Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 12
12
MOR.GU HBLAÐIÐ
Fimiutudagur 23. júní 1^56
Kristinn Ármannsson
-----rektor------
f DAG verður til moldar borinn
Kristinn Ármannsson, fyrrver-
*ndi rektor Menntaskólans í
Reykjavík. Hann lézt á spítala í
London 12. þ. m.
Með honum er genginn einn
*f helztu forustumönnum skóla-
mála í landinu.
Kristinn Ármannsson var fædd
ur 28. september 189'5 á Saxa-
hóli á Snæfellsnesi. Faðir hans
var Ármann Jónsson bóndi þar
og síðar skipasmiður í Reykja-
vík og móðir hans Katrín Sveins-
dóttir.
Kristinn varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1915 me'ð hárri einkunn. Síðan
hóf hann nám í Kaupmannahafn-
arháskóla og lagði stund á latínu,
grísku og ensku og lauk cand.
mag. prófi 1923. Auk þess lærði
hann talsvert í rússnesku. Jafn-
framt háskólanáminu var hann
um skeið ritari í stjórnarskrif-
stofu íslands í Kaupmannahöfn.
Taldi Kristinn sjálfur, að þar
hefði hann lært mikið, einkum
•f samstarfi sínu við hinn mikla
ágaetismann Jón Krabbe.
Haustið 1923 gerðist Kristinn
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík. Latína var aðal-
kennslugrein hans, og um skeið
var hann eini latínukennari
skólans, en auk þess kenndi hann
dönsku í efri bekkjum skólans
allt til 1947. — Þegar Pálmi heit-
inn Hannesson rektor féll frá
haustið 1956, var Kristinn settur
rektor Menntaskólans, var skip-
aður í það embætti vorið 1957
og gegndi því til 1. september
1965.
Auk þessara starfa við
Menntaskólann var Kristinn
lektor í grísku við Háskóla ís-
lands frá 1925 og í latínu frá
1952 og gegndi þeim störfum
áfram síðastli'ðinn vetur. Hann
var um skeið stundakennari_ í
ensku við Verzlunarskóla ís-
lands og dönsku kenndi hann í
útvarpinu frá 1934 til 1957.
Vinnudagur Kristins við kennsl-
una og heimavinnuna, sem henni
fylgir, var því býsna langur eins
og fleiri kennara.
En þrátt fyrir það tókst hon-
um með þrotlausri elju að inna
af hendi mikil ritstörf. Hann gaf
út margar kennslubækur í
dönsku bæði fyrir skóla og út-
varp og kennslubækur hans í
latínu, bæði málfræði og lestrar-
bók, hafa verið notaðar í mennta-
akólunum í aldarfjórðung. Fyrir
nokkrum árum gaf hann út hand-
hæga litla íslenzk-latneska orða-
bók og var síðustu árin að vinna
að latnesk-íslenzkri orðabók.
Kviður Hómers I þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar gaf hann út
ásamt dr. Jóni Gíslasyni skóla-
atjóra. Hann samdi og gaf út bók
«m Danmörku í bókaflokki
Menningarsjóðs „Lönd og lýðir“,
og ýmislegt fleira.
Kristinn var í milliþinganefnd
í skólamálum 1943—1946, en sú
nefnd samdi fræðslulög þau, sem
nú eru gildandi. Hann var for-
maður í Menntaskólanefndinni
írá 1964 til æviloka.
Félagsmál lét Kristinn og til
sín taka, var t.d. lengi formaður
í Dansk-íslenzka félaginu. Hann
var aðalhvatamaður að stofnun
Féiags menntaskólakennara 1938,
formaður þess og lífið og sálin í
því allt þar til hann varð rektor.
Hann sótti mörgum sinnum al-
þjóðaþing menntaskólakennara
og var um nokkur ár í stjórn
alþjóðasambandsins (FIPESO).
Margar námsferðir fór hann til
útlanda og átti þar marga góða
vini og hin hinzta ferð hans var
að nokkru leyti námsferð. Hann
dvaldist ásamt konu sinni sfð-
ustu mánuðina í Grikklandi, m. a.
til þess að fullnuma sig í ný-
grísku, sem hann hafði lengi lagt
stund á í frístundum. Hann var
sífellt að læra.
Á afmælisdaginn sinn, 28.
september 1923, kvæntist Krist-
inn eftirlifandi konu sinni, frú
Þóru Árnadóttur, og eignuðust
þau fjögur börn.
★
Um kennslustörf Kristins í
Menntaskólanum þessi 42 ár
mætti margt rita og allt vel.
Hann stundaði starf sitt af mikl-
um lærdómi, mikilli samvizku-
semi og nákvæmni, hæglátri en
glaðlegri ýtni og eftirgangssemi
og náði því miklum árangri. Öll
hans framkoma í kennslustund-
um mótaðist af meðfæddri vel-
vild og hlýju, svo að öllum leið
vel. Snyrtimennsku hans og
kurteisi var viðbrugðið af nem-
endum hans, hann skipti aldrei
skapi og átti því aldrei í neinum
erfiðleikum. Fyrir því var kennsl
an honum auðveld og kennslu-
stundirnar hjá honum nemend-
unum til mikils menningarauka.
