Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 17
T^5studagur 18. marz 1988
MORGU NBLAÐIÐ
17
— Vestmannaeyjar
Framhald af bls. 15
fyrir. Bæði með jarðborun eftir
hugsanlegu grunnvatni undir
eyjunum og einnig með svokall-
aðri djúpborun, allt niður í 1565
metra, árið 1964, én því miður
án árangurs, þannig að við telj-
um okkur vera búna að full-
reyna að fullnægjandi vatnsveita
verður ekki byggð á vatni sem
þar fæst.
— Hvernig verður þá vandinn
leystur?
— Við trúðum þvi lengi vel að
vatnsveita í Eyjum byggð á
framleiðslu vatns úr sjó myndi
leysa þetta vandamál okkar.
Höfum við undanfarin ég held
nær 10 ár fylgzt með þeirri þró-
un, sem orðið hefur í þessum
málum erlendis, aðallega í
Bandaríkjunum. En því miður er
stofn og þó sérstaklega reksturs-
kostnaður slíkra stöðva enn svo
mikill, að ekki er talið fært fjár-
hagslega að leysa málið eftir
þeirri leið.
Bæjarstjórn steig það skref á
síðasta ári að ákveða að leggja
vatnsleiðslu frá fastalandinu,
eins og við köllum það, og út til
eyja, ef til þess fengist fjár-
magn.
— Það yrði mikið fyrir-
tæki.
— Áætlað er að stofnkostnað-
ur við slíka leiðslu, auk bæjar-
kerfis muni kosta 50—60 milljón-
ir króna. Hafa þegar verið fest
kaup á efni í ca. 20 km. langa
'Fjölbreytt úrval af 45
'snúninga plötum tekiðil
fram í dag:
1 Kinks, Dave Clark Five, Tom/
Jones, Bob Dylan, The ByrdsA
! The Beatles, The Hollies, Jim(
Reeves og fleiri.
I Einnig úrval af norskum ogj
, sænskum plötum.
- XXX --
Þá var og tekin fram
sérstaklega fjölbreytt'
sending af LP (33 snún
'inga) plötum. — Jazz,i?
dægurlög, músik úri
kvikmyndum og fleirai
og fleira.
Harry Belafonte, Jim Reeves,
Catarine Valente, Nat King
Cole, The Byrds, Elvis Presl-
ey, Marian Faithfuli, Dono-
van, The Ventures, Rolling
Stones, The Beatles, The
Yardbirds, Mahalia Jackson
og fleiri.
Ennfremur komu sér-
staklega skemmtilegarí
í f jögurra rása steríó-4
| plötur.
H Ijóðfœraverzlun
Sigrlbar
Helgadóttur
Vesturveri
leiðslu frá uppsprettu, sem virkj-
uð verður og niður að sjó ,og
er áætlað að leggja þá leiðslu
nú í sumar. En verið er að
athuga hvernig örugglegast verð
ur gengið frá neðansjávarleiðsl-
unni yfir sundið út til Eyja.
Hafa bæjarstjórn borizt mörg
tilboð í leiðsluna sjálfa úr því
efni, sem tilskilið var, er Inn-
kaupastofnun ríkisins bauð hana
út. Eínnig hafa borizt tilboð í
leiðsluna lagða út til Eyja, og
bauðst einn tilboðshafi til að
taka ábyrgð á leiðslunni í ákveð
ið árabil. Fer nú fram á vegum
bæjarstjórnar athugun á því á
hvaða hátt hægt sé að gera
leiðsluna sem öruggasta þannig
að sem minnst hætta sé á bil-
unum. Verður það án efa látið
ráða úrslitum hvernig útbúna
leiðslu sérfræðingar um þessi
mál telja öruggasta. Hefur það
komið í ljós að um engar eða að
minnsta kosti mjög fáar hliðstæð
ur er að ræða í Evrópu um lögn
slíkrar neðansjávaravtnsleiðslu
við skilyrði svipuð því, sem er
yfir sundið milli lands og eyja
og því lítil sem engin reynsla
komin á hvernig örugglegast
verður frá leiðslunni gengið. En
niðurstöður um þetta atriði
munu vonandi liggja fljótlega
fyrir, því ég held að allir séu
sammála um að frumskilyrði fyr
ir að bær eins og Vestmannaeyj-
ar geti haldið áfram að þróast,
sé að vatnsveita sé þar fyrir
hendi.
