Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 27
Föstudagur 18. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 27 4.700 börn fá nafn- skírteini á þessu ári Á SIÐASTLIÐNU ári voru gefin út nafnskírteini til allra em- staklinga fæddra 1953 og fyrr, sem voru skráðir hér á landi 1. desermber 1964. Var þetta gert samkvæmt lögum nr. 25/1965, um útgáfu og notkun nafnskír- teina. Þessi fyrst útgefnu skír- teini voru um 140.000 að tölu. Hófst afhending þeirra um mitt ár 1965 og henni var að mestu lokið fyrir áramót. Lögreglustjór «r önnuðust dreifingu skírteina. Nafnskírteini eru gerð fyrir Nýr forstöðu- maður Ráðlegg- in»arstöðvar SÉRA Erlendur Sigmundsson áður prófastur á Seyðisfirði hef- ur verið ráðinn forstöðumaður Ráðleggingarstöðvar' í hjúskap- armálum, sem rekin hefur verið á vegum þjóðkirkjunnar um eins árs skeið. — Sr. Hjalti Guð- mundsson, sem veitt hefur stofn uninni forstöðu til þessa, er nú fluttur til nýs embættis úti á landi. RáðleggingastöðÍQ er til húsa að Lindargötu 9 og hefur sr. Er- lendur viðtalstíma á þriðjudög- um og föstudögum kl. 5—6 e.h. — Flokksbróðir Framhald af bls 1 Jellouk þessi var dæmdur til dauða fyrir aðild að sam- særi gegn Hassan II. konungi árið 1963 en var náðaður fyrir nokkru. Hann var einn af helztu framámönnum UNFP og hefur verið náinn sam- starfsmaður Ren Barka. í til- kynningu UNFP segir, að Jellouk hafi yfirgefið skrif- stofur flokksins s.l. þriðjudag í fylgd fimm borgaralega klæddra lögreglumanna, en síðan hafi ekki til hans spurzt. Lögreglan hefur enn ekkert sagt um þessa tilkynn ingu UNFP. alla eihstaklinga 12 ára og eldri, og þarf því árlega að gefa út skírteini til barna, sem verða 12 ára á viðkomandi ári, og til ein- staklinga erlendis frá, sem orð- ið hafa skráningarskyldir hér á landi á undanförnu þjóðskrár- ári. Hafa nú verið gefin út nafn skírteini til þeirra, sem eiga að fá þau 1966, og eru þau nú til’bú- in til afhendingar hjá lögreglu- stjórum um allt land. — Tala barna 'í árgangi 1954, sem fær nafnskírteini í ár, er um 4.700 í>ar við bætast einstaklingar, sem voru nýskráðir hér á landi 1. lesember 1965, um 800 manns. í Reykjavík og nokkrum öðr- um umdæmum fer afhending nafnskírteina til 12 ára barna fram í skólunum, en þar sem svo er ekki skulu 12 ára börn vitja nafnskírteinis síns í skrif- stofu hlutaðeigandi sýslumanns eða bæjarfógeta. Einstaklingar eldri en 12 ára, sem nú hefur verið gefið út nafnskírteini til, vitja allir nafn skírteinis síns í skrifstofu hlut- aðeigandi lögreglustjóra, sýslu- manns eða bæjarfógeta. Ekki er skylda að hafa mynd á nafnskírteininu, en einstak- lingar 12-25 ára eru hvattir til að láta setja mynd á skírteinið, helztu um leið og þeir fá það af- hent. (Frétt frá Hagstofu íslands) Vmboásmenn Eimskipafélags íslands á mcginlandi Evrópu á fu ndinum í Reykjavík með forstjór anum og öðrum forráðamönnum félagsins. — Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson. Umboðsmenn EÍ í Evrópu á fundí í Reykjavík UMBOÐSMENN Eimskipafélags Islands á meginlandi Evrópu hafa undanfarna daga setið á ráðstefnu með forystumönmum félagsins hér í Reykjavík. Lauk fundinum s.l. miðvikudag. Fundurinn hófst s.l. mánudag og sátu hann Armand Verhulst og Maurice Velge frá Amster- dam, Oswald Dreier Eimibcke frá Hamborg og E.A. Schmidt frá Rotterdam. Stúdentar í Indónesíu Kref jast brottvikningar 24 ráðherra af 100 - Dr. Subandrio handtekinn Djakarta, 17. marz. NTB-AP ÞÚSUNDIR stúdenta fóru Eiríkur Smith opmu sýningu f DAG opnar Eiríkur Smith mál- verkasýningu í bogasal Þjóð- minjasafnsins. Á sýningunni eru 19 olíumálaverk, allt abstrakt- myndir. Myndirnar eru allar málaðar á tímabilinu 1965—66. Sýngin verður opin til sunnu- dagskvöldsins 27. marz. Eiríkur Smith hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði sjálf- stæðar og samsýningar. Síðast sýndi hann sjálfstætt í Bogasaln um árið 1964. Myndirnar sem eru á þessari sýningu eru allar til sölu. Á myndinni sést lista- maðurinn ásamt einu málverk- anna. um götur Djakarta í dag til þess að mótmæla áhrifum kommúnista í stjórn landsins og kröfðust þeir þess, að 24 nafngreindum ráðherrum yrði vikið úr embættum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum — en óstaðfest — að dr. Subandrio, utanríkis- ráðherra, Achmadi, upplýs- ingamálaráðherra og nokkrir ráðherrar aðrir hafi í morg- un verið handteknir í Dja- karta. Dr. Subandrio er sá ráðherra sem andúð stúdenta hefur hvað mest beinzt að og hafa þeir lengi haft uppi kröfur um að