Morgunblaðið - 19.04.1966, Page 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. apríl 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
BILA
LEIGA
MAGMUSAR
5KIPHOITI21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
Volkswagen 1965 og '66.
BIFREIÐALEtGAItt
VECFERÐ
Grettisgötu 10.
Simi 14113.
OSRAM
háfjallasólii
og gigtarlampar.
RAFMACN HF.
Vesturgötu 10. Sími 14005.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðaistræti 9. — Sími 1-1875.
BOSCH
Þurrkumótorar
6 volt
12 volt
24 volt
/
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9- — Skni 38820.
Loftrifflar eru stór-
hættuleg leikföng.
Ásmundur Brekkan, læknir,
skrifar Velvakanda:
„f blöðum nágrannaþjóða
okkar má árlega lesa um fjölda
slysa af völdum voðaskota úr
svonefndum loftbyssum. Oftast
eru þessi slys þess eðlis, að
skot eða píla (ör) rýkur í augu
og veldur mikilli lemstrun eða
algjörri blindu.
Hér höfum við fram að þessu
verið blessunarlega laus við
þessa tegund kæruleysisslysa,
enda af nógu öðru að taka, en
nú síðustu vikurnar bregður
svo við, að fjöldi unglinga sést
skjótandi með loftrifflum milli
húsa og jafnvel út úr dyragætt
um, þar sem börn eru að leik.
Það er gaman fyrir unglinga
að eiga loftbyssu og spennandi;
ég get talað af nokkurra daga
eigin reynslu, og þá einnig um
það, að ég verð enn í dag
hrelldur, er ég hugsa til þess,
hve litlu munaði, að ég skadd-
aði stórlega augu leikfélaga
míns. Byssan mín var þó svo
lítil og ómerkileg, að hún þyldi
engan samanburð við þau tæki,
sem nú eru hér til sölu.
Skotvopn og skotsport eiga
fullan rétt á sér á réttum vett-
vangi og með ábyrgð og þekk-
ingu, en leikur með loftriffla
á húsasvölum og í húsasund-
um uppfyllir ekki þau skilyrði.
Enginn veit fyrirfram, hvenær
slysin verða, en slys af þessum
sökum eru sorglegri en mörg
önnur, því að þeim veldur ein
ungis vítavert kæruleysi for-
ráðamanna þeirra óvita, sem
loftbyssu hafa undir höndum.
Ég vil skora á þá kaupmenn,
sem hafa, e.t.v. í góðum til-
gangi flutt inn þessa loftriffla,
að stöðva sölu á þeim; nóg er
til þess að hagnast á samt; og
enn fremur vil ég alvarlega
beina þessum orðum til þeirra
foreldra, sem leyft hafa börn-
um sínum að kaupa loftriffla:
Ábyrgð ykkar er persónuleg á
því tjóni, er börn ykkra kunna
að valda, en hún er léttvæg
samanborið við þær þjáningar
og lemstur, er þau kunna að
valda sjálfum sér og öðrum.
Reykjavík, 14.4. 1966,
Ásmundur Brekkan,
læknir.
Þótt Velvakandi sé andvígur
hvers konar bönnum, virðist
honum samt full ástæða til þess
að banna sölu á svokölluðum
loftskotvopnum til barna og
unglinga. Hann sá sjálfur fyrir
nokkrum dögum örskeyti úr
loftbyssu þjóta svo nálægt
barnavagni inni á Hverfisgötu
að hjartað seig í öllum áhorf-
andi. Fullorðinn vegfarandi á
vítaði drenginn, sem skaut úr
loftrifflinum ,en hann miðaði
byssu sinni á gamla manninn,
hló og spurði: „Ertu hræddur,
manni?"
Sýning á myndum
Jóns biskups Helga-
sonar o. fl.
Guðmundur Sigurðsson skrif-
aði Velvakanda þetta bréf á
annan dag páska:
„Kæri Velvakandi.
í aðgerðarleysi helgarinnar
og í tilefni viðburða hennar
hefur mér dottið eftirfarandi
í hug.
1. Vegna sýningar á mynd-
um úr Minjasafni Reykjavíkur
borgar, varð mér ljóst, hversu
geysimerk tómstundaiðja Jóns
Helgasonar, biskups, hefur orð
ið, — hversu umfangsmikið og
fjölbreytt, gagnlegt og óbrot-
gjarnt ævistarf hans var. Þar
eð myndir þær, sem á sýning
unni eru, eru ekki nema brot
af Reykjavíkurmyndum bisk-
upsins og öðrum myndum
hans (t.d. eru myndir hans af
öllum kirkjum landsins engu
ómerkari), legg ég eindregið
til.að hafiz.t verði handa um
sýningu á sýnilegu ævistarfi
Jóns Helgasonar biskups. Ég
veit, að ekki vinnst tími til
þess fyrir aldarafmæli hans
21. júní næstkomandi, en gagn
legt, að úr því gæti orðið ein-
hvern tíma á þessu ári.
