Morgunblaðið - 17.03.1966, Side 19
Fimmtudagur 17. marz 1966
MORGU N B LAÐIÐ
19
— Alþingí
Framhald af bls 1
Hagráð skal vera vettvang-
ur, þar sem fulltrúar stjórn-
arvalda, atvinnuvega og stétta
samtaka geta haft samráð og
skipzt á skoðunum um meg-
instefnuna í efnahagsmálum
hverju sinni,
í frumvarpinu um fisk-
veiðisjóð kemur fram að hlut
verk fiskveiðisjóðs skuli vera
að efla framleiðslu og fram-
leiðni í fiskveiðum, fiskiðn-
aði og skyldri starsfemi með
því að veita stofnlán gegn
veði í fiskiskipum, vinnslu-
stöðvum, dráttarbrautum, við
gerðarverkstæðum, veiðar-
færagerðum og verbúðum.
Auk eigna Fiskveiðasjóðs
íslands tekur sjóðurinn við
öllum eignum Stofnlána-
deildar sjávarútvegsins. Á
sama hátt tekur sjóðurinn
við eignum Skuldaskilasjóðs
útvegsmanna. Auk stofnfjár
þessa skal fjáröflun til Fisk-
veiðasjóðs vera með eftir-
töldum hætti:
a. vextir af lánum og öðrum
kröfum,
b. útflutningsgjöld af sjávar-
afurðum, sem renna til
sjóðsins lögum samkvæmt.
c. til viðbótar framlagi til
sjóðsins skv. b-lið greiðir
ríkissjóður honum jafnháa
fjárhæð árlega.
d. lántökur innan lands og
erlendis.
f frumvarpi um Stofnlána-
deild verzlunarfyrirtækja seg
ir að bankaráði Verzlunar-
banka íslands h.f. skuli heim-
ilt að stofna sérstaka deild
við bankann, er nefnist Stofn
lánadeild verzlunarfyrir-
tækja. Stofnfé stofnlánadeild-
arinnar er árlegt framlag frá
Verzlunarbanka íslands h.f.
samkvæmt ákvörðun aðal-
fundar ár hvert, og skal það
ekki vera lægra en tvær millj.
króna árlega fyrstu fimm ár-
in, sem stofnlánadeildin starf-
ar. Önnur fjáröflun stofnlána
deildarinnar er sem hér seg-
ir:
1. Fé, sem fengið er með út-
gáfu vaxtabréfa, að fengnu
samþykki Seðlabankans.
2. Vextir.
3. Fé, sem fengið kann að
vera að láni til endurlána.
Hér á eftir verður rakið nán-
ar efni frumvarpanpa og birtir
kaflar úr greinargerðum er þeim
fyigja.
Framkvæmdasjóður fslands.
Framkvæmdasjóður tekur við
öllum eignum Framkvæmda-
banka íslands, eins og þær eru
Ihinn 1. janúar 1967. Þá tekur
Framkvæmdasjóður að sér
greiðslu allra skulda bankans,
svo og efndir á öllum skuld-
bindingum hans, þar með töldum
ábyrgðum, sem bankinn hefur
á sig tekið, frá sama tíma að
telja.
Framkvæmdasj óður tekur við
lollu fé Mótvirðissjóðs, sem nú
er í vörzlu Framkvæmdabank-
ans, að undanskildu því fé, sem
bundið er á sérreikningi í Seðla-
bankanum, og skal hann lána
það, ásamt vaxtartekjum af því,
að hálfu til framkvæmda í þágu
landbúnaðarins og að hálfu til
annarrar starfsemi sinnar.
Framkvæmdasj óði er heimilt
að taka lán til starfsemi sinnar,
bæði innan lands og erlendis,
sbr. þó ákvæði 7 greinar laga
frá 1960 um skipan innflutnings
og gjaldeyrismála.
