Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 2
2
MORCU NBLAÐiÐ
-Föstudagur 18. marz 1966
Ráðstefna Varðbergs um EFTA
Verðum að fylgjast
þróun viðskiptamála
Aðstöðumunurmn verður
tilfinnanlegri
Úe ávarpi viðskipfamálaráðherra
Friðrik (Storkurinn) Sigurbjörnsson (t. h.) og Sigmund Jo-
hannsson með bók sína „í dagsins önn og amstri'*.
„í dagsins önn
og amstri4*
Storkurinn og Sigmund rugla saman
sínum reitum
A RÁÐSTEFNU Varðbergs um
EFTA, sem haldin var í gær,
flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason, við-
skiptamálaráðherra, ávarp, en
erindi fluttu Þórhallur Ásegirs-
son, ráðuneytisstjóri, Björgvin
Guðmundsson, deildarstjóri, Guð
mundur H. Garðarsson, viðskipta
Vilhjálmur K.
Lúðvtksson
lögfræðingur
látinn
Á MIÐVIKUDAGINN lézt hér í
borginni Vilhjálmur K. Lúðvíks-
son lögfræðingur, 39 ára að aldri.
Hann var forstöðumaður lög-
fræðideildar Landsbanka ís-
lands.
Um síðustu helgi hafði Vil-
hjálmur kennt lasleika. Var
hann heima hjá sér að Stóra-
gerði 32, er hann andaðist.
Fyrstu árin að loknu emibættis-
prófi starfaði hann sem sýslu-
mannsfulltrúi í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, og var um
stundarsakir bæjarfógeti á Seyð-
isfirði. Árið 1957 varð hann lög-
fræðingur hjá Landsbanka ís-
lands og varð síðar forstöðumað-
ur lögfræðideildar bankans.
Vilhjálmur var mætur maður
I sinni stétt og naut mikils
trausts. Hann lét félagsmál
’-bankamanna til sín taka, og var
t.d. formaður í Starfsmanna-
félagi Landsbankans 1961—65.
fræðingur, Gunnar J. Friðriksson
form. Fél. ísl. iðnrekenda, og
Hilmar Fenger, form. Fél. ísl.
stórkaupmanna Síðan voru fyrir-
spurnir bornar fram og frjálsar
umræður fóru fram.
1 Mbl. á morgun Verður skýrt
frá ráðstefnunni og erindi fram-
sögumanna rakin, en hér verður
drepið á sumt af því, sem fram
kom í ávarpi dr. Gylfa Þ. Gísla-
sonar. Því verða gerð nánari skil
í laugardagsblaði.
Ráðherrann taldi, að eftir þá
gerbreytingu í efnahagsmálum,
sem framkvæmd var í árslok
1959, væru öll skilyrði gerbreytt
til þátttöku í viðskiptasamstarfi
í Vestur-Evrópu. „Við búum nú
við raunhæft gengi, innflutnings
verzlunin og yfirleitt öll gjald-
eyrisviðskipti eru nú orðin frjáls
að langmestu leyti. Jafnframt er
gjaldeyrisstaðan mjög sterk. Um
síðustu mánaðamót fór gjaldeyr-
iseign bankanna í fyrsta sinn í
sögu þjóðarinnar yfir tvo millj-
arða króna. Hún nam þá 2.093
millj. kr., og má telja þetta mik-
il tíðindi. Nú erum við marg-
falt betur undir það búnir að
taka þátt í viðskiptasamstarfi
l'' estur-Evrópulanda, okkur til
hagsbóta og til eflingar íslenzkri
útflutningsframleiðslu, en átti
sér stað fyrir tíu árum.“
Síðar sagði viðskiptamálaráð-
herra: „Engu að síður hefur ríkis
stjórnin ekki talið tímabært að
taka upp neinar viðræður við
Fríverzlunarbandalagið um hugs
anlega aðild íslands. Hins vegar
hefur hún haft málið allt til at-
hugunar og fylgzt rækilega með
GÓUKAFFI Slysavarnakvenna
er á sunnudag í Slysavarnahús-
inu við Grandagarð. Þar ætla
konurnar að hafa hlaðborð með
alls konar sætabrauði og opna
húsið kl. 2 e.h.
