Morgunblaðið - 31.03.1966, Page 27
Fimmtudagur 31. marz 1966
27
MORGU NBLAÐIÐ
Sverrir Haraldsson.
Franska ríkið kaupir mál-
verk eftir Sverri Haraldss.
— Kosið
Framhald af bls. 1.
iherrann ástæðu til að vera mjög
bjartsýnn. Aðallega virðist hon-
um hafa tekizt að vinna hylli
ungs miðstéttarfólks, en þessar
fjölskyldur studdu margar hverj-
ar íhaldsflokkinn við kosningarn
ar 1959, Frjálslynda flokkinn
1964 og sennilega Verkamanna-
llokkinn nú.
Hinsvegar virðist hækkandi
verðlag, takmörkun lána og
hækkun húsaleigu hafa skapað
einhvern glundroða hjá ófag-
lærðum verkamönnum, sem hing
að til hafa verið eindregnir fylg-
ismenn Verkamannaflokksins.
Næstu fimm árin má búast við
að ákvörðun verði tekin um að-
ild Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu, og að mikilsverðar á-
kvarðanir reynist nauðsynlegar
varðandi efnahag Bretlands.
Einnig má reikna með breyttri
afstöðu til varnarmála. Sigri
Verkamannaflokkurinn, eins og
sennilegt virðist, má búast við
að hann snúi sér meira að áætl-
unarbúskap, og auknu eftirliti
með iðnaði landsins. Leiðtogi
íhaldsflokksins, Edward Heath,
hefur hinsvegar lýst því yfir að
flokkur hans muni berjast fyrir
auknu einstaklingsframtaki, þótt
ekki hafi hann hugsað sér breyt-
ingar á grundvallaratriðum nú-
verandi velferðarríkis.
Kosningarnar hefjast klukkan
sex í fyrramálið eftir staðartíma
og verður kjörstöðum lokað kl.
20. Talning hefst strax eítir lok-
un, og er búizt við úrslitum úr
425 kjördæmum fyrir klukkan
tvö aðfararnótt föstudags (þ.e.
kl. eitt eftir ísl. tíma). Á föstu-
dagsmorgun hefst svo talning
klukkan níu í kjördæmum þeim
sem eftir verða. Búizt er við að
heildarúrslit verði kunn á föstu-
dag, en hugsast getur að eitt eða
tvö kjördæmi verði eftir til
laugardags.
Leiðtogi þess flokks, sem fer
með sigur af hólmi í kosning-
unum, mun svo mynda nýja rík-
isstjórn áður en næsta þing kem-
ur saman í fyrsta sinn hinn 21.
apríl n.k.
Alls eru frambjóðendur nú
1707, og keppa sem fyrr segir
um 630 þingsæti. íhaldsflokkur-
inn býður fram í öllum kjör-
dæmum, Verkamannaflokkurinn
í 621, og frjálslyndir í 311.
— Körfubolti
Framhald af bls. 26
víkur skoruðu Agnar og Einar
Matth. 16 hvor, Birgir 15, Gunn-
ar 8, Hólmsteinn 6, Kristinn og
Kolbeinn 5 hvor, og Hallgrímur
4. Hvort lið um sig tók 16 víti
og hittu liðin H hvort. Dómarar
í leiknum voru Finnur Finnsson
og bandariskur dómari, og
dæmdu þeir vel.
— Takmarkið
Framhald á bls. 10
ingarframkvæmdir hjá ykkur
undanfarið?
—• Svo mun ekki hafa verið,
þar sem athafnalífið hefur verið
heldur dauft framan af í vetur
sökum aflaleysis, sem vonlegt er
í fiskveiðabæ, þegar lítið sem
ekkert veiðist. En þetta stendur
allt til bóta núna.
— En lítið þið Sjálfstæðiskon-
urnar ekki björtum augum á
framtíðina?
— Að sjálfsögðu. Við vonumst
alltaf eftir að fá fleiri konur til
þess að efla starfsemi okkar og
að okkur takist að koma konum
að í bæjarstjórnina. Sem stend-
ur á engin kona sæti þar.
