Morgunblaðið - 10.05.1966, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 10. maí 1966
12
Herbergi
helzt með húsgögnum óskast til leigu fyrir útlend-
ing frá nk. mánaðamótum. — Frekari upplýsingar
í síma 24204.
G. Helgason & IVielsted hf
Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.
Vinna
Vantar nokkra röska verkamenn til loft-
pressuvinnu. — Gott kaup.
Loftþjappan sf
Sími 13536.
Verktakar
Tilboð óskast í stéttir og frágang á lóð við
fjölbýlishús. — Útboðslýsingar afhentar
á skrifstofu félagsins.
Byggingasamvinnufélag
Reykjavíkur
Elín R. Tómasdótfir, Þing-
eyri — Minning
í DAG verður til grafar borin
vestur á Þingeyri við Dýrafjörð
frú Elín Rannveig Tómasdóttir,
húsfreyja, á 87. aldursári. Hún
var norðlenzk að kyni, faedd að
Stærra Árskógi á Árskógsströnd
11. desember 1879.
Voru foreldrar hennar prests-
hjónin þar, sr. Tómas Hallgríms-
son Tómassonar bónda á Steins-
stöðum í Öxnadal, og konu hans,
Rannveigar, systur Jónasar
skálds Haligrímssonar. En kona
sr. Tómasar og móðir Elínar var
Valgerður Þórunn Jónsdóttir,
prests að Steinsstöðum Jónsson-
ar.
Var sr. Tómas Hallgrímsson
síðastur presta í Stærra Árskógi,
en fékk Velli í Svarfaðardal 1884
og sat þann stað til dauðadags,
24. 3. 1901. Þótti hann hið mesta
glæsimenni og hún fríðleikskona
og mikil mannkostakona. Var
prestur skáldmæltur vel, hafði
fagra söngrödd og þótti jafnan
hinn mesti gleðimaður hvar sena
hann kom. Og hjálpsöm voru þau
hjón bæði og hin drenglyndustu,
en fátæk jafnan. Þau eignuðust
5 börn, sem til aldurs komust og
er nú aðeins éin dóttir á lífi,
Rannveig, ekkja Magnúsar Jó-
hannssonar, sem lengi var hér-
aðslæknir á Hofsósi.
Elín Rannveig ólst upp á Völl-
um í glöðum systkinahópi, að
sjálfsögðu við fábreyttar að-
stæður þeirra tíma, en heilbrigð-
ar venjur í lífsháttum öllum,
iðjusemi og nægjusemi. Var þó
betur sett en margir jafnaldrar
því að á Akureyri var þá frænka
hennar, gáfuð kona og fjöl-
NYTTJ
Diplomat vindill: Glæsilegur mjór vindill,
sem i einu hefur fínan tóbaksiim og þægilega
mildi. Lengd: 130 mm. - Danisb Whiffs smá-
vindill: Sérstaklega
mildur, mjór smá-
vindill, sem er reyk-
tur og virtur víða
um lönd.Lengd:
95 mm.
SKANDINAVISK
TOBAKSKOMPAGNI
Leverandor tii Det kongelige danske Hof
224
Málmur
Kaupi alla málma, nema járn, hæsta verði.
Staðgreiðsla. — Málmamóttaka alla rúmhelga daga
í Rauðárárporti (Skúlagötu 55).
A R I N C O
sími 12806 og 33821.
Barna regnfatnaður
Regnúlpur; regnbuxur; regnsett.
Pollabuxur.
R. O. Búðin
Skaftahlíð 28. — Sími 34925.
Vinna
Okkur vantar lagtæka menn til vinnu í verksmiðju
okkar. — Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Gler hf
Brautarholti 2.
Rösk og ábyggileg stúlka
óstkast strax til afgreiðslustarfa. —
Þarf að vera vön. — Upplýsingar
á staðnum.
Álfheimabúðin
Álfheimum 4.
Hús — Lóð
800 ferm. eignarlóð og gamalt timburhús til sölu í
Vesturbænum. — í húsinu eru tvær 3ja herb. íbúðir
og 2 herbergi í risi. — Upplýsingar gefur Haraldur
Gunnlaugsson, Laufásvegi 10 eftir kl. 7 á kvöldin
í síma 18536.