Gott að eiga heima í
Eyjum
— Fjölgar ekki í bænum?
— Jú, undanfarin ár hefur
heldur fjölgað fólki þar. Nokk-
uð hefur eins og gengúr og ger-
ist flutt burtu, en annað fólk
flutt inn í staðinn. Komst fólks-
fjöldi yfir 5 þúsund í fyrsta sinn í
sögu byggðarlagsins við manntal
1. des. sl. Ég tel mjög gott að
búa í Vestmannaeyjum. Mikil
grózka hefur verið í atvinnulíf-
inu undanfarin ár og næg at-
vinna og mikil uppbygging bæði
hjá einstaklingum og bæjarfé-
laginu.
— En samgöngurnar við „meg-
inlandið“?
— Samgöngur voru lengi vel
erfiðar við Eyjar en úr þessu hef
ur mikið verið bætt hin síðari
ár. Fjórar fastar flugferðir eru
nú áætlaðar dag hvern við Eýjar,
og auk þess skipsferð til og frá
Reykjavík ananhvern dag, svo
að sú einangrun, sem einu sinni
var er sem betur fer ekki léng-
ur. Ég held að Vestmannaeying-
um finnist ekki meira um að
nota loftbrúna milli Eyja og
Reykjavíkur en þeim sem þurfa
að nota strætisvagn hér í Reykja
vík eða áætlunarbíla til ná-
grannastaðanna.
— Það er stormasamt í Eyj-
um?
— Vissulega getur orðið hvasst
í Eyjum eins og víða annars
staðar á landinu. En vindmæl-
ingar á Stórhöfða gefa um þetta
mjög ýkta og villandi hugmynd-
ir. Mælingarnar eru framkvæmd
ar á syðsta odda Heimaeyjar í
um 120 metra hæð og er þar
I — Utan úr heimi
Framhald af bls. 14
ur tekið þar við stjórn Frjáls
lyndra og hún skipaði David
Hughes til þess að hafa um-
sjón með opinberum bygginga
framkvæmdum, þar á meðal
óperunni og fól honum að
reyna eftir megni að halda
niðri kostnaði. Það hefur
Hughes gert, hann hefur
fylgzt nákvæmlega með öllu,
er að verkinu laut. Hann hef-
ur einnig fylgzt vel með fjár-
notkun Utzons sjálfs- og að
sögn blaða, — var hálfrar
milljón króna (ísl.) ferðakostn
aður Utzons orsök deilu þeirra
Hughes, er leiddi til afsagn-
ar Utzons.
Samkvæmt upphaflegum
samningum átti Utzon að fá
5% af heildarkostnaði við
bygginguna. En sökum þess
hve kostnaðurinn hefur farið
langt fram úr áætlun hefur
mjög verið um það deilt,
hvort Utzon beri laun sam-
kvæmt upphaflegri kostnaðar
áætlun hans eða endanlegum
kostnaði.
Ástralíubúar hafa fylgzt
með óperubyggingunni af
mikilli eftir væntingu — þeir
kalla óperuna „níunda furðu-
verk veraldar“ — og óperan
hefur orðið leiklistar- og tón
listaráhuga landsins mikil
lyftistöng. Ákvörðun Utzons
olli því miklum vonbrigðum,
einkum meðal yngra fólks, —
en haft er fyrir satt, að ýms-
um „máttarstólpum þjóðfélags
ins“ sé minni eftirsjá í hon-
um. Hafi mörgurn þeirra ver-
ið lítt um Utzon gefið, og þá
ýmislegt komið til, sumum
þótti teikning hans fáránleg,
öðrum blöskrað að leggja svo
óhemju mikið fé í óperu-
byggingu og loks muni það
hafa valdið nokkurri óánægju
og umtali, að Utzon hefur
ekki fengizt til að taka þátt í
samkvæmislífi „betri borgar-
anna“ í Syndney. Hann hafi
farið sínar eigin götur og var
ið fjármunum sínum til ann-
arra þarfa — oft í hreinustu
fásinnu, að margra áliti.
Dönsku blöðin skrifa mik-
ið um mál þetta, sem von er,
Líkan af óperuhúsinu, eins og það er hugsað fullbúið. Húsið
stendur á nesi og er lukt hafi á þrjár hliðar. í bók, sem þegar
hefur verið gefin út um byggingu Utzons segir hann sjálfur:
Syndney er dimm hafnarborg. Litirnir meðfram ströndinni eru
þungir og dimmir, þar er ekkert hvítt, sem sólin getur blikað á.