Góan er söfnunartími Kvenna
deildar Slysavarnarfélagsins. Þá
safna þær fé sem notað er í þágu
slysavarnamála, til kaupa á
tækjum og öðru sem Slysavarna
félag íslands þarf með við björg-
vel meö
í V-Evrópu
öllu því, sem gerzt hefur í þess-
um efnum. Hingað til hefur til-
vist viðskiptabandalaga'nna í
Vestur-Evrópu ekki skert út-
flufningshagsmuni íslendinga
neitt að ráði. Skýringin er m.a.
sú, að verðlag hefur farið hækk-
andi á ýmsum helztu útflutmngs
vörum okkar. Hins vegar bendir
allt til þess, að aðstaða okkar á
mörkuðum viðskiptabandalags-
landanna muni fara versnandi á
næstu árum, og verður þá að-
stöðumismunurinn tilfinnanlegri
milli þeirra, sem eru aðilar að
bandalögunum og hinna, sem ut-
an standa."
Viðskiptamálaráðherra minnt-
ist síðan á þau atriði, sem gerðu
íslendingum torvelt að taka þatt
í viðskiptasamtarfi við önnur
lönd eða bandalög, þ.e. háa að-
flutningstolla hér, mikla toll-
vernd á nokkrum hluta íslenzks
iðnaðar og alvarlegt ástand í is-
lenzkum landibúnaðarmálum.
Sagði hann að lokum, að brýna
nauðsyn bæri til þess, að fslend-
ingar fylgdust vel með því, sem
gerðist í viðskiptamálum Vestur
Evrópu.
Á SUNNUDAGINN kemur, 20.
marz, verður Jóns biskups Vída-
líns minnzt við guðsþjónustur í
öllum kirkjum landsins, en nú
eru liðin rétt þrjú hundruð ár
frá fæðingu hans.
Minningarhátíð verður í Skál-
holtsdómkirkju á sunnudags-
kvöld kl. 9. Þar flytur dr. Stein-
grímur J. Þorsteinsson, prófess-
unarstörf. Á sl. ári aflaði Kvenna
deildin 536 þús. kr. fyrir Slysa-
varnafélagið. Fyrst á góunni
núna efndu konurnar til merkja-
sölu og höfðu þá upp í 130 þús.
kr. Og nú er kaffisalan síðasti
liðurinn í fjársöfnuninni á þess-
ari góu.
Góukaffi Kvennadeildarinnar
er venjulega vel sótt, og bjóða
konurnir Reykvíkingum að
koma og drekka kaffi í Slysa-
varnahúsinu.
f DAGSINS ÖNN OG AMSTRI,
nefnist bók, sem væntanlega
or, erindi um meistara Jón. Þá
mun biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson, lesa upp úr postillu
Vídalíns. Einnig mun síra Bern-
harður Guðmundsson lesa upp
Auk þessa verður órgelleikur. og
söngur. Guðjón Guðjónsson,
stud. theol., leikur á orgelið.
Skálholtskórinn og guðfræði-
stúdentar syngja undir stjórn
dr. Róberts A. Ottóssonar, söng-
málastjóra. Forsöngvari verður
Kristinn Hallsson. Þá verður al-
mennur söngur og bænagjörð,
sem sóknarpresturinn, síra Guð-
mundur Ó. Ólafsson, arinast.
Öllum er heimill aðgangur að
þessari minningarhátíð í Skál-
holti.
í tilefni þessarar Vídalíns-
minningar hefur Skálholtsdóm-
kirkja verið flóðlýst. Lýsingu
þessa hefur frú Anna Johnsen,
ekkja Gísla J. Johnsen, stórkaup
manns, gefið til minningar um
eiginmann sinn.
í ráði er, að á vegum Skál-
holtsstaðar verði gerð vönduð
mynd af meistara Jóni Vídalín
og verði hún til sölu. Einnig er
ráðgert að gefa út á þessu ári
minningarrit um hann með völd-
um kjarnyrðum úr ritum hans.
(Frá Biskupsstofu).
mun sjást í bókabúðum hér núna
næstu daga. Bók þessi hefur
reyndar til aff bera talsvert
náinn skyldleika viff dagbók
Morgunblaffsins, því aff i henni
rugla þeir saman sínum reitum,
Sigmund nokkur Jóhannsson,
sem þekktur er fyrir skopteikn-
ingar sínar í Dagbókinni, og
Storkurinn, sem réttu nafni
heitir Friffrik Sigurbjörnsson.
