Morgunblaðið - 19.04.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.04.1966, Qupperneq 12
MORGU N BLAÐIÚ ?>r!8Judtagur 19. aprfl 1966 ( 12 UTAN AF LAIMDI LTAIM AF LAIMDI IJTAIM AF LAIMDI LTAIM AF LAIMDI IITAIM AF I A\DI IITAIM AF LAIMPI LTAIM AF LANPI LTAN AF LAIMPI Miklar byggingafram kvæmdir ÚR Hrunamannahreppi. - Hér í sveitinni hafa átt sér stað miklar framkvæmdir á árinu sem leið. Ber þar fyrst að nefna nýjan barnaskóla, sem hefur verið í smíðum undan- farin tvö ár og er eran hvergi nærri lokið. Húsið er sagt um 1200 fermetrar að flatarmáli. Gamla skólahúsið var bæði orðið of lítið og ónothæft að öðru leyti. Þess vegna hefur nú í tvo vetur verið kennt í félagsheimili sveitarinnar. Hafa því bömin verið sótt og ekið aftur heim daglega. Þetta hefur gengið allvel, þótt ýms- ir agnúar séu þar á, eirakum. hvað lestrartíma barnanna snertir. Nú er 'byggingin hins- vegar kömin það langt, að skólastjórinn hefur fengið þar íbúð og einni deild barna er kennt þar. Þrír kennarar starfa nú við skólann. Á Flúðum má segja að upp muni rísa þorp, enda hef- ur verið ráð fyrir því gert. Jarðhiti er allmikill á svæð- Vatnsborinn að starfL inu, en þó ekki nógur með vaxandi byggð. Þess vegna hefur verið ráðizt í borun eft- ir meira vatni. Náðist með því mikið heitt vatn, en sá galli var á gjöf Njarðar, að vatnið hvarf úr ölluim nálæg- um hverum, þar á meðal Grafahver. Kom hér upp vandamál, sem óráðið er hvernig leyst verður. Byggingaframikvæmdir hafa verið miklar, bæði íbúðarhús og peningshús og áformað mun að byggja mikið á þessu ári. Jarðræktarframkvæmdir voru einnig miklar. Jarðýta vann fleiri stundir en nokk- urntíma áður. Finnski plógur- inn ræsti fram mýrar um 600 km. Skurðgrafa gróf um 100 þúsund rúmmetra. Hefur þá verið grafið í sveitinni alls um tvær milljónir rúm- metra. Það sem hér hefur ver- ið sagt frá má vera sem dæmi um það, hvaða stórhugur ríkir meðal þess fólks, sem í sveit- unum býr, en ekki til þess að sýna hvað þessi sveit skari fram úr öðrum. Hinn 28. nóvemiber sl. átti Hrunakirkja aldarafmæli. Yið Nýreist peningsliús í Götu. Nýtt íbúðarhús í MiðfellL það tækiifæri bárust henni eftirtaldar gjafir: Hökull til minningar um sr. Kjartan Helgason og frú Sig- ríði Jóhannesdóttur frá börn- um þeirra hjóna. Kristín Gunnlaugsdóttir frá Gröf færði kinkju sinni 20 þúsund kr. að gjöf til minn- ingar um mann sinn Arnór Gíslason. Ljósakróna barst herani frá Kvenfélagi Hruna- mannahrepps. Ennfremur blómavasi úr silfri til minn- ingar um hjónin Ástríði Jóns- dóttur og Hróbjart Hannesson Grafarbakka, frá dóttur þeirra Jóhönnu. Frá Bjarna Hall- dórssyni Gilsbakka kr. 3000,-, frá Þóru Loftsdóttur Grafar- bakka kr. 4000,- og frá Jóiý Briem kr. 1000,-. S. Síg. Nýi barnaskólinn í byggingu. Samstarf og einhugur Tíðum níðum verölð vér vægjum samt því tetri; hún er vond, en hluturinn er: Vér höfum ei aðra betri. Steingrímur Thorsteinsson. Á ÍSLANDI er gefinn út fjöldi blaða, dagblöð, vikublöð og mán- aðarblöð. Þessi blöð flytja marg- víslegt efni og fylgja alls kyns stefnum og skoðunum. En eitt eiga þau flest sammerkt, en það er kvörtunardálkar fyrir almenn ing. í þessum dálkum birtast bréf frá almenningi, og mega þau í flestum tilfellum fjalla um hvað *em er milli himins og jarðar. En í miklum meirihluta eru alls konar kvartanir í þessum bréf- um, og heyrir það til undan- tekninga ef einhverju er hrósað. Þetta minnir mig á sögu, sem ég las einhvern tíma. Þessi saga var um englana, sem voru í eendiferðum milli himins og jarðar. Englarnir skiptust í tvo hópa. Annar hópurinn var all- stór, en þó voru englarnir í hon- um alltaf á þönum. Þessir engl- ar fluttu bænir mannanna til Guðs. Hinn hópurinn var öllu minni, og oft var rólegt hjá þeim englum, sem