Morgunblaðið - 31.03.1966, Side 24

Morgunblaðið - 31.03.1966, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR inn. Hvert högg var hljóðlaust. Þarna var hvergi holt undir. Snögglega heyrðum við bæði sama hljóðið. Og það var ekki stuna handan fyrir vegginn, heldur fótatak í stiganum. — Fljót nú! Rod greip í mig og við þutum bak við þykku glugga tjöldin, þar sem við höfðum falið okkur fyrr um kvöldið. betta var óhugnanlegur felu- leikur. Skrifstofudyrnar opnuð- ust og ljós var kveikt. Gegn um rifu milJi tjaldanna gat ég séð að þetta var Eastman. Hann gekk þunglamalega að skrifborðinu og settist niður. Rod hélt utan um mig. Þrýsti mér fast að sér. Þama kom það. Eastman mundi bráðlega opna leynidyrnar og þá var tækifær- ið .... Eastman var að opna mið- skúffuna í skrifborðinu. Hann stóð upp og sagði rólega: — Upp með hendumar! 5. kafli. Hann miðaði skammbyssu á tjaldið, sem við stóðum bak við. í sama bili hafði Rod ýtt mér niður á gólfið og skotið. Borðlampinn sprakk eins og sprengja. Þunga byssan hjá Eastman hljóp af andartaki seinna, með heljarmiklum hvelli, og miklum púðurþef, en við höfðum þegar skriðið yfir gólfið og í það litlí, skjól, sem var af borðinu. — Farðu til dyranna og hlauptu eins og fjandinn sé á hælunum á þér, sagði Rod og greip andann á lofti. Ég beygði mig niður og íhljóp allt hvað af tók, og Rod svo á eftir mér og við þutum niður stigann, eins og bezt vildi verk- ast. En þegar við komum fram á stigagatið, kom maður hlaupandi í áttina til okkar — það var ljós- hærði maðurinn frá Islington. Rod stökk að þunga grindverk- inu við stigann og yfir það og Jenti með báða fætur á axlirnar á manninum. Þeir duttu báðir með hávaða og dynkjum og Rod sem var þyngri, ofan á hinum. Hann stökk á fætur og við þut- um út gegn um forsalinn og gegn ALLTAF FJOLGAR VOLKSVJAGEN Því stœrri hjól, þeim mun færri snúning- ar — því færri snúningar, þeim mun minni slitflötur — því minni slitflötur, þeim mun meiri ending á dekkjum. Því stærri sem hjólin eru, þeim mun betri er fjöðrunin. Bremsurnar stærri, betri kæl- ing og meiri bremsuvirkun. --------------® ------------------- Komið, skoðið og reynið Volkswagen. Hér ó landi er Volkswagen tvímælalaust vinsælasti, eftirsóttasti og mest seldi bíll- inn, enda er hann vandaður og sígildur bíll, en ekkert tízkufyrirbæri. Volkswagen er því örugg fjórfesting og í hærra end- ursöluverði en nokkur annar bíll. ---------------- ® ------------------ Það eru stór hjól ó Volkswagen 560x15. HEILDYERZLUNIN S'imi 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 um framdyrnar, sem til allrar hamingju voru ólæstar. Við flúðum út í garðinn og svo yfir hann og bak við runnana, en þar stönzuðum við og fleygð- um okkur flötum á hrímaða jörð ina. Við ætluðum varla að ná andanum. — Sjáðu þarna við framhliðið, sagði Rod, allt í einu. í myrkr- inu gat ég séð mann í smóking- fötum og skein á hvíta skyrtuna. Hann var með haglabyssu í hend inni. Með Rod á undan, hörfuðum við nokkur skref til baka og læddumst yfir akbrautina. Þetta var hættulegt, þar eð við sáumst vel á ljósleitum steinsteypuhell- unum. Við vorum komin hálfa leið yfir breiða brautina, þegar annar samkvæmisskórinn minn datt úr hendi mér, svo að glumdi í. Rod kippti mér harkalega til hliðar, þá kom blossi út úr ein- um glugganum og hvinurinn í kúlu, sem hoppaði af steini. — Hann er með hljóðdeyfi taut aði Rod og dró mig inn í runn- anna. Maðurinn við gluggann skaut aftur, en þó ekki í áttina tii mín, en svo aftur og í þetta sinn heyrði ég þytinn af kúlunni. — Hittu þeir þig, Rod? — Hún fór gegn um frakkann minn. Ég er feginn. Ég hef verið að bíða með þetta þangað til nú, bætti hann við og hleypti af -a 16 -n skoti áleiðis að framdyrunum. Það heyrðist óp og . maðurinn datt aftur yfir sig. — Við skulum forða okkur, sagði hann og við tókum