Hlutverk stjórnar Fram-
kvæmdasjóðs, sem er skipuð 7
mönnum er kosnir eru með hlut-
fallskosningu á Alþingi skal
vera:
a. Hún tekur ákvarðanir um
lánveitingar Framkvæmdasjóðs
og ráðstöfun á fjármunum hans.
b. Hún tekur ákvarðanir um
heildaráætlun, er gera skal á ári
hverju ráðstöfunarfé Fram-
kvæmdasjóðs, bæði eigið fé og
lánsfé, og heildarútlán hans og
skiptingu þeirra á milli fjárfest-
ingarlánastofnana og einstakra
framkvæmda.. Heimilt er henni
að setja fjárfestingarlánastofnun
lánsfjár, er þær fá úr Fram-
um skilyrði um notkun þess
kvæmdasjóði.
c. Hún tekur ákvarðanir um
vexti og önuur útlánskjör Fram-
kvæmdasjóð að höfðu samráði
við fjármálaráðherra og Seðla-
bankann, enda séu vextirnir ekki
hærri en Seðlabankinn ákveður
vexti hæsta af sambærilegum
skuldum.
d. Hún úrskurðar reikninga
sjóðsins og tekur ákvarðanir um
ráðstöfun tekjuafgangs, svo og
um afskriftir af kröfum sjóðs-
ins.
1 greinargerð frumvarpsins
kemur m.a. eftirfarandi fram:
Með því skipulagi, sem hér er
lagt til, að komið verði á fót, er
í veigamiklum atriðum horfið að
því skipulagi, sem upphaflega
var ætlunin, að yrði á Fram-
kvæmdabanka Islands, og Fram-
kvæmdasjóðnum er einnig ætlað
það meginhlutverk, sem Fram-
kvæmdabankanum var úpphaf-
lega ætlað, að hafa forystu um
fjáilöflunarhlið fjárfestingar-
mála, útvega og miðla fé til
fjárfestingarstarfseminnar. Þeg-
ar stofnun Framkvæmdabankans
var undirbúin, voru til athugun-
ar tiUþgur um stofnun sjálf-
stæðs seðlabanka, og var þá ráð
fyrir því gert, að Framkvæmda-
bankinn væri í nánum tengslum
við hann. Af stofnun seðlabanka
varð þó ekki í það sinn, og var
þá ráð fyrir því gert, að Fram-
kvæmdabankinn stæði í nánu
sambandi við Landsbanka Is-
lands, er þá gegndi hlutverki
seðlabanka og átti að annast
dagleg afgreiðslustörf fyrir Fram
kvæmdabankann. Slík samvinna
komst hins vegar ekki á, og hef-
ur skortur á tengslum við aðra
hluta bankakerfisins torveldað
Framkvæmdabankanum að leysa
af hendi það meginhlutverk, sem
honum upphaflega var ætlað.
Efnahagsstofnunin
í greinargerð þess kafla frum-
varpsins sem fjallar um efna-
hagsstofnun segir svo:
Efnahagsstofnunin var sett á
fót á árinu 1962 með sérstökum
samningi á milli ríkisstjórnar-
innar, Framkvæmdabanka ís-
lands og Seðlabanka íslands.
Verkefni hennar var að undir-
búa framkvæmdaáætlanir fyrir
ríkisstjórnina, semja þjóðhags-
reikninga og áætlanir um þjóð-
arbúskapinn og framkvæma aðr-
ar hagfræðilegar athuganir. Hag
deild Framkvæmdabankans flutt
ist til hinnar nýju stofnunar.
J afnframt var ef nahagsmála-
ráðuneytið, sem stofnað hafði
•verið 1959, lagt niður og störf
þess falin Efnahagsstofnuninni.
Þeir þrír aðilar, sem að stofnun-
in.ni stóðu, hafa skipt að jöfnu
með sér kostnaði af rekstri henn
ar og skipað stjórn hennar. I
stjórninni hafa átt sæti þrír full
trúar ríkisstjórnarinnar, einn full
trúi Seðlabanka íslands og einn
fulltrúi Framkvæmdabanka fs-
lands. Auk formanns stjórnar-
innar sem jafnframt hefug verið
forstjóri stofnunarinnar, hafa full
trúar ríkisstjórnarinnar verið
ráðuneytistjórinn í fjármálaráðu
neytinu, sem verið hefur vara-
formaður stjórnarinnar, og hag-
stofustjóri. Sérmenntað starfs-
fólk stofnunarinnar hefur haldizt
svipað að tölu til og var í hag-
deild Framkvæmdabankans.
