Morgunblaðið - 10.05.1966, Page 3

Morgunblaðið - 10.05.1966, Page 3
trfójUdagur 10. maí 1966 MORCU N BLAÐIÐ 3 STAKSTMMAR Hefði 'dtt að vita Fyrsti maður á framboðslista Framsóknarflokksins hefur ritað greinarstúf í Tímann. Kemur þar í ljós að hann er ekki vel kunnugur borgarmálefnum, og er það e.t.v. ekki óeðlilegt. Hins v. vegar hefði hann átt að vita bet ur, því að honum bar sem aðaT- fulltrúa að sækja borgarstjómar fundi sl. kjörtímabil, þótt nokk- ur misbrestur hafi þar á orðið. Þessi frambjóðandi segir, að ýmis mannvirki í borginni hafi verið leyfð, sem torveldað hafi mjög skipuiagningu þá, sém nú hefur verið gerð. Hann hefði átt að vita, að skipulagsfræðing ar þeir, sem að aðalskipulaginu hafa unnið, lýstu því yfir, og kom það m.a. fram á blaða- mannafundi, að óvenjulega litill kostnaður yrði hér í Reykjavík við að ná góðu framtíðar-um- ferðarkerfi og skipulagi, miðað við aðra bæi, þar sem aðalskipu lag hefði verið gert. Og í hinni miklu bók um aðalskipulagið er , einmitt um það rætt, aSS fyrir- hyggja borgaryfirvalda hafi mjög auðveldað starfið. En um 1 þetta veit frambjóðandinn ekk- • ert. Þetta eru þá 18 milljarðarnir, sem borgarfulltrúinn segir að slóðaskapur „íhaldsins“ kosti. 18 milljarðar Og Framsóknarframbjóðand- inn hefur fleira að segja, m.a. þetta: „Jafnframt skyldu menn hafa hugfast, að lausleg kostnaðará- ætlun borgarstjórnar við fram- kvæmd skipulagsins er 18 mUlj- arðar króna, og sjá þá allir að ýmislegt hlýtur að mega laga fyrir þá risafjárhæð. Sjálfstæðis menn ættu að spara að hrósa sér af því að framkvæma sjálfsagða hluti, en viðurkenna í staðinn það sem allir vita, að með að- gerðarleysi f skipulagsmálum samfara því að leyfðar hafa ver ið einstakar stórbyggingar flokksgæðinga eftir geðþótta þeirra, hefur meirihlutinn bakað borgarbúum stórfellt tjón, sem greiðast verður af útsvörum Reykvíkinga á komandi árum.“ Já, minna má nú gagn gera. Hvorki meira né minna en 18 milljarðar eru að dómi fram- bjóðandans kostnaður við skipu lagið, en maðurinn virðist vita heldur lítið um þetta eins og fleira. Hvei er kostnaðurinn? Áætlunin, sem hér um ræðir, birtist í skipulagsbókinni, og er á þessa leið: Götur og vegir (hér aðeins reiknað með 90% heildar kostn- aðar, sem greidd eru af borg- inni ........... 5.0 milljarðar. Rafmagnsveita (þ.á.m. ný orku ver) hitaveita, vatnsveita, hol- ræsi ........... 6.6 milljarðar. Fullbygging, núverandi hafn- ar, fyrstu áfangar Sundahafnar og endurnýjun strætisvagna ............... 1.2 milljarðar. Skólar, (hér er aðeins talinn hluti borgarsjóðs af heildar- kostnaði, 50%), barnaheimili o.þ.h. svo og leikvellir . ... ............... 1.2 milljarðar. Vistheimili, sjúkrahús, (að- eins hluti borgarsjóðs, 40%), íþróttamannvirki, sundhallir, (aðeins hluti borgarsjóðs, 60%), almenningsgarðar, kirkjugarðar, framlög til kirkjubygginga ojs. frv............. 1.0 milljarðar. Borgarstofnanir, ráðhús, bóka- safn, leikhús, listasafn, félags- heimili o.s.frv. . . 1.0 milljarðar. Framlög borgarsjóðs til íbúðar bygginga (þar með til íbúða aldraðs fólks), endurbygging eldri borgarhverfa, kaup hús- eigna or iarða . . 2.0 milliarðar. Fjölmennur fundur unga fólksins í Sigtúni Þessi mynd var tekin á hinum fjölmenna fundi unga fólksins í Reykjavík, sem Heimdallur FUS efndi til sl. laug- ardag. Fundurinn var haldinn í Sigtúni og var húsfyllir á fundinum. Níu ungir menn og konur fluttu stuttar ræð- ur og ávörp en Geir Hallgrímsson borgarstjóri flutti lokaorð á fundinum. Hinn fjölmenni og þróttmikli fundur unga fólksins í Sigtúni sýndi ljóslega að unga fólkið í borginni skipar sér í vaxandi fylkingum undir merki Sjálfstæðisflokksins. Nánar verður sagt frá fundinum síðar. elzta árgangi skólans er enn á lífi, Ottó N. Þorláksson. Hef- ur hann oft verið viðstaddur skólaupþsögn, en gat ekki komið að þessu sinni. Af 50 ára prófsveinum talaði Loft- ur Bjarnason útgerðarmaður. Þeir færðu skólanum að gjöf líkan af fslandi og landgrunn- inu smíðað af Baldri Ásgeirs- syni eftir frumgerð Páls Ragn arssonar, sjómælingamanns. Nikulás Jónsson, skipstjóri, hafði orð fyrir 45 ára próf- sveinum. Þeir færðu skólan- um fjárhæð í Styrktarsjóð nemenda. Af 25 ára prófsvein um talaði Halldór Sigurlþórs- son. Þeir gáfu skólanum kennslutæki í siglingareglum. 