Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. marz 196? MORGUNBLAÐIÐ !5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM KVENSTÚDENTAFÉLAG fs- lands efnir árlega til kaffi- sölu, til ágóða fyrir styrk- veitingasjóð félagsins, og und anfarin ár hefur jafnframt verið tízkusýning. Nú er kom ið að þessu og verður kaffi- sala með tízkusýningu í Lido n.k. sunnudag kl. 3 e.h. Það er stundum haft á orði að menntun verði ekki látin í askana þegar kvenfólk á í hlut, er kannski líka átt við að menntunin verði á kostnað matreiðslunnar. Þetta afeanna kvenstúdentarnir, venjulega á kaffisölunni, því allt þetta ljúffenga meðlæti með kaffinu hafa stúlkurnar bakað, hver heima hjá sér. Kvenstúdentar sýna tízkufatnað Guðrún Dóra Erlendsdóttir í léttum rauðum siffonkjól Bryndís Jakobsdóttir í hvítum blúndukjól með rauðum iinda, sem laust stykki kemur yfir að nokkru. Finnski læknastúdentinn Soili Hellman sýnir ijósa dragt <4 Tízkusýninguna annast líka félagskonur og eru sýningar- stúlkur kvenstúdentar. Fatn- aðurinn sem þær sýna er frá Eros, en skór fengnir frá Rímu. Við litum út í Eros í gærkvöldi, þegar stúlkurnar voru að máta tízkufatnaðinn, kápur, dragtir, og kjóla, bæði dökka og ljósa, og í öll- um síddum, allt frá lö sm. fyrir ofan hné, eins og nú er komið í tízku, og niður í gólf- síða kjóla. Og hér á síðunni eru sýnishorn af því. Við veittum því athygli, að mikið var af léttum siffonkjólum, bæði dökkum vetrarkjólum og eins ijósum rósóttum sum- arkjóium. En fatnaðurinn er að mestu frá Englandi. Ragn- hildur Helgadóttir, lögfræð- ingur, kynnir tízkusýning- una. En sýningarstúlkur eru Bera Þórisdóttir, Bryndís Jak obsdóttir, Guðrún Dóra Er- lendsdóttir, Regína Lára Ragn arsdóttir, Sigríður Steina Lúð vígsdóttir og Soili Hellman, sem er finnskur læknastúd- ent við háskólann. Allur ágóði af tízkusýning- Bera Þórisdóttir úr B.A. deild sumarkápu með dökkum líning um á kraga og samskonar I tösku. Regína Lára Ragnarsdóttir í brokaðikjól 15 sm. ofan við hnéð, og Sigríður Steina fonkjól með venjulegri sídd. unni og kaffisölunni rennur í Styrkveitingasjóð félagsins, sem árlega veitir ungum náms konum styrki, veitti t.d. 60 þús. kr. á s.l. ári til fjög- urra stúlkna. Forsala á að- göngumiðum er í Hótel Holt á laugardag kl. 4—6. — Geimfarið Framhald af bls. 1 Agena eldflaugina og rétt verið búinn að senda merki, er átti að setja af stað segulband í Ag- enaflauginni til þess að skrá áhrif tengingarinnar á flaugina. Þá fundu þeir Armstrong og Scott skyndilega að snarpur titr- ingur fór um geimfarið. Þeir slitu þegar tengslin og stýrðu frá Agenaflauginni, en skyndilega réðu þeir ekki við neitt ... geimfarið valt og valt, unz þeir settu á öryggisstjórnkerfið. Þegar hér var komið sögu, var sú ákvörðun tekin í Houston að láta geimfarana lenda á Kyrra- hafi. Lendingin tókst mjög ve'l, Gemini 8 kom niður aðeins 1 km frá fyrirhuguðum lendingar- stað, um 800 km austur af Oki- nawa. Flugvél, sem fylgdist með lendingunni, kom auga á geim- farið þar sem það sveif til jarð- ar og lenti í sjónum og flaug hún samstundis yfir það. Kafarar vörpuðu sér út í fallhlíf og komu gúmmíhring fyrir umhverfis geimfarið til þess að halda því á floti. Eftir lendinguna tókst ekki að hafa samband við geim- farana, en þegar tundurspillirinn kom þangað höfðu þeir opnað geimfarið og sátu að snæðingi í sólinni hinir rólegustu. — ★ — Að sögn talsmanna NASA voru geimfararnir æðrulausir og rólegir meðan á veltingnum stóð. Rödd Armstrongs virtist með öllu styrk, er hann sagði frá því sem við bar. Hinsvegar mældist hjartsláttur þeirra með hraðasta móti um það bil, er þeir hófu lendinguna. Fréttamenn fengu eftir nokkurt þóf að heyra segulbandsupptöku af samtalinu við Armstrong í gærkveldi .... en talsmenn NASA höfðu ekki ætlað að birta samtalið fyrr en að loknum