Morgunblaðið - 12.05.1966, Qupperneq 7
T'immít'uclagur 12. maí 1966
MORGU NBLAÐIÐ
7
Blíð varstu bernskutíð
Sveinn Þormóffsson átti leið um leikvöll hjá Rauðalæk á dögunum, og smellti þá mynd af þessum
krökkum, sem róla sér þarna í samvinnu, glöð og ánægð. Eitthvað hefur hann samt verið kaldur á
norðan, því að öll eru þau úlpuklædd, og þó er þetta í 3. viku sumars. Blíðan varstu bernskutíð, gæti
vel verið heiti myndarinnar.
2—4 herbergja íbúð
óskast til leigu frá 15. maí
eða 1. júsrrí. Til'boð sendist
afgr. Mbl., merkt: „íbúð —
9303“.
Til sölu
8 mm kvikmyndatökuvél.
— Canon 8EEE — notuð,
mjög fullkomin 8 mm kvik
myndátökuvél. Björn og
Ingvar, Larugavegi 25.
Sveit
12 ára drengur óskar eftir
að komast á gott heimili í
sveit í sumar. Uppl. í síma
36401.
Reglusamur maður
áskar eftir vel launaðri
vinnu, helzt vélavinnu.
Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir annað kvöld, merkt:
„22 ára — 9301“.
Eldri kona óskar eftir
1 herb. og eldhúsi eða
2 minni, góð umgengni.
Uppl. í sima 34514.
Múrarar óskast
til að múra þriggja hæða
stigahús að utan. Uppl. í
síma 33836.
Mæðgin óska eftir
2 herbergja í'búð sem fyrst.
Tilboð sendist Mbl., merkt:
„Reglusemi — 9298“ fyrir
fimmtudagskvöld.
Húsmæður
Stífa og strekki storisa,
síðar gardínur og dúka.
Er við frá kl. 9—2 og eftir
kl. 7. Sími 34514. Heima
Laugateig 16.
Menn óskast
í timburhreinsun og hand-
löngun fyrir trésmiði. —
Simi 34619 og 12370.
Til sölu
Girðingastólpar og mið-
stöðvarofnar til sölu. Tæki-
færisverð. Hátún 3 í bíl-
skúrnum. Sími 12457.
1—2 herb. og eldhús
óskast á leigu núna eða 14.
maí. Sími 34518.
Jeppi
í góðu standi óskast. Tilbóð
merkt „Jeppi 9313“ sendist
Mbl. Staðgreiðsla.
FRETTIR
Hjálpræöisherinn. Fimmtudag
kl. 20:30. Almenn samkoma. Ver
jð vel'komin!
Kristniboðsflokkur K.F.U.K.
Iheldur sína árlegu samkomu í
húsi KFUM og K föstudaginn 13.
maí kl. 20.30. Jóhannes Ólafsson
læknir talar, kvennakór syngur,
einsöngur. Hugleiðing: Gunnar
Sigurjónss. guðfræðingur. Tekið
verður á móti gjöfum til kristni
boðsins.
Filadelfía, Reykjavík: Almenn
eamkcxma í kvöld kl. 8.30 Ræðu
menn: Ásgrímur Stefánsson og
Ólafur Sveinbjörnsson.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur vorfagnað miðvikudaginn
18. maí kl. 8.30 í Iðnskólanum
gengið inn frá Vitastíg. Fundar
efni: Dr. Jakob Jónsson flytur
vorhugleiðingu. Ann Jones frá
Wales syngur og leikur á horn.
Myndasýning. Kaffiveitingar.
Konur vinsamlegast fjölmennið
©g taki með sér menn sina og
aðra gesti. Stjórnin.
Styrktarfélag Lamaðra og fatl
aðra, kvennadeild. Vegna for
falla fellur niður föndurfundur
jnn fimmtudaginn 12. maí, en
verður haldinn að Sjafnargötu
14. þriðjudaginn 17. maí kl. 8.30.
Stjórnin.
Málverkasýning Helga Berg-
manns í Félagsheimili Kópavogs
neðri sal, er opin daglega frá
kl. 4—9, en ekki 10, eins og áður
vegna leiksýningar.
Háteigsprestakall. Séra Jón
Þorvarðsson verður erlendis
nokkrar vikur. Vottorð eru af-
greidd í Drápuhlíð 4.
Kvenfélag Kjósarhrepps: Hefir
eérstakan söludag, (basar) sunnu
daginn 15. þ.m., að Félagsgarði,
kl. 3. e.h. Verða þar á boðstólum
prjónavörur á börn og ungiinga,
svo og ýmsar aðrar vörur, ódýr-
«r. Einnig verður selt kaffi.
