Morgunblaðið - 19.04.1966, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.04.1966, Qupperneq 31
Þriðjudagur 19. apríl 1966 MORCU NBLAÐIÐ 31 — Afli glæðist Framhald af bls. 32 róðrum, næstur er Hamar 62í2 tonn í 67 róðrum. Meðalafli báta hér sl. föstudag var um 10 tonn, en enn sem oftar var Skarðsvikin aflahæst með 20 tonn. Trillubátar hafa aflað vel, al'lt að tveimur tonnum á hvert færi. i Bátarnir stunda allir Ýeiðar sínar á Breiðafjarðarmiðum. Heildaraflamagn þeirra 10 báta ,sem héðan eru gerðir út er nú 3729 tonn í 385 róðrum. Við það bætist 1148 tonn, sem að- komubátar hafa landað hér. t — Rögnvaldur. I Akranesi, 18. apríl — Metafli á þessari vertíð var hér sl. laugar- dag. Þá lönduðu bátarnir sam- tals 365 tonnum. Aflafaæst var Sólifari með 54 tonn. Skírnir hafði 49 tonn, Sigurborg 42, Höfrungur II 34. Sigurfari 30 tonn, Keilir 29 og Hötfrungur I 28 tonn. Hinir stiglækkandi ofan í 20 tonn. Haraldur og Hötfrung- ur III fóru á veiðar í gær með þorskanót. Síðustu fréttir herma að þeir hafi fengið 12 tonn hvor. Hér er Brúarfoss í dag og lest- ar 100 tonn af frystum fiski á Amerikumarkað. Annað skip lestar og hér í dag, Aztek að nafni 75 tonn af þorskalýsi frá Síldar og fiskimjölsverksmiðj- unni. — Oddur. Eskifirði, 18. apríl — Vb. Krossanes kom hingað til Eski- fjarðar í gærdag með 135 tonn, sem skipið hafði fengið út af Ingóltfshöfða. Mun skipið hafa fengið þenhan afla í fimm lÖgn- vm, en það er á útilegu. — Gunnar. Höfn, Hornafirði, 17. april — Laugardaginn 16. apríl var alger metafli hjá Hornafjarðarbátum. Þá lönduðu netabátarnir sex 340 lestum, eða rösklega 56 lest- um að meðalttdi á bát. Hér var um eina og tvær lagn- lr að ræða. Mestan afla hafði Jón Eiríksson eða 79 lestir, en þetta var fyrsta sjóferð hans á vertíð- inni. Nótabátar, sem mikið er af á veiðisvæðinu hafa valdið netabátunum miklu tjóni á veið arfærum og eru þeir illa séðir á v Iðisvæði Hornfirðinga. — Gunnar. Blaðið hafði samband við vigt- arhús hraðfrystistöðvanna í Vest mannaeyjum i gær, og fékk þær upplýsingar, að afli hefði heldur glæðst hjá bátum þar. Á föstu- dag kom Engey að landi með 63 tonn og ísleifur IV með 56 tonn. Á laugardaginn komu sömu bát- ar með samtals 69 tonn. Engey með 4)5 og ísleifur IV með 24 tonn. Sömu daga voru Ós'kar Halldórsson með rúm 32 tonn og Báran með 33 tonn. Allir þessir bátar eru nótabátar. Jón Stetfáns son, sem er á netum fékk á laug- ardag 49 tonn. Hjá vigtarmanninum í vigtar húsi VinnslustöcVarinnar fékk blaðið þær upplýsingar, að af 12 bátum, sem þar leggja u-pp hatfi afli verið samtals 281 tonn á föstudag, en rösklega 378 tonn á laugardag. Hjá Vinnslustöð- inni lönduðu nótabátarnir Meta og Halkion á sunnudag tveggja daga afla, Meta 99 tonnum og Halkion rúmum 93 tonnum. Nóta báturinn Huginn landaði á laug- ardag rúmum 86 tonnum, en netabáturinn Elías Steinsson 28 tonnum sama dag. Trollbátar hatfa fengið all- sæmilegan afla að undanförnu allt frá 7—43 lestir. Bjarni Ridd- ari fékk í trollið á föstudag 23 tonn og 28 tonn daginn, var það mestmegnis ýsa. Kváðu vigtar- mennirnir, er blaðið talaði við þetta beztu afladaga Vestmanna- eyjabáta það sem ai er vertíð. Grindavík, 18. apríl — Svo virðist sem afli Grindavíkur- báta sé að glæðast verulega, en beztu afladagar vertíðarinnar V)°riA föstudagur og laugardagur s • A föstudag voru aflahæstu bátarnir Sigurður 3jarni með 25 tonn, Ársæll Sigurðsson II með 20 og Þorbjörn II með 20 tonn. Á laugardag voru þessir bátar aflahæstir: Hrafn Svein- bjarnarson III 42 tonn, Þorbjörn 35 og Þorbjörn H 34 tonn. Mun meðalafli