Morgunblaðið - 01.03.1966, Side 10

Morgunblaðið - 01.03.1966, Side 10
H) MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1966 Þjóðleikhúsið': Gullna hliðið Höfnendur: Davlð Stefámsson Tonlist: Páll ísólfssco Leikstjóri: Lárus Pálssom Rúrik Haraldsson (Jón kotbóndi), Guðbjörg Þorbjarnardóttir (kerlingin) og Anna Guðmunds- dóttir (Vilborg grasakona). MAÐUR kemur í manns stað, segir máltækið, en frumsýning Þjóðleikhússins á föstudags- kvöld á „Gullna hliðinu" eftir Davíð Stefánsson leiddi þvi mið- ur í ljós, að jafnvel rótgróin og viðtekin sannindi eins og þetta gamla orðtak eru ékki ein- hlít. Sýningin var í flestu tilliti misheppnuð, og olli því ekki sizt ófullnægjandi hlutverkaskipun. „Gullna hliðið“ hefur unnið sér þvílíkan sess í íslenzkri leik- listarsögu, að þess munu fá eða engin hliðstæð dæmi. Á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan leikritið var fyrst fært upp, hefur það verið sviðsett eigi sjaldnar en átta sinnum. f fyrstu uppfærslunni var það sýnt 66 sinnum, sem var íslandsmet í þann tíð. Ásamt „Skugga-Sveini“, „Fjalla-Eyvindi“ og kannski líka „fslandsklukkunni“ er „Gullna hliðið“ orðinn sígildur þjóðlegur sjónleikur. Hvað valdi vinsældum verks- ins, liggur ekki alveg ljóst fyr- ir. Sem sviðsverk hefur það ýmsa augljósa og alvarlega galla, er koma hvað skýrast fram þegar hönclum er kastað til svið- setningar, eins og nú átti sér stað. Það er víða ákaflega lang- dregið og ódramatískt, t.d. allur þriðji þáttur og kaflar úr öllum hinum þáttunum. Ég held að leik ritið í heild mundi græða mikið á auknum úrfellingum og meiri samþjöppun. Önnur brotalöm á „Gullna hliðinu“ er tvískinnung- xxr höfundar gagnvart efni sínu. Yfirlýst ætlun hans er sú að bregða upp mynd af hugarheimi íslendinga fyrr á öldum, þegar himnaríki og helvíti voru jafn áþreifanlegar staðreyndir eins og ísar og óáran, hungur og mannfellir. Víða í leikritinu örl- ar á þessari viðleitni, en það er engu líkara en höfundinn bresti alvöru eða sannfæringu til að draga myndina nægilega sterkum og uppmálandi dráttum. Ég hygg að skopið, sem vissu- lega er nauðsynlegur og veiga- mikill þáttur í verkinu, yrði enn áhrifameira og markverðara, ef alvaran á bak við það væri þyngri og eindregnari. Eðli sínu samkvæmt er „Gullna hliðið“ helgileikur með skoplegu ívafi, en tvískinnungur höfundar sprengir kjarna þess. Skop og hálfkæringur bera trúarlegt inntak þess ofurliði, og niður- staðan verður marklítið grín sem hefur þjóðsögur og alþýðu- trú fyrri alda að umgerð. Þetta ætti að vera mönnum ljóst ef þeir bera t.d. _ saman „Gullna hliðið“ og „fslandsklukkuna". Jón Hreggviðsson er engu minni orðhákur eða spéfugl en nafni hans Jónsson, en grín hans er mi'klu mergjaðra og markvís- ara af því það hefur að bak- grunni máttuga heildarsýn höf- undar á kjörum þjóðarinnar. Mér þykir sennilegt að vin- sældir „Gullna hliðsins" stafi öðrum þræði af þjóðsögublæ þess — hnyttilegri úrvinnslu þjóðsagnaefnis sem jafnan hefur verið fslendingum hugstætt (sbr. „Skugga-Svein“ og „Fjal-la- Eyvind"). 'En megintöfrar leik- ritsins eru að sjálfsögðu fólgnir í tveimur höfuðpersónulýsing- unum, Jóni kotbónda og kerl- ingu hans. Þau eru tvímælalaust burðarásar verksins og ráða úr- slitum um farnað þess, eins og berlega kom fram á síðustu frum sýningu. Syndaselurinn Jón Jóns son, kjaftfor, veiklyndur, svall- samur, fátækur, sjálfhælinn, hreinskiptinn, en þó klókur og út undir sig, er persónugerving- ur íslenzka ólánsmannsins sem ekkert fær bugað. Lífsást hans, hálfkæringur og orðheppni gera hann hjartfólginn hverjum ís- lendingi ekki síður en nafna hans Hreggviðsson. Kerlingin er sömuleiðis persónugervingur margs hins bezta í fari íslenzkra alþýðukvenna: mannleg og hlý, barnslega einföld og góðgjörn, umburðarlynt