Morgunblaðið - 10.05.1966, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.05.1966, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. maí 1966 Sigurbjörg Jónsdóttir Vinaminni — Minning SIGURBJÖRG Jónsdóttir frá Vinaminni á Stokkseyri andað- ist í Landsspítalanum 2. þ. m. eftir allþunga legu, og er útför hennar gerð í dag frá Neskirkju. Með henni er horfin af sjónar- sviðinu mikilhæf kona, sem margir munu sakna. Sigurbjörg var fædd í Vina- minni 29. júlí 1899. Foreldrar hennar voru merkishjónin Jón Sturlaugsson hafnsögumaður og kona hans, Vilborg Hannesdóttir frá Skipum. Jór. var landskunn- ur fyrir björgunarafrek sin á sjó og hlaut m. a'. fyrir þau störf heiðursgjöf frá Alþingi og var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Vilborg var meðal stofn- enda Kvenfélags Stokkseyrar, fyrsta forstöðukona þess og um langt skeið lífið og sálin í starf- semi þess. Þau hjón eignuðust 10 börn, og . komust 9 þeirra upp. Var heimili þeirra í Vinaminni jafnan með myndarbrag og efni dágóð þrátt fyrir ómegðina. Börnin voru snemma vanin á vinnusemi, eins og þá var títt, ekki sízt þar, sem kappsamlega var aflað fanga bæði af sjó og landi, og stundum mun hafa ver- ið kulsælt við fiskaðgerð á Stokkseyrarklöppum. — Skóla- ganga, félagsstörf og leikir fengu líka sinn tíma. Þá voru uppgangs tímar í sögu Stokkseyrar, útgerð og verzlun í blóma og margt um manninn. I þessu umhverfi hlutu þau systkin hið bezta uppeldi, urðu framúrskarandi dugmikið fólk, enda vel gefin til líkama og sálar. Með stuðningi og góðum vilja foreldra sinna öfluðu þau sér einnig menntunar til þess að búa sig undir ævistarfið. Sigurbjörg stundaði á unga aldri nám í Kvennaskólanm í Jörðin Hamar í Nauteyrarhreppi, N- ís., er til sölu í n'æstu far- dögum. Leiga kemur til greina. Upplýsingar gefa: Magnús Jensson, liamri, símstöð Kirkjuból og í síma 41088. Tilboð óskast í timburhúsið Laugaveg 68 til flutnings eða niðurrifs í þessum mánuði. — Upplýsingar veitir Eyjólfur Hermannsson í sima 16666. Verzlunin Fífa auylýsir Nýkomið mikið úrval af úlpum. Einnig peysum á böm og fullorðna. Verzlunin FÍFA, Laugavegi 99. Glæsileg 4ra herb. íbúðarhæð í Norðurmýri ásamt upphituðum bílskúr til sölu. Skipti á 2ja—3ja herb. nýrri eða nýjegri íbúð möguleg. STEINN JÓNSSON, HDL Lögfræðiskrifstofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 og 14951. Atvinna Reglusöm miðaldra kona óskar eftir starfi, er vön skrifstofustörfum, m.a. gjaldkerastörfum. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Ábyggileg — 9291“. Skrifstofumaður Karlmaður óskast til skrifstofu- og afgreiðslustarfa í raftækjaverzlun. — Verzlunarskóla- eða samvinnu skólamenntun æskileg. — Umsóknir, merktar: „Raf magn — 9285“ sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. Reykjavík, og var matreiðsla aðalnámsgrein hennar. Hún varð matráðskona Kvennaskólans á Blönduósi aðeins 21 árs að aldri. Því starfi sagði hún lausu eftir tvö ár, því að hún vildi gjarnan afla sér frekari menntunar. Nokkru síðar fór hún utan til framhaldsnáms við Den Suhrske Husmodreskole í Danmörku. Hún dvaldist í Danmörku í tvö ár, 1927 og 1928, vann þá m. a. á Borgundarhólmi. Eftir heimkom- una, eða um áramótin 1928—29, stofnaði hún matsölu í Reykja- vík, sem hún rak til haustsins 1932. Þá gerðist hún ráðskona við ríkisspítalana og