STJÓRN FÉLAGSINS
Stjórn Sjálfstæðiskvennafé-
lagsins „Bárunnar" skipa eftir-
taldar konur, ásamt formannin-
um, frú Ragnheiði Þórðardóttur,
Valgerður Sigurðardóttir, vara-
formaður, Fríða Proppé, gjald-
keri, Helena Halldórsdóttir, rit-
ari, og meðstjórnandi Sigríður
Auðuns. í varastjórn eru Svana
Þorgeirsdóttir og Stefanía Sig-
urðardóttir.
Á ALÞJÓÐLEGRI málverkasýn-
ingu (Biennal), sem haldinn var
í París í lok síðasta árs á verk-
um ungra mélara (undir 35 ára
aldri), keypti franska ríkið mál-
verk eftir Sverri Haraldsson.
Blaðið hefur frétt, að málverk
ið verði sett upp í Musé des Arts
í París.
Málverk þetta var ekki til sölu
á sýningunni, þar sem það var
í einkaeign, en eigandi myndar-
innar heimilaði listamanninum
engu að síður að selja myndina.
Málverk þetta, er var á síðustu
sýningu Sverris hérlendis nefn-
ist „Landslag“, málað 1963, stærð
88x120, og seldist það á 18 þús-
und kr.
Sverrir ótti þrjár myndir á
þessari sýningu í París.
Blaðið hefur fregnað, að
Sverrir Haraldsson muni setja
— Frakkar
Framhald af bls. 2.
arinnar með því að gefa í skyn
að frönsku hersveitirnar þar í
landi verði að vera undir sam-
eiginlegri yfirstjórn Atlantshafs-
bandalagsins. Að loknum fundi
vestur þýzku stjórnarinnar í
Bonn í dag sagði talsmaður
hennar að dvöl franskra her-
sveita í landinu væru samkvæmt
samningum margra ríkja. Og að
þessir samningar væru ein heild,
svo ekki væri unnt að útkljá
málið með einkasamningum
Frakka og Vestur Þjóðverja.
Fulltrúar hinna aðildarríkj-
anna 14 komu sáman til fundar
í París í gær. Skýrði Joseph
Luns, utanríkisróðherra Hol-
lands frá því í Amsterdam í dag
að fundurinn hafi orðið til þess
að efla mjög einingu ríkjanna,
og að þau mundu í framtíðinni
koma sameiginlega fram í mál-
um, er varða Frakkland og
ákvörðun Frakka um að segja
sig úr Atlantshafsbandalaginu.
Haft var eftir óstaðfestum
fréttum í París að fulltrúar ríkj-
anna 14 hafi á fundi sínum í
gær ákveðið að láta Frakka
greiða fullu verði ákvörðunina
um úrsögn úr NATO. Var ákvörð
unin tekin eftir að fulltrúarnir
höfðu hlýtt á ræðu Georges
Balls, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkj anna. Var samþykkt
fulltrúanna á þá leið að skora á
Frakka á að greiða hluta hluta
af kostnaðinum við flutningana.
Einnig var ákveðið að Frakkar
skyldu ekki lengur hafa aðgang
að sameiginlegu varnarkerfi
bandalagsins, sérstaklega að því
er varðar loftvarnir. Einnig er
það haft eftir George Ball að
Bandaríkjamenn muni krefja
Frakka um þau kjarnorkuvopn,
er þeim hafa verið lónuð í varn-
arskyni, ef de Gaulle Frakklands
forseti stendur við hótanir sínar
um úrsögn úr NATO. Benda
heimildirnar á að með þessum
aðgerðum Bandaríkjanna standi
Frakkar uppi varnarlausir.
upp stóra sýningu á nýgerðum
málverkum og „tréskúlptúr" í
lok næsta mánaðar.
— Flokksþingið
Framhald af bls 1
flokksins, sem er bannaður i
heimalandi sínu. Fulltrúar Alsír,
þeir sem heim fóru, eru hins
vegar félagar þjóðfrelsisfylking-
arinnar.
