Morgunblaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLADID
Föstudagur 18. marz 1966
SIM'3-lf-GB
mfiifim
Volkswagren 1965 og ’66.
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍM! 220 22
bílaleigan
FERÐ
Daggjald kr. 3M
— pr. km kr. 3.
SlMl 34406
SENDUM
LITLA
bílnleignn
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
IVIAGINiÚSAR
skipholti21 símar 21190
eftir loWun símí 40381
VARAHLUTIR
Fyrir BMC
bifreiðir
Kveikjulok
Platínur
Ljósasamlokur
Luktarbotnar
Hurðarhúnar
Stýrisendar
Aurhlífar
og margt fleira.
MORRIS um'boðið,
Þ. Þorgrímsson & Co
Suðurlandsbraut 6. S. 3 86 40.
Ford V8 1934
er til sölu. Bifreiðinni fylgja
varahlutir ýmiskonar ætlaðir
til fullkominnar standsetning-
air. Vél þarfnast ekki við-
gerðar. Verð kr. 10.000,-.
Upplýsingar í síma 41175.
BOSCH
SPENNUSTILLAR
6 VOLT
24 VOLT
12 VOLT
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9.
Sími 3-88-20.
Minkur og ábyrgð-
armenn hans
Sigurlaug Bjömsdóttir
aendir okkur eftirfarandi bréf:
„Einhver lét þau orð falla,
að minkafrumvarpið vseri nú
aíturgengið á Alþingi, og má
það til sanns vegar færa. Verð-
ur framgangur þess væntan-
lega og vafalaust fast sóttur á
nýjan leik. Ég hefi hinsvegar
verið að furða mig á því, hve
lrtið bólar á andmælum við
málum þessum, sem sannar-
lega eru engin einkamál nokk-
urra gróðamanna, er eignast
vilja meiri peninga á auðveld-
an hátt, heldur er hér mikið
meira í húfi, og um ráðstafan-
ir að ræða, er varða land okkar
og þjóðina allla, um komandi
ár.
Bændur, búandi menn, og
landsfólkið yfirleitt, leiða mál-
ið hjá sér og láta lítt til sín
heyra. Finnst manni þó, að við
öll höfum ekki svo líiilla verð-
mæta að gæta, eða hver er sá,
að hann ekki sjái fyrir sér þá
auðn og tortímingu ,sem verða
mundi í íslenzku náttúrulífi,
næði minkurinn að nema hér
land í stórum stíl.
Háttum minksins þarf ekki
að lýsa, illvígur, harðsnúinn,
afkastamikill drápari, er ekki
lætur sér nægja ,sem þó flest
önnur dýr, að veiða sér til mat-
ar og seðja hungur sitt, heldur
hefir hann þáð reyndar sam-
eiginlegt með manninum sjálf-
um, að drepa til að drepa, og
sér til gamans og gleði.
Málið hefur verið rætt og
reifað, utan Alþingis og innan,
það hefir verið fegrað og gyllt
á alla vegu, og ókkur hinum
gert að fallast á allt og trúa
því, án allra þankabrota, að
hér væri um þjóðþrifa ráðstaf-
anir að ræða.
Öll þau rök, er fram hafa
komið, réttlætingar þessu mál-
efni, virðast mér fullkomlega
neikvæð, en sýna okkur aðeins
það, hve létt er gera illan mál-
stað góðan og áferðarfallegan,
sé rétt á spilum haldið. Þekking
arskortur kemur hér ekki til
greina, þar sem tilraun til
minkaeldis á slandi hefir þeg-
ar verið gerð, og fór eins og
öllum er kunnugt á þann veg,
að verri gat útkoman ekki orð
ið.“
■fr Gjaldeyrir
„En hvað er það eiginlega,
sem vakir fyrir möinnum, og
gerir þennan áhættusama og
óskemmtilega atvinnuveg svo
eftirsóknarverðan að tefla beri
á þetta tæpa vað?
Skiljanlega er einlægt vönt-
un á gjaldeyri, en þó varla
hægt að taka það tal alvar-
lega. Gangi menn um verzlun-
arhverfi Reykjavíkurborgar, og
renni augum á allt það skran
og glingur, er þar gefur að líta,
og sem við værum betur kom-
in án, þá blasir við, ekki gjald-
eyrisskortur, heldur bruðl og
óþörf eyðsla með okkar dýr-
mæta gjaldmiðil. Áhugamenn
minkaræktar sjá ekki neitt
nema gróða og gjaldeyri, og
telja að n,ú horfi við á allt ann-
an veg og betur verði um hrúta
búið, en í hið fyrra skiptið, er
þetta litla, óheilla dýr var flutt
inn í landið, og var þá eins og
nú, talið stórt mál, til hagsbóta
fynr þjóðarbúskapinn, og
hættulaust með öllu. En hvað
skeði þá, þrátt fyrir allar upp-
lýsingar og ieiðbeiningar þeirra
er vel þóttust vita. Enginn sá
við villidýrinu, sem sannarlega
er heldur ekkert lamb að leika
sér við, það fór allra sinna
ferða hindrunarlítið, og til
mnuu þeir menn vera er sitt-
hvað hefðu að segja frá allri
þeirri Látlausu baráttu, er síð-
an hefir verið háð, móti strand
höggi minksins í islenzku nátt-
úrulifi.
Það má vel vera að Norð-
menn og aðrar þær þjóðir, er
vitnað er í, séu þeim vanda
vaxnir að gæta loðdýra sinna,
svo enginn skaði hljótist af, en
þau handahófskenndu vinnu-
brögð og ábyrgðarleysi, er oft
gera vart við sig, meðal ís-
lenzkra manna við eitt og ann-
að, mundu hér fljótlega kom
í ljós.
•fr Gæti valdið
óbætanlegu tjóni
„Hve mörgum sinnum
hefir hér ekki verið hafizt
handa um ýmiskonar fram-
kvæmdir, er vel átti að vanda
til, en hafa misheppnast hrapal
lega, einhverju hefir verið á-
fátt, einhver hlekkur bilað, og
ég held að um engar öfgar eða
svartsýni sé að ræða, þó að við
viðurkennum þá staðreynd, að
fyrirhyggja, árvekni og ströng
samvizkusemi í starfi sé ekki
okkar Islendinga sterka hlið . ..
Smávegís mistök og kæruleysi
gætu hér valdið því tjóni, er
aldrei yrði bætt, og engin réði
við.
Meira en hugsanlegar eru
einnig margvíslegar utan að
komandi hættur, svo sem yfir-
gangur íslenzkra náttýruham-
fara, og er skemmst að minn-
ast fárviðris þess er nýlega
gekk yfir landið, og færði
margt úr skorðum, sópaði af
grunni heilum húsum, reif þök
af stórbyggingum, og tætti upp
girðingar. Svo eitthvað sé
nefnt. Einnig mætti minnast
þess, að hér er þegar orðinn
ekki svo fámennur hópur ill-
verka og skemmdarverka-
manna, er einskis svífast og
engu þyrma, svo að jafnvel
hestaeigendur í Reykjavíkur-
borg, geta ekki óttalaust átt
gæðinga sína á stalli, án þeirr-
ar áhættu, að þeir séu brennd-
ir lifandi, undir handarjaðri
þeirra.
1 þetta sinn má ekki láta
gróðasjónarmið, eða neins kon-
ar hagsmunamál, ráða úrslit-
um, hver ber ábyrðina, ef illa
fer, sem telja má nokkúrnveg-
in fyrirfram vitað. Lílega yrðu
fáir er gæfu sig fram til þess.
Trúnaðarmönnum okkar inn-
an Alþingis, og öðrum ráða-
mönnum, mun það hinsvegar
aldrei fyrirgefið, stuðli þeir að
því með samþykktum sínum að
minkaplágan steypist yfir ís-
land.
Sigurlaug Björnsdóttir
frá Veðramóti.“
■Jr Ilvað verður étið
— og ekki?
Trillueigandi skrifar eft-
irfarandi:
„Kæri Velvakandi.
Sorgleg sjón blasir við þeim
er ganga niður á Grandann og
víðar hér þar sem triilubátar
liggja í vafthirðu og reiðileysi.
Ekki ætla ég einvörðungu að
kenna það eigendum, þótt oft
sé þar pottur brotin. Bæjarfé-
lagið hefir ekkert gert til þess
að þessi gamli og góði atvinnu-
vegur geti haldist við, hvað
þá aukist. Ég held að nær all-
ir séu orðnir sammála um að
dragnótaveiðin hafi svo til eyði
lagt þessa mábátaútgerð, en
leyfið fyrir dragnótaveiðum var
byggt á aliöngum forsendum
þ.e. að svo mikill koli væri nú
orðinn í Faxaflóa að til vand-
ræða horfði fyrir aðra fisk-
stofna. Ég hefi aldrei orðið var
við þennan mikla kola. Hitt er
svo annað mál að í kjölfari
dragnótabátanna flýtur allt af
dauðu bolfiskungviði og sér þá
hver, sem sjá vill, að þar eru
menn að eyðileggja útsæðið.“
•fr Heilsubrunnur
„í höfninni hér er léleg
aðstaða fyrir örfáa trillubáta
þar sem komið hefir verið fyr-
ir tunnubaujum, flýtur timbur-
rusl, tvistur og alls kyns við-
bjóður sem er þar í eilifri hring
rás, auk olíubrákarinnar. Allir
bátar verða þar eins og drullu-
prammar og allir kaðlar þannig
að heilbrigði manna er í hættu,
ef snert er á. Þar sem ekki er
mikil mannaferð fær ekkert að
vera í friði fyrir þjófum og
skemmdarvörgum, sem njóta
þess að brjóta og eyðileggja
verðmæti annarra, undarleg
manngerð. Það er ekki vansa-
laust fyrir fiskveiðiþjóðina
margumtöluðu, að smábátar
skulu ekki hafa neinn sama-
stað í höfuðstaðnum og ekkert
gert til þess að glæða áhuga
manna á smábátaútgerð sem
bæði veitir ungum mönnum
góðan skóla í sjómennsku og
er ákjósanlegt sport og heilsu-
brunnur fyrir þá, sem fara vilja
á sjó í frístundum sínum. Þar
að auki er sá fiskur, sem veið-
ist á handfæri og línu, ákjós-
anlegasti soðmatur bæjarilia.
