Morgunblaðið - 17.03.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 17.03.1966, Síða 15
Fimmtudagur 17. marz 1966 MORGU N BLAÐIÐ 15 Vietnam: Þjoð og saga EKKERT land í heimi hef- ur að undaníörnu komið meira við sögu en Víetnam. Styrjöld sú, sem þar hefur geisað, hefur vakið ugg manna um, að framundan kunni að vera meiri og stærri átök í Suðaustur- Asíu en flesta óri fyrir. Grein sú, sem hér fer á eftir, fjallar um þjóð og sögu Víetnam frá fyrstu tíð. Hún er að langmestu leyti byggð á upplýsing- um alfræðiorðabókarinnar ,Encyclopædia Britannica1, og svipar því að mörgu leyti til venjulegrar blaða- greinar. Þá er hér hvorki rakinn gángur styrjaldarinnar í Indókína, sem leiddi til endaloka yfirráða Frakka í þessum heimshluta, né er heldur minnzt á styrjöld þá, er nú stendur. Hins vegar þykir Mbl. rétt að rekja nánar fortíð Víetnam, allt fram til 1956, og hér á eftir er að finna staðgóðar upplýsingar um land og þjóð, sem orðið geta góður grundvöllur meiri og betri skilnings á aðstæðum í Víetnam, þar sem styrjaldir og deilur hafa staðið um langan tíma. Víetnam er hluti af því svæði, sem nefndist Indókína. Norðurlandamæri þess liggja að Alþýðulýðveldinu Kína, að austan og sunnan liggur land- ið að Tongkingflóa og Suður- Kínahafi, en að vestan að Kambódíu og Laos. Frá nyrzta að syðsta odda landsins eru um 1600 km, en breiðast er það um 530 km (í norðri), en skemmst vega- lend milli vestur- og austur- marka er aðeins rúmlega 60 km (um miðbikið). Skipting landsins I Suður- og Norður-Víetnam gekk í gildi 21. júlí 1954. I>á voru de facto stofnuð tvö, sjálfstæð lýðveldi: Alþýðu(kommún- ista)-lýðveldið í Norður-Víet- nam og Lýðveldið í Suður- Víetnam. Talið er, að í Norður-Víet- nam búi nú um 15 milljónir manna, á landssvæði, sem er rúmlega 60 þús. fermílur. í Suður-Víetnam búa hins veg- ar um 13 milljónir manna, á nokkru stærra svæði, þ.e. 65 þús. fermílum. LANDSLAG Landslag í Víetnam verður bezt lýst með því að skipta landinu í svæði. Norður-Víetnam má skipta í tvö, afmörkuð svæði. Ann- ars vegar er um að ræða víð- áttumikla mýrafláka og fen, sem ná yfir um 6 þús. fermil- ur, en hins vegar fjallahéruð, sem ná yfir mestan hluta landsins, alls um 40 þús. fer- mílur. Fjöllin, sem eiga rætur sínar í Norður-Víetnam, ná langt inn í Kína. Þessi fjöll eru ákaflega veðruð, einkum norðan Rauðár. Sunnan ár- innar teygja fjallgarðarnir sig til suðausturs, og milli þeirra fellur Rauðá til sjávar. Hæsta fjall er Fan Si Pan, tæpir 3.400 m. Rauðá á upptök sín í Yunn- an, er um 1200 km löng, og vatnsmikil. Framburður árinn ar hefur myndað eyjar, en þær hverfa undir vatn á mesta úrkomutíma. Flóða- hætta er víða mikil, og eru rísakrar stundum undir það miklu vatni, að uppskeran er í stórhættu, eða eyðileggst. Svæði það, sem myndazt hef- ur af framburði, og hafnar- borgin Haiphong stendur á, nær allt að Rauðá. Ströndin er víða forarvilpa, ef frá er tal- inn Alongflói, og austasti hluti strandarinnar. Mið-Víetnam er ólíkt