Morgunblaðið - 31.03.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.03.1966, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1966 Hluti kvikmyndar úr Völsungasögu tekinn hér Verður dýrasta kvikmynd Þjóðverja eftir stríð SKÝRT yar frá í blaðinu í gær, að hér á landi væru staddir leik- stjóri og framkvæmdastjóri þýzka kvikmyndafyrirtækisins CCC, sem hefur aðsetur sitt í V-Berlín. Menn þessir munu dvelja hér í viku og velja heppi- lega staði til töku kvikmyndar um Völsungasögu, en ætlunin er að kvikmynda þriðjung fyrri hluta myndarinnar hér. Þeir fé- lagar hafa þegar ráðið tvo íslenzka aðstoðarmenn, þá Gísla Alfreðsson leikara, sem verður til aðstoðar leikstjóra, og Þor- geir Þorgeirsson, sem aðstoða mun við kvikmyndun. Á fundi með fréttamönnum sagði hinn þýzki leikstjóri dr. Reinl, að þessi mynd yrði sú dýr asta, sem Þjóðverjar hafa gert eftir stríð, og er kostnaður við hana áætlaður um 8 milljónir marka. Myndin verður tekin í tveimur þjóðlöndum auk íslands, Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu. Þegar hefur verið skipað í aðal- hlutverk myndarinnar. Mun Uwe Beyer leika Sigurð Fáfnisbana, en Beyer hlaut bronz-verðlaunin í sleggjukasti á síðustu Olympíu- leikum. Með hlutverk Brynhild- ar Buðladóttur fer Karin Dor, fræg þvýzk kvikmyndastjarna og eiginkona dr. Reinl. Konu Sig- urðar Fáfnisbana, Grímhildi, leikur Maria Marlowe, sem einnig er fræg þokkagyðja, bú- sett í Múunchen. Atla Húnakon- ung leikur hinn bandaríski Jack Palance, sem íslenzkum kvik- myndahúsgestum er að góðu kunnur. Framkvæmdastjóri kvikmynda fyrirtækisins CCC, Karytowski, tjáði fréttamönnum, að leikarar og kvikmyndatökumenn mundu koma hingað í lok ágústmánað- ar og stendur kvikmyndatakan 5 af 7 nefndarmönnum vilja samþ. bjórfrumv. í 3 vikur. Sagði Karytowski, að kvikmyndúnin færi að öllum lík indum fram í Vík í Mýrdal, Dyr- hólaey, á Þingvöllum og ef til vill við Mývatn. Höfðu þeir fé- lagar heimsótt alla þessa staði, nema Mývatn, og þótti mikið til koma fegurðar þeirra. í fylgd með leikurum og kvikmynda- tökumönnum til fslands í sumar verða þýzkir blaðamenn og sjón varpsmenn. Upphaflega var ráð fyrir gert, að sá hluti myndarinnar, sem tekinn verður á íslandi, yrði tek- inn á írlandi, en fyrir atbeina Dieter Wendler og Flugfélags ís- lands komu þeir dr. Reinl og Karytowski hingað til lands, og kváðust þeir ekki sviknir af för- inni hingað. Dr. Reinl hefur sjálfur gert kvikmyndahandritið að Völs- ungasögu, en stef úr óperu Ric- hard Wagners verða notuð til uppfyllingar í textann.' Þeir félagar gerðu sér vonir um, að kvikmyndin yrði frum- sýnd annan dag jóla á þessu ári, í Múnchen. Maríus Helgason Hjörtur Jónsson Umdæmisstjóraskipti á Isafirði og Akureyri BLAÐIÐ Vesturland á ísafirði skýrir hinn 25. marz sl. frá því að umdæmisstjóraskipti hafi orð- ið við póst og síma á ísafirði. Kemst blaðið síðan að orði á þessa leið: „Nýlega lét Maríus Helgason af embætti umdæmisstjóra lands hér í bæ. Vesturland býður Hjört símans hér á ísafirði, en því embætti hefr hann gegnt undan- farin ár. Maríus hefur nú tekið við embætti umdæmisstjóra landssímans á Akureyri. Vestur- land árnar Maríusi allra heilla í hinu nýja starfi og óskar hon- um