Öll önnur störf sín í skólanum
vann Kristinn af stakri alúð og
hæglátum og fumlausum dugn-
aði, og stó'ð aldrei á neinu því
verki, sem hann átti að vinna.
Þegar Kristinn tók við rektors-
embætti rækti hann það jafnvel
og öll önnur störf sín áður.
Hæfileikar hans, vinnusemi, ná-
kvæmni og samvizkusemi, hæg-
látt glaðlyndi og kurteisi reynd-
ust honum jafnvel þar og við
kennsluna. Állt gekk árekstra-
laust bæði við kennara og nem-
endur Skólalífið allt mótaðist af
gleði, velvild og hollustu.
Þessi tæplega níu ár, sem
Kristinn var rektor, meir en tvö-
faldaðist nemenda- og kennara-
fjöldinn í skólanum, og starfið
óx að sama skapi. Það logaði því
oft á lampa Kristins langt fram
eftir kvöldi.
Húsnæðiserfiðleikar skólans
voru rrriklir, og lá Kristni þa’ð
þungt á hjarta. Margt þurfti að
gera og skal það ekki rakið í
stuttri minningargrein. Aðeins
vil ég taka það fram, að fram
úr erfiðleikunum var ráðið með
lagni og festu og velvild allra
velunnara skólans undir forustu
Kristins. Og Kristni tókst að
taka af öll tvímæli af um það,
að gamli skólinn skyldi áfram
vera á sínum stað, virðulegur
með öllum sínum minningum.
Það tel ég mest og þess mun lengi
minnzt og það þakkað.
Kristinn var í e'ðli sínu hlé-
drægur maður og lítt fyrir að
láta á sér bera. En þegar skyld-
an bauð honum að hafa forustu
á hendi, skoraðist hann ekki und-
an því og innti það eins og allt
annað af hendi með hæglátlegri
festu og samvizkusemi. Þó hygg
ég, að hugur hans hafi alla tíð
staðið meir til bóklegrar iðju og
vísindastarfa í sérgrein sinni,
klassískum fræðum, enda notaði
hann hverja tómstund til þess og
fékk miklu afrekað, og meira
mun hann hafa haft í huga, ef
líf hefði enzt.
★
En í öllu sínu starfi átti Krist-
inn sér styrkan förunaut. Kona
hans, frú Þóra Árnadóttir, stóð
honum vi'ð hlið í öllu starfi hans,
hvetjandi og hjálpandi. Þau hjón
voru ákaflega samrýnd og sam-
hent í öllum hlutum. Með fram-
úrskarandi geðró sinni, dugnaði
og myndarskap bjó frú Þóra
manni sínum hlýlegt heimili, þar
sem hann mátti næðis njóta við
iðju sína og hvílast frá erli dags-
ins, eða njóta samvista víð vini
sína, því að gestrisin voru þau
bæði,jafnt á heimili sínu og í
skólanum. Sú ástúð og skilning-
ur, sem frú Þóra veitti manni
sinum, var honum sá styrkur, er
entist honum til mikilla afkasta.
Og þegar Kristinn er nú geng-
inn og frú Þóra hefur misst svo
mikið, mun minningin um góðan
mann, sem hún studdi í öllu
góðu verki með alúð og kærleika
ilja henni á ófarinni ævibraut.
Börnum sínum var Kristinn í hví
vetna ástríkur og umhyggjusam-
ur faðir, sem þau munu minn-
ast me'ð virðingu og söknuðL
★
Þegar ég var í 1. bekk Mennta-
skólans 1914—1915 var Kristinn
í 6. bekk. Ég mun hafa þekkt
hann í sjón, en hann líklega ekki
mig, til þess var aldursmunur
okkar þá of mikill og 6. bekk-
ingar of hátt upp hafnir yfir
okkur busana. En ég man, að ég
heyrði hans getið sem eins af
dúxunum. Og einu sinni man ég,
að ég heyrði móður eins af bekkj
arbræðrum mínum hafa orð á
því við einhvern, hversu ham-
ingjusamir foreldrar Kristins
væru af því hvað hann væri dug-
legur að læra og í alla staði efni-
legur piltur og góður drengur. —
Einhvern veginn man ég þetta
enn eftir meira en hálfa öld.
Við skólauppsögn 1919, þegar
ég tók stúdentspróf, vorum við
nýstúdentarnir boðnir til kaffi-
drykkju inn til rektorshjónanna
Geirs Zoéga og frú Bryndísar.
Þá var Kristinn þar staddur, ný-
kominn frá Kaupmannahöfn í
sumarfríi. Mér varð starsýnt á
þennan glæsilega, glaðlega, unga
mann, sem var búinn að vera í
útlöndum og var orðinn svo lærð
ur. Ég man ekki, hvort ég átti
einhver orðaskipti við hann þá,
en eitthvað þótti mér þetta svo
merkilegt að sjá hann, að ég skrif
aði um það í dagbókina mína.