nyrðri lanashlutum, og ofan við ströndina taka við sléttur, sem ná allt til fjalla, inni í landi. Slétturnar eru þó ekki víðáttumiklar, en þekktastar eru Thanh Hoá og Vinh í norðri, Hue miðsvæðis og Qui Nhon í suðri. Annamitefjöllin, sem slétturnar markast af í vestri, eru víðast í um 100 km fjarlægð frá ströndinni. þótt sums staðar sé skemmra frá fjallsrótum til sjávar. í suðri eru einnig hásléttur, og merkastar eru Moi-sléttur, sem liggja um 2000 m ofar sjávarmáli, nærri Varella- höfða. Skörð liggja um fjall- garðana til Laos. Suðurhluti Suður-Víetnam myndaðist á sínum tíma að miklu leyti af framburði Mek- ongárinnar. Á nokkrum stöð- um myndaðist fast land, en víða er um votlendi að ræða. Saigonáin (Riviere de Saigon) rennur til sjávar í austri, og er landslag umhverfis hana gerólíkt því, sem er við Mek- ongána. Ströndin er flöt, og ill umferðar. Eyjan Poulo ligg ur um 100 km frá ströndinni. >f LOFTSLAG, GRÓÐUR OG DÝRALÍF Loftslag í Víetnam ber öll einkenni hitabeltis og monsún vinda. Algert hitabeltislofts- lag ríkir í suðurhlutanum, en einkennin eru ekki eins hrein, er norðar dregur. Mjög lítil breyting verður á lofthitanum í Saigon, allt árið um kring, og er meðalhitinn um 26 “C í janúar, en 29“ í apríl. í Hanoi er meðalhitinn í janúar hins vegar um 17' (algert lág- mark þar er 6“), en 28“ í júní. Monsúnvindarnir, sem blása frá því í maí þar til í október, og koma af Kyrrahafi, bera með sér mikinn raka, sem veldur gífurlegri úrkomu í Saigon, enn meiri í miðhluta Vietnam, og mestri í fjalllend inu. Skógarnir í norðri líkjast mjög skógum Kína, og mikið er um lávaxinn bambusgróð- ur í frumskógunum. í suðri eru sígrænir frumskógar, og þar vaxa margar verðmiklar trjátegundir, kókospálmar og annar nytjagróður. Upp til hæða eru geysivíðáttumiklir furuskógar. í fjallahéruðunum er ákaf- lega fjölbreytt dýralif, og er helzt að nefna dádýr, buffalóa, villiuxa, fíla, tígrisdýr og pardusdýr. Mikið er um fisk, bæði í ám og vötnum ,og jafn- vel verður vart vatnadýra á sjálfum rísökrunum. -X SAGA Fornleifarannsóknir í hell- unum við Pho-Binh-Gia hafa leitt í ljós hauskúpur (Negr- ito) í neðstu lögunum, en í efri lögunum hafa fundizt kúpur, sem mjög líkjast kúp- um af Indónesum. Frá bronz- öld hafa fundizt gripir, sem bera vott um mjög háþróaða tækni og listasmekk, og eru frá þeim tima, er aðstreymi fólks hófst frá Kína (Mongól- ar). Komumenn blönduðust Síðan Indónesum, og þangað má rekja uppruna íbúa Viet- nam. Ekki hafa fundizt þess merki, að járn væri þar notað, fyrr en nokkru eftir Krist. Fyrstu íbúar Víetnam hafa búið á svæðinu umhverfis Rauðá. Þar hefur það gert fyrstu risakrana, og góð lífs- skilyrði þar hafa síðan orðið undirstaða fólksfjölgunar í landinu. í fjalllendin,u, næst fyrir ofan þann stað, þar sem fyrstu rísakrarnir voru gerð- ir, bjuggu þó hreinræktaðir Indónesar fram eftir öldum, unz þeir urðu að láta undan síga fyrir nýjum innflytjend- um frá Kína. Á miðöldum var mestur hluti strandlengjunnar