Hálfúldinn netafiskur og þvæld
ur togarafiskur er oft það eina
sem fæst hér í fiskbúðum."
-fg- Á Akureyri
„Á Akureyri hefir bæjar-
félagið látið gera ágæta og vin-
alega smábátahöfn sem hefir
glætt m.'ög áhuga manna þar á
smábátaútgerð. Væri nú ekki
til mikils mælst þótt Reykja-
víkurborg gerði eitthvað, þótt
ekki væri nema mannsæm-
andi samastað, að skapa þess-
um mönnum.
Mér hefir oft komið til hugar
hvort ekki mætti dýpka og
laga tjörnina yzt á Seltjarnar-
nesi, gera þar aðsetur fyrir
smábáta, trillur og sportbáta.
Þetta gæti orðið sá staður, sem
myndi hæna að sér drengi og
unglinga og glæða áhuga þeirra
á aðalatvinnuvegi landsmanna.
Þegar öllu er á botninn hvolft
er það sjórinn sem við munum
lifa á um langan tíma og er
það því ámælisvert að ekki
skuli gert það allra auðvirði-
legasta fyrir þá menn, sem
leggja vilja fyrir sig sjósókn,
þótt á smábátum sé. Hér í höf-
uðstað landsins er hundruðum
milljóna veitt til íþróttahús-
byggingar o.fl. sem ekki verður
étin ef í harðbakkann slær.
Trillueigandi.“
•ÍT Sekúndubrot
og gjaldeyrir
Suðurnesjamaður aem nii
er dvalargestur hjá N.L.F.t. i
Hveragerði skrifar:
„Velvakandi! Viltu gjöra svo
vel, að koma þeirri apurningu
á framfæri fyrir mig, hvort
Ríkisútvarpið hefur enga frétta
ritara í verstöðvunum Sand-
gerði og Keflavík þar sem nú
er vetrarvertíðin yfirstandandi,
mun mörgu-m leika forvitni á
að heyra, hvernig gengur með
aflabrögðin. Síðastliðna viku 6.
-13., marz fékk maður engar
fréttir af slíku, hvorki frá Sand
gerði, Keflavík eða Grindavík.
Aftur á móti fékk maður nóg
að heyra um skák, skíðahlaup
og handbolta og hvað það heit-
ir allt saman. Þetta er sjálf-
sagt gott út af fyrir sig, en ég
geri ráð fyrir að það hafi lítið
að segja, hvað við kemur gjald-
eyrisöflun fyrir þjóðarbúið. Ó-
neitanlega væri fróðlegra að
heyra eitthvað um aflafréttir,
heldur en hvort Pétur er brot
úr se! jindu á undan Páli í ein-
hverjum íþróttum.“
•fr Bergull
Loks er hér athugasemd
frá bréfritara:
„Seint mun lánast að girða
með öllu fyrir prentvillur, en
ávalt eru þær hvimleiðar og
oft miklu meir en það. í smá-
grein minni á vegum Velvak-
anda í Mbl. í dag, 15. marz, um
íslenzk heiti á málmi þeim, er
á erlendum tungum nefnist al-
uminium, eru tvær prentvillur
svo bagalegar að leiðrétting er
nauðsynleg. Asbest nefndi Vald
imar Asmundsson bergull, en
orðið hefir misprentast gegul,
sem vitanlega er bara vitleysa.
Þá hafði ég og sagt, að ajiminí-
inu (ekki alúmíinu) yrði að
byggja út úr þjóðtungunni. En
seinast í gærkvöldi heyrðum
við það í útvarpsfréttum. Til
þessa og til þess að fá í stað-
inn aðeins eitt viðurkennt heiti
þurfa blöð og útvarp að gera
með sér samtök.
Vel má getaþess, að I Banda-
ríkjunum og Kanada er málm-
ur þessi nefndur aluminum —
með áherzlu á öðru atkvæði, og
svo mun Sir Humphrey Davy,
er fyrstur uppgötvaði hann
(1807) hafa nefnt hann.
Öldugur."
T r úlofunarhringar
H A L L D Ó R
Skólavörðustíg 2.