Þau ákvæði um Efnahagsstofn
unina, sem gert er ráð fyrir í
þessu frumvarpi, miða að því
að festa skipan hennar. Efna-
hagsstofnuninni eru ætluð sömu
verkefni og áður. Framkvæmda-
sjóður kemur í stað Fram-
kvæmdabanka íslands og stend-
ur ásamt ríkisstjórninni og Seðla
bankanum að stofnuninni á
grundvelli samnings, er þessir
aðilar gera um stjórn stofnun-
arinnar og fjármál. Forsætisráð-
herra skipar forstjóra stofnun-
arinnar, eins og áður var.
A þeim tæpum fjórum árum,
sem Efnahagsstofnunin hefur
starfað, hafa verkefni hennar
reynzt umfangsmikil og vaxandi.
það frumvarp, sem hé liggur
fyrir, gerir ráð fyrir sérstökum
verkefnum stofnunarinnar í sam
bandi við starfsemi Fram-
kvæmdasjóðs og Hagráðs.
Verzlunarlánasjóður
Gert er ráð fyrir að stofn-
lánadeild verzlunarfyrirtækja
veiti stofnlán sem hér segir:
1. Til öflunar búnaðar og á-
halda fyrir verzlunarfyrirtæki.
2. Til byggingar verzlunar- og
skrifstofuhúsnæðis, svo og til
meiri háttar endurbóta á slíku
húsnæði. Heimilt er, ef sérstak-
ar ástæður mæla með að mati
sjóðsstjórnar, að veita verzlun-
arfyrirtækjum lán til kaupa á
verzlunar- og skrifstofuhúsnæði.
Fjárhæð lána má nema allt að
fimmtíu af hundraði kostnaðar-
verðs, enda sé það eigi að dómi
stjórnar stofnlánadeildar hærra
en eðlilegt má teljast samkvæmt
verðlagi á þeim tima, er í fram-
kvæmdir var ráðist. Lánstími
má eigi vera lengri en 12 ár, og
ekki nema til 5 ára til kaupa á
ál/>ldum, nema sérstakar ástæð-
ur mæli með, að dómi stofn-
lánadeildarinnar.
í greinargerð frumvarpsins
kemur m.a. eftirfarandi fram:
Meðal forvígismanna verzlun-
arsamtaka hér á landi hefur um
árabil verið uppi sú skoðun, að
brýn þörf sé á að koma á fót
stofnlánadeild í þágu verzlunar-
reksturs landsmanna. Eiga hér
við svipuð rök og þau, sem ráðið
hafa stofnun lánadeilda til hags
bóta fyrir atvinnugreinar þær,
sem nefndar voru. Stofnkostn-
aður við að koma upp verzlunar-
fyrirtækjum er orðinn geysimik-
ill. Er mikil þörf á auknu fjár-
hagslegu liðsinni í þessu efni,
ekki sízt við unga og framtaks-
sama menn, sem hyggjast koma
á fót fyrirtækjum. Þjóðhagslega
séð er slíkt liðsinni mikilvægt
því að aukin samkeppni er vissu
lega veigamikið úrræði til eðli-
legrar ákvörðunar á vöruverði
og verðlagi ýmis konar þjónustu.
Óskir kaupsýslumanna um, að
koma á fót stofnlánadeild hafa
einkum verið ræddar á aðalfund
um Verzlunarbanka Islands hf.,
og vænta verzlunarmenn forystu
frá bankanum um að koma
þessu máli fram. Á aðalfundum
bankans síðustu árin hafa verið
gerðar samþykktir um þetta mál
og lýsa þær og umræður um
tnálið miklum áhuga hjá verzl-
unarmönnum á þessu nauðsynja-
rnáli. Á aðalfundi bankans 1964
var gerð svofelld ályktun
„Aðalfundur Verzlunarbanka
íslands hf., haldinn 4. apríl 1964,
samþykkir að fela stjórn bank-
ans að vinna að undirbúningi
að því, að komið verði á fót
stofnlánadeild við bankann.“.
Þá hafa einstök félög kaup-
sýslumanna og samtöik þeirra
lýst eindregnu fylgi sínu við
málið.