suður af Rauðá og norður af Mek- ongá byggður indónesískum þjóðflokki, sem hét Cham. Þetta fólk lagði stund á sjó- ferðir, og verzlaði með krydd, trjávið og fílabein. Fólk þetta bjó við konungdóm, sem stóð í 1200 ár, og fyrsta höfuðborg þess var við Indrapoura (nærri Tourane), og siðar við Vijaya (nærri Qui Nhon). — Þjóðflokkur þessi átti í sífelld um styrjöldum við Kambódíu- menn. Víetnambúar unnu hins vegar lokasigur á Chammönn- um 1417, og um 1700 lauk til- veru þjóðflokksins með öllu. Árið 207 fyrir Krist stofnaði kínverskur hershöfðingi, sem settur hafði verið lándsstjóri í suðurhéruðum, konungsdæm ið Nam-Viet við Rauðá. Kon- ungdæmið var hins vegar sigrað af Kínverjum árið 111 fyrir Krist, en þá varð land- ið að kinverskri nýlendu, sem nefndist Giao-Chi. Því nafni var síðar breytt í Annam. — Kínversk menning varð síðar allsráðandi með íbúum Víet- nam. Nokkrar byltingartil- raunir voru gerðar (m.a. árið 43 fyrir Krist, en að henni stóðu tvær systur). Allar voru tilraunirnar bældar nið- ur. Landinu var síðan stjórn- að af mikilli hörku í um þús- und ár, unz „landið í suðri“ (Víetnam) fékk sjálfsstjórn, þótt það lyti énn í orði kveðnu kínverska heimsveldinu. Síðan hófust miklar deilur lénsherra, unz Li-ættinni tógst loks að sameina landið (á 11.—13. öld). Tranett, sem síðan tók við völdum, hratt af sér innrás Mongóla, sem stjórnað var af Kublai Khan. Sú ætt stjórnaði einnig mikl- um hernaðaraðgerðum gegn Chammönnum. Snemma á 15. öld komst landið aftur undir stjórn Kín- verja um stund, en þá tók við völdum Le-ætt, sem batt enda á yfirráð Kínverja. Le-Thanh- Ton, sem var við völd á síð- ari hluta 15. aldar, var sá, sem mestan þátt átti í að koma á varanlegu stjórnskipu lagi í landinu. Víetnambúar sendu herlið til fyrrverandi yfirráðasvæða Chammanna, eftir sigurinn 1470, og þaðan seildust þeir til valda á svæðinu umhverfis Mekongá, og bældu niður Khmerbúa, sem þar höfðu þá haft aðsetur. Á fyrri hluta 19. aldar höfðu Víetnambúar náð þar öllum yfirráðum. Þótt Le-ætt hefði mestu ráðið á mestu umbrotatímun- um, þá skiptust völdin í raun og veru milli tveggja ætta, er leið fram á 16. öld. Önnur var Trinh-ættin, hin Nguyen- ættin. Réð sú fyrrnefnda í norðri, hin í suðri. Er leið fram á 18. öld komu upp deil- ur milli ættanna, og áttu þær síðar eftir að harðna. Einkum var það Nguken-ættin, sem brauzt til mikilla valda í suð- iirhlutanum, sem færa vildi út valdsvið sitt. Fyrstu samskipti Víetnam- búa við Evrópumenn hófust á 16. öld, er Portúgalar hófu siglingar sínar til landsins. Á 17. öld höfðu brezkir og hollenzkir kaupmenn komið sér upp verzlunarmiðstöðv- um í Hanoi, og trúboðar hófu störf sín í Annam. Einum þessara trúboða, Frakkanum Alexandre de Rhodes, er það að þakka, að rómverskt letur var tekið í notkun í Víet- nam. 1773 hrökkluðust ættirnar Nguyen og Trinh frá völdum, en 15 ára gömlum dreng af fyrrnefndu ættinni, Nguyen Anh, tókst að skipuleggja gagnbyltingu í suðurhluta landsins, og með aðstoð fransks