tryggðatröll og óbuganleg í ásetningi sínum — barmafull af blíðu og ást þrátt fyrir ævilangt basl. Á túlkun hennar veltur langmest í leik- ritinu. Lárus Pálsson hefur sett „Gullna hliðið“ á svið, bæði hér- lendis og erlendis, frá fyrstu tíð og á sinn ótvíræða þátt í vin- sældum þess og velgengni. Hann hefur skanað svnineum á leikritinu ákveðna „hefð“ sem fylgt hefur verið til þessa. Hvort sú hefð og engin önnur komi til álita, er spurning sem gjarna mætti ræða. Mér hefði fundizt vel til fallið nú á 25 ára afmæli verksins, að fengnir væru nýir kraftar og reyndar nýjar leiðir. Það kom á daginn í þetta sinn, að með nýjum -leikendum í helztu hlutverkum varð hin gamla hefð ekki annað en skurn- in ein; túlkunin lánaðist alls ekki. Er ekki hugsanlegt að með nýjum stíl, bæði í túlkun og leik tjöldum, hefði verið hægt að gera sýninguna markverðari en raun varð á? Ég þykist ekki vera að kasta neinni rýrð á Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur, þá ágætu leik- konu, þó ég haldi því fram að hlutverk kerlingar hafi alls ekki átt við hæfileika hennar. Hún náði einfaldlega ekki þeim tóni og þeim sálrænu blæbrigðum, sem gerðu henni fært að túlka þessa langhrjáðu og hjartahlýju alþýðukonu. Viðleitni hennar var sannarlega virðingarverð, hún lagði sig alla fram eins og vænta mátti, en túlkunin reis sjaldan til þeirrar mennsku tján- ingar sem gerði hana áhorfend- um verulega hiartfólgna. Auk þess var hún mikils til of ungleg og glæsilega klædd. Hefði ekki verið vænlegra að fela Önnu Guðmundsdóttur hlutverkið? Ég hef grun um að hún hefði náð réttum tóni. Hafi það ekki ver- ið ljóst áður, tók þessi sýning af öll tvímæli um þann stóra þátt sem Arndís Björnsdóttir átti í vinsældum verksins fyrr á árum. Rúrik Haraldsson var miklu nær lagi í hlutverki Jóns kot- bónda, þó hann væri líka helzti unglegur. Tilsvör hans úr skjóð- unni voru einatt ísmeygilega glettin og hnyttileg, framganga hans og viðureign við postulana í síðasta þætti hressileg, en samt var eins og eitthvað skorti á sannfæringarkraftinn í því atriði, ekki sízt þegar Óvinurinn birtist. Gunnar Eyjólfsson lék Óvininn af talsverðum ytri tilþrifum í ágætu gervi, en mér fannst hann hvergi verða verulega „djöful- legur“. Hann flutti rímaðan texta sinn á óþarflega háttbundna vísu með aðkenningu af upplestrar- tóni og skorti þá innri mögnun og ísmeygileik er gerði Óvininn að því óttalega afli sem kerlingu stendur mestur stuggur af. Óvin- urinn varð í rauninni góðlátleg grínfígúra og andstæður leiks- ins fóru forgörðum. Nú má að vísu segja að áðurnefndur tví- skinnungur höfundar eigi nokk- urn þátt í máttleysi djöfsa, en Lárus Pálsson sýndi það þó á sínum tíma að Óvininn má túlka með áhrifasterkari og ógnvæn- legri hætti. Önnur hlutverk í leiknum eru mun veigaminni og ekki ástæða til að rekja þau öll hér. Valur Gislason og Jón Sigurbjörnsson voru virðulegir og fyrirmann- legir í hlutverkum postulanna, Péturs og Páls, og gerðu þeim góð skil. Anna Guðmundsdóttir lék Vilborgu grasakonu á hóf- saman hátt, en hefði mátt vera forneskjulegri. Af sveitungum Jóns bónda í öðrum þætti kvað mest að Bessa Bjarnasyni í hlut- verki drykkjumanns og Ævari Kvaran í hlutverki sýslumanns. Bessi vakti allmikla katínu með gamalkunnum tilburðum sínum, en ef satt skal segja leiddi annar þáttur greinilegast í ljós alvöru- leysi sýningarinnar. Hann fjall- ar þó um glataðar sálir á leið til vítis, en varð hvorki ógnþrung- inn né einu sinni alvarlegur. Hólpna sveitunga Jóns í þriðja þætti léku þau Róbert Arnfinns- son og Margrét Guðmundsdóttir á einkar viðfelldinn hátt. Prest- inn lék Valdimar Lárusson og foreldra kerlingar þau Valdimar Helgason og Nína Sveinsdóttir, og skiluðu þau öll hlutverkum sínum sómasamlega, en þau eru að vísu harla litlaus. Lárus