Morgunblaðið - 19.05.1966, Síða 7

Morgunblaðið - 19.05.1966, Síða 7
Fimmtuðagur 1§. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 7 UR RÍKI NATTÚRUNNAR I Íí 75 t iírtiv.■ iii*a FROSKURINN tekur breytingn, eins og: körturnar og önnur| skyld froskdýr. Klak eggjanna og breyting lirfanna í fullorð-) inn frosk fer fram í vatni. Á myndinni sjást egg, sem loða; saman í kekkjum. í þeim elztu (3) er fóstrið að myndast. Enn-' fremur eru lirfur á ýmsu þroskastigri (4—9), og loks lirfa (10),’ sem rétt er að verða að froski. VIÐ báðum náttúrufræðinga að svara náttúrunnanda í Keflavík um atriði varðandi froska, og svarið kom til okk- ar símleiðis seinnihluta dags á þriðjudag, eða strax dagina eftir. Örnólfur Thorlacius mennta skólakennari hringdi, og kvaðst hafa fengizt við þetta á námsárunum. Þó væri þetta máski eitthvað breytilegt eft- ir tegundum, en hann vissi ekki um tegund froska Kefl- víkingsins. Sagði Örnólfur, að allt væri í lagi að láta eggin standa í krukku með vatni í við venjulegan stofuhita. Svo sæ- ist fljótt, hvort þetta gengi eðlilega, og þegar lirfurnar kæmu þyrfti að fóðra þær lítið eitt, og mætti líklaga nota smágert fiskafóður úr grasi, en þeir þar ytra notuðu til þess netlumjöl. En smágert yrði það að vera, annars væri hætt við stíflu. Nauðsynlegt kynni iíka vera að dæla til þeirra lofti, eða jafnvel rækta hjá þeim plötur líkt og í fiskabúri til að sjá um loft. Við þökkum kærlega fyrir upplýsingar þessar jg von- umst til að Keflvíkingurinn geti við þær notazt, og gaman þætti okkur að frétta um frá honum, hvernig þetta gengi, og ætti hann að hringja í Dag bókina við tækifæri. FRÉTTIR r. p Dómkirkjan. Fundur verður í t Tjarnarbúð uppi mánudag 23. maí kl. 2. Verið stundvísar og mætið vel. Kirkjunefnd kvenna. i Félag ausfirzkra kvenna held- ur sína árlegu skemmtisamkomu fyrir aldraðar austfirzkar kon- ur i Breiðfirðingaheimilinu Skólavörðustíg 6 A, mánudaginn 23. maí kl. 8 stundvíslega. I BreiSfirðingar munið skemmt- un Breiðfirðingafélagsins fyrir Breiðfirðinga 65 ára og eldri í dag kl. 2. Breiðfirðingafélagið. Kvenfélagið ESJA, Kjalarnesi heldur basar og kaffisölu að : Klébergi, Kjalarnesi sunnudag- inn 22. maí kl. 3. Basarnefndin. ! Kópavogsbúar! Styrkið hina : bágstöddu! Kaupið og berið blóm Líknarsjóðs Áslaugar Maack á íunnudaginn. Kappreiðar. Hestamannafélag- Ið Sörli í Hafnarfirði heldur kapp reiðar á skeiðvelli félagsins við Kaldárselsveg laugardaginn fyrir Hvítasunnu. Þar fer fram keppni í skeiði, stökki og folahlaupi, einnig verður naglaboðhlaup og firmakeppni. Ætlast er til að þátttökutilkynningar berist til Kristjáns Guðmundssonar í síma 51463 eða 50091, Guðmundar Atlasonar í síma 50107 eða 50472. Frá Guðspekifélaginu: Stúkan Baldur heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 20:30 í húsi félagsins. Gestir velkomnir. Dagskrá: Leikið á hljóðfæri. Guðjón B. Baldvinsson flytur er- indi: Hverjar eru frelsiskröfur nútímans? Hvert er frelsi þitt í dag? Leikið á píanó. Síðan hefst aðalfundur stúkunnar. Dagskrá samkvænit lögum og venju. Þess er fastlega vænzt að stúku félagar fjölmenni. Frá Ljósmæðrafélagi íslands. Skemmtifundur Ljósmæðrafé- lags íslands, verður haldinn fimmtudaginn 19. þm. kl. 21:00 í Aðalstræti 12. Til skemmtunar upplestur og kvikmyndasýning. Aðalfundur Ungmennafél. Vík verja í Reykjavík verður hald- inn fimmtudaginn 19. maí (upp- stigningardag) kl. 1:30 að Freyju götu 27. Nýir félagar boðnir vel- komnir. Mætið stundvíslega. — Blómasala. Mæðrastyrksnefnd ar Hafnarfjarðar verður í Alþýðu húsinu á morgun, fimmtudag frá kl. 10. árdegis. Nefndin. Kvenfélag Neskirkju. Hin ár- lega 'káffisala félagsins verður sunnudaginn 22. maí kl.. 3 að lokinni guðsþjónustu. Kaffi- nefndin. Kristileg samkoma verður i samkomusalnum Mjóuhlíð 16. fimmtudagskvöldið 19. maí kl. 8. Allir hjartanlega velkomnir. Hin árlega kaffisala Kvenfé- lags Laugarnessóknar fer fram í Laugarnessskóla á Uppstigningar dag 19. þessa mán. kl. 3. Konur sem ætla að gefa kökur eru beðn ar að koma þeim í skólann fyrir hádegi sama dag. — Stjórnin. Kaupið Mœðrablómið Styrkið gott málefni Fíladelfía. Reykjavík. Vakning- arsamkoma í kvöld, kl. 8. Eins og venjulega þennan dag upp- stigningardag — verður fórn tek in til styrktar Minningarsjóði Margrétar Guðnadóttur, en sá sjóður var stofnaður til þess að efla trúboð. Ræðumaður Ásmund ur Eiríksson. Fjölbreyttur söng- ur. Litli Ferðaklúbburinn. Sumar- starf Litla Ferðaklúbbsins er í þann veginn að hefjast. Br þetta fimmta starfsár klúbbsins. Klúbb urinn starfar sem bindindis- klúbbur á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Myndakvöld verð- ur haldið á föstudagskvöld 20. þ.m. kl. 9. Allt ungt fólk 16 ára og eldra velkomið. Vil selja notuð húsgögn: Sófasett 1500 kr.; sófaborð, 2 smá- borð 400 kr.; barnakojur kr. 300,00. Upplýsingar í síma 3-28-56. Keflavík — Njarðvík 1—3 herb. íbúð óskast til leigu strax, eða um mán- aðamótin. Uppl. í síma 1429 Odýrar kvenkápur til sölu. Allar stærðir. — Simi 41103. Myndavél Til sölu Voigtiander Bessa II., 6x9 cm., með fjarlægð- armæli. Sími 20807. Blá skellinaðra R-209, af gerðinni Miele, hvarf 16. þ.m. frá Hátúni 4. Þeir, sem orðið hafa henn- ar varir, vinsamiegast hringi í síma 16849. Siwa Savoy þvottavél til sölu. Uppl. í síma 19993. Stúlka með Verzlunarskólamennt- un, óskar eftir vellaunaðri vinnu, helzt úti á landi. — Tiiboð sendist fyrir 23. þ.m. merkt: „Góð vinna—9374“ Til sölu Barnakarfa og bamavagn. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 35648. Keflavík Hjartagarn, Dralongarn, Orlon-garn, Phildar-garn með gylltum og silfruðum þræði. Nýir litir, ný munst ur. ELSA. Kona óskast til að ræsta hreinlegan stiga í húsi við Melhaga, einu sinni í viku (laugar- dag). Uppl. í síma 14302. Keflavík Til sölu hjónarúm, þvotta- vél og Boch-isskápur. Selst ódýrt. Uppi. í sima 2322. Ford Zephyr, árg. ’62 Nýskoðaður, til sölu. Upp- lýsinagar í síma 50656. Saab „95“ ’62, station ’62, ekinn 38 iþús. km., nýskoðaður og í góðu ástandi, til sölu. Upplýsing ar í síma 32117. Keflavík Til sölu þvottavél. Selst ódýrt. Uppl. á Vatnsnes- veg 19. Sími 1116. Sveit Mann vanan allri sveita- vinnu vantor á heimili á Suðurlandi. Nánari upplýs ingar í síma 34441. RAUÐSKJÓTTUR HESTUR — járnaður, í óskilum í Biskupstungnahreppi. — Mark: Sílt og gagnfjaðrað hægra. — Hreppstjórinn. Keflavík Ódýrir barnasundbolir, — fallegu telpnanærfötin kom in aftur; ný sending ung- barnafatnaður. ELSA, Keflavík. Kona með tvö börn óskar eftir Vinnu úti á landi. Uppl. í sima 7461, Sandgerði. Bakari óskast sem fyrst, eða van- ur aðstoðarmaður. Gunnars bakarí, Keflavík. Sími 1695 Einstaklingsherbergi með innbýggðum skápum og eldhúsi, tid leigu. Til sýnis að Selvogsgrunni 13, jarðhæð, milli ki. 5.30 og 8 í dag. íbúð óskast 3ja til 4ra herb. fbúð óskast frá 1. júní. Sími 21157. Garðeigendur Plægjum matjurtagarða. — Herfum mold í lóðum. — Unnið á hvaða tíma sólar- hrings sem óskað er. Sími 52091 og 22628. * 1 sveitina Allur fatnaður á börn og unglinga í sveitina. VEZLUNIN FÍFA Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut). Ibúð til leigu Nýtt einbýlishús við Garðaflöt til leigu. Árs fyrir- framgreiðsla. — Upplýsingar í síma 51661. Sumarstarf Viljum ráða skrifstofustúlku til ágústloka, vegna afleysinga í sumarleyfum. Haldgóð vélritunarkunnátta eða nokkur reynsla í skrifstofustörfum nauðsynleg. O. Johnson & Kaaber hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.