Morgunblaðið - 05.05.1966, Page 13
Fimmtudagur 3. Tsa? 1966
MORGU N B LAÐIÐ
1S
Sýning Kristjáns Daviðssonar
„Ung ljóð“
— eflir l\!ínu Björk Árnadóttur
ÞAÐ eru nú tvær sýningar á
verkum Kristjáns Davíðssonar í
gangi samtímis í Reykjavík.
Hann sýnir í Bogasalnum 19 ný
©líumálverk, er hann hefur unn
ið á seinustu tveim árum, en í
Unuhúsi við Veghúsastíg gesft
tækifæri til að sjá nokkrar af
eldri myndum Kristjáns, eins
©g ég hef áður nefnt hér í blað-
inu.
Sýning Krístjáns í Bogasalnum
hefur hlotið heildarheitið „Birt-
an í fjörunni", og mun það vera
í fyrsta sinn, er nokkur lista-
maður hefur gefið sýningu
6inni heildarheiti hérlendis, ef
ég veit rétt. Sýningargestir eru
því ekki villtir með skringileg-
um heitum á einstöku málverk-
um, og það má vel vera, að
jKristján Davíðsson ætlist til,
eð hver og einn nefni þessi mál-
verk eftir eigin geðþótta. Hvað
um það, þá finnst mér vel hefði
mátt gefa einstökum yerkum
nafn á þessari sýningu, og mig
grunar, að listamaðurinn hafi
þau á takteinum, þótt hann láti
þaÖ ekki uppi að sinni. En heild-
ernafn sýningarinnar gefur
fyllilega til kynna, að listamað-
urin hefur visst verkefni í
huga, og mætti segja mér, að
eterk tengsl séu milli titilsins
©g þeirra áhrifa, er Kristján
túlkar í þessum verkum.
Kristján Davíðsson hefur, allt
frá því hann kom fyrst fyrir
almenningssjónir með verk sín,
vakið sérstaka athygli fyrir lita-
meðferð sína, og nú teflir hann
yfirleitt djarfar í þeim efnum
en hann hefur áður gert. Hann
notar hvella og sterka tóna, er
hann setur fimlega saman, og
nær í sumum þessara mynda
sterkum og sláandi áhrifum.
Það er rautt, grænt og blátt,
eem hann notar aðallega sem
uppbyggingu í þessum verkum,
og skapar síðan með ýmsu móti
þau mismunandi áhrif, sem
þarna er að finna. Það leynir
sér ekki, að það eru sterk áhrif
irgi ljósaskiptum í sjálfri nátt-
úrunni, sem hefur orðið lista-
manninum að viðfangsefni nú í
seinni tíð. Kristján Davíðsson
málaði hér ‘á árunum mikið af
«lls konar portrettum, sem virt-
us't honum mjög nauðsynleg í
listsköpun hans, nú hefur þetta
fólk Kristjáns horfið en sjálf
máttúran orðið honum að yrkis-
efni meir og meir. Það getur
verið, að einmitt þetta atriði
ráði mestu um mótun Kristjáns
að undanförnu, en hann er langt
frá því að gera verk sín að leið-
inlegum og dauðum natúralisma.
Það er seiðmagn andrúmslofts-
ins, stemningin í umhverfinu, ef
svo mætti að orði kveða, sem
náð hefur tökum á Kristjáni og
gert honum kleift að dansa með
lit og línur óháður yfir mynd-
flötinn. Hann nær sterkum
hreyfingum og fínum sveiflum
í mörgum þessara verka, og
hann spilar á litaspjald sitt, eins
og góður hljómlistarmaður á
hörpu sína.
Það er nokkuð áberandi á
þessari sýningu Kristjáns, hvað
hann nær miklu meiri árangri
þegar hann vinnur myndir sín-
ará þann hátt, að liturinn liggur
þykkur og safarikur á mynd-
fletinum en þegar hann gerir
verk sín með snöggum litflöt-
um og virðist tefla á augnabliks
geðhrif, sem brjótast út með
mikilli orku. Honum tekst að
vísu stundum að gera mjög
skemmtileg og aðlaðandi verk á
þennan hátt, en ég held, að við
nánari viðkynningu sé Kristján
Faeddur 24. september 1894
Dáinn 26. april 1966.
í dag, þegar Stefán J. Árna-
son fulltrúi verður kvaddur
hinztu kveðju, langar mig með
fáum orðum að þakka honum
þau góðu kynni, er ég hafði af
honum og hinu hlýlega heimili
hans.
Þau kynni ná ekki lengra aftur
í tímann en til sumarsins 1963,
en þá fluttist ég samtímis þeim
hjónum, frú Helgu og Stefáni,
í sambýlishús að Bólstaðarhlíð
64. Þau voru þá að flytjast frá
Akureyri hingað til Reykjavík-
ur.