Ingólfsson gerði eins og fyrr leikmynd og búningateikn- ingar og hefur ekki að ráði vik- ið frá fyrri hefð nema í öðrum þætti, þar sem hann hefur ger- breytt sviðsmyndinni. Er sú breyting sízt til batnaðar. Renni- brautirnar, sem glötuðu sálirnar renndu sér niður, voru sjáanleg- ar víða úr salnum og orkuðu hjákátlega. Staðsetning vítis var vægast sagt einkennileg: fólkið varð að klöngrast upp klif á hægri hönd til að hrapa síðasta spölinn. Yfirleitt virtust mér leikmyndir gerðar af furðulegum vanefnum og skorti á hugmynda- flugi. Torfveggirnir í afdalakot- inu voru t.d. til að sjá eins og bókahillur, og ætti ekki að vera miklum vandkvæðum bundið að komast eftir hvernig torfveggir voru hlaðnir í gamla daga. Sviðs mynd þriðja þáttar minnti á aust urlenzkar glansmyndir, og má kannski til sanns vegar færa að hugmyndir almúgafólks hafi að einhverju leyti mótazt af erlend- um helgimyndum. En þegar sveitungi Jóns ræðir um bú- sældarlegar sveitir í himnaríki gerir maður ráð fyrir að sjá þess einhver merki í sviðsmynd- inni, enda er mun sennilegra að alþýðuhugmyndir um himnaríki hafi fremur mótazt af því sem bezt var og eftirsöknarverðast heima á íslandi. Nú má að vísu segja að „Gullna hliðið" sé ekki svo alvarleg eða veigamikil þjóð lífslýsing, að umgerð leiksin9 skipti miklu máli, en ég er þeirr- ar sannfæringar að gera mætti verkið kröftugra og gildara með markvissarinotkun íslenzkra stað hátta og alþýðuhugmynda fyrri alda. Um svipað leyti og „Gullna hliðið“ var samið gerði sænskur kvikmyndamaður, Rune Lind- ström (sem margir fslendingar kannast við) stórmerkilega kvik mynd, „Himlaspelet", þar sem hann fjallaði um þjóðtrú og hug- arheim alþýðufólks fyrr á öldum í Dölunum í Svíþjóð. Þar hag- nýtti hann helgimyndir og önn- ur minni úr þjóðtrú og þjóðlífi rneð eftirminnilegum hætti, skapaði verkinu viðeigandi og áhrifamikla umgerð sem gaf því dýpri merkingu og sannferðugra svipmót. Þetta væri að mínu viti sjálfsagt að reyna við sviðsetn- ingu á „Gullna hliðinu." Eina og það er nú sett á svið minnir það mest á billegar glansmyndir á jólakortum. Um aðra tæknilega annmarka mætti skrifa langt mál, en hér skal einungis drepið á fátt eitt. Langspilið í fyrsta þætti er lang- sótt hugmynd um íslenzkt af- dalakot og notkun þess við sálmasönginn er fullkomlega fjarstæð. Ríkisbubbinn í öðrum þætti birtist í gervi Gyðings með rauða kollhúfu á höfði, og er mér ráðgáta hvaða tilgangi slík túlkun þjónar. í sama þætti skil- ur kerlingin skjóðuna við sig meðan hún er að klöngrast um klettana, þó Óvinurinn sé á næsta leiti, og er slíkt gáleysi algerlega í mótsögn við um- hyggju hennar fyrir sálarheill bónda síns. Fiðlungurinn i þriðja þætti er innskot sem bæði rýf- ur samhengi leiksins og gerir atriðið allt fáránlegt. Þó söngv- arnir séu áheyrilegir og rödd Guðmundar Guðjónssonar blæ- fögur, er innkoma hans út í hött, og má reyndar svipað segja um mörg fleiri atriði. Úr því leik- ritið hefur á annað borð verið stytt og lagað fyrir sviðið, hvers vegna er þá ekki þannig frá þvi gengið, að augljósustu agnúarnir hverfi? Um tónlist Páls ísólfssonar þarf ekki að fjölyrða. Hún er löngu landskunn, hugþekk og áheyrileg, en undir lokin, þegar hún fær á sig sterkan helgiblæ, er eins og hún verði viðskila við leikritið, af því alvara þess hrekkur ekki til að ljá lokaatrið- unum neitt trúarlegt, sögulegt eða raunhæft gildi. Bodhan Wod- iczko stjórnaði hljómsveitinni af röggsemi og smekkvísi. Leik- stjórinn flutti sjálfur Prologus að upþhafi sýningar og hefur oft gert betur. Flutningur hans var höktandi og óinnblásinn, hvernig sem á því stóð. Viðtökur frumsýningargesta voru heldur dræmar. Sigurður A. Magnússon Gunnar Eyjólfsson í gervi Ovinarins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.