Bíll til sölu
FIAT-Multipla, árgerð 1961.
Tækifærisverð.
íslenzka verzlunarfélagið hf.
Sími 19943.
menntuð, Rannveig, kona Egg-
erts Laxdal verzlunarstjóra,
merkismanns á þeirri tíð. Hjá
þessari föðursystur sinni dvaldist
Elín nokkuð og naut þar margs
hins bezta, sem sú samtíð átti í
menningarlegum efnum, á fyrir-
myndar kaupstaðarheimili. Var
frú Elín jafnan minnug þessarar
frænku sinnar og heimilis þeirra
hjóna, er hún taldi sig í þakkar-
skuld við.
Hinn 7. maí 1902 giftist Elín
jafnaldra sínum, Angantý Arn-
grímssyni búfræðingi, syni Arn-
gríms málara Gíslasonar og Þór-
unnar Hjörleifsdóttur, ljósmóður
frá Tjörn. Var hann þá talinn i
hópi hinna glæsilegustu ungra
manna þar um slóðir og prests-
dóttirin ekki síður. Fluttu ungu
hjónin brátt heimili sitt til Dal-
víkur, sem þá tók að byggjast,
og áttu þar heima hátt á annan
áratug. Þar fékkst maður Elínar
við verzlunarstörf, en síðar út-
gerð.
Þetta heimili þeirra hjóna,
Sandgerði á Dalvík, varð brátt
allsérstætt í sinni röð. Það varð
einskonar miðdepill alls félags-
lífs þar á þeim árum. Og gest-
risnin í Sandgerði varð einstök
og á orði höfð. Þar voru allir
velkomnir, áttu allir athvarf og
hin hjartahlýja húsfreyja tók
þar hverjum gesti vel. Mátti
segja að þar væri „opið“ hús,
ekki sízt fyrir þá, sem með þeim
unnu að ýmsum félagslegum
verkefnum, iðkuðu söng og sjón-
leiki o. fl., sem að skemmtilífi og
framvindu félagsmála laut. Þá
va 'kið líf og fjör í hinu litla
en vaxandi þorpi.
Það var því mikill sjónarsvipt-
ir er þau fluttu burt 1923, til
Þingeyrar við Dýrafjörð. Þar var
þá Anton Proppé með umsvifa-
mikinn atvinnurekstur, en
Anton var kvæntur Elísabetu,
systur Elínar. Þar gegndi Angan-
týr ýmsum störfum meðan heils-
an leyfði, en síðar voru þau hjón
í skjóli Ingunnar, dóttur sinnar,
og manns hennar, Magnúsar
Amlín forstjóra.
En ekki gleymdust þau göml-
um vinum nyrðra. Fyrir mörg-
um árum var þeim boðið heim
á æskustöðvarnar til dvalar í
nokkra daga. Gerðu það gamlir
vinir og samherjar í Svarfaðar-
dal. Var þá tekið á móti þeim
sem ástsælum fyrirmönnum, þótt
í öllu látleysi væri, og þeim sýnd
ur margskonar sómi, sem þau
höfðu vissulega unnið til á sinni
tíð.
Á Þingeyri var önnur aðstaða
en nyrðra, en þar kunnu þau vel
við sig. Og alltaf fylgdi heimili
þeirra hin einlæga gestrisni og
góðvild. Og einnig þar stóðu vin-
sældir þeirra djúpstæðum rótum.
En nú eru þau bæði horfin af
sviðinu. Og gömlum vinum
finnst að þeim sjónarsviptir og
skarðið vandfyllt. Angantý
kvöddum við fyrir meir en ári.
Og í dag kveðjum við Elínu
Rannveigu, konu hans, hina
glæsilegu og gáfuðu konu, hjálp-
sömu og hjartahlýju, sem öllum
vildi gott gera — hina mann-
kostaríku konu og vinsælu. Þökk
sé henni og þeim hjónum báðum.
Og blessuð sé minning þeirra.
Og dóttur þeirra, og öllum
vandamönnum, sendi ég einlæga
samúðarkveð j u
Sn. S.