20 ára prófsveinar færðu skól anum nýjustu útgáfu af ensku alfræðiorðabókinni, Encyclo- pædia Britannica. Orð fyrir þeim hafði Einar Guðmunds- son. Forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands flutti kveðju frá samibandinu, og Einar Thoroddsen, yfir- hafnsögumaður flutti kveðju frá skipstjóra og stýrimanna- félaginu Ægi. Skipstjóri þakkaði hinar góðu og hagnýtu gjafir og þann vinarhug til skólans, sem að baki þeim lægi. Síðan þakkaði hann gestum kom- una og sagði skólanum slitið. Að lokinni skólauppsögn höfðu menntamálaráðlherra, doktor Gylfi Þ. Gislason, og frú boð inni í ráðherrabú- staðnum fyrir alla viðstadda. Þar ávarpaði menntamálaráð- herra gesti og flutti skólanum þakkir fyrir starf hans í þágu íslenzku þjóðarinnar á liðn- um árum og óskaði honum velfarnaðar í framtíðinni. Þessir luku prófi: Eggert Andrésson. Reykjavík. Elv<ar Þór Valdimarsson, Skaga- strönd. Friðrik Björnsson, Siglu- Framhald á bls. 25 einkunn er 8. Bókaverðlaun úr Verðlauna og styrktarsjóði Páls Halldórs sonar fyrrverandi skólastjóra hlutu eftirtaldir nemendur, sem allir höfðu hlotið ágætis- einkunn: Úr farmannadeild: Pálmi Pálsson. Úr fiskimanna deild: Aðalsteinn I. Guðmunds son, Finnbogi II. Magnússon, Jónas K. Björnsson, Ólafur G. Gíslason, Óskar Þ. Karlsson, Þórir II. Stefánsson og Ægir Bjömsson. Þá veitti Skip- stjórafélag íslands bókaverð- laun í fyrsta sinn fyrir há- markseinkunn 8 í siglinga- reglum í farmannaprófi. Þau verðlaun hlaut Friðrik Björns son frá Siglufirði. Verðlaunin afhenti í þetta sinn formað- ur Skipstjórafélags íslands, Jón Eiríksson. Skipstjóri ávarpaði síðan nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Benti hann þeim á ábyrgð og skyld- ur- yfirmanna á skipum, hvatti þá til að viðhalda þeim fræð- um, sem hefðu lært við skól- ann og að rækja störf sín af samvizkusemi. Að lokum þakkaði hann nemendum sam veruna og árnaði þeim heilla í framtíðinni. Viðstaddir skólauppsögn voru margir af eldri nemend- um skólans, meðal þeirra tveir, sem brautskráðust fyrir 60 árum, þeir Bernharður Guðmundsson og Guðmund- ur Guðmundsson. Bernharður tók til máls og rifjaði upp gamlar minnnigar. Einn úr 75. skólaári Stýrimanna— skolans lauk á laugardag STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp hinn 7. þm. í 75- sinn. Viðstaddir skólauppsögn voru forsætis- ráðherra, menntamálaráð- herra, sjávarútvegsmálaráð- herra, borgarstjóri og margir fleiri gestir, en meðal þeirra voru margir af eldri nemend- um skólans. í upphafi minntist skóla- stjórinn, Jónas Sigurðsson tveggja nemenda skólans, sem látist höfðu af slysförum á skólaárinu, þeirra Steinars R. Elíassonar úr Reykjavík, nem anda úr 3. bekk farmanna- deildar, og Óla Gunnars Halldórssonar, nemanda úr 1. bekk fiskimannadeildar. í tilefni af 75 ára afmæli skólans á þessu skólaári rakti skólastjóri nokkuð aðdrag- anda að stofnun skólans og starfsemi hans á þessum 75 árum. Gat hann þess að alls hefðu brautskráðst frá skól- anum frá upphafi 2879 skip- stjórnarmenn og auk þess 494 á námskeiðum skólans úti á landi. Því næst flutti hann skýrslu um starfsemi skól- ans á þessu skólaári. Að þessu sinni luku 15 nem endur farmannaprófi og 74 fiskimannaprófi, en í janúar- lok höfðu 7 lokið hinu minna fiskimannaprófi. Við far- mannaprófið hlaut 1 ágætis- einkunn, 10 fyrstu einkunn og 4 aðra einkunn. Við fiski- mannaprófið hlutu 7 ágætis- einkunn, 48 fyrstu einkunn, 17 aðra einkunn og 2 þriðju einkunn. Efstur við farmanna- prófi var Pálmi Pálsson með 7:46 og hlaut hann verðlauna bikar Eimskipafélags íslands, farmannabikarinn. Efstur við fiskimannapróf var Þórir H. Jónas Sigurðsson Stefánsson með 7:52, og hlaut hann verðlaunabikar Öldunn- ar, Öldubikarinn. Hámarks- Hef ur brautskráð2879skip stjórnarmenn frá upphafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.