hafði það starf á hendi á Reykjahæli í Hvera- gerði til 1936. Síðar starfaði hún sem matráðskona á ýmsum stöð- um, t.d. á Álafossi og á vegum Rauða krossins í Reykholti og á Staðarfelli. Enn fremur veitti hún forstöðu mötuneyti Vélsmiðj unnar Héðins í Reykjavík fyrstu árin, sem það starfaði. Oft var hún og fengin til að standa fyrir veizlum, er vanda skyldi tH. í þessum umsvifamiklu störfum hafði Sigurbjörg hinar beztu for- sagnir í öllum hlutum og hafði til að bera stjórnsemi, fyrir- hyggju og ágæta menntun í sinni grein. Dugnaður hennar og verk- lagni var með þeim hætti, að það er ýkjalaust, að oft og tíð- um vann hún sjálf að minnsta kosti tveggja manna verk. Árið 1930, hinn 11. september, giftist Sigurbjörg Guðmundi Fr. Guðmundssyni, yfirframreiðslu- manni á Hótel Borg, en þau skildu rúmu ári síðai*. Þau eign- uðust eina dóttur, Sigrún, cand. phil., kennslukonu, sem gift er Jóni Guðnasyni, sagnfræðingi og kennara hér í borg. Hinn 8. okt. 1936 giftist Sigurbjörg eftirlif- andi manni sínum, Kjartani Ól- afssyni, húsasmíðameistara, og stóð heimili þeirra síðast að Hjarðarhaga 1£ í Reykjavík. Þau áttu eina dóttur barna, Hönnu Sigurbjörgu, hjúkrunar- konu á Landsspítalanum. Sigurbjörg Jónsdóttir verður áreiðanlega flestum minnisstæð, sem kynni höfðu af henni, enda var hún enginn hversdagsmaður. Að ytra útliti var hún glæsileg kona og skörugleg, bauð af sér gerðarþokka og vakti traust. Hún var kona skapstór, en hreinskipt- in og hreinlynd og hikaði ekki við að segja hug sinn, ef því var að skipta. En að sama skapi var hún sáttfús, og var þá auðfundin hjartahlýja hennar og góðgimi. Einn fegursti þáttur í fari henn- ar var skilyrðislaus hjálpsemi við aðra, bæði skylda og vanda- lausa, þar sem hún vissi, að hjálpar var þörf. Orðalaust og óumbeðið var hún þá vís til að koma og leggja fram vinnu sína og jafnvel fjármuni, unz úr var bætt í bráð. í þessu sem mörgu öðru sýndi hún, að hún var drengur góður, eins og sagt var um Bergþóru forðum. Ósérhlífni hennar í félagsstarfi er í minn- um höfð, og það munaði um lið- veizlu hennar, þar sem hún lagði hönd að. Vel kunni Sigurbjörg að meta hinar björtu hliðar lífsins. Sjald- | an mun hún hafa verið glaðari en þegar hún átti gestum að fagna á heimili þeirra hjóna, Rausn hennar og höfðingsskapur naut sín þá í fullum mæli. Ekk- ert þótti henni hæfa nema hið bezta. Eiginmaður hennar og dætur eiga nú um sárt að binda, og ekki hvað sízt munu barnabörn- in 7 sakna ömmu sinnar, sem ávallt lét sér annt um þau sem umhyggjusöm móðir. Ég og kona mín sendum þeim öllum og sömu leiðis systkinum hennar einlægar samúðarkveðjur. Með þakklátum huga minnumst við hinnar látnú merkiskonu. Gúðni Jónsson. Pdll Andrésson, kaup- maður — Minning ÞEGAR ég frétti lát Páls Andrés sonar vinar míns, setti mig hljóð an. Ég vissi að hann hafði verið hress og glaður daginn áður svo sem jafnan. Ég minnist, hve hann var bjartur yfirlitum, ung- ur að árum með eldmóð hjartans í lífi og starfi. En óvænt getur strengur hjartans brostið. Páll var Reykvíkingur og hóf ungur verzlunarstörf í borginni og rak sjálfstæða verzlun í ára- tugi, síðari ár skóbúð við Lauga- veg 38 og 63. Pétri, bróður sín- um, sem einnig rekur skóverzl- un, var hann mjög samrýmdur og þótti vænt um fjölskyldu hans. Hann ann mjög heimili sínu og rækti það vel. Konu