báta á laugardag hafa verið frá 15-30 tonn. Heildarafli á föstudag var 858 tonn og á laugardag 589 tonn. Heildarlandanir Grindavíkur- báta til og með 15. apríl voru 15.891 tonn 490 kg., í 1726 róðr- um. Til viðbótar þessu eru 2.500 tonn af bátum ,sem ekki eru staðbundnir hér. Samsvarandi heildarlandanir í fyrra voru 15.756 tonn 160 kg., í 1991 róðri. Hæstu bátar voru 15. apríl s.l. Þorbjöm II með 841 tonn, Hrafn Sveinbjarnarson III með 830, Hrafn Sveinbjarnarson II með 828 og Þórkatla IV með 772 tonn. Nótabátar hafa að undan- förnu fengið nokkra veiði á Sel- vogsbanka og Háaleitisforum, eða allt upp í 40 tonn. — Tómas. Sandgerði 18. apríl — Á laug- ardaginn öfluðu Sandgerðisibátar samtals rúmlega 417 tonn og er það sennilega mesti atfladagur vertíðarinnar hér í Sandgerði. Með hæstan afla var nótabátur inn Jón Garðar eða 66 tonn. Hæstir netabáta voru Víðir II með 34 tonn, Þorsteinn Gíslason 26 og Dagfari, Guðmundur Þórð- arson og Mummi með 24 tonn hver. Allir bátar eru á sjó í dag. Páll. — Stolið Framhald af bls. 32 urinn slapp þó óséður með hin dýru áhöld, sem geymd voru í ólæstu herbergi. Mun hann hafa sloppið svo auðveldlega vegna þess, að æskulýðsstarfsemi er framkvæmd í félagsheimilinu og því mikið um mannaferðir þar, og af þeim sökum lítil gát höfð á ókunnugum af starfs- fólki hússins. Þeir sem þó kynnu, að hafa orðið varir við grunsamlegar ferðir innan hússins, eru beðnir að gera lögreglunni í Kópavogi viðvart. — Álbræðsla Framhald af bls. 32 rædd og þar sem hinir ýmsu nefndarmenn hefðu hatft tæki- færi til að koma skoðunum sín- um á framfæri. Hefði verið tek- ið tillit til ýmissa ábendinga og óska nefndarmanna við gerð samningsins. Sagði Matthías að það vekti því nokkra furðu sína þegar við 1. umræðu málsins hefði verið talað um af hálfu sumra stjórnarandstæðinga að málið hefði ekki fengið þann undirbúning sem nauðsynlegur væri. Þeir sem þekktu til starfa þingmannanefndarinnar, vissu að mál þetta lægi ljósar fyrir en flest þeirra mála er fyrir þingið kæmi og þingmenn stæðu því betur að vígi að ræða það, en oftast áður. Framsögumaður vék síðan að nokkrum atriðum samningsins. Sagði hann, að þegar hann væri ræddur færi ekki hjá því að um- ræður snerust töluvert um raf- orkumálin. Hefði komið í ljós við rannsókn málsins að á árunum 1969—1985 yrði orka frá vinkjun- inni að meðaltali 28% ódýrari með því að selja álibræðslu raf- magn, en án álbræðslu. Þessari staðreynd hefði ekki verið á móti mælt. Þá hefði komið fram hjá stjórnarandstæðingum að eftir 198S yrði raforkusölusamningur- inn óhagkvæmari. Þess bæri að gæta, að þá hefði Búrfellsvirkj- unin skilað greiðslum sínum og þá kæmi álbræðslan til með að greiða 110 millj. kr. fyrir raf- orku árlega. Augljóst væri þvi að þegar við þyrftum að hefja aðrar virkjanir væri það ekki svo lítil búbót, að fá þessa upp- hæð greidda frá álbræðslunni. • Þá mundi bygging sliíkrar §» J I f Kaupmannahöfn, 18. apríl. tekin skömmu áður en rétt fessor Bröndum Nielsen og — Handritamálið Framhald af bls. 1 Christrup, talaði mestan hluta dagsins og sagði meðal annars að mál þetta væri ekki milli ís- lands og Danmerkur, ekki milli Islendinga og Dana ,og ekki held ur milli íslenzkra og danskra vís- indamanna. Málið væri milli stjórnar Árnasafns og danskra stjórnarvalda, og væri risið út af því mikilvæga atriði, hvort danska stjórnin hefði rétt til að gefa eigur Árnasafns úr landi. Hann sagði, að í máli þessu væri það aðeins tilviljun að íslend- ingar ættu hlut að máli og væri hlutdeild þeirra í rauninni auka- verksmiðju og starfrækslu henn- ar geta gefið tækifæri til aukn- ingar á nýjum iðnaði, þar sem þar kæmi til hráefni sem notað væri til margháttaðs iðnaðar. Varðandi þá gagnrýni að íslend- ingar ættu ekki að leita eftir erlendu fjármagni, sagði fram- sögumaður, að það væri fleiri en stjórnarsinnar sem væru iþeirrar skoðanir, að slíkt ætti að gera ef það væri okkur hagkvæmt. 1 þessum samningi væri vitan- lega hægt að benda á atriði sem gætu verið okkur hagkvæmari, en slíkt væri alltaf við samn- ingagjörð. Auðvelt væri að taka einstök atriði út úr og gagn- 'rýna þau, en málið yrði vitan- lega að metast sem heild. Matthías sagði, að lokum að það væri trúa sín, að mál þetta væri nytsamt og við gætum hatft af því stóran ávinning í fram- tíðinni. Því hefði verið haldið fram, að ekkert lægi á um að taka ákvörðun um slíka stóriðju, en slíkar fullyrðingar yrði að skoða í ljósi þeirra staðreynda er fyrir lægju. Ekki væri víst, að sömu tækifærin byðust aftur ef þeim væri sleppt nú. A sl. 20 árum hefðu orðið mi'klar tækni- legar framifarir, sem hefðu leitt það að verkum að vatnsaflsvirkj- anir hefðu eignast harða keppi- nauta í orkuframleiðslu. Nær- tækt dæmi fyrir okkur væri Norðmenn sem legðu nú kapp á að virkja eins mikið og hægt væri. Að lokinni ræðu Matthíasar tók Lúðvík Jósefsson (K) til máls og gerði grein yrir nefnd- aráliti 1. minnihluta állbræðslu- nendar, svo og breytingartillögu, er miðar að því að málið verði lagt undir þjóðaratkvæða- greiðslu. Verður ræðu Lúðvíks nánar getið síðar. , íordfoto. — Mynd þessi var Idin hófust og er hún af pró- stergaard-Nielsen. atriði. Afhending handritanna til íslendinga getur skapað fordæmi um það, sagði sækjandinn, hve langt stjórn Danmerkur getur gengið í því að gefa úr landi eig- ur einstakra stofnana. Málshöfð- un þessi er ekki gegn íslandi, sagði hann, og við verðum að vona að mál þetta verði ekki til að spilla sambúðinni milli land- anna, því allir viljum við hana sem bezta. Það er ekkert furðu- legt að íslendingar vilji fá hand- ritin og það er þaðan af síður undarlegt, að þeir sem settir hafa verið til að gæta þeirra hér í Danmörku, vilji varðveita þau áfram. Sækjandinn rakti sögu hand- ritanna, þ.e.a.s. hvernig þau kom ust í hendur Árna Magnússonar og síðar til Kaupmannahafnar. Hann vísaði á bug þeirri rök- semdarfærslu, sem andstæðingar afhendingarinnar hafa notað, s.s. að íslendingar hefðu ekki verið menn til að gæta handritanna, sem Árni fann á ýmsum stöðum og víða sem skóinnlegg. Ohrist- rup sagði, að á þessum tíma hefðu söguleg verðmæti víða verið meðhöndluð á þennan hátt. Hann benti einnig á að það hafi einmitt verið vegna þess, að skinnið var í notkun, að Árna tókst að safna handritunum sam- an. Sækjandinn taldin engan. vafa leika á því, að Árni hafi verið réttur eigandi handritanna, því áður en hann fékk bókapakk- ana í hendur í Kaupmannahöfn, hafði hann fengið sérstakt kon- ungsleyfi fyrir innihaldi þeirra. Christrup rakti einnig sögu hand ritanna i Kaupmannahöfn og taldi engan vafa leika á því að Árnasafn væri þeirra rétti eig- andi í dag. Sækjandinn varði löngum tíma í að rökstyðja þá skoðun sína a ðÁrnasafn væri sjálfstæð stofnun, en' ekki deild innan háskólans. „Sannleikur- inn er sá að danska stjórnin hyggst gefa verðmæti, sem hún hefur engan umráðarétt yfir“, sagði Ohristrup. Christrup hélt því fram, að danska þingið hefði ekki gefið sér nægan tíma til að kynna sér þetta flókna mál réttarfarslega. Hann minntist einnig á Skarðs- bókarkaupin í London á dögun- um, til sönnunar því hve gífurleg verðmæti væri um að ræða þar sem handritin væru. Eins