Það frumvarp, sem hér liggur
fyrir, er að mestu sniðið eftir
’l'ógum hér á landi um stofn-
lánasjóði eða stofnlánadeildir, og
er helzta fyrirmyndin lögin um
Iðnlánasjóð nr. 45/1963. Hér er
samt sá veigamikli munur, að
ekki er óskað ríkisábyrgðar eða
neins konar fjárhagslegrar fyrir-
greiðslu rikisvalds. Stofniána-
deildin er hugsuð sem sjálfstæð
deild í Verzlunarbanka íslands
hf., með sjálfstæða fjárábyrgð,
sérstakar fjárreiður og sjálfstætt
bókhald. Tengslin við bankann
eru allt að einu skýr. Stjórn
bankans er jafnframt stjórn
stofnlánadeildarinnar og tekur
ákvarðanir um lán úr deildinni.
Stofnlánadeildin verður til húsa
í bankanum og nýtur fyrir-
greiðslu bankans í hvívetna.
Leitast verður að finna stofn-
lánadeildinni öruggan fjárgrund-
völl. Kemur þar bæði til fram-
lag Verzlunarbanka íslands hf*
svo og fé, sem fengið verður
með sölu vaxtarbréfa, og enn
fremur lán.
Fiskveiðasjóður
1 frumvarpinu um fiskveiði-
sjóð kemur m.a. fram, auk þess
sem áður er getið, að verkefni
stjórnar Fiskveiðasjóðs, sem skip
uð verði fimm mönnum, verði:
a. Ákvarðanir um lántökur og
aðra fjáröflun til starfsemi sjóðs
ins og útgáfu skjala í því sam-
bandi.
b. ákvarðanir um útlán og
lánskjör sjóðsins.
c. ákvarðanir um rekstrará-
ætlun Fiskveiðasjóðs, er gerð
skal fyrirfram fyrir eitt ár í
senn.
d. úrskurður reikninga sjóðs-
ins og ákvörðun um ráðstöfun
tekjuafgangs, svo og ákvörðun
um afskriftir af kröfum hans.
e. ráðníng forstjóra sjóðsins.
f. skipun matsnefndar.
Öll lán Fiskveiðasjóðs til fiski
skipa skulu tryggð með 1. verð-
rétti í skipunum. Til nýrra fiski-
skipa, sem smíðuð eru innan-
lands, mega lán nema % hlut-
um kostnaðar eða matsverð,
þess er lægra reynist, en allt að
2 hlutum kostnaðarverð eða
matsverð með sama hætti, séu
skipin smíðuð erlendis. Hámarks
lánstími má vera sem hér segir:
Lán út á fasteignir 20 ár og lán
út á skip 15 ár.
Umsækjendur um lán úr Fisk-
veiðasjóði geta valið um, hvort
heldur þeir leggi lánbeiðnir sín-
ar fyrir Fiskveiðásjóð eða við-
skiptabanka sinn. Þær lánbeiðn-
ir, sem lagðar eru fyrir viðskipta
banka umsækjenda, skal við-
skiptabankinn senda Fiskveiða-
sjóði ásamt umsögn sinni. Fisk-
veiðasjóður skal á sama hátt
leita umsagnar viðskiptabanka
umsækjenda um umsóknir þær,
er honum berast beint, áður en
þær eru afgreiddar.
I greinargerð frumvarpsins
kemur m.a. eftirfarandi fram:
I frumvarpi þessu er lagt tjl,
að Fiskveiðasjóður íslands og
Stofnlánadeild sjávarútvegsins
verði sameinuð í einn sjóð, sem
heiti Fiskveiðasjóður íslands.
Verði hann undir sameiginlegri
stjórn Seðlabanka íslands, Lands
banka íslands og Útvegsbanka
íslands. Dagleg störf sjóðsins
verði í höndum Ú t v egtí>a nk an s.
Frumvarpið er að öðru leyti í
meginatriðum svipað að efni og
lög og reglugerðir, sem fram
að þessu hafa gilt um sjóðina.
Sameining þessara tveggja
stærstu lánasjóða sjávarútvegs-
ins í einn öflugan sjóð hefur í
för með sér, að auðveldara er
að koma við hagkvæmri skipt-
ingu ráðstöfunarfjárins milli
þarfir þeirra eru mjög mismun-
ýmsu greina sjávarútvegsins, en'
andi frá ári til árs. Eftirlit með
notkun lánsfjárins ætti einnig
að geta orðið virkara og meira
samræmi en nú í útlánum. Loks
hefur sameiningin í för með sér
sparaað í rekstri og ýmislegt
hagræði, sem ekki verður rakið
hér frekar.