biskups, P. J. G. Pigneau de Behaine, og nokk- urra franskra liðsforingja, að vinna algeran signr. Náðu þeir Hanoi undir sig 1802, og stofnuðu nýtt ríki. Nguyen Anh tók sér þá nafnið Gia- Long. Hann hélt uppi vinsam- legum samskiptum við Frakka, en er hann féll frá, tók við Minh-Mang, og síðar Tu-Duc, sem ríktu frá 1820 —1883. Hófst þá hryllileg morðalda á kristnum mönn- um. Þetta leiddi til beinna af- skipta Frakka, sem lauk með algerum yfirráðum þeirra á síðari hluta 19. aldar. Valda- ferli þeirra lauk ekki, fyrr en Víetnam hlaut sjálfstæði sitt, að lokinni heimsstyrjöldinni síðari. -X Víetnam skiptist Pierre Mendes-France, sem varð forsætisráðherra í Frakk landi í júní 1954, ákvað að binda enda á styrjöldina, sem þá ríkti í öllu Indókína. Eng- in von var þá til þess, að Frakkar gætu haldið yfirráð- um sínum lengur. Því ákvað forsætisráðherrann að reyna að semja um vopnahlé. 21. júní það ár var undirritað samkomulag í Genf, þar sem Frakkar, Bretar, Bandaríkja- menn, Sovétmenn, Kínverjar, Laosbúar, Kambódiumenn og fulltrúar beggja hluta Víet- nam sömdu endanlega um skiptinguna í Norður- og Suð- ur-Víetnam. Þar með var lok- ið styrjöldinni í Indókína, sem staðið hafði samfellt í sjö ár. Þannig varð til kommún- istaríkið í Norður-Víetnam, og lýðveldið í Suður-Víetnam. Mörkin liggja um Ben-Hoi- ána, sem rennur nær samhliða 17. breiddarbaug. Ætlunin var, að efnt yrði til kosninga í báðum hlutum inann tveggja ára, þannig að hægt væri að stofna sameiginlega stjórn. Alþýðulýöveldið í Norður- Víetnam var skipulagt að hætti kommúnista. Ho Chi Minh varð forseti og Pham Van Dong forsætisráðherra. 29. október 1956 var rekinn frá völdum Truong Chinh, að- alritari kommúnistaflokksins, og tók Ho Chi Mins þegar við störfum sans. Endurbygg- ingaráætlun ráðamanna var sagt lokið í júlí 1957. Þá höfðu verið reist um 80 iðn- ver, og 240 endurreist með aðstoð Kina, Sovétríkjanna, Póllands og Tékkóslóvakíu. Lýðveldið í Suður-Víetnam var í fyrstu undir stjórn Bao- Dai, fyrrum keisara í Annam, en 23. október 1955 kusu 98% 5 milljón kjörmanna Ngo Dinh Diem forsætisráðherra. Þremur dögum síðar tilkynnti hann, að hann hefði tekið sér forsetavald, og ári síðar hélt franski landsstjórinn heim frá S-Víetnam, og kom sendi- herra í hans stað. 4. marz 1956 voru 133 menn kosnir til þings, og fylgdu 66 þeirra Ngo Dinh Diem að máli. 7. júlí sama ár var lýð- veldinu sett ný stjórnarskrá. Samkvæmt henni skyldi for- seti sitja í sex ár í senn, og gegna jafnframt embætti for- sætisráðherra. Þá var nær samtímis látið til skarar skríða gegn vopn- uðum sveitum sértrúarmanna, og hafizt var handa um að vinna bug á áróðri komm- únista. 8. maí 1956 var loks undir- ritað samkomulag milli Bret- lands og Sovétríkjanna (full- trúar þessara ríkja voru í for- sæti á Genfarráðstefnunni 1954) um að frestað skyldi kosningum þeim, sem verða áttu grundvöllur sameigin- legrar stjórnar beggja hluta Víetnam.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.