viðræðum við geim- farana, af ótta við að frétta- menn mistúlkuðu samtalið. Geimvísindamenn í Houston hafa látið í ljós nokkur von- brigði yfir því, að tilraunin skyldi ekki takazt betur — en jafnframt ánægju yfir því, að lendingin skyldi takast svo vei, sem raun bar vitni, og að geim- fararnir biðu ekkert tjón af, svo vitað sé. En að því er fréttamenn segja skipaðist á skammri stundu veður í lofti í Houston geimvís- indastöðinni í gær. Þar ríkti mikil ánægja yfir því hve geim- skotið sjálft hefði gengið vel og þegar geimfararnir náðu að tengja Gemini 8 Agena eldflaug- inni virtist sem tilraunin yrði einstaklega vel heppnuð. Var þess þá beðið með mikilli eftir- væntingu, hvernig ganga myndi tveggja klukkustunda ganga Scotts umhverfis jörðu utan geimfarsins, en hún átti að fara fram í dag. En allt í einu uíðu allir í Houston grafalvarlegir og kvíðafullir um hag geimfaranna og andaði enginn rólega fyrr en þeir voru lentir heilu og höldnu á Kyrrahafinu. Agena eldflaugin heldur áfram ferð sinni um himingeiminn. Eftir ýtarlegar mælingar mun _ braut hennar verða breytt og hún síðan geymd úti í geimnum, þar til annað geimfar verðurt sent á loft til þess að hafa sam- band við hana. En slík tilraun verður ekki 'gerð fyrr en kannað hefur ve'rið til fullnustu, hvað gerðist í gærkveldi í Gemini 8. Johnson, forseti lét svo um mælt í dag, að gieimfararnir tveir hefðu sýnt hið mesta hugrekki og hugarró í þeirri þrekraun, sem tilraun þessi hefði verið. Johnson sagði, að hann þættist vita, að geimfararnir hefðu orð- ið fyrir vonbrigðum yfir því að tilraunin tókst ekki betur en raun bar vitni, en þeir og aðrir skyldu minnast þess að sá áfangi að tengja Gemini 8 Agena eld- flauginni hefði tekizt og það hefði verið mikilvægt spor í * átt til ferða manna til tungls- ins. Þess má að lokum geta, að bandarísku sjónvarpsfélögunum bárust í gærkveldi þúsundir kvartana frá áhorfendum yfir því að þeir skyldu rjúfa venju- legar útsendingar til þess að birta fregnir af því, sem gerðist í Gemini 8 og síðan af lending- unni. Talsmenn sjónvarpsstöðva ABC og NBC sögðu í dag, að því er segir í AP-frétt, að þús- undir áhorfenda hefðu hringt og kvartað yfir truflun útsend- inga, en ekki einn einasti hefði þakkað þeim þessa þjónustu, sem að þeirra sjálfra áliti hefði bæði verið góð og sjálfsögð eins og á stóð. — Sovétstjórnin Framhald af bls. 1. þeir væru kennarar, prófessorar * og verkfræðingar. Þá hefur forseti Líberiu, Wiili- am Tubman, boðið Seko Toure, forseta Guineu að heimsækja sig og ræða byltinguná í Ghana. Skýrði Tubman svo frá í dag, að utanríkisráðherra Líberiu, Josepfi Rudolph Grimes og aðstoðar utan ríkisráðherrann, Robert Brewer, væru farnir til Conakry til þess að bjóða Toure til Líberiu. Tuib- man var að því spurður, hvers vegna hann hefði viðurkennt byltingarstjórnina í Ghana og svaraði, að þar hefði hann far- ið að dæmi Nkrumah, er hefði viðurkennt byltingarstjórnina í Nígeriu 24 klst. eftir að hún tók völdin. Tubman sagði, að Nkrumah væri velkominn með Toure til Líberiu — en ekki yrði tekið á móti honum sem þjóðhöfðingja. — Borgarstjórn Framhald af bls. 12 selja þessa gömlu togara og ég skal segja það alveg hreinskiln- islega, að ég tel sjálfsagt að leita eftir sölu á Pétri Halldórs- syni. Hann sýndi nærri 3 milljón kr. tap 1964, og er nú bundinn við bryggju. Það kemur einnig til greina sagði borgarstjóri að lokum, að BÚR leggi áherzlu á fiskvinnslu í landi og verði þjón- ustufyrirtæki fyrir þá miklu út- " gerð, sem rekin er frá Reykja- vík í samvinnu við reykvíska útgerðarmenn. Ennfremur tóku til máls Guð- mundur Vigfússon, Kristján Benediktsson og Óskar Hall- grímsson á ný. Tillögunni um kaup á skuttogurum var vísað til útgerðarráðs en till. um sölu á bv/v Skúla Magnússyni sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.