflaði Jón manna mest og farnaðist vel að öllu leyti. Og enn breyttust tímarnir. Fiski gengd minkaði og erviðara varð að fá góðan mannskap á opnu skipin. Hernámið átti sinn þátt í því, menn vildu heldur taka hlut sinn á þurru fremur en kaldir og blautir við brimlend- ingar. 1948 seldi Jón skip sitt Há- kom og hafði þá verið með það í 20 vertíðir, en róið minni bát á sumrum. Stundaði hann -þá vinnu í frystihúsi einn vetur, en vann að aðgerð og fisksölt- un annan vetur og er þetta eini tíminn, sem hann stundaði ekki sjó, en 1951 flutti hann að Garðbæ, Kirkjuvogshverfi og stundaði eftir það sjóróðra með Kalmani bróður sínum, þar til í októberlok nú í haust. Þótt Jón virtist stundum hrjúf ur og kvæði fast að orði, var lundin samt ljúf og hjartað hlýtt og sýndi það sig ljóslegast hversu góður og nærgætinn hann var móður sinni, sem var mjög van- heil í mörg ár, og alveg rúm- liggjandi síðustu 10 árin. Sjaldan kom hann svo þreyttur af sjó að hann hefði ekki stund aflögu til að setjast hjá henni og ræða við hana og hagræða. Svo bóngreiðugur var Jón að heldur tók hann sér til skaða, en þurfa að neita. Ekki var hann það sem kallað er vín- maður, en gjarnan bragðaði hann það, og sjaldan var hann svo fyrirkallaður, að hann ætti ekki brjóstbirtu og hafði unun af að veita öðrum í hófi. Raddmaður var Jón mikill og söngbassi við Kirkjuvogskirkju yfir 40 ár. Hon um þótti vænt um kirkju sína og rækti hana vel. Mér verður hugsað til þess, er við hjónin komum fyrst hér í Hafnir, hve alúðlega hann vék að okkur og þau kynni breyttust aldrei þann langa tíma, sem við vorum ná- grannar. Sjóferð vinar míns er á enda og tiúi ég honum lendist vel handan við hafið. Við jafnaldr- ar hans erum enn í hafi, en allir keppum við til sömu strandar, aðeins lendingin dregst misjafn- lega lengi. Hittumst heilir. Hinrik ívarsson, Merkinesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.