Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 2
MORGU NBLAÐID
Fimmtudagur 23. júní 1960
Búrfellssamningar
undirritaðir í gær
UINS OG áður hefur verið til-
Ikynnt samþykkti stjórn Lands-
virkjunar hinn 5. apríl sl. að
itaka tilboði Svenska Entrepren-
ad Akiteboiaget SENTAB, Al-
anenna byggingafélagsins h.f. og
15. Oihl og Sön í að reisa bygg-
ahgarmannvirki 70 MW Búrfells
virkjunar. í samræmi við lögin
aim álbræðslu við Straumsvík
samþykkti stjórn Landsvirkjun
ar ennfremur í maí sl. að taka
tilboði sömu firma í stækkun
virkjunarinnar úr 70 MW í 103
MW, en tilboð þeirra í síðar-
nefndu virkjunarstærðina nam
samtals kr. 749 040.347,00. Verk-
samningur á milli aðilanna var
undirritaður í gær.
Aður höfðu firmun sett skila
tryggingu fyrir verkinu að upp
hæð kr. 186.735 087,00. Af hálfu
liandsvirkjunar undirrituðu
samninginn þeir, dr. Jóhannes
Nordal, formaður stjórnar Lands
virkjunar og Eiríkur Briem fram
kvæmdaatjóri fyrirtækisins, en
af hálfu verktakanna, þeir Áke
Tauson, framkvæmdastjóri SEN-
TAB, Árni Snævarr, fram-
kvæmdastjóri Almenna bygg-
ingafélagsins og Kay Langvad,
Veikt barn
i flugvél
FYRIR nokkru voru bandarísk
hjónásamt 18 mán. gömlu gömlu
barni sínu á leið frá Luxemborg
til NY með Loftleiðavél. Þegar
vélin hafði viðkomu á Kefla-
víkurflugvelli, tók flugfreyja
eftir því, að barnið.var lasið, en
foreldrarnir gerðu lítið úr þvi.
Á leiðinni vestur héðan dró af
barninu, og fór það að blána.
Læknir sem var um borð, sinnti
barninu, auk þess sem haft var
símasamband við lækni í Kefla-
vík.Síðustu tvo flugtímana reyndi
einn af áhöfn flugvélarinnar að
haldajífi i barninu með blásturs
aðferðinni. Loftleiðir fengu leyfi
til þess að lenda flugvélinni tafar
laust við komuna til New York
og beið sjúkrabll á flugvellin-
um. Barnið var flutt í sjúkra-
hús, en þegar þangað kom, var
það úrskurðað látið. Banamein
þess var talið vera garnaflækja
eða þarmalömun.
Vasað úr laaidi
Lagos. Nígería, 22. júní
STJÓRN Nigeriu hefur vísað
úx landi fréttaritara brezka
blaðsins OBSERVER, Walter
Schwarts.
framkvæmdastjóri E. Phil og
Sön.
Þegar verktökum var tilkynnt
að tilboði þeirra í 70 MW Búr-
fellsvirkjun hefði verið tekið,
var þeim jafnframt falið ' að
hefja allan undirbúning að
framkvæmdum. Vegna þessa eru
nú þegar við nndirskrift samn-
ingsins ýmsar stórvirkar vinnu-
vélar komnar austur að Búr-
felli. Einnig er vinna við að
reisa svefnskála, mötuneyti,
birgðageymslur o. fl. í fullum
gangi og jarðvinna og sprenging
ar eru í þann veginn að hefjast.
Verktakafélögin þrjú er tóku
verkið að sér háfa nú myndað
sérfélag um þetta verk og nefn-
ist félagið Fosskraft h.f.
Samningar undirritaðir. Frá vinstri sitjandi: Sören Langvad, sem verður framkvæmdastjóri fyr
ir Fosskraft h.f., Kay Langvard frá Pihl og Sön, Áke Tauson fr á SENTAB, Jóhannes Nordal,
formaður stjórnar Landsvirkju nar, Eiríkur Briem, farmkvæmd astjóri Landsvirkjunar, ' Árnl
Snævarr, framkvæmdastjóri A1 menna byggingafélagsins, Jón Maríasson og Svanbjörn Fri-
mannsson, vitundarvottar. — Standandi frá vinstri: Árni Grétar Finnsson, Geir Hallgrímss'on,
Birgir Ísl. Gunnarsson, Sigurður Thoroddsen, Þorstcinn Sigurðsson, Baldvin í». Jónsson og Hall-
dór Jónatansson, skrifstofustjóri Landsvirkjunar.
Laxveiðin treg það sem
af er veiðitíma
Engin ástæða er þó til þess
að örvænta um sumarið
LAXVEIÐIN er nú hafin um
land alit, en það sem af er hefur
eftirtekja bæði stangaveiðimanna
og netamanna verið rýr. Full
snemmt er þó að spá nokkru um
hversu fara muni um laxveiðina
í sumar, enda hefur sú þróun
orðið á síðari árum að laxinn
hefur gengið seinna í árnar en
áður var. Yfirieitt mun vera
ágætt vatn i flestum eða öllum
ám, þannig að ekki ætti vatns-
leysi að hamla laxgöngum líkt
og var í fyrrasumar. Um þetta
leyti stendur og yfir hinn svo-
nefndi Jónsmessustraumur, en
í þeim straumi gengur oftast
mikill lax, og hafa veiðimenn á
honum tröllatrú. Yfirleitt mun
laxinn ganga í minnkandi stór-
straumi.
Mbl. átti í gær tal við Þór
Guðjónsson, veiðimálastjóra.