sína, Öldu, og dætur tvær, Huldu og Rann- veigu, elskaði hann heitt, og un- un var að sjá, hve mikið yndi hann hafði af að annazt dóttur- börn sín tvö smá. Páll var hjálp- fús og gaf sér ávallt tíma til að gera fjölskylduvinum og við- skiptamönnum greiða. Hann var handlaginn og hafði gaman af tækninýjunum og að kynna mönnum þær, og grunar mig, að hann hafi borið leynda þrá til að vinna á því sviði. Varla kom ég svo á heimili Páls og Öldu, að ekki væru þar fyrir heimilisvinir í heimsókn, enda höfðu þau ánægju af að hitta vini sína og veita þeim. Heimili mitt saknar góðs vin- ar og vottar dýpstu samúð fjöl- skýldu hans, sem svo sviplega sér á bak góðum og skyldurækn- um heimilisföður. Ég bið guð fyrir sálu hans og um styrk konu og börnum til að halda áfram því fjölskyldulífi, sem hann hlúði að. Sveinn Helgason. F. 25. ágúst 1912. D. 1. maí 1966. KVEÐJA f DAG fer fram frá Fossvogs- kapellu, útför vinar míns Páls Andréssonar kaupmanns. — Eins og reiðarslag féll fregnin um andlát hans yfir skyldulið hans og hina fjölmörgu vini, sem hann hafði eignazt og kynnzt höfðu mannkostum hans, prúðmennsku og góðvilja. Hann var fæddur 25. ágúst 1912. Foreldrar hans voru merk sæmdarhjón, Andrés Pálsson kaupmaður og kona hans, Ágústa Pétursdóttir, sem lengst af bjuggu á Framnesvegi 2, hér í borg. Á ungum aldri stundaði hann verzlunarnám hér í Reykja vík og fór síðar til framhalds- náms til Englands um nokkurt skeið. Að því loknu keypti hann verzlunina Breiðablik, sem hann rak um margra ára skeið. Nú síð- Skrifstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Kvennaskóla eða verzlunarskólamenntun æskileg. Umsóknir, merktar: „Heimilistæki — 9286“ sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. IHjög falleg 2ja herb. íbúð til sölu, að Meistaravöllum. — Selst milliliðalaust. — Getur verið laus hvenær sem er. — Upplýsingar í síma 20815 eftir kl. 17. ustu árin rak hann skóverzlun á tveimur stöðum hér í Reykjavík. Öll stÖrf sín stundaði hann áf stakri prúðmennsku, lipurð og snyrtimennsku, enda var hann einkar vinsæll af öllum er kynntust honum náið. — Páll var kvæntur ágætri konu, Öldu Hannah. Varð þeim tveggja dætra auðið, sem báðar eru upp- komnar og dvelja í föðurgarði. Heimili þeirrí hjóna, Páls og Öldu, bar þeim fagurt vitni um smekkvísi, reglusemi og snyrti- mennsku. Þar mættu vinirnir hverju sinni ástúð, gestrisni og hlýju. Kynning okkar Páls hófst fyrir 30 árum og skapaðist þegar í stað einlæg vinátta milli heim- ila okkar, sem haldizt hefur ó- slitið og aldrei borið skugga á. Páll var frábær vinur. Hann var drengskaparmaður í hvívetná, góðsamur, tillögugóður og hjálp- fús, hvenær sem til hans var leitað. Heimili hans var honum helgi- dómur, fyrir það og ástvini sina taldi hann enga fórn of stóra né dýra. — Hin hlýja hönd hans leiddi ungu dótturbörnin með þeirri umhyggju og ástúð, sem mest verður í té látin. Við fráfall hans drjúpum við vinir hans í hljóðum trega, þó sárastur harmur sé kveðinn að elskandi eiginkonu, dætrUm og dótturbörnunum ungu, sem nutu í fyllsta mæli ástríkis hans og verndar. Þeim öllum sendi ég einlægar samúðarkveðjur um leið og ég kveð þennan kæra vin minn með hugheilli þökk fyrir vináttu hans, drengskap og tryggð við mig og hcu’vUij rnitt frá fyrstu kynnum. Ólafur Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.