honurn verði vísað úr embætti. Fyrst eftir að yfirmaður hers- ins í Indónesíu, Suharto hers- höfðingi, lýsti því yfir, að hann hefði tekið öll völd í landinu í sínar hendur, linnti aðeins mót mælaaðgerðum stúdenta í Dja- karta. í gær brá hinsvegar svo til, að Súkarno forseti lýsti því yfir, að hann færi eftir sem áður með æðstu völd og Suharto hers- höfðingi samsinnti því — kvaðst sjálfur hafa eingöngu fylgt skip- unum Súkarnos, sem væri hin mikla byltingarhetj a landsins, og því færi fjarri, að herinn hefði tekið völdin. Þessari yfirlýsingu svöruðu stúdentar með nýjum mótmælaaðgerðum í dag. Um- kringdu þeir margar ráðuneytis- byggingar og réðust til inngöngu í menntamálaráðuneytið. Umferð um helztu götur borgarinnar truflaðist þegar stúdentar þustu eftir þeim hrópandi slagorð . . . „Súbandrio er Pekinghundur" . . o. sv. frv. Þeir stúdentar, sem réðu til inngöngu í ménntamálaráðuneyt- ið — 3000 talsins — hættu ekki fyrr en þeir fundu einn af ráð- herrunum, prófessor Prijono, sem hefur það verkefni með höndum að samræma stjórnar- starf allt er lýtur að skóla og menntamálum. Stúdentarnir kröfðust þess, að Prijione segði af sér, þar sem hann væri komm únisti. Ekki er vitað, hvað um Prjiono prófessor varð, sumar fregnir herma að lögreglan í Djakarta hafi veitt honum vernd, aðrar að stúdentar hafi haft hann á brott með sér. Álíka fjöldi stúdenta hélt til verkalýðsmálaráðuneytisins í leit að Sumtomo verkalýðsmálaráð- herra. Vörður við ráðuneytis- bygginguna fékk þeim í hendur lykla, sem þeir kváðust mundu skila til lögreglunnar. Við stjórnarbyggingu ríkis- banka Indónesíu söfnuðust um tvö þúsund ungmenni saman og héldu uppi mótmælaaðgerðum gegn stjórnarformanninum K. Jusuf Muda Dalam. Lögreglan sem á staðinn kom lét ungmenn- in með öllu afskiptalaus en beindi umferð ökutækja í aðrar áttir. Loks komu um 300 stú- dentar saman við námumála- ráðuneytið og kröfðust þess að ráðherra sá, Armunto, er um námurnar fjallar yrði látinn víkja. Dagblað hersins segir frá því í dag, að stúdentar, sem ráðizt hafi inn í skrifstofu Dr. Su- bandrios sl. miðvikudag, hafi fundið þar klámmyndir alls kon ar, skotfærabirgðir og ýmis at- hyglisverð leyndarskjöl. Segir blaðið, að stjórn hersins hafi fengið alla þessa hluti í hendur. Wahington, 17. marz — AP — NTB — Stjórnir Bandaríkjanna og Sovétrikjanna hafa lokið við ræðum um nýjan tveggja ára menningarsamning, að því er bandaríska utanríkisráðuneyt ið upþlýsir. íslendingarnir sem sátu fund- inn voru, auk forstjórans, Óttars Möllers, þeir Valtýr Hákonarson skrifstofustjóri, Viggo E. Maack skipaverkfræðingur, Erlingur Brynjólfsson, fulltrúi, Guðni E. Guðnason, aðalbókari, Sveinn Ólafsson, fulltrúi og Sigiurlaugur Þorkelsson, fulltrúi. Á fundinum var fjallað um daglegan rekstur félagsins og samskipti við hin erlendu um- boð þess, m.a. voru á dagskrá þau mál er varða hagræðingu í losun og lestun skipa, vörumeð ferð, notkun vörupalla (palletta) vörukassa (containers), sem und anfarið hefur verið notað til vöruflutninga og þótt hafa gefið góða raun. Einnig var rætt um áætlunar- ferðir skipa E.Í., en sem kunnugt er eru vikulegar ferðir frá Rott- erdam, Hamborg og Antwerpen og fleiri höfnum, til Reykjavík- ur, svokallaðar hraðferðir, enda þótt afgreiðslumenn E.l. frá öll- um þeim höfnum sem hraðferð- um er haldið uppi til, hafi ekki verið á fundiium. rr i • lapaði brunm skjalamöppu BJARNI Guðmundsson, Túni í Árnessýslu, tapaði í gær brúntni skjalamöppu í Reykjavík. í möpp unni, sem er úr skinni, eru reikn ingar og þrjú ávísanahefti, tvö á Búnaðarabnkamn og eitt á úti- bú Landsbankans á Selfossi. Missir möppunnar er mjög bagalegur fyrir Bjarna og er finn andi vinisamlegast beðinn að hafa samband við rannsóknarlögregl- una í Reykjavík. Eins myndi Morguniblaðið fúslega koma möppunni til skila, ef finnandi óskaði heldur að koma henni til blaðsins. — Menntunin Framhald af bls. 3 unaráætluninni hefir verið unn- in hjá Efnahagsstofnuninni, Fræðslumálaskrifstofunni, Fjár- málaeftirliti skóla og Fræðslu- skrifstofu Reyk j avíkurborgar. Menntamálaráðherra hefir skip- að ráðgjafarnefnd, til þess að fjalla um áætlunina og einstaka þætti hennar, og eiga í henni sæti fulltrúar helztu stofnana á sviði skólamála. Nefndin hélt fyrsta fund sinn þ. 11. þ. m. Lagði starfshópur sá, sem að undirbúningsvinnunni hefur unn ið ásamt sérfræðingum OECD, þar fram starfsáætlanir sínar og skýrslu um það starf, sem þegag hefur verið unnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.