Fulltrúi Norður Vietnam, Le
Duan, flutti Leonid Brezhnev
þakkir fyrir ummæli hans frá í
gær um baráttu Vietnambúa
gegn Bandaríkjunum. Sagði
hann að stuðningur flokksþings-
ins við baráttuna væri Vietnam-
búum mikils virði. Hélt hann
því fram að tilraunir „heims-
valdasinna“ til að undiroka Viet
nambúa væru fyrirfram dauða-
dæmdar. Þá lýsti hann því yfir
að kommúnistar í Norður Viet-
nam væru trúir þeim grundvall-
arreglum byltingarinnar, er
fram kom í Moskvu-yfirlýsing-
unum 1957 og 1960, og mundu
vinna af einhug að einingu í al-
þjóða kommúnistahreyfingunni.
Wladyslav Gomulka, leiðtogi
pólskra kommúnista, sagði að
Bandaríkjamenn hefðu tekið að
sér hlutverk alheimslögreglu
auðvaldsstefnunnar. Fordæmdi
hann „árásarstefnu" Bandaríkj-
anna gagnvart Vietnam, og sagði
að Pólland mundi halda áfram,
ásamt öðrum kommúnistaríkj-
um, að veita Vietnam hugsjóna-
legan og efnahagslegan stuðning.
Þá veittist Gomulka að Vestur
Þjóðverjum, sem hann sagði
vilja endurskoða og breyta nú-
verandi landamærum Póllands í
vestri og „afmá“ Austur Þýzka-
land. Sagði hann stefnu Vestur
Þjóðverja hættulega heimsfrið-
inum.
Ferming
í Sauðárkrókskrrkju á pálma-
sunriudag kl. 10,30 og 13,30. —
Prestur sr. Þórir Stephensen.
Piltar:
Árni S. Ingimundarson,
Ketu, Rípurhreppi.
Einar I. Gíslason, Hólavegi 18.
Erlingur Viðar Sverrisson,
Skagfirðingabraut 39.
Finnbogi J. Rögnvaldsson,
Skagfirðingabraut 5.
Guðmundur Örn Ingólfsson,
Hólavegi 21.
Jóhann Aadnegard, Skógargötu 1
Kristján M. Kárason, Hólavegi 23
Magnús H. Rögnvaldsson,
Skagfirðingabraut 11.
Marteinn R. Guðmundsson,
Skagfirðingabraut 35.
Matthías H. Angantýsson,
Hólmagrund 1. >
Stefán Árnason,- Skagfirðinga-
braut 1.
Stefán S. Guðjónsson, Skólastíg 1
Vilhjálmur Egilsson, Bárustíg 1.
Stúlkur:
Alda J. Skarphéðinsdóttir,
Gili, Skarðshreppi.
Anna Kristín Gunnarsdóttir,
Hólavegi 17.
Anna S. Friðriksdóttir Öldustíg 9
Elín J. Hansen, Ægisstíg 1.
Elín H. Sæmundsdóttir,
Skógargötu 18.
Guðbjörg Marteinsdóttir,
Ægisstíg 5.
Guðbjörg S. Pálmadóttir,
Ægisstíg 3.
Guðlaug R. Jónsdóttir,
Hólavegi 26.
Guðrún Marteinsdóttir, Ægisst. 5
Guðrún Pálsdóttir, Hólma-
grund 11.
Hanna Björg Halldórsdóttir,
Skólastíg 1.
Jóhanna S. Björnsdóttir,
Aðalgötu 13.
Karlotta Evertsdóttir, Bárustíg 10
Kristín D. Árnadóttir,
Hólmagrund 4.
Kristín S. Ögmundsdóttir,
öldustíg 13.
María J. Valgarðsdóttir,
Skagfirðingabraut 4.
Sigurlaug H. Jónsdóttir,
Skógargötu 24.
Sigurlaug S. Pálsdóttir,
Freyjugötu 21.
Svava S. Hjaltadóttir, Öldustíg 3.
Tilkynniny
til hluthafa í Ht Eimskipafélagi
Islands
Með því að enn eiga allmargir hluthafar í H.f. Eimskipa-
félagi íslands eftir að skipta hinum eldri hlutabréfum
sínum fyrir jöfnunarhlutábréf með tíföldu verði, sam-
kvæmt auglýsingu félagsins dags. 12. júlí 1963, er hér
með eindregið skorað á þessa hluthafa að framvísa hluta-
bréfunum hið fyrsta, þareð nauðsynlegt er að unnt
verði að ljúka hlutabréfaskiptunum eigi síðar en um
næstu áramót.