Utankjörfundarkosn.
Sjálfstæðis-
flokkurinn vill
minna stuðnings
fólk sitt á að
kjósa áður en
það fer úr bæn-
um eða af landi
brott. Kosningaskrifstofa Sjálf
stæðisflokksins er í Hafnar-
stræti 19, símar 22637 og
! 22708.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
hefur skrifstofu opna i Sjálf-
stæðishúsinu uppi, tvisvar í
viku, mánudaga og íimmtudaga
frá kl. 3—7. Félagskonur og aðr-
ar Sjálfstæðiskonur, og ennfrem
ur konur utan af Iandi, sem
fylgja Sjálfstæðisflokknum að
málum, eru beðnar að koma til
viðtals. Þarna er tekið á móti
félagsgjöldum og nýir félagar
innritaðir.
Kvenfélag Lágafellssóknar.
Aðalfundur félagsins verður
haldin að Hlégarði mánudaginn
16. maí kl. 8. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Mætið stundvíslega. —
Stjórnin.
SÝNING á teikningum ís-
lenzkra og bandaríska skóla-
barna — haldin af Rauða Krossi
íslands, er opin mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 12—21
þriðjudága og fimmtudaga kl.
12—18, og laugardaga og sunnu-
daga kl. 13—19, í Ameríska bóka
safninu, Bændahöllinni, Haga-
togri 1, daga 2—10 maí. Aðgang-
ur er ókeypis.
Akranessferðir með sérleyfisbifreið-
um Frá Akranesi mánudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
kl. 12, sunnudaga kl. 4. Frá Rvík alla
daga kl. 5:30, nema laugardaga kl
2 og sunnudaga kl. 21:00. Afgreiðsla
i Umferðarmiðstöðinni.
Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka-
foss fór frá Antwerpen 10. til London
og Hull. Brúarfoss fer frá NY í dag
11. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Kefla
vík 9. til Gloucester, Cambridge og NY
Fjallfoss fer frá Kaupmannahöfn 12.
til Gautaborgar og Oslo. Go&afoss fer
frá Vestmannaeyjum í dag 11. til
Gloucester, Cambridge, Camden og NY.
Gullfoss er væntanlegur til Hamborg-
ar í dag 11. fer þaðan til Kaupmanna
hafnar, Leith og Rvíkur. Lagarfoss er
í Kaupmannahöfn. Mánafoss fer frá
Borgarnési í dag 11. til Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar og Rvikur. Reykjafoss
fór frá Rvík 10. til Hofsóss, Dalvíkur,
Svalbarðseyrar, Akureyrar og H^sa-
víkur. Selfoss fer frá Hamborg 12.
til Kristiansand og Rvíkur. Skógafoss
fór frá Eskifirði 9. til Valkom og
Kotka. Tungufoss fer frá Rvík kl.
20:00 í kvöld til Hafnarfjarðar. Askja
fór frá Rvík í gærkvöldi 11. till Ólafs-
víkur, Stykkishólms, ísafjarðar,
Blönduóss, Ólafsfjarðar og Akureyrar.
Rannö fór frá Seyðistfirði í gær 10.
til Raufarhafnar, Húsavíkur, Siglu-
jyarðar og Rvíkur. Arne Presthus er
í Ventspils. Echo fer frá Ventspils i
dag 11. til Rvíkur. Hanseatic fer frá
Ventspils 12. til Kotka og Rvíkur.
Felto fór frá Kaupmannahiífn 9. til
Rvíkur. Nina kom til Rvíkur í dag
11. fré Hamborg. Stokkvik fór frá
Kotka 9. til Islands. Aatla kom til
Rvikur 7. frá Hamborg. Utan skrií-
stofutíma eru skipafréttir lesnar i
sjálfvirkum sfmsvara 2-14-60
H.f Johlar; Drangajökull er i Ant-
werpen. Hofsjökull er í Charleston.
Langjökull er í Mayaguez á Puerto
Rico. Vatnajökull er 1 Rvík. Hermann
Sif: fór í gær frá Hamborg til Rvíkur.
Star lestar í Hamborg föstudaginn 13.
þ.m. og fer þaðan um kvöldið til
Rvikur.