Oft hefur verið um það rætt
að sameina þessa sjóði. Segja
má, að spor í þá átt hafi verið
stigið með samstarfi því, sem
tekið var upp milli Seðlabank-
ans, Landsbankans og Útvegs-
bankans að lánamálum sjávarút-
vegsins á árinu 1961, er lausa-
skuldum sjávarútvegsins var
breytt í löng lán á vegum Stofn-
lánadeildarinnar. Reynslan af
þessu samstarfi hefur ótvírætt
sýnt, að lánamálum sjávarút-
vegsins er bezt komið undir
sameiginlegri stjórn þeirra
banka, sem til þessa hafa séð
um mestöll lánamál sjávarút-
vegsins, bæði rekstrarlán og
stofnlán, jafnframt því sem dag-
leg störf verða í höndum Út-
vegsbankans, er farið hefur með
stjórn Fiskveiðasjóðs til þessa.
Ftamkvœmdabankinn hefur veitt
207 millj. kr. lán
til iðnaðarins
Framkvœmdasjóður mun taka við skuld-
bindingum hans og árlegt ráðstöfunarfé
aukast verulega
I GÆR var getið um Það í blað-
inu að lagt hefði verið fram á
Allþingi stjórnarfrumvarp um
eflingu iðnlánasjóðs og að af-
staða hans til styrktar iðniþróun
verði stór efldur. Er það fram-
hald á þeirri eflingu Iðnlána-
sjóðs sem átt hefur sér stað hin
síðari ár sem m.a. kemur fram
í eftirfarandi:
Framlög ríkissjóðs til Iðnlána
sjóðs hafa verið sem hér segir:
1935—1937 .. 25 þús. kr. á ári
1938—1939 .. 23 —-----------
1940—1941 .. 25 — — - —
1942—1946 .. 66 —-----------
1947—1954 . . 300 — — - —
1955—1956 .. 450 — — - —
1957—1958 .. 1450 —-----------
1959 . . 1378 — — - —
1960—1965 .. 2000 —-----------
Samtals kr. 20074 þús.
Innborgað iðnlánasjóðsgjald í
sjóðinn hefur verið sem hér
segir:
1968 .............. 4200 þús. kr.
1964 ............. 12919 — —
1965 ............. 15900 — —
Samtals kr. 33019 — —
Þá hefur sjóðnum að forgöngu
ríkisstjórnarinnar verið útvegað-
ar frá árinu 1961 50,5 miilj. kr.
af PL 480 fé og 16 millj. kr. úr
bankakerfinu eða samtals 66,5
millj. kr.
Útlán Iðnlánasjóðs frá 1936
hafa verið sem hér segir
(í þús. kr.):
Sam- Meðal-
tals tal á ári
1936—1940 .. 136,4 25,3
1941—1945 258,4 51,7
1946—1950 . . 2161,4 432,3
1951—1955 '>8,4 979,7
1956—1959 . . ,7,0 2209,4
1960 4420,0
1961 9719,0
1962 13931,0
1963 38847,0
1964 50610,5
1965 58878,3
Hér við kemur til atihugunar,
að Framkvæmdabanki Islands
hefur hin síðari ár stóraukið lán-
veitingar sínar til iðnaðarins.
Lánveitingar til iðnaðar hafa
verið sem hér segir á fimm ára
tímafoili:
1962 ............. 24,1 millj. kr.
1963 ............. 42,9 — —
1964 ............. 31,2 — —
1965 ............. 29.9 — —
1966 ............. 24,0 — —
(lánsloforð)
Alls er þetta 152,1 millj. kr., en
heildarlán bankans til iðnaðar
frá byrjun eru 207,8 millj. kr.
Fram til ársloka 1961 og frá upp
hafi 1953, hafði bankinn lánað
samtals til iðnaðar tæpar 80
milljónir kr.
Verður þetta sjónarmið haft i
huga þegar nú er ráðgert að
leggja Framkvæmdabankann nið
ur og Framkvæmdasjóður ís-
lands taki við eignum hans og
skuldfoindingum, en sá sjóður
veiti lánsfé til fjárfestingarsjóða
atvinnuveganna og þar á meðal
Iðnlánasjóðs. Árlegt ráðstöfunar-
fé sjóðsins rnundi þá enn aukast
til verulegra muna.