Hlutabréfin ásamt stofnum og arðmiðaörkum skulu af-
hent aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, en hlutabréfun-
um er veitt viðtaka á 4. hæð í húsi félagsins, Pósthús-
stræti 2. (Ekki er nóg að afhenda eða senda aðeins stofninn
og arðmiðaörkina, heldur verður að afhenda sjálft hluta-
bréfið).
Þeir hluthafar, sem ekki geta komið því við að afhenda
skrifstofunni hlutabréf sín, geta sent þau í ábyrgðárpósti,
eða afhent þau afgreiðslumönnum félagsins úti á landi,
sem síðan senda hlutabréfin áfram til aðalskrifstofunnar.
Með því að hlutabréfin eru nafnskráð, er nauðsynlegt að
skrifa á bakhlið þeirra greinilegt nafn og heimilisfang
þess, sem hlutabréfin skulu nafnskráð á. Hafi orðið eig-
endaskipti að hlutabréfi, skal útfyllt sérstakt eyðublað
með tilkynningu um eigendaskiptin. Eyðublöð þessi má
fá á skrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá afgreiðslu-
mönnum þess um land allt.
Nú hefur hlutabréf glatazt eða eyðilagst á einhvern hátt
og skal það þá tilkynnt skrifstofu félagsins eða afgreiðslu-
mönnum þess. Eyðublöð fyrir Slíkar tilkynningar má fá
á skrifstofu félagsins og hjá afgreiðslumönnum þess úti
á landi.
Glötuð hlutabréf. Til þess að unnt sé að gefa út nýtt
hlutabréf í stað hlutabréfs sem hefur glatazt, verður
samkv. 29. gr. laga nr. 77, 27. júní 1921 um hlutafélög,
svo og 5. gr. samþykkta Eimskipafélagsins að fá ógild-
ingardóm á hinu glataða hlutabréfi. Þarf þá að höfða
mál til ógildingar á hlutabréfinu, en með því að slíkt
hefur í för með sér bæði fyrirhöfn og nokkurn kostnað
fyrir hvern einstakan hluthafa, hefur stjórn Eimskipa-
félagsins samþykkt að veita þeim hluthöfum, sem þess
óska, aðstoð félagsins við útvegun ógildingardóms, þeim
að kostnaðarlausu. Hafa margir hluthafar nú þegar not-
fært sér aðstoð félagsins í þessu efni, og hafa þegar
verið gefnar út stefnur þeirra vegna og birtar í „Lög-
birtingablaði“.
Þeir hluthafar, sem enn hafa eigi framvísað hluta-
bréfum sínum eða tilkynnt félaginu að þau séu glötuð,
eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu
félagsins í Reykjavík, eða afgreiðslumenn þess úti á
landi, og framvísa hlutabréfunum, eða tiikynna að séu
talin glötuð.
Eyðublöð fyrir tilkynningar um glötuð hlutabréf, svo
og eyðublöð fyrir umboð til handa Eimskipafélaginu til
þess að höfða mál til ógildingar á hlutabréfum, sem
talin eru glötuð, fást einnig á skrifstofu félagsins í
Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum þess úti á landi.
Ennfremur má fá þar upplýsingar um númer þeirra
hlutabréfa, sem talin eru glötuð og þegar hefir verið
birt stefna út af, ásamt nafni og heimilisfangi upphaf-
lega eiganda þeirra og þess hluthafa, sem óskað hefur
eftir ógildingu hlutabréfanna.
Séu hlutabréf talin glötuð og ekki er vitað um númer
þeirra, mun skrifstofa félagsins veita aðstoð sína við að
afla upplýsinga um það, ef getið er nafns og heimilis-
fangs hins upphaflega eiganda hlutabréfanna, eða nafn
og heimilisfang núverandi eiganda þeirra, hafi þau verið
framseld síðar og eigendaskiptin skráð hjá félaginu.
Reykjavik, 25. marz 1966.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
(Hlutabréfaskipti).