og fjölskyldu hans velfarn- aðar á ókomnum árum. Þá hefur Hjörtur Jónsson ný- lega verið skipaður umdæmis- stjóri landssimans hér á ísafirði og mun hann taka við því starfi innan skamms. Hjörtur er bor- inn og barnfæddur ísfirðingur, sonur hjónanna Ásu og Jóns Grímssonar málafærslumanns velkominn til starfa hér“. Frakkar gefa NATO ársfrest til oð flyfja á broft frá Frakklandi í GÆR var lagt fram á Alþingi nefndarálit frá meirihluta alls- herjarnéfndar neðri deildar um Samningur við Norðmenn HINN 30. marz var undirritaður samningur milli Islands og Nor- egs uffl að komast hjá tvískött- un og koma í veg fyrir undan- skot frá skattlagningu á tekjur og eignir. Samningurinn undir- skrifuðu settur utanríkisráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrir ís- land og ambassador Noregs á ís- landi, hr. Tor Myklebost, fyrir hönd Noregs. (Frétt frá utanríkisráðun.). Akranes SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Akra- ness heldur almennan fund í félagheimili templara föstudag- inn 1. apríl n.k. kl. 8.30 síð- degis. Fundarefni: Efnahagsmál, tolla- og skatta- mál. Magnús Jónsson fjármála ráðherra. Öllum er heimill að gangur. frumvarpið um breytingu á áfengislögunurp. Fimm nefndar- manna af 7 mæla með samiþykkt frumvarpsins. Þeir eru Matthías Bjarnason, Pétur Sigurðsson, Birgir Finnsson, Óskar E. Levý og Bjöm Fr. Björnsson. Einn þeirra, Björn Fr. Björnsson flyt- ur þó breytingartillögu þess efnis að heimild 1. greinar frumvarps- ins öðlist því aðeins lagagildi, að á urdan gangi þjóðaratkvæða- greiðsla. Skúli Guðmundsson vill að frumvarpið verði fellt og Ragnar Arnalds var fjarverandi þegar miálið var afgreitt í nefnd- inni. Kosningar í S-Afríku Jóhannesarborg, 30. marz (AP). ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Suður Afríku í dag. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morg un, og N'ifðu þá þegar myndast langar biðraðir við suma þeirra. Voru Hendrik Verwörd, forsæt- isráðherra og kona hans meðal þeirra fyrstu, er greiddu at- kvæði. Það eru aðeins hvítir menn, sem hafa atkvæðisrétt, og eru um 1,7 milljónir á kjörskrá. En 14 milljónir blökkumanna fá hvergi nálægt kosningunum að koma. Kosnir verða 170 þingmenn, og er flokki Verwörds spáð yfir- burða sigri. París, 30. marz — (AP-NTB) í D A G tilkynntu Frakkar öðrum aðildarríkjum Atlants hafsbandalagsins að flytja verði alla starfsemi banda- lagsins frá Frakklandi fyrir 1. apríl 1967. Kemur þetta fram í orðsendingum frönsku stjórnarinnar til stjórnahinna aðildarríkjanna, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í París. Þessar sömu heimildir segja að tilkynning Frakka feli ekki í sér neina úrslita- kosti, því ef erfitt reynist að verða við þessum kröfum um brottflutninginn, megi semja um framlengingu á frestin- um. — Orðsendingar til hinna aðildar- ríkjanna 14 eru allar samhljóða, nema til Bandaríkjanna, Kanada og Vestur Þýzkalands. I þeim orðsendingum er sérstaklega rætt um vandamál varðandi bandarískar og kandadískar her- stöðvar í Frakklandi, og um franskar herstöðvar í Vestur Þýzkalandi. f orðsendingunni til Vestur Þýzkalands er gefið í skyn að frönsku hersveitirnar geti áfram verið staðsettar á vestur þýzku landsvæði eftir 1. I GÆR var birtur framboðslisti Alþýðuflokksins við borgarstjórn arkosningarnar í Reykjavík. 