Bókin er tileinkuð öllu góðu
fólki á íslandi, sem kann að
meta grín og taka því. Látum við
þau orð nægja um innihaldið.
Bókin er 108 blaðsíður að stærð,
og hefur að geyma 100 Storka
og 100 Sigmunds-teikningar, og
hafa 80% þeirra birzt áður í
Morgunblaðinu. Bókin mun
kosta 160 krónur út úr bóka-
verzlunum.
Forsvarsmenn þessarar bókar,
þeir Sigmund og Friðrik tjáðu
fréttamönnum í gær, að bók
þessi væri aðeins upphafið að
fleiri bókum í þessum dúr (eða
moll) Kváðust þeir hafa 1
hyggju að gefa úr skoptímarit,
sem ætti að koma út fjórum sinn
um á ári.
Bók þessi mun fást í öllum
bókaverzlunum og söluturnum.
Styrklr úr
sáttmálasjóði
FRESTUR til að skila umsóknum
um styrki úr Sáttmálasjóði er til
1. apríl 1966. Umsóknum ber að
skila á skrifstofu Háskólans.
GóukaSii Slysavarna-
kvenna á sunnudag
Vídalínsminn-
ing í Skálholti
Rækjuleit ákveöin
á Breiðafirði
Verkalýðsráðstefna í Keflavík
EINS og áffur hefur veriff sagt,
frá heldur Heimir, félag ungra I
Sjálfstæðismamía í Keflavík ráff j
stefnu um verkalýffsmál um ,
næstu helgi. Ráðstefnan verður
haldinn í Félagsheimilinu Stapa
(litla sal) og hefst kl. 4 á sunnu-
dag.
Á ráðstefnunni verður m.a.
rætt um framleiðni og hagræð-
ingu, starf og stefnu verkalýðs-
samtakanna og skipulagsmál
þeirra. Einnig verður rætt um
stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem
flytja erindi á ráðstefnunni
verða: Matthías Á. Mathiesen,
alþm. Kristján Guðlaugsson,
son, verzlunarm. Pétur Sigurðs-
son, alþm. og Gunnar Helgason,
form. verkalýðsráðs Sjálfstæðis
flokksins, Form. F.U.S. Heimis
Jón Sæmundsson setur ráðstefn-
una og stjórnar henni.
Á eftir hverju erindi gefst
fundarmönnum kostur á að bera
fram fyrirspurnir til frummæl-
enda og einnig að ræða önnur
þau mál, sem óskað er. öllum
Sjálfstæðismönnum er heimil
þátttaka í ráðstefnunni, en nán-
ari upplýsingar um tilhögun
he^inar gefur stjórn F.U.S. Heim-
is í Keflavík.
Fyrir skömmu rituðu þing-
menn úr Vestfjarðarkj(ördæmi
hafrannsóknarstofnuninni og
fóru þess á leit, að nú í vetur
yrði hafn rækjuleit á Breiða-
firði. Hafði hreppsnefnd Flat-
eyjarhrepps snúið sér til þing-
mannanna, og óskað liðsinnis
þeirra í málinu. Hafrannsóknar-
stofnunin hefur nú ákveðið að
rækjuleit skuli' hafin á Breiða-
frði fyrri hluta aprílmánaðar.
Þess má geta að rækju hefur
áður lítillega verið leitað á
Breiðafirði, og varð hénnar þá
vart þar á nokkrum stöðum. Er
r)i gert ráð fyrir að víðtækari
leit að rækjumiðum fari fram,
og þá kannað hvort nægilegt
magn sé á þessum slóðum, til
þess að rækjuveiðar þar borgi
sig.
Um þessar mundir stendur
yfir rækjuleit á Húnaflóa, og
hafa þegar fundist þar ný og
góð rækjumið. Stunda nú marg-
ir bátar frá Hólmavík, Drangs-
nesi og einn bátur frá Sauðár-
króki rækjuveiðar á Húnaflóa,
Hefur afli verið góður og mikil
atvinnubót orðið að þessuin evið
um.