Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur T. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM I GÆR kom einn fegursti góð viðrisdagur, sem Reykvíking- ar hafa fengið á nýja árinu. Sólin skein glatt á aiheiðum himni þær átta klukkustund- ir, sem hún vermdi Reykvik- ingum í lok febrúar, Menn höfðu jafnvel við orð, að fara í sólbað, allavega settu margir upp sólgleraugu og spókuðu Skúli Hjalbason og Bjami Ein.arsson í flakinu af Rán við Reykjavíkurflugvöll. Með hækkandi sdl sig í veðurblíðunni, lifsreynd- ir á svip. í Skerjafirðinum var fagurt um að litast þennan blíðviðris dag. Fjörðurinn var ísi lagður og í flæðarmálinu glóðu klaka brynjaðir steinar í sólskininu. Skammt fyrir ofan léku sér tvö síðhærð ungmenni í flak- inu á sjóflugvélinni Rán, sem hvolfdi í óveðrinu mikla á dögunum. Við klifruðum ó- trauðir upp á flakið og köllum til piltanna: — Er gaman í flugvélaleik? — Já, já, svara þeir einum rómi og skríða eftir gangin- um frá stjórnklefanum í átt til okkar. — Hvað heitið þið strákar? — Skúli Hjaltason. — Bjarni Einarsson. — Ætlið þið að verða flug- menn. — Já, svara þeir enn ákveðnÍT á svip. — Ég hef flogið áður í al- vöruflugvél, bætir Skúli við og er ekki laust við að hreykni gæti í röddinni. — Er Rán ekki alvöruflug- vél? — Nei, ekki lengur, segir Bjarni og horfir dapur á brotna vængi vélarinnar og brak, sem liggur nú eins og hráviði í kringum hana. Við óskum þesum dugandi heiðursmönnum gæfu og geng is á láði og í lofti og yfirgefr um Skerjafjörðinn. Við Ægissíðuna rekumst við á nokkur börn, sem dunda við að kveikja í sinu, en gengur heldur treglega vegna frerans í grassverðinum. Við heilsum upp á litla, rauðhærða telpu, sem situr á hækjum sínum og reytir sinuna upp í barnslegri ákefð. — Heldurðu að þú megir kveikja í sinunni? spyrjum við. Hún lítur á okkur stórum augum: — Eruð þið löggur? Henni léttir sýnilega, þegar við fullvissum hana um, að ekki séum við löggur. — Ég má vel kveikja í sin- unni, eins og stóru strákarnir, segir hún svo og missir áhug- ann fyrir okkur. Stóru strákarnir eru þrír piltar á að gizka sjö til átta ára gamlir. Við göngum úr skugga um, að enign hætta stafar a-f þessum tiltektum barnanna, enda sinan á litlu einangruðu svæði. Leið okkar lá næst í frysti- húsið ísbjörninn, þar sem vinna var í fullum gangi og ísaður fiskur í snyrtilegum röðum á gólfi móttökusalar- ins. Frá ísbirninum höfum við gott útsýni yfir Skerjafjörð- inn og komum fljótlega auga á tvo pilta, sem standa á ís- jaka u.þ.b. 300 metra frá landi, og virðast vera í áköf- um samræðum. Við höldum í fyrstu að drengirnir séu þarna í voða staddir, og vissulega hefði getað farið illa fyrir þeim, en brátt sjáum við þá stökkva um borð í litla skektu og róa lífróður til lands, þar sem nokkrir ungir piltar bíða þeirra í ofvæni, til að fá lika að róa í góða veðrinu. Afbrýðisemi gæti þessi skemmtiiega mynd heitið. (Ljósm.: Ól.K.Mag.) Tvö börn í sinunni við Ægissíðu. Heimsmeistararnir í handknattleik keppa á íslandi ISLAIMD RDIVIEIMÍA Landsleikir í handknattleik fara fram í íþ róttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. marz kl. 17:00 og sunnudaginn 6. marz kl. 17:00. Hómari: Knut Nilsson frá IMoreiji Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlunum Lár usar Blöndal í Vesturveri og við Skólavörðu- stíg og í íþróttahöllinni frá kl. 14 á laugard ag og sunnudag. Húsið opnað kl. 15 báða dagana og kl. 15.45 fara fram leikir ungling alandsliðs H.S.Í. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR LEIKIJR FRÁ KL. 16.30 BÁÐA DAGANA. KOMIÐ OG SJÁIÐ rúmensku heimsmeistarana. STÆRSTI ÍÞRÓTTAVIÐBURÐUR Á ÍSLANDI. Handknattleikssamband íslands Verð aðgöngumiða: Stæði kr. 125.— Barnamiðar kr. 50.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.