2. Ég ætlaði að sækja fyrr-
nefnda sýningu og sýningu á
Kjarvalsmyndum á föstudaginn
langa, en kom að lokuðum dyr
um. Vera má, að það sé brot
á helgihaldi að hafa málverka-
sýningar þennan dag, en er þá
ekki kominn tími til, að lögum
um þetta efni verði breytt? Ég
heyrði í útvarpinu ,að íslend-
ingar hefðu tapað einhverjum
„landsboltaleik" í Danmörku
þennan sama dag. Erum við
trúaðri Dönum eða skin-
heilagri? Við megum vita það,
að séu settar hömlur á fólk í
Reykjavík í kyrru vikunni og
á páskadag ,er lífið að sama
skapi hressilegra í skíðaskál-
um og á öræfum.
3. Þegar ég gekk frá lokuð-
um sýningardyrum (þeim, sem
ég áður gat um), rak ég aug-
un í fána Oddfellowreglunnar,
þar sem hann hékk í hálfa
stöng á húsi hennar. Nú spyr
ég: Skal svo vera eður ei?
4. Mjög erfitt er að fylgjast
með dagskrá útvarpsins eftir
kynningu blaðanna á henni.
Dagskrárefnið er kynnt sem
t.d. en'durtekið efni, um helgina
o.s.frv. Er maður þá tilneydd-
ur til að hlusta meira á út-
varp en gott er í von um gott
efni. Er þetta rétt? Spurnin
til blaðanna: eru það samtök
ykkar að birta ekki dagskrá
sunnudaga í laugardagsblöðum
ykkar?
5. Vegna viðtals við formann
Rithöfundasambandsins í kvöld
frétum og tilkynningar um, að
nú skuli skattgreiðendur látnir
borga fyrir bókaútlán, auk þess
sem þeir skuli borga bækurnar,
vil ég segja þetta: Látið nú
bókasöfnin vera gagnrýnin og
kaupa ekki nema góðar bæk-
ur. Ég hef sótt almenningsbóka
söfn víða, bæði hér á landi og
annars staðar. Hvergi eru gæði
útlánsbókanna verri en hér,
enda virðist algjörlega farið
eftir kröfum lánþeganna, og
hinar verstu bækur keyptar,
jafnvel í mörgum eintökum, til
að anna eftirspurninni. Þetta
er einkum átakanlegt í barna-
bókalánum. Látum greiðslurn-
ar verða okkur til góðs með því
að pína út úr rithöfundunum
góðar bækur, sem keyptar séu
handa almenningi.
— Guðm. Sigurðsson“.
Um helgidagahald og
fánadaga á ísl. o.fl.
Velvakandi þakkar bréfið og
svarar því þannig:
1. Sýning á myndum Jóns
biskups Helgasonar gæti orðið
mjög fróðleg, því að biskup
hafði næmt auga fyrir sérkenn
um liðins tíma og líðandi stund
ar, og vissi, að sumt var með
öllu glatað, yrði það ekki þeg-
ar fest á mynd. Hann var
og fjölhæfur, enda varð Vest-
ur-íslendingi einum að orði,
eftir að hafa talað við biskup:
Nú veit ég, hvað Danir eiga
við með orðinu „kultiveret".
2. Vel má vera, að það sé
hræsni nú á dögum að hafa
lokaðar dyr á mesta sorgardegi
kristninnar, en meðan kirkja
vor heitir þjóðkirkja og ríkið
heldur henni uppi með fé, væri
annað óviðeigandi. Stundum er
býsnazt yfir helgidagahaldi
okkar fslendinga og talað um,
að fækka beri helgi- og frídög-
um. Hvers vegna? Er ekki allt
af verið að berjast fyrir styttri
og styttri vinnutíma? Flestir
mundu heldur kjósa heilan, al-
mennilegan frídag en nokkurra
mínútna vinnustyttingu dag
hvern. Frídagarnir veita lífinu
tilbreytingu, og hægt er að nota
þá á margan hátt til gagns og
eða gamans. Langt fram á 19.