þar störfuðu. Þeirra verk var að flytja þakkir mannanna til Guðs. Það er oft og einatt, þegar fólk vill úrbætur á einhverju, að það heimtar og heimtar, en gerir á- kaflega lítið til að koma á móts við þann, sem á að koma með úrbótina. Stundum fær þetta fólk vilja sínum framgengt, en þá vill bregða við, að þakkirnar gleymist. Það er áreiðanlega margt í þessum heimi, sem hægt er að kvarta yfir og þarf lagfæringa við. En stærsta vandamálinu vill almenningur oft gleyma, eða hugsar að minnsta kosti lítið um. Þetta vandamál er hungrið. Það er reyndar mikið á dagskrá hjá vissum aðilum, og stundum dett- ur fólki í hug, að það ætti nú að láta fé af hendi rakna til hjálpar fátæklingum, en svo gleymist þetta í dagsins önn. Ég ætla að segja smá sögu, sem við flest höfum einhvem tíma upplifað sjálf. Hugsum okkur, að við komum þar að, sem móðir á í stríði við börnin sín, sem ekki vilja borða ein- hvern ágætan mat. Hvað gerir •hún þá? Jú, það getur verið margt, en í mörgum tilfellum segir hún eitthvað á þessa leið: „Hugsaðu um öll litlu börnin í heiminum, sem aldrei £á neitt að borða“. Svo, þegar hún hefur loksins belgt börnin sín út af kynstrunum öllum af mat, þá sezt hún sjálf niður og innbyrðir ekki minna. En litlu, svöngu börnunum gleymir hún og hugs- ar ekki meir um þau fyrr en hennar börn neita næst að borða matinn sinn. Einhver vís maður hefur sagt, að þeir, sem ekki deyi úr hungri, deyi úr ofáti. Áreiðanlega gætu margir lengt líf sitt um nokkur ár með því, meðal annars, að leggja fé og vinnu af mörkum í baráttunni gegn hungrinu. Ef al- menningur stæði saman, mætti gera geysilegt átak. Þó hver ein- - Ur ýmsum áttum Framhald af bls. 16 Það var þó ekki fyrr en fyrir tveimur vikum að þeir félagar tilkynntu um fund sinn, en menn eru ekki á eitt sáttir um það hver fjársjóð- inn eigi. Þeir skildingar, sem náðst hafa upp af hafsbotnin- um, hafa verið settir í banka- geymslu. Fjöldi skildinganna hefur ekki verið gefinin upp, en Storm álítur að þeir séu minnst 30 milljónir ísl kr. að verðmæti. Fylkisstjórnin í Nova Scotia heldur því fram, að samkvæmt gömlum samn- ingi, eigi hún að fá 10% af fjársjóðinum. Kainadastjórn heldur því hinsvegar fram, að henni beri fjársjóðurinn allur, þar sem telja beri hann sem herfang. Eitt atriði enn sem mikið hefur verið um rætt, er það hvort þeir félag- ar hafi grúskað í áðurnefnd- um skjölum í vinnutíima sín- um eða ekki! Til að gera mál þetta ennþá flóknara, hefur komið fram kæra á hendur Storm frá fimm ílbúum í Nova Scotia, sem telja, að þeir hafi á sínum tíma fengið leyfi stjórnarinnar til að leita að franska fjársjóðnum. Til þessa dags hafa Storm og félagar hans ekiki hagnazt neitt á þessum fundi. Ef heppnin verður þeirra megin, hyggst Storm nota sinn hluta til að kosta leit að fjársjóði í spænsku skipi, sem sagt er að solokið hafi nokkuð norðar við strönd Kanada. staklingur gæfi ekki nema ör- lítið brot af launum sínum, kæmi fljótlega gífurleg fjárupp- hæð, sem gæti orðið til mikilla framfara í þessari baráttu. Svo sem menn rekur minni til, var á öndverðum þessum vetri hafin mikil fjársöfnun að til- hlutan Herferðar gegn hungrL Það var myndarlegt átak, en sér- staklega var aðdáunarvert, hve almenningur brást vel við. Þar .gannaðist, hvað mikið má gera, éf við erum einhuga og stöndum saman. Einar Ólafsson. Ms. Kronprins Frederik fer frá Reykjavík miðviku- daginn 27. apríl n.k. Tilkynn- ingar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zimsen. Síimi 13025. Orðsending til félagsmanna Simi á ljósastillingastöð fé- lagsins, Langiholtsvegi 171, er 3 11 00. Félag ísl. bifreiðaeigenda. HLJÖÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR, HAFNARSTRÆTI 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.