Þess vegna hef ég hugsað mér óperuhúsið hvítt og að formi til
verður það eins og mörg segl. Þegar sólin glampar á bygging-
una mun hún virðast lifandi . . .
— ekki aðeins er arkitektinn
danskur, heldur hafa mörg
dönsk fyrirtæki fengið verk-
efni í sambandi við óperu-
bygginguna. En blöðin eru
yfirleitt á einu máli um, að
afstaða Utzons sé óskiljan-
leg, hvað svo sem undan sé
gengið, því að þarna sé í raun
inni lífsstarf hans í húfi. En
hann hefur ekki fengizt til að
ræða við blaðamenn og skýra
sín sjónarmið. Hann hefur að
eins sagt, að hann óski einsk-
is fremur en halda áfram verk
inu, ekki sízt þar sem sér sé
afar hlýtt orðið til Ástralíu-
búa. Þess er og getið, að Utzon
muni alls ekki hafa haft í
huga að flytjast aftur búferl-
um frá Ástralíu, hann hafi
nýlega keypt sér tvö hús í
Paddington og börn hans
hyggist stunda þar háskóla-
nám.
Bent er á þau ummæli
David Hughes, að verkinu
verði haldið áfram í anda
Utzons . . . en jafnframt haft
eftir Arne Jacobsen, prófessor
einum kunnasta arkitekt
Dana, að þessi yfirlýsing
Hughes sé ekkert nema órðin
tóm . . . það muni reynast
óhugsandi að ljúka bygging-
unni í samræmi við hugmynd
ir Utzons, án hans aðstoðar.
Jacobsen er hinsvegar bjart-
sýnn um að úr rætist . . . við
þekkjum Utzon, það er ekki
alltaf auðvelt að vinna með
honum . . . en við verðum að
vona að þetta lagist . . .“
miklu stormasamara en niðri í
bænum og það svo að þó 6 til 7
vindstig séu á Stórhöfða er blíð-
viðri í bænum, ef um suðlægar,
suðvestlægar eða vestanáttir er
að ræða, þannig að eðlilegt er
að ókunnugir fái villandi hug-
myndir um veðrið þar. Þeir sem
búa í Vestmannaeyjum finna að
ég held lítið fyrir þessu. Kemur
einnig annað í staðinn. Meiri hlý-
indi eru þar en víða annars stað-
ar og snjó festir þar sjaldan og
frost eru að ég ætla með minnsta
móti á landinu, svo að veðurfar
ætti síður en svo að fæla nokk-
urn frá því að búa þar.
Fermingarskór
Eigum enn nokkur pör af hvítum og bláum
f er mingar skóm.
Verzlunin Erla
Víðimel 30. — Simi 18103.
Framtíðaratvinna
Maður, helzt vanur hjólbarðaviðgerðum
óskast. — Hátt kaup. — Fyrirspurnum
ekki svarað í síma.
Hjólbarðinn
Laugavegi 178.
Timburhús í miðbænum
til leigu
*
Húsið er kjallari, hæð og ris. 4 herb., eldhús og WC
á hæð. 4 herb. eldhús og bað í risi. Húsið leigist
helzt í heilu lagi. — Tilboð skilist til afgr. Mbl.
fyrir 20. þ.m., merkt: „Þingholt“.
Góður 10 tonna bátur
til sölu. Vél og búnaður í góðu lagi.
Hagstætt verð og skilmálar.
Upplýsingar í síma 2534, Keflavík.
Bifreiiiaeigendur
og nágrenni
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda vill benda félags-
mönnum sínum á að samið hefur verið við Bif-
reiðaverkstæðið Vísi á Akranesi um ljósastillingu
fyrir félagsmenn. Samkvæmt hinni nýju ljósastill-
ingareglugerð fá félagsmenn 20% afslátt frá ljósa
stillingagjaldi, gegn framvísun félagsskírteinis.
Jafnframt tekur verkstæðið á móti nýjum félags-
mönnum. — Verkstæðið er opið alla virka daga
frá kl. 8—19 néma laugardaga.
Ljósastillingavottorðið gildir við bifreiðaskoðun.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda.