Morgunblaðið - 05.05.1966, Síða 31

Morgunblaðið - 05.05.1966, Síða 31
Fimmhidagur 5. maí 1966 MORCU NBLAÐIÐ 31 Nýtf lyff ffyrir eit- urlyffiasýúklinga „Methadone" læknar heroinneytendur Atlantic City„ 4. maí AP: FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt í New York, að tekizt hafi að lækna eiturlyf jasjúklinga af notkun heroins, með inngjöf- um sérstaks efnis „Metha- done“. Skýrt var frá árangri þeim, sem náðst hefur, á 58. þingi „American Society for Clini- cal Investigation“. Dr. Vin- cent Doyle, sem að lækninga- tilraununum hefur staðið, sagði að lyfið nýja gerði eit- urlyfjasjúklingum kleift að lifa eðlilegu lífi. Það hefði ekki í för með sér „áhrif“ þau, sem heroinneyzlá leiddi til, en dræpi niður alla löngun í eiturlyfið. Sagði dr. Doyle, að á undanförnum 2 árum hefðu 128 eiturlyfjasjúklingar (hero inneytendur), sem teknir hefðu verið til meðferðar, læknazt gersamlega. Hefði meðferðin gefið 100% árang- ur, sem áður er óþekktur í meðferð slíkra sjúklinga. „Methadon" er talið vana- myndandi lyf í lyfjaskrám, en dr. Doyle og samstarfsmenn telja, að í raun og veru sé alls ekki svo, heldur sé þessi skrán ing til komin til að koma í veg fyrir ótakmarkaða notkun þess. Allir þeir sjúklingar, sem um ræðir, munu nú lifa eðli- legu lífi, en þeir voru allir mjög langt leiddir, og neyttu heroins í stórúm stíl. Skijít um jarðveg í einni flugbrautinni Deildarstjórar Vís- indasjóös skipaóir MBNNTAMÁLARÁÐHERRA hef ur skipað eftirtalda menn í deildarstjórnir Visindasjóðs: Raunvísindadeild: Formaður: dr. Sigurður Þórar- insson, náttúrufræðingur, og varaformaður Sigurkarl Stefáns- son, menntaskólakennari. Skip- aðir af ráðherra án tilnefningar. Davíð Davíðsson, prófessor, og til vara dr. Tómas Helgason, prófessor. Skipaðir samkvæmt tilnefningu læknadeildar háskól- ans. Dr. Leifur Ásgeirss. prófess- or, og til vara dr, Trausti Ein- arsson, prófessor. Skipaðir sam- kvæmt tilnefningu verkfræði- deildar háskólans. Dr. Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur, og til vara dr. Guð- mundur Sigvaldason, jarðfræð- ingur. Skipaðir samkvæmt til- nefningu Rannsóknarráðs ríkis- ins. Dr. Sturla Friðriksson, nátt- úrufræðingur, og til vara dr. Finnur Guðmundsson, náttúru- fræðingur. Skipaðir samkvæmt tilnefningu fulltrúafundar ýmissa vísindastofnana. Hugvísindadeild: Formaður: dr. Jóhannes Nor- dal, bankastjóri, og til vara dr. Þórður Eyjólfsson, fyrrv. hæsta- réttardómari. Skipaðir af ráð- herra án tilnefningar. Dr. Hreinn Benediktsson, prófessor, og til vara dr. Matthí- as Jóngsson, prófessor. Skipaðir samkvæmt tilnefningu heimspeki deildar háskólans. Magnús Þ. Torfason, prófessor, ©g til vara ólafur Björisson, prófessor. Skipaðir samkvæmt tilnefningu laga- og viðskipta- deilda háskólans. Dr. Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður, og til vara dr. Jakob Benediktsson, orðabókar- ritstjóri. Skip>aðir samkvæmt til- nefningu Félags íslenzkra fræða. Dr. Broddi Jóhannesson, skóla- stjóri, og til vara Magnús Már Lárusson, prófessor. Skipaðir samkvæmt tilnefningu fulltrúa- fundar vísindastofnana og félaga. — Taka ekki Framhald af bls. 1 gærmorgun, þar sem þeir segj- ast ekki munu taka við olíunni aftur. Hann kvaðst þá þegar hafa haft samband við sendi- herra íslands í Moskvu, og farið fram á það við sendiherrann, að hann talaði máli íslenzku olíufélaganna við hlutaðeigandi aðila í Rússlandi. Væri enn ó- víst hvað kæmi út úr því. „En það eitt er vist“, sagði Vilhjálm ur að lokum, „að „Inga“ mun sigla með olíufarminn út afbur“. Skipunartími deildarstjórn- anna er fjögur ár. Hlutverk deildarstjórna Vís- indasjóðs er að úthluta styrkjum hvor úr sínum hluta Vísindasjóðs og hafa eftirlit með því, að þeim sé varið í samræmi við það, sem áskilið var, er þeir voru veittir. Styrkur er að jafnaði ekki veitt- ur nema eftir umsókn. Stjórn deildar getur þó boðið forráða- manni rannsóknarstofnunar fjár- styrk til ákveðinna rannsókna. Stjórn deildar getur ennfremur átt frumkvæði að rannsóknum og skipulagt þær. (Frá menntamálaráðuneyti). Harður áreksfur á Skálholtsstíg Önnur bifreiðin nær ónýt d eftir MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Laufásvegar og Skálholtstígs um kl. 10.30 í fyrra kvöld. Skullu þar saman litil sendiferðarbifreið og Hafnar- fjarðarstrætisvagn, og meiddist ökumaður sendiferðabifreiðar- innar nokkuð. Nánari tildrög voru þau, að sendiferðabifreiðinni var ekið austur Skálholtstíg, og ætlaði ökumaðurinn að halda áfram yf ir Laufásveginn, en þá í sömu vagninn niður Laufásveginn og mund kom Hafnafjarðarstrætis- skall hann framan á horni sendi ferðabifreiðarinnar. Við árekst- Fró FuUtrúaráði Sjáll- stæðisiélaganna í Reykjavík STARFANDI eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eftirtaldar hverfaskrifstofur í borginni. Skrif- stofurnar eru opnar milli kl. 2—10 e. h. alla virka daga nema laugardaga milli kl. 1—5. VESTUR- og MIÐBÆJARHVERFI Hafnarstræti 19 Sími: 22719 NES- OG MELAHVERFI Tómasarhaga 31 Sími: 24376 AUSTUR- OG NORÐURMÝRARHVERFI Bergþórugötu 23 Sími: 22673 HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnisholti 12 Sími: 22674 LAUGARNESHVERFI Laugarnesvegi 114 Sími: 3S517 LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegi 27 Sími: 38519 SMÁÍBÚÐA-, BÚSTADA- OG HÁALEITISHVERFI Starmýri 2 Sími: 36518 Kosningaskrifstofa . Sjálfstæðisflokksins er í Hafnarstræti 19, 3. hæð (Helga Magnússonar húsinu). Skrifstofan ér opin alla daga frá kl. 10—10. — • — Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosningarnar. Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 22756. Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi Símar skrifstofunnar eru: 22637 og 22708. á kjördag innanlands og utanlands. urinn skall ökumaður sendi- ferðabifreiðarinnar á framrúð- una, og skarst hann nokkuð á höfði. Var hann fluttur á Slysa- varðstofuna, en fékk að fara þaðan heim að lökinni aðgerð. Sendiferðabifreiðin er mjög mikið skemmd, og mun jafnvel vera ónýt. Talsverðar skemmdir urðu einnig framan á Hafnar- fjarðarstrætisvagninum. — Stefnt aó Framhald af bls 1 stæðismanna í Reykjavík bent á 10 atriði, sem stuðlað geta að lækkun byggingarkostnaðar svo sem ákveðna stöðlun bygginga og byggingarhluta, endurskoðun ákvæðisvinnutaxta iðnaðar- manna með tilliti til aukinnar vélvæðingar og vinnutækni, myndun stærri verktakafyTÍr- tækja á sviði byggingariðnaðar- ins, eflingu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins o. fl. í greinargerð fyrir tillögum ungra Sjálfstæðismanna í Reykja vík segir, að lánakerfi húsnæðis mála hafi verið stóreflt undan- farin ár, en ljóst sé að þar með sé endanlegu marki ekki náð. Með lánakjörum þeim sem efna litlum meðlimum verkalýðsfé- laganna eru veitt við kaup á í- búðum Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar er fyrsta skrefið stigið til þess að koma hér á fót lánakerfi, sem sam- bærilegt er við það, sem tíðkast í nálægum löndum. Takmarkið hlýtur að vera að útvíkka það lánakerfi í meginatriðum, þannig að það nái til húsbyggjenda al- mennt. Bent er á, að lífeyrissjóðir hafa eflzt mjög á undanförnum árum og lánað verulegt fé til húsbyggjenda. Hugmyndin er sú, að þeim verði öllum gert kleift að lána a. m. k. 30% af kostn aðarverði íbúða og að sem allra flestir eigi þess kost að gerast aðilar að lífeyrissjóðum og njóta þar með slíkra lánakjara. í grein argerðinni er lögð áherzla á að koma beri slíku almennu lána- kerfi upp svo fljótt sem auðið er, en jafnframt bent á, að það hljóti að taka nokkurn tíma þar sem mörg fjárfrek verkefni bíða við uppbyggingu landsins. En ungir Sjálfstæðismenn telja að þessu marki beri að ná á nokkru árabili. Tillögur ungra Sjálf- stæðismanna verða birtar í heild hér í blaðinu síðar. UNDANFARIÐ hefur veriðí unnið að því að miklum krafti að skipta um jarðveg og gera endurbætur á norður-suður- flugbrautinni á Reykjavíkur- t flugvelli. Hafa stórvirkar vél- ar unnið þar að því að grafa upp alla brautina, og hefur flugbrautin af þeim sökum verið lokuð um nokkurn tíma. Eru þessar framkvæmdir fram haldsframkvæmdir síðan í fyrrasumar. | (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Petrosjan hefur tvo vinninga yfir MOSKVA, 4. maí: — TIGR- AN Fetrosjan og -Boris Spasskí gerðu jafntefli í 11. skákinni i einvíginu um heimsmeistara- titilinn í skák eftir 26 leiki. Petrosjan hefur þá hlotið 6% vinning, en Spasskí 4Vz. Petrosj an hefur unnið tvær skákir, en hinar allar endað með jafntefli. 12. skákin verður tefld á föstudag. — Indonesia Framhald af bls. 1 sem heimili honum að ráða því, hverjir fari með æðstu völd landsins. Er þess jafnframt krafizt, að almenningur í landinu fái sjálfur að ráða því hverjir sæti taki í æðsta ráðinu. Blað Múhaðmeðtrúarmanna, „Musa Purta“, segir frá því í adg, að herferðin gegn kommúnistum í Indónesíu haldi enn áfram. Landrými Kefla- víkurkaupstaðar aukið 1 GÆR var frumvarpið i»m landshöfn í Þorlákshöfn afgreitt sem lög frá Alþingi. Einnig kom til umræðu í efri deild frumvarpið um stækkun lög- sagnarumdæmis Keflavíkur og urðu um það nokkrar umræður. Pébur Pétursson (A) mælti fyr- áliti meiri hluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar deildarinhar, er lagði til að frumvarpið yrði samÞykkt en Bjartmar Guð- mundsson mælti fyrir minni hluta álitinu og lögðu þeir til að málinu yrði vísað frá. Aðrir tóku þátt í umræðum voru AI- freð Gíslason og Gils Guðmunds son. Við atkvæðagreiðslu var frá- vísunartillagan felld og á aíð- degisfundi í deildinni var máli# tekið til 3. umræðu og sam- þykkt sem lög frá Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.