Við munum hafa verið með
þeim fyrstu, sem settumst að í
húsinu, sem ekki var fullbúið
þá. Kynni mín af þeim hjónum
hafa æ síðan verið mér mikiis
virði.
Sjálfsagt er það oft svo í sam-
býlishúsum, að fjöldinn sýnir
sameiginlegum málefnum íbú-
anna lítinn áhuga og finnst, að
einhverjir aðrir geti annazt bau.
Við vorum svo heppin, að Stef-
Davíðsson miklu sterkari sem
málari, þegar hann vinnur á
fyrrnefndan máta.
Þetta er skemmtileg og hressi-
leg sýning hjá Kristjáni, en því
verður heldur ekki neitað, að
hún er nokkuð misjöfn. Þarna
eru tvö mjög stór málverk, sem
hefðu óneitanlega notið sín bet-
ur í stærri sal en Bogasalnum,
og ég er ekki frá því,. að nokk-
uð sé aðþrengt að verkum
Kristjáns. Það er eins og sum-
ar þessar myndir njóti sín ekki
nægilega, og ég hefði sannarlega
kosið að sjá þessa hlið á Krist-
jáni Daviðssyni sem málara í
rýmri sal. Það má vel vera, að
þetta sé bezta sýning, sem
Kristján hefur ef-nt til, um það
skal ég ekki fullyrða, en hitt
þori ég að segja,. að hér er á
ferð eitthvað nýtt í fari lista-
mannsins, og getur vel verið, að
þetta sé byrjun á einhverju, sem
þessi djarfi málari hefur enn í
deiglunni. Eitt er vist, að það
er mikil breyting á ferð I list
Kristjáns Davíðssonar.
Valtýr Pétursson.
án var ekki einn af þeim. Hann
var frá upphafi manna fúsastur
til að sjá um það, sem gera
þunfti, og á betri fyrirgreiðslu
varð ekki kosið, enda báru allir
fyllsta traust til hans.
Nú, þegar Stefáns nýtur ekki
lengur við, veit ég, að allir sam-
býlismenn hans minnast hans
virðingu og þakklæti.
Kæra frú Helga. Þér, börnum
þínum, tengdabörnum og barna-
börnum votta ég dýpstu samúð
mína við fráfall elskulegs eigin-
manns og föður. ,
I. J.
Fjölvsrkar skur-ðgröfur
J
0
L V I R 1®'
K
I N N ÁVALT TIL REIÐU.
Sl'mi: 40450
Ég veit að ég á einn vin í fjarska
það ert þú
þú, sem réttir mér hönd þína
einn kaldan dag
þegar æska mín grét
og gekk þungum skrefum
yfir visnuð blómin,
sem hún hafði elskað áður fyrr.
Guð hann blessar þig fyrir það.
Guð hann gefur þér stjörnurnar
og sólina
og síunga gleði.
Ég rétti þér aðeins kaldar hend-
ur mínar
á heitum degL
ÞANNIG er Ijóðið „Til Áslaug-
ar“, á bls. 16 í þessari nýút-
komnu bók ungrar skáldkonu,
sem ber nafnið „Ung ljóð“. Það
ber vissulega að fagna þessu
nýja brumi á ljóðstofni íslenzkr-
ar menningar. Það er ungt brum,
eins og nafnið bendir til, þrungið
af lífsþrá, lífsvilja, lifandi til-
finningum og lífsspeki.
Með þessari bók sinni hefur
Nína Björk gróðursett nýja,
fagra jurt á akri íslenzkrar skáld
menningar og það er skylda allra
þeirra, sem menningunni unna,
að hlú að henni, þannig að hún
fái að dafna og bera öll sín
þlóm. Guð mun blessa þá sem
það gera, eins og hún segir i áð-
urnefndu ljóði sínu Til Áslaug-
ar. Þeir eru hins vegar of marg-
ir sem rétta hendur sínar til þess
að slíta upp og taeta hið fagra
og gera þannig heitan dag að
köldum degi, en sem betur fer
hefur menningin ávallt átt vini,
bæði fjær og nær, sem réttu
út bendur sínar til þess að blessa
og vernda „grátandi æsku sem
gengur þungum skrefum yfir
visnuð blómin“ (sjá áður nefnt
ljóð) og hlýtur að spyrja sjálfa
sig, enda ég eins og þau og geta
þó ekki annað en þráð að lifa og
vera frjáls.
Þessi tregahljómur kemur skýr
ar í ljós í næsta ljóði sem heitir
„Ótti“ bls. 17.
Það er þó langt frá því að
Nína Björk sé svartsýn eða trega
blandin, en hún er skáld og
skynjar lífið í allri sinni breidd.
Það vantar enga oktövu á skálda-
flygil hennar. Þess vegna yrkir
hún einnig fallega um ástina,
fegurðina ’og fögnuðinn eins og í
ljóðinu „Til Braga“ bls. 23, og
„Björt hvíldi nóttin“, bls. 12.
Björt hvíldi nóttin
yfir borginni.
Blá hvíldu augu þín
á bylgjum hárs míns.
Tæmdur var sá bikar
er bjó í öll okkar þrá.
Sárin eftir svipur dagsins
sviðu ei lengur.
Björt hvíldi nóttin
yfir borginni.
Blíð voru atlot hennar
við sofandi börnin.
Blá hvildu augu þin
á bylgjum hárs mins.
í ljóði tileinkað Eyjólfi bls. 27
slær hún aftur á tregablandna
strengi lífshörpunnar og gefur til
kynna þá staðreynd að það sé
þrátt fyrir allt betra að vera til
og líða, en að vera ekki til. Þján-
ingin er þrátt fyrir allt tákn um
líf, og þar sem er líf, þar er von.
Ljóðið fjallar um ungan mann
sem finnur sárt til þess að eitt-
hvað grætur innst inni í sál
hans og hann snýr sér til vina
sinna sem eru fullir af góðum
ráðum, en það gagnar ekki.. Þá
biður hann vínið um að lækna
þennan grát en það getur það
ekki. Þá snýr hann sér til öld-
ungsins, sem hafði bragðað allar
beizkar veigar lífsins og öld-
ungurinn svarar „á meðan eitt-
hvað grætur innst í sál þér þá
lifir þú.“
„Ljóð“ á bls. 14 er einnig mjög
athygilsvert. Það er fögur sekt-
arjátning og viðkvæm tilfinning
fyrir því sem miður fer í veröld-
inni. „Bjarminn í augum barn-
anna slokknar og stjörnurnar
gráta.“
Ljóðið „Dans" á bls. 21 er fög-
ur lýsing á hinu hverfula lífi í
skógi tilverunnar og síðasta bæn
persónunnar er, að þegar allt
hverfur, þá verði þó eitthvað til
þess að minna á líf hennar.
„Við hlógum að sumrinu og
sumarið hljóp með okkur inn í
haustið," segir Nína Björk í þrem
ur línum þessa ljóðs eg lýkur
því á eftirfarandi hátt:
„Ljúfa dís í skógi
legðu eina maírós
yfir staðinn þar sem ég sekk
ég sekk og sé þig éi meir.“
Nína Björk Árnadóttir er hugs
andi skáld á nútímamælikvarða
og talar eins og af mikilli lifs-
reynslu þótt ung sé. Hún dregur
hina margþættu hljómkviðu lífs-
ins upp í stórum dráttum og við-
kvæmum, svo viðkvæmum, að
„blöðin falla af blómunum þeg-
ar kysst er á þau og krónan
stendur eftir og grætur," eins
og segir í fyrsta ljóði bókarinn-
ar, „Söknuður.“
Var grátið í nóttinni?
Heyrðum við hvíslað við glugg-
ann?
Var það aðeins draumur
og okkar dapra hugsun,
eða þungi regnsins
og rökkrið að talast við?
Nei, það grætur einhver þarna
úti
eins og sá grætur er sorgin hefur
gist.
En við sofnum aftur
hlæjum eða njótumst
og deyðum þá hugsun
að Guð er að gráta í nóttinnL
í þessu ljóði sem heitir „Við
sofnum aftur“ bls. 26 er svo frá-
bærlega rík og viðkvæm tilfinn-
ing fyrir lífinu, að undrun sæt-
ir. Það er sál sem hlustar til—
veruna, meira að segja þegar hún
hlær og nýtur. Það er sál sem
skynjar flótta mannsins frá Guði
og finnur til þess mitt . glaumi
dags og nætur. Hún heyrir Guð
gráta yfir vonzku veraldarinn-
ar.
Ljóðið „í dag“ á bls. 30 er
einnig athyglisvert og það eru
mörg önnur ljóð bókarinnar einn
ig sem ekki hafa verið nefnd
hér.
Þessi bók er vissulega þess
virði að allir eignist hana og
Helgafell á þakkir skilið fyrir
ekki. Þa biður hann konuna að hafa gefið hana út.
fögru, en hún gat það heldur Eggert E. Laxdal.
Keflvíkingar — Keflvíkingar
Nú er tækifæri til að kaupa sendiferðabifreið fyrir
sumarið. Bíllinn er Ford ’54, 2ja tonna, ódýr og góð-
ur. Hentar vel fyrir byggingarmenn.
Upplýsingar í Miðtúni 8.
Steíán Jón Árna-
son /ulltrúi - Kveð/a