Hann sagði, að fyrir helgina
hefði víðast hvar verið komnir
einn eða tveir laxar á land, en
þó heldur meira í Laxá í Kjós.
Nákvæmar tölur um laxveiðina
í þeirri á liggja ekki fyrir.
Veiðimálastjóri sagði, að nú
væru allar ár landsins opnar til
laxveiða, og hófst veiðin í hinum
síðustu í gær.
Hann bætti því við, að júní
hefði yfirleitt ekki reynst mikill
laxveiðimánuður. Hins vegar
hefði fyrr á árum, er veiði hófst
1. júní, yfirleitt verið svo, að
menn hefðu orðið varir fyrstu
^dagaria. En nú hefði t.d. ekkert^
veiðst fyrstu daga júní í Norð-
urá, og heldur ekki í Miðfjarðará.
Hins vegar væri engin ástæða til
þess að óttast lélegt veiðisumar.
Segja mætti, að vatn væri yfir-
leitt ágætt í ánurn, og ætti því
vatnsleysi ekki að há göngum
líkt og var í fyrra, a.m.k. ekki
framan af.
Veiðimálastjóri kvað vatnið í
ánum í fyrra hafa verið lélegt
um þetta leyti og hefði aldrei
rætzt úr því svo nokkru næmi.
Hins vegar hefði veiðin í fyrra,
að öllu samanlögðu, verið ágæt,
en hún hefði verið mjög glopp-
ótt. Þannig veiddist mikið magn
á tiltölulega stuttu tímaibli veiði
tímans.
í>á sagði veiðimálastjóri, að
laxagönigur væru mjög háðar
hitastigi, og eins og allir vissu,
hefði verið verið kalt, einkum
þó nyrðra.
Hér fara á eftir upplýsingar
um veiðarnar í nokkrum helztu
ám landsins:
EUiðaár.
Ástandið í Elliðaánum er
Framhald á bls. 31
Sukarno ekki lengur
lífstíðarforseti?
Djakarta, 22. júní AP-NTB:
SÚKABNO, forsetl Indónesíu,
hélt í dag ræðu á þingi, þar
sem hann m.a. lýsti sig fúsan
að afsala sér nafnbótinni „Iífs-
tiðar forseti“. Hvattl hann jafn-
framt þingmer.n til þess að gera
Indónesíu ekkl of háða efna-
hagsaðstoð heiinsveldasinna og
sagði, að Indónesar yrðu að
treysta á sjálfa sig.
Á morgun leggur nefnd þing-
manna og herforingja upp í ferð
um Vesturlönd og til Sovétríkj-
anna, m.a. til þess að leita efna-
hagsaðstoðar þeirra. Er talið o-
hugsandi að reisa efnahagslif
Yeiðunaour ViO i’osaiuu í EUiðaámun. Myndia var tekiu í gær.
Ljóstn. Mbl. Sv. Þ.
þjóðarinnar úr þeirri niðurlæg
ingu, sem það er í nú, án ríflegr
ar aðstoðar evlendis frá.
Súkarnó taiaði af miklum til-
finningahita og hélt uppi áköf-
um vörnum fyiir þá stefnu, er
hann hefði fvlgt á undanförnuin
árum. Jafnframt kvaðst hann
hlynntur því, að þingkosriingar
yrðu haldnar og sagði það rétt
skref í átt til stjórnarskrárinnar
frá 1945.
Þetta var fyrsta meiriháttar
ræðan, sem Súkarnó hefur hald-
ið frá því hann neyddist til að af
sala sér völdum í hendur Suharc
os hershöfðingja.
Fréttamenn í Djakarta benda
á, að á þingi háfi átt sæti marg-
ir kommúnistar, — en nú sitji
þar í þeirra stað menn, er hin
nýja stjórn hefur til þess skipað.
Saltsíldar-
verðið
ákveðið
VERÐLAGSRÁ® sjávarút-
vegsins ákvað á fundi sínum i
gær íágmarksverð á síld til
söltunar, veiddri norðan og
austan lands á tímabilinu frá
10. júní til 30. sept.
Verðið er, sem hér segir:
Hver uppmæld tunna, 120
lítra eða 108 kg., kr. 278.
Hver uppsöltuð tunna með
þremur lögum í hring, kr. 378.
f fyrra var verðið á hverri
uppmældri tunnu 257 kr. og á
hverri uppsaltaðri tunnu 350
kr. Hækkun á fersksíldarverð-
inu byggist á hækkun á salt-
síldarverðinu á erlendum
mörkuðum frá því í fyrra.
Ávísanafalsarar
gerasi
bataþjófar
Siglufirði, 22. júní.
AÐFARANÓTT sl. fimmtu-
dags var trillubáti stolið hér
við bryggju. Báturinn fannst á
Siglunesfjöru á föstudagsmorg-
un, þar sem hann hafði strand-
að, eða honum verið rennt á
land. Talsverðar skemmdir
höfðu orðið á trillunni, t.d. voru
skrúfublöðin brotin og vélia
hafði skemmzt.
Grunur féll á aðkomumenn,
Þeir voru handsamaðir á Akur-
eyri í dag, og voru það sömu
sem hér voru á ferð í bifreið,
piltarnir, er komu mest við sögu
í ávísanafalsanamáilinu þar hér
á dögunum.
Stefán.
VINDUR hér var norðaust- anlands. Sunnanlands voru
lægur í gær og sennilega skúrir. Hitinn var um 15 st.
verður svipuð átt og veður- í nærsveitum Reykjavíkur,
lag næstu daga. Þokuloft var en kaldast á annesjum fyrir
á annesjum fyrir norðan og norðan, 5 stig eða rúmlega
á Austurlandi. Þurrt var vest það.