tii fót- anna. Ég er enn að endurtaka þetta hlaup, upp úr svefni, hras- andi og dettandi, og stundum finnst mér ég vera að hlaupa í lausu lofti. Loksins duttum við inn í bílinn, lafmóð. Rod læddisf á tánum upp dimman stigann í gistihúsinu, eftir krókóttum göngum, fram- hjá mannlausum skóm. Þarna var svo kyrrt, að jafnvel skórnir virtust ekki tilheyra neinum mannlegum verum. Ég gat ekki trúað, að þarna væri nokkur lif- andi sála nema við tvö. Ég hélt hitabrúsa í höndun- um, sem við höfðum farið með inn í einhverja nætur-kaffistofu í Oxfordstræti til að fá kaffi á — Við komumst ekki einu sinni með hann alla leið í hringinn, því að hann lenti áður í slagsmálum við einn af áhorfendunum. hann. Loksins komum við að herbergisdyrunum mínum. Ég kveikti ljós og Rod lokaði dyr- unum varlega. Við settumst þegjandi á rúm- ið og störðum hvort á annað. Þessi martröð hélt áfram áð endurtaka sig í hausnum á mér, rétt eins og kvikmynd, sem ein- hvér hefði heimtað sýnda aftur og aftur. Ég sá hillurnar í bóka- stofunni hreyfast, vaxlita grím- una á John Firth og skothvellinn í bókastofunni. Rod virtist ekki taka neinn þátt í þessum hugs- anagangi mínum. Hann var að skrúfa lokið af hitabrúsanum, og hella úr honum kaffinu, sem gerði gufu í köldu herberginu. Andlitið á honum, með háu kinn beinunum og írsku efrivörinni, var rólegt. — Þurfum við að fara í lög- regluna? sagði ég loksins. Guð minn góður! Það er eins og ég þurfi alltaf að vera að segja þetta á tveggja klukkutíma fresti! En vissulega sleppum við ekki við það, úr því að þetta er orðið meira eða minna opinbert, hvort sem er. Rod saup á kaffinu. Það var þykkt þegar það kom út úr hita- brúsanum. — Ég er hræddur*um, að við getum það ekki, Virginia, enda þótt þess væri ful'l þörf. Og ég skal segja þér, hversvegna. Ég hitti þennan mann þarna í dyrunum. Líklega hef ég nú bara meitt hann, en það er nú svona samt, að ég gæti orðið i LITAVER ht. ÚTI - INNI MÁLNING í ÚRVALI Alltaf eru þeir fleiri og fleiri sem hagnýta sér hin hagkvæmu viðskipti í LITAVER, Grensásvegi 22 og 24. — SÍMAR 30280 — 32262 — LITAVER hf. tekinn fastur fyrir morðtilraun. Og þú yrðir meðsek. Og annað sem verra er. Hvað um Firth? Þeir mundu drepa hann meðan lögreglan væri enn að sleikja blýantana sína. — Já, en Rod! Við erum ekki einu sinni viss um, að það hafi verið Firth, sem við sáum i prestskompunni. Okkur gæti hafa skjáttazt. — Satt er það. Þarna þekkti ég aftur auglýs- ingaröddina. Það eru til tuttugu aðferðir til að selja hlut og mín getur verið eins góð og þín. Auglýsingamenn eru heiðarleg- ir, ekki vantar það. Stundum eru þeir svo hreinskilnir, að mig langar mest til að snúa þá úr hálsliðunum. — Ég veit aðferð til að kom- ast að því, sagði ég. — Hvers- vegna ekki hringja heim til Firths? — Á þessum tíma sólarhrings? — Hann er nú ráðherra, guð minn góður! Ég býst ekki við, að ríkisstjórnin fái alltaf fullan svefn. — Þú lætur ekki að þér hæða! — Og þú ert leiðinlegur, sagði ég og taugaóstyrkurinn frá bvi fyrr, breyttist og varð að gremju yfir læriföðurframkomu Rods. — Á ég að hringja eða ekki? — Það skaðar ekki að reyna það. Syfjaður næturvörður í gisti- húsinu, sem var óvanur nætur- hringingum, svaraði beiðni minni um númerið í Cobham. Ég beið þolinmóð eftir nokkrum smellum í símanum og svo draugalegri röddinni, sem alltaf er í langlínusamtölum. Ég heyrði loksins hringingu. Enn eftir langan tíma kom rödd í símann, og ég þekkti sett- legu röddina í gömlu ráðskon- unni. Ég þarf að ná í hr. Firth I áríðandi erindi, sagði ég lágt. — Þetta er ungfrú Strickland. Við komum tvö í gærkvöldi að finna hr. Firth. Getið þér með nokkru móti náð í hann í símann? Já,r ég skil .... Ég lagði frá mér símann. Rod horfði á mig með ákafa í svipnum. er lam Éfi/ta u OSTA OG SMJÖRSALAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.