Morgunblaðið - 01.03.1966, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. marz 1968
Volkswagen 1965 og ’66.
bílaleigan
FERÐ
Daggjald kr. 304
— pr. km kr. 3.
SÍMI 34406
SENDUM
LITL A
bílaleigun
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
BIFREIÐALEIGAN
VAKUR
Suadlaugav. 12.
Daggjald kr. 300,00
og kr. 3,00 pr. km.
Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Matsvein
og háseta
vantar á línu- og netabát frá
Keflavík. Upplýsingar í síma
1200 og 2516 í Keflavík.
Volkswagen '61
lítið keyrður og vel meðfarinn
til sölu. Uppl. í síma 374(22.
„AU PAIR"
Barngóð stúlka óskast á gott
heimili í London þann 1.
apríl, aðeins 1 barn á heim-
ilinu. Skrifið til Mrs. Russel
26 Broadhurst Avenue,
Edgware Middlesex, England.
Nýkomin sending af
rafhlöðum fyrir Transistor
útvarpstækin.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f
Lágmúla 9. — Sími 36820
★ Sá guli
Niðurstaða fiskifræðing-
anna um að nú gengið sé of .
nærri þorskstofninum við fs-
land, hlýtur að velcja marga til
umhugsunar. Þótt treyst hafi
verið á síldina í vaxandi mæli
síðustu árin, hefur þorskurinn
verið meginuppistaða í útflutn
ingi okkar um árabil — og það
hráefni, sem frysti-iðnaður okk
ar byggist að mestu leyti á.
En nú segja vísindamenn okk-
ar, að stofninn þoli ekki þann
ágang, sem orðinn er nú á mið-
unum. Til einhverra ráðstafana
verði að grípa. — Þeir segja
að vísu ekki, að þorskurinn
deyi út að öðrum kosti — en
vafalaust má reikna með því,
að hlutur hans í útflutningi
okkar minnki stöðugt, ef ekki
verður gripið til haldgóðra ráða
til þess að varðveita það, sem
varðveita þarf.
Hvað er til ráða?
Að svo komnu máli virð-
ist tilgangslaust að auka enn
afkastagetu flotans, sem þorsk-
veiðar stundar — og frysti'hús-
in ættu ekki að þurfa að
stækka í bráð. Ekki hafa vonir
bogaraeigenda um að „komast
inn fyrir“ aukizt við þessi tíð-
indi.
En hve lengi getum við hald-
ið áfram að stækka og efla flot-
ann, úr því að veitt er of mik-
ið nú þegar? Þetta á að vísu
ekki við síldina — ekki enn.
Að því hlýtur samt að koma
fyrr eða síðar — jafnmikið og
mokað er upp af henni allan
ársins hring — nú orðið.
Það ætti öllum að vera ljóst,
að fiskaflinn eykst ekki stöð-
ugt í hlutfalli við tilkostnað —
og, að aflinn eykst ekki í hlut-
falli við vöxt þjóðarinnar og
þarfir okkar í framtíðinni.
Þess vegna verðum við að finna
eitthvað nýtt, sem tekur við,
þegar fiskinum sleppir.
Vafalaust er hægt að auka
verðmæti þess fisks, sem við
öflum nú þegar, með því að
fullvinna hann allan hér
heima. Ekki er þar með sagt,
að okkur takist jafnvel að
losna við alla vöru fullunna,
a.m.k. ekki um leið og okkur
dettur það í hug. Síkt verður
að eiga langa þróun — og sem
betur fer færuimst við nær
markinu hvað það snertir.
Næstu 50 árin
Úr því að ljóst er, að tekið
getur fyrir frekari aukningu
fiskaflans, væri ekki óeðlilegt
að hugsa ögn fram í tímann —
svo sem 50 ár. Þá verða íslend-
ingar orðnir hálf milljón, ef
miðað er við sömu fjölgun og
verið hefur undanfarin ár. A
þessu 50 ára tímaibili verðum
við því að auka heildartekjur
þjóðarinnar um oær 200%, ef
vel ætti að vera — eða jafnvel
ennþá meira. Hvernig _ eigum
við að fara að þessu? Á hvað
eigum við að treysta, ef sjávar-
aflinn bregzt?
Við verðum að gera okkur
ljóst, að aðrar fiskveiðilþjóðir
standa ekki í stað fremur en
við. Þær verða líka í þörf fyrir
stöðuga aukningu fiskaflans.
Fólksfjölgun í heiminum veld-
ur því, að innan tíðar verða öll
fiskimið úthafanna gjörnýtt —
og þar kemur, að gengið verður
of nærri fiskstofnum á öðrum
miðum á sama hátt og hér. En
þetta er ekki jafntilfinnanlegt
fyrir þær þjóðir, sem stunda
veiðar í hjáverkum, ef svo
mætti komast að orði, og okk-
ur, sem treystum að mestu á
aflann.
Allir gætu verið
sammála
Framtíðarlausnin fyrir
okkur hlýtur að vera sú, að
reyna í vaxandi mæli að nytja
það litla af náttúrunnar gæð-
um, sem við höfum í landinu
— og nytjanlegt er til fram-
leiðslu og útflutnings. Og því
fyrr, sem við byrjum, því betra.
Skoðanir manna eru skiptar
hvað aðferðirnar varðar, en
allir gættu að geta verið sam-
mála um, að hefjast þarf handa
nú þegar — m.a. um undirbún-
ing að stóriðju í einhverri
mynd — úr því að orka sú, sem
við höfum hér óbeizlaða, getur
notazt til slíkra hluta. Fárán-
legt er hins vegar að halda því
fram, að við getum haldið
áfram að treysta á sjávaraifl-
ann eingöngu — um alla fram-
tíð. Þetta hlýtur hver óbrengl-
aður maður að sjé.
* Nýr tími
Frá því er sagt í blöðun-
um, að gera eigi afsteypu af
þremur styttum Ásmundar
Sveinssonar. Og þá er röðin
komin að Vatnsberanum.
VatnSberinn kom ýmsum
ágætum mönnum úr jafnvægi
fyrir nokkrum árum, var þá
rifizt og skammazt bæði munn-
lega og á prenti. Nú verða vart
margir til þess að hefja þann
leiðindasöng á ný. Tíminn, sem
liðinn er síðan þetta mál bar
fyrst á góma, hefur breytt
miklu, mótað nýjan smekk,
skapað ný viðhorf, gefið okkur
aukin tækifæri til þess að taka
við erlendum straumum, kynn-
ast nýjum skoðunum og sjá
hlutina í öðru ljósi. Við höfum
ekki staðið í stað — sem betur
fer.
★ Eitt í einu, takk
Nú bíður fólk eftir Kötlu-
gosi. Fylgzt er með öllum nýj-
um fréttum af mikilli athygli.
Þeir, sem muna síðasta Kötlu-
gos, eru fremur órólegir, en
ekki er laust við að aðrir séu
örlítið eftirvæntingarfullir.
Annars má Katla fara sér
hægt — a.m.k. á meðan eld-
stöðvarnar við Surtsey eru ekki
með öllu dauðar. Það er nóg
að hafa gos á einum stað í
einu.
■jbf Skoðanakönnun
Á sunnudaginn var sagt
fré því í blaðinu, að nýlega
hefði farið fram nýstárleg skoð
anakönnun í Verzlunarskólan-
um. Erlendis eru slíkar kann-
anir mjög tíðar — og eru þær
þá ekki bundnar við skóla,
stéttir eða starfsihópa: Yfirleitt
ná iþær til allrar þjóðarinnar —
þ.e.a.s. til allra stétta, en vitan-
lega er það ekki nema lltill
hluti heildarinnar, sem spurður
er.
Samt gefa skoðanakannanir
oft furðu glögga mynd af af-
stöðu heildarinnar til hinna
ýmsu mála. Þær geta því verið
gagnlegar jafnframt sem skoð-
anakannanir eru alltaf skemmti
legar.
í skoðunakönnun Verzlunar-
skólans töldu 81% nemenda, að
kennslubækur í tungumálum
fullnægðu ekki lengur kröfum
tímans. Ég gæti bezt trúað, að
niðurstaðan hefði ekki orðið
ógvipuð, ef spurt hefði verið
um ýmsar aðrar kennslubækur.
Oft er kvartað yfir því, að
kennsla og nám á fslandi sé
ekki í lifandi tengslum við
samtíðina — og yfirleitt ekki
í lifandi tengslum við neitt —
og eiga kennslubækurnar senni
lega engu minni sök á því en
aðferðirnar, sem kennararnir
beita við ítroðslu sína.
ítroðslan
Þróunin hefur orðið það
ör á ýmsum sviðum og breyt-
ingarnar miklar siðustu árin,
að margar kennsluibækur verða
óhjákvæmilega úreltar á til-
tölulega skömmum tíma. Að
vísu breytast ekki meginstað-
reyndir, sem áður hefur verið
byggt á í ýmsum greinum, en
margvíslegar framfarir bregða
nýju ljósi á ótrúlega marga
hluti.
Þótt vissulega beri t.d. að
leggja rækt við fortíðina má
það nám þó ekki rjúfa tengslin
við mútíðina. Margir námsbóka
höfundar hafa lag á að gera
fortíðina ákaflega óaðlaðandi
með runum af ártölum eða for-
múlum og sérnöfnum, sem nem
endum er ætlað að læra utan-
bókar, en minni áherzla er lögð
á raumverulegan skilning á við-
fangsefninu. Miðast ítroðslan
þá alltof oft við að nemendur
standist próf fremur en að eitt
hvað sitji eftir í þeim um alla
framtíð.
Skoðanakannanir þyrftu að
vera algengari á íslandi. Upp-
lýsingar, sem fást með því
móti, gætu stuðlað að margs-
konar endurbótum og lagfær-
ingum á öllum sviðum — og
leitt í ljós árangur af mörgu
því, sem við erum að bisa við
að koma í framkvæmd hjá
okkur,
★ Boeing 727
í sunnudagsblaðinu var
líka annað, sem að líkindUm
hefur vakið töluverða athygli.
Á ég þar við greinina um
Boeing-727. Enn hefur ekkert
komið í Ijós, sem gefur til
kynna, að þessi þota sé óörugg-
ari en aðrar. Hins vegar er
greinilegt, að meiri vandi er að
fljúga þessu farartæki en mörg
um öðrum, sem sigla um loftin
blá — og niðurstaða banda-
rískra sérfræðinga er því sú, að
flugfélögunum beri að veita
flugmönnum sínum enn meiri
þjálfun en þeir hafa þegar
fengið.
Mikilvægt er fyrir Islend-
inga, að þeir fái góð og örugg
tæki í hendurnar, þá þeir hefja
göngu gína inn í þotuöldina.
Þessi þota mun einkum höfð 1
huga í samibandi við fyrirhug-
uð þotukaup Flugfélagsins —
og er mér kunnugt um, að Flug
félagsmennirnir, sem flugu vest
urur til Bandaríkjanna á dög-
unum, fóru einkum til þesg
að kynnast Boeing-727 enn bet-
ur en.þeir hafa áður gert.
Munu þeir hafa eytt töluverð
um tíma í að fljúga í þessari
og settist Jóhannes Sfiorrason
þar við stýri í Boeing-727, i
þotu í boði verksmiðjanna —
fyrsta sinn að ég held.
Sýslurnar svara
Hér er loks stutt bréf
frá útvarpshlustanda:
„Kæri Velvakandi.
Útvarpslþátturinn Sýslurnar
svara var vinsæll þáttur, þeg-
ar hann var tekinn upp í fyrra-
vetur. En ég held, að það hafi
verið misráðið að halda honura
áfram nú í vetur —,-óbreyttum.
Mér finnst hann orðinn blátt
áfram leiðinlegur. Enginn bíð-
ur eftir honum með eftirvænt-
ingu eða tilhlökkun — nema
e.t.v. þeir, sem koma þar
fram hverju sinni. Formið er
allt of einfalt og ©fnið fábreytt
til þess að hægt sé að láta
þáttinn ganga meira en einn
veur í senn. Og mér finnst þátt
urinn stöðugt verða dauflegri
og „rútínulegri“. Ég er viss um
að báðir stjórnendur eru fyrir
löngu búnir að fá hundleið á
þættinum — og þeir geta held-
ur ekki leynt útvarpslhlustend-
ur því. — Hlustandi.“
Árshátíð hestamanna
Hestamannafélögin Sörli í Hafnarfirði og Andvari
Garðahreppi halda sameiginlega árshátíð föstudag-
inn 4. marz n.k., og hefst hún kl. 8.30 í samkomu-
húsinu á Garðaholti. — Kalt borð.
Þátttaka tilkynnist fyrir þriðjudagskvöld 1. marz
í Bókabúð Böðvars eða verzlunina Garðakjör. —
Aðgöngumiðar eru afhentir á sömu stöðum.
NEFNDIN.
Húsbyggjendur
Tökum að okkur allskonar jarðvinnu og loftpressu-
vinnu, vatns og skólplagnir. — Fljót og góð vinna.
HLAÐBOR H.F. sími 40450.