öld mun hafa verið haldið heil-
agt hér á þriðja í páskum,
hvítasunnu og jólum. Væri gott
ef svo væri enn, því að allir
þurfa á nokkurra daga frii að
halda annað veifið, ekki sízt
þessir duglegu nútíma-íslend-
ingar, sem vilja helzt alltaf
vera að vinna (sérstaklega ef
vinnan er ekki gefin upp til
skatts). Kyrra vikan (dymbil-
vikan) er bezta vika ársins í
margra augum; sumir liggja
heima, borða góðan mat,
drekka öl og vín, lesa bækur
(Sturlunga er t.d. góð páska-
lesning), leika sér við börnin,
sem þeir mega annars varla
vera að, horfa á sjónvarpið,
hlusta á Bach og Handel og
Purcell og Boccherini og Jean-
Baptiste Lulli og Domenico
Cimarosa og Vívaldi og aðra
yndislega tónsmíði; aðrir klifra
upp á fjöll með skíði, sólgler-
augu, dósamat, harðfisk og sól-
arolíu og koma brúnir og hress
ir og nýtrúlofaðir með harð-
sperrur til baka. Einhver stakk
upp á því í þessum dálkum um
daginn að sameina sumardag-
inn fyrsta og 1. maí; flytja
sumardaginn fyrsta til verka-
lýðsdagsins. Þetta er vond til-
daga, — sumardagurinn fyrsti
er þjóðlegur helgidagur, sem
ber alltaf upp á fimmtudag,
og væri öllu tímatali og rim-
reglum ruglað, ef fleygja ætti
þessum fagnaðardegi í fangið
á einhverjum „alþjóðlegum"
skrúðgöngudegí.
3. Rétt er að draga fána í
hálfa stöng á íöstudaginn langa.
Svo segir í forsetaúrskurði um
fánadaga og fleira, nr. 44 frá
1944, 1. grein:
„Draga skal fána á stöng é
húsum opinberra stofnana, sem
eru í umsjá valdsmanna eða
sérstakra forstöðumanna ríkis-
ins, eftirtalda daga:
1. Fæðingardag forseta
Islands.
2. Nýársdag.
3. Föstudaginn langa.
4. Páskadag.
5. Sumardaginn fyrsta.
6. 1. maí.
7. Hvítasunnudag.
8. 17. júní.
9. 1. desember.
10. Jóladag.
Alla ofangreinda daga skal
draga fána að húni, nema föstu
daginn langa, þá í hálfa stöng“.
Þessi úrskurður á við um
opinbera aðila, en telja verður,
að þeir einkaaðilar, sem flagga
vilja á tyllidögum, verði að
hlíta honum.
4. Velvakandi er sammála
því, að blöðin eigi að birta full
komnar útvarpsdagskrár. Auð-
vitað eiga þau að prenta hana
óstytta, en ekki draga hana
saman, svo að hún verði lítt
nothæf. Morgunblaðið hefur
staðið sig nokkuð vel að þessu
leyti upp á síðkastið og birtir
t.d. langoftast sunnudagadag-
skrána á sunnudögum og mánu
dagadagskrána líka. Blöðin
stóðu sig flest illa um páska-
helgina. Morgunblaðið birti þó
fullkomna dagskrá til laugar-
dags (og með honum), en
sleppti páskadögunum, og tóta
margur eftir því.
-A Bækur og tennur.
5. Hvað eru „góðar bækur“?,
Velvakanda er sagt, að rit-
höfundasambandsmaðurinn
hafi tekið sérstaklega fram, að
auknar (og sjálfsagðar, að
dómi Velvakanda) greiðslur til
rithöfunda vegna bókaútlána
kæmu ekki niður á almennum
borgurum. Þetta getur ekki ver
ið rétt. Hvar á að taka fé til
aukinna greiðslna nema í aukn
um sköttum, sem deilast þá
niður á landsmenn alla? Sumir
virðast halda, að ýmiss konar
þjónusta ríkisins hljóti að vera
„gratís", ef ekki er goldið sam
stundis á staðnum, en vitan-
lega verður einhvers staðar að
taka fé til hennar. Þetta er eins
og þegar kommúnistar eru að
monta sig af því, að læknis-
þjónusta sé ókeypis í Sovétríkj
unum. Hvernig er læknunum
þar borgað? Vitaskuld með því,
að fólkið fær lægra kaup fyrir
vinnu sína en því ber; skattarn-
ir eru þar teknir fyrirfram,
m.a. með því að höggva utan
af launaumslaginu. Sumir vilja
setja tannlæknaþpjónustu und-
ir hatt sjúkrasamlags og al-
mannatrygginga. Á að launa
tannsóðana með því, að þeir,
sem nenna að bursta og hirða
tennurnar, greiði fyrir þá við
gerðir á skemmdum og skít-
ugum tönnum? í heild verður
þetta dýrara, því að nú borgar
hver maður „prívat" sínum
tannlækni, en yrði þetta sett
á ríkisjötuna, legðist við gífur
legur skrifstofukostnaður I
sambandi við spjaldskrárhald,
vélritun o.s.írv., þannig að
fleiri aurar rynnu samtals úr
vösum skattborgaranna. Við-
aukinn færi allur í nýjan af-
leggjarapoka á ríkishítinni, sem
er þó nógu síð fyrir.