Ekki grunáði mig þá, að við
ættum eftir að starfa saman og
umgangast daglega í þessum
sama, gamla skóla í 42 ár, og að
síðustu samfundir okkar yrðu í
sama herberginu og ég sá hann
þá, og að það ætti eftir að falla
í minn hlut að skrifa um hann
látinn fáein, fátækleg orð.
En sú mynd, sem geymist í
huga mér frá þessu atviki í stofu
rektors, er mér minnisstæð, og
breyttist ekki við áratuga við-
kynningu og vináttu, mynd glæsi-
legs, fyrirmannlegs, hæglátlega
glaðslegs lærdómsmanns, með
heiðríkan svip klassískrar mennt
unar.
Gamli skólinn okkar þakkar
honum allt hans starf og alla
hans umhyggju í þágu hans. Og
við hjónin þökkum honum og
konu hans, frú Þóru, innilega
vináttu þeirra og hjálpsemi í
okkar garð um mörg ár og vott-
um henni og börnum hennar
innilega samúð okkar.
Einar Magnússon.
t
DET VAR en virkelig sorg i Dan
mark, da vi erfarede, at vor tro-
faste ven Kristinn Ármannsson
var gáet bort. Vi mödtes i
Köbenhavn, da han og frú Þóra
Árnadóttir rejste Europarejse,
hans sidste rejse, særlig med
ophold 1 hans elskede Græken-
land.
Verden er blevet mörkere ved
hans död. Hans billede vil vi
altid bevare. Danmarks trofasta
ven siden han tog sine eksam-
ener ved Köbenhavns Univer-
sitet. En personlighed, mild og
fast — suaviter in modo, fortiter
in re. En kristen gentleman. En
ridder uden frygt og dadel. En
menneskekender og en menneske
ven. En humanist, for hvem intet
menneskeligt var fremmed. En
samtalens mester. Med aabnct
sind for livets, litteraturens og
kunstens værdier. Og, last not
least, en trofast ven, som man
altid fölte sig nær, selv tværs
over de store afstande. Og en
mand, som kendte treklangen:
kirken, skolen og hjemmet.
Vi, som har haft den lykka
ofte at besöge hans og frú
Þóra’s harmoniske, lykkelige og
gæstfri hjem, vi ved, at det var
et strömfritomraade midt i
verdens urolige hav. Her fandt
han livets lykke. Her vil savnet
være störst. Og minderne vil
komme, som hvide fugle der
flyver i skibets kölvand.
Vi beder Gud velsigne hans
rejse til livets lyse land: Vel-
signe hans kære i deres sorg og
savn, og altid bevare hans navn
i trofaste hjerter.
De bedste mennesker, vi
mödte, mindes vi ikke blot med
sorg, men med et taknemligt
smil, fordi vi tænker pá alt, hvad
de bragte os.
Æret og velsignet være hans
minde pá Island og i Danmark.
„Salige er de rene af hjertet,
thi de skal se Gud“.
Séra Finn Tulinius.
t
KRISTINN Ármannsson rektor
var einn mestur og margfróðast-
ur lærdómsmaður sinna samtíð-
armanna hér á þau klassískn
fræði, sem voru sérgrein hans,
grísk og latnesk málfræði og bók
menntir. Hann var einnig annað
og meira en klassískur málfræð-
ingur. Hann var mjög lifandi og
starfandi maður, sem átti mörg
áhugamál, bæði á sviði sinna
opinberu skyldustarfa í skóla-
og menntamálum, og önnur per-
sónuleg, sem voru iðkuð í kyrrð
og næði ágæts og skemmtilegs
menningarheimilis. Hann las
mikið og fylgdist með í mörgum
nýjungum í fræðigreinum sínum
og í uppeldismálum, miklu meira
en afköst hans í ritum bera vott
um, því að þau takmörkuðust af
annríki og skyldum erilsamra
umsvifa og af lýjandi kennslu-
störfum. Útgáfa hans og dr. Jóns
Gíslasonar á Hómerþýðingum
Sveinbjarnar Egilssonar er helzta
ritverk hans, auk kennslubóka.
En nú, eftir að hann lét af
rektorsstörfum, höfðum við
nokkrum sinnum rætt um ný
verkefni, sem ég stakk uppá,
bæði fyrir útvarp og til útgáfu,
og hann tók vel undir að annast.
Hann hugsaði ti'l þess, að hann
gæti betur unnið að þessu, er
hann hefði enn einu sinni gist
sín eftirlætislönd, Grikkland og
ftalíu, og hitt þar og annarsstað-
ar á leiðinni lærdómsfélaga sína,
sem hann þekkti áður. í þá ferð
fór hann fagnandi, en hún varð
hans hinzta ferð og sleit verkum
hins vandvirka iðjumanns og til-
hlökkun hans til nýrra starfa og
næðis.
Framihald á bls. 21
ln memoriam