og áður segir mun munn- legur málflutningur standa yfir í þrjá daga, en almennt er við því búizt að mál þetta verði lang- sótt, og komi e.t.v. til með að bera með réttu viðurnefnið „rétt- arhöld aldarinnar“ í Danmörku. - 'lkróttir Framhald af bls. 30 Ármenningar voru vel að sigr- inum komnir — þeir börðust all- an tímann eins og Ijón, auk þess sem Árni Samúelsson var nú sannarlega í essinu sínu, skoraði hvert markið á fætur öðru, og var hann langbezti maður liðs- ins. Þá átti Hörður einnig góðan leik, en hans var hins vegar mjög vel gætt. En í heild átti lið- ið allt mjög góðan leik, og var vel að sigrinum komið. Haukar hafa oft leikið betur en þeir gerðu í þessum leik, og virtist manni sem þeir væru sig- urvissir um of framan af. Þó náði liðið otft skemmtilegum leikköfl- um, og var þá enginn vatfi, hvort liðið væri sterkara. Beztu menn liðsins voru þeir Asgeir, Sigurður Jóakimsson og Stefán Jónsson. — Bjórfrumvarpið Framhald af bls. 31 um 1. grein frumvarpsins og var viðhaft nafnakal'l. Þeir sem samþykkja vildu frumvarpið voru: Sigurður Bjarnason, Birg- ir Finnsson, Bjarni Benediktsson, Björn Pálsson, Davíð Ólatfsson, Einar Ágústsson, Sigfús J. John- sen, Gyltfi Þ. Gíslason, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason, Jónas Pétursson, Jónas G. Ratfnar, Ósk- ar E. Levý, Matthias Bjarnason, Pétur Sigurðsson og Ragnar Arnalds. Nei sögðu: Axel Jóns- son, Ágúst Þorvaldsson, Bene- dikt. Gröndal, Björn Fr. Björns- son, Eðvarð Sigurðsson, Einar Olgeirsson, Eysteinn Jónsson, Geir Gunnarsson, Gísli Guð- mundsson, Gunnar Gíslason, Vil- hjálmur Hjálmarsson, Hal'ldór E. Sigurðsson, Hannibal Valdi- marsson, Ingólfur Jónsson, Ingv- ar Gíslason, Lúðvik Jósefsson, MattJhías Á. Matthiesen, Sigurð- ur Ágústsson, Sigurður Ingi- mundarsson, Sigurvin Einars- son, Jón Kjartansson, Sverrir Júlíusson. Einn þingmaður, Emil Jónsson, var fjarverandi. Var frumvarpsgreinin þar með fellt með 23 atkvæðum gegn 16, og er þar með lokið atfgreiðslu Al- þingis á frumvarpinu. - Gomulka Framh. af bls. 1 að þetta væri orsökin til þess að pólska stjórnin hefði synjað Páli páfa um leyfi til að heim- sækja Pólland í tilefni hátíða- haldanna. Hann sagði ennfremur, að undir eðlilegum aðstæðum hefði stjórnin ekki sett sig á móti hátíðahöldum kirkjunnar, en nú beindust þau gegn ríkinu, og ef stjórnin hefði gefið sam- þykki sitt, hefði það verið við- urkenning á þessari starfsemi kirkjunnar. „Þess vegna gat stjórnin ekki veitt páfanum og erlendum biskupum ferðaleyfi til landsins, og auk þess voru þessi boð send án vitundar okk- ar“, sagði Gómúlka. Hann ásakaði Wyszynski kardínála, leiðtoga rómversk- kaþólsku kirkjunar í Póllandi, fyrir tilraunir til að veikja hið góða samband Póllands við Sovétríkin. Hann sagði enn- fremur, að í nóvember í fyrra hefðu pólskir biskupar reynt að grafa undan stjórnmálum lands ins með því að leggja til að teknar yrðu upp viðræður við þýzka biskupa, „sömu heilag- leikana, sem fögnuðu ósigri Póllands árið 19Q9“. Gómulka var ákaft fagnað af mannfjöldanum, er hann lýsti því yfir að Oder-Neisse línan væri landamæri Póllands mót vestri, og að Pólverjar myndu aldrei ræða þessi landamæri við Vestur-Þjóðverja. Eitt sinn virtist Gómulka I ræðu sinni, beina orðum sínum til páfans, er hann sagð: „Við álítum, að erlendir kirkjuleið- togar, sem af hreinskilni óska eftir heilibrigðu sambandi ríkis og kirkju, eigi ekki að láta drag- ast inn í stjórnmálaaðgerðir, sem beinast gegn sósíalistisku ríkjunum, og sérstaklega gegn Póllandi“,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.