15 efstu sæti listan skipa þessir menn: Óskar Hallgrímsson, rafvirki, Páll Sigurðsson, tryggíngarlækn- ir, Björgvin Guðmundsson, deild arstjóri, Bárður Daníelsson, verk fræðingur, Jóhanna Sigurðardótt if, flugfreyja, Eiður Guðnason, apríl 1967, ef um semst á milli stjórnanna. Vestur Þjóðverjar hafa þegar svarað þessu atriði orðsending- Framh. á bls. 27 HIÐ ÍSLENZKA bókmennta- félag sendir frá sér þessa dag- ana ársbækur sínar fyrir árið 1965. Eru það Skímir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, og bókin Ritunartími íslendinga- sagna, rök og rannsóknaraðferð eftir Einar Ól. Sveinsson. Er þetta 139. ár Skírnis ,sem nú er undir ritstjórn Halldórs Halldórssonar, prófessors. Er efni hans f./ólbreytt, og af efni eftir islenzka höfunda má nefna: Handritamálið á lokastigi, eftir ritstjórann, greinarnar Upphaf íslandsbyggðar og Fyrsta mál- fræðiritgerðin og upphaf íslenzkr blaðamaður, Jóna Guðjónsdóttir, form. verkakv.fel. Framsóknar, Guðmundur Magnússon, skóla- stjóri, Óskar Guðnason, prentari, Sigfús Bjarnason, varaform. Sjó mannafél. Reykjavikur, Þóra Ein arsdóttir, frú, Jónas Ástr'áðsson, form. FUJ, Þormóður Ögmunds- son, bankafulltrúi, Torfi Ingólfs- son, verkamaður, og Emilía Samúelsdóttir, frú. Auglýst eftii vitnwn BROTIZT var inn í skúr i Hvassahraunslandi, sennilega á tímabilinu frá hádegi á sunnu- dag til mánudagskvölds s.l. Þeir sem gætú gefið upplýsingar um mannaferðir á þessum slóðum á umgetnum tíma, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til lögreglunn- ar i Hafnarfirði. ar sagnaritunar eftir Hermann Pálsson, lektor í Edinborg. Bjarni Guðnason, prófessor skrif ar þanka um siðfræði íslend- ingasagna, Ólafur Halldórsson, cand. mag. greinina Úr bréfum Fjölnismanna; Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður um eina jarlsvísu og konungsbréf; Sveinn Einarsson, leikhússtjóri greinina Helgileikir og herra- nætur; Selma Jónsdóttir, list- fræðingur um gamla krossfet- ingarmynd og Aðalgeir ICristjáns son cand. mag um Gísla sögu og samtíð höfundar. Er þetta Skirnishefti 219 bls. Ritunartími íslendingasagna eftir Einar Ól. Sveinsson, pró- fessor er íslenzk útgáfa á bók, er höfundur gaf út um þetta efni í Lundúnum 1958 og nefnd- ist Dating the Icelandic Sagas. Var útgefandi þar The Viking Society. í þessari islenzku út- gáfu hefur ýmsu verið breýtt og einnig bætt við nýjum köfl- um, sumum skemmri öðrum lengri, sem höfundi þótti vanta í upphaflegri útgáfunni. Er bók- in 165 bls. að stærð. Báðar eru bækurnar prentað- ar í Prentsmiðj unni Leiftri. Afgreiðslu ársbókanna annast -Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 18. VINDUR var við norðrið og 10 stig á Bretlandseyjum en él norðanlands og austan en um 5 stig í Suður Svíþjóð og víðast þurrt og léttskýjað á Danmörku, en hér var frost Suður og Vesturlandi þegar um allt land. leið á daginn. Hiti var um Listi Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosningar Skírnir og Ritunar- tími íslendingasagna Árbækur Hins íslenzka bókmennta- félags komnar út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.