Flugfélag íslands h.f. Miílilandaflug
Skýfaxi fer til Oslo og Kaupmanna-
hatfnar kl. 14:00 í dag væntanlegur
aftur kl. 19:45 annað kvöld. Innan-
íandsflug: í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna-
eyja (2 ferðir), Patreksfjarðar, Húsa-
víkur, ísafjarðar, Kópaskers, Þórshafn
ar og Egilsstaða.
Pan American þota kom frá NY kl.
06:20 í morgun. fór til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 07:00. Væntan-
leg frá Kaupmannahöfn og Glasgow
kl. 1-8:20 í kvöld. Fer til NY kl. 19:00.
Hafskip h.f.: Langá kom til Rvíkur
8. þ.m. Laxá er í Kaupmannahöfn.
Rangá kom til Bremen 11. þ.m. frá
Kefíavík. Selá er á Akureyri. Astrid
Rarbeer kemur væntanlega í dag tid
Rvíkur. frá Hambor^.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í
Rvík. Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herjólfur fer frá Vestmanna-
eyjum í dag til Hornafjarðar. Skjald-
breið var á ísafirði í gærkvöldi á
norðurleið. Herðubreið fer frá Rvík
kl. 22.00 í kvöld austur um land í
hringferð.
Spakmœli dagsins
Réttilega útskýrS er heimspek
in ekkert annað en ást á sann
leikanum — Cicero.
Fugloskoðun
Toppskarfur og Himbrimi.
Nú er tími fuglaskoðunar.
FUGLAVERNDUNABFÉLAG Is-
lands efnir til fuglaskoðunar um
helztu fugiasvæði Rc,\ janes-
skaga sunnudaginn 15. mai. Lagt
verður af stað frá Miðbæjarskól
anum kl. 9 að morgni. Leiðsögu
maður: Árni Waage. Þátttaka til-
kynnist sem fyrst í sima 40241.
16 mm
kvikmy ndatökuvél f y r i r
hvítar og litfilmur til sölu.
Upplýsingar í sima 14005.
Til leigu
eru 2 herbergi ásamt sér-
baði og forst. og geymslu
og sérinng. Ekki eldhús.
Árs fyrirframgr. áskilin.
Tilb. sendist Mbl., merkt:
„Sólríkt — 9626“.
íbúð óskast
2ja herb. íbúð eða 1 stofa
og eldhús óskast til leigu,
sem fyrst. Uppl. í síma
23567 og 32440.
íbúð óskast
Lítil íbúð óskast til leigu
nú þegar eða um um næstu
mánaðamót. Tilboð sendist
blaðinu merkt „Reglusemi
— 9308“.
Síldveiðiskipstjórar
Vanan matsvein vantar
pláss á góðu skipi. Uppl. í
síma 2214, Keflavík.
Aukavinna
óska eftir aukavinnu á
kvöldin og um helgar, hef
meirapróf. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir 19. þ.m.
merkt „Nauðsyn — 9624“..
Trésmið eða laghentan
mann vantar á verkstæði.
Simi 36323.
Tveir 18 ára
ábyggilegir drengir óska
eftir góðri atvinnu úti á
landi. Uppl. í síma 1182,
Vestmannaeyjum.
Einhleyp kona
óskast til að sjá um lítið
heimili gegn ítoúð sem
verður laus til afnota síð-
ar í þessum mánuði. Uppl.
í símum 16193 og 30737.
íbúð óskast
2—3 herb. íbúð óskast á
leigu. Fyrirframgreiðsla. —
Upplýsingar í síma 21058.
Keflavík
Ný sending amerískar
Wrangler flauels buxur
drengja og unglinga. —
Stærðir nr. 6—18.
Veiðiver, sírni 1441.
Keflavík — Suðurnes
Vantar afgreiðslukonu
hálfan daginn frá 1—6.
Upplýsingar ekki í síma.
Veiðiver.
Ung hjón með eitt barn
óska eftir að taka á leigu
2—3 herb. íbúð sem fyrst.
Fyrirframgr. getur komið
til greina. Upplýsingar í
síma 37846.
Eitt forstofuherbergi
til leigu nú þegar. Sérinn-
gangur. Upplýsingar Kjart-
ansgötu 4 eftir kl. 18
fimmtudag.
Til sölu
Renault 1946. Uppl. í síma
15364 eftir kl. 6.
Húshjálp
Stúlka óskast til heimilis-
starfa í sveit.
Grímur Jónsson, læknir,
Laugarási. Sími um Ara-
tungu.
Bátur óskast til leigu
70 — 110 rúml. bátur óskast til leigu frá 1. júní
til 31. ágúst n.k. Há leiga!
Upplýsingar hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna.