Morgunblaðið - 19.04.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.04.1966, Qupperneq 5
T>r?ðjudagur 19. apríl 1966 MORGUNBLAÐID ÚR ÖLLUM ÁTTUM EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum hafa niu tækni- menn fslenzka sjónvarpsins verið á þriggja mánaða tækni námskeiði í Kaupmannahöfn frá því í byrjun desember sl. árs. Var námskeiðið bóklegt framan af, en síðan hlutu tæknimennirnir verklega þjálfun. Námskeiðið var hald ið í hinu glæsilega sjónvarps- veri Dana í Giadsaxe, og höfðu íslenzku tæknimennirn ir stærsta upptökusalinn til afnota. Síðasta hálfa mánuð- inn unnu tæknimennirnir sjálfstætt að verkefnum í sam vinnu við dagskrármenn sem komið höfðu til fundar við þá að heiman. Voru þetta fyrstu upptökur íslenzka sjónvarps- ins. Var svo háttað til, að að- stæður voru allar hinar sömu og verða munu, er upptökur hefjast að Laugavegi 176. Þess má og geta, að í lok námsskeiðsins var íslenzku sjónvarpsmönnunum falið að annsist sjónvarpsútsendingu frá dönsku bæjarstjómankosn ingunum. Var Ihér um beina útsendingu að ræða, og komu útsendingar þeirra níu sinn- um inn í sjónvarpsdagskránna að kvöldi kosningadags og stóðu þær yfir nokkrar min- útur í senn. Sjónvarpað var frá Ráðhúsinu í Kaupmanna- höfn og tókst svo vel til, að íslendingarnir fengu allir þakkar- og viðurkenningar- skjal frá danska sjónvarpinu fyrir vel unnið starf. Fréttamenn blaðsins höfðu tal af félögunum níu í Sjón- varpsdeild Ríkisútvarpsins að Laugavegi 176. Við hittum að máli Jón Hermannsson, fyrirliða hóps- ins, og innum hann eftir því, hvemig vprkaskiptingu hafi verið háttað við sjónvarps- upptökumar. — Myndatökumenn eru þeir Þórarinn Guðnason, Örn Sveinsson og Siguiiliði Guð- mundsson. Hljóðupptöku ann- ast Úlfar Sveinbjörnsson, kvikmyndasýningarmaður er Sverrir Kr. Bjarnason og í myndstjórn (C.C.U.) er Guð- mundur Eiríksson. Ljósameist ari er Ingyi Hjörleifsson, um sjónannaður myndsegulibands er Sigurður Einarsson og út- sendingum stjórnar Andrés Indriðason. Þess má geta, að í ofanverð um næsta mánuði er væntan- legur sjónvarpsupptökuvagn, sem Svíar lána okkur, en það er einmitt sami vagninn og við notuðum í Kaupmanna- höfn. Við höfum af innbornu skopsyni okkar kallað vagn þennan „Þóru“ og því til sam ræmingar kallað sjónvarps- upptökuvélarnar, sem „Þóru“ fylgja „Bellu“, „Maríu“ og „Rósu“. Upptökuvagninn verð ur notaður meðan beðið er eftir nýjum taskjaútíbúnaði, sem Sjónvarpið mun eignast. Þrátt fyrir það, að Þóra sé elzti sjónvarpsvagn Svía, inn- réttuð 1957, er hún enn í fullu fjöri. Eitt sinn man hún raunar sinn fífil fegri; þá var hún almenningsvagn á götum Stokkhólmsborgar. — Og þið tókuð upp sjón- varpsþætti á eigin spýtur? — Jú, síðustu tvær vikur námskeiðsins unnum við sjálf stætt að upptöku klukkutjma sjónvarpslþátta á dag og nut- um í þeim efnum m.a. góðrar fyrirgreiðslu íslenzíkra stúd- enta í Kaupmannahöfn, sem komu fram með ýmis atriði. Með okkur störfuðu þá Andrés Indriðason, sem stjóm andi, Markús Örn Antonsson og Magnús Bjarnfreðsson sem fréttaþulir tvo daga og Ólaf ur Ragnarsson sem sviðs- stjóri.. Þrír hinir síðastnefndu eru nú á námskeiði fyrir stjórnendur dagskrárliða í Stokkhólmi. Sjónvarpsmenn vinna nú af kappi að undirbúningi Sjón- varpsins, sem væntanlega hef ur útsendingar á hausti kom- anda. Hefur þegar borizt tals vert af tækjaútbúnaði, sem Svíar, Norðmenn og Finnar lána okkur. Upptökusalurinn verður að líkindum tilbúinn í júní og ættu fyrstu upptök- urnar, sem að sjálfsögðu verða aðeins til reynslu, að geta hafizt upp úr þvá. e.t. Velheppnað námskeið tækni- manna íslenzka sjónvarpsins hárþurrkur með hettu, eru komnar aftur. Hentug fermingargjöf. Krups-Passat hárþurrkurnar fást í eftirtöldum verzlunum: Luktinni, Snorrabraut 44 Liverpool, raftækjadeild, Laugavegi 18a Raflampagerðinni, Suðurg. 3 Járnvöruverzl. Jes Zimsen h.f. Hafnarstræti 21, og Suðurlandsbraut 32. Umboðsmenn fyrir KRUPS rafmagnstæki; Jón Jóhannesson & Co. Skólavörðustíg la — Sími 15821. Siómenn Matsvein vantar nú þegar á góðan trollbát. Upp- lýsingar í síma 1-36-23. LAUGAVEGI 59..slmi 18478 ítolskor kvenpeysur N Ý SENDING. E L F U R Laugavegi 38 — Snorrabraut 38. Rambler classic ’63 einkabifreið í mjög góðii ásigkomulagi til sýnis og sölu í dag. Skipti á ódýrum bíl koma til greina einnig skuldabréf. Upplýsingar í síma 16289 eða Laugarnesvegi 43. vantar nú þegar á Góðan trollbát. Upplýsingar í síma 1-36-23. Hefi til sölu Stúlka óskast til eldhússtarfa, sem kann að búa til algengan mat. Uppl. Smurbrauðsstofan Björninn, Njálsgötu 49. mjög skemmtilega íbúð á góðum stað við Efstasund. íbúðin er 3 herbergi á hæð og 2 herbergi í risi. Stór og vandaður bílskúr, ca. 50 ferm. fylgir. SIGURÐUR REYNIR PÉTURSSON hæstaréttarlögmaður Óðinsgötu 4. — Sími 41414. Með fótlagi ^ og innleggi Skóhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.