Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 23. júnf 196t
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
CRÍMU
— Veslings frú Gerard! Mikið
gat það verið sorglegt. Hún
lenti í hroðalegum árekstri,
skiljið þið og varð dálítið utan
við sig, og svo var maðurinn
hennar myrtur og lögreglan
spurði hana spjörunum úr.
Þetta reyndist henni ofviðá og
hún fannst dauð naesta dag, eftir
að hafa tekið inn ofmargar
svefntöflur.
Ég hallaði mér aftur og lagði
aftur augun, svo að hann skyldi
ekki sjá óttann, sem skein út úr
þeim.
— Þú kemst aldrei upp með
þetta, stundi ég. — Þú getur
ekki fengið mig til að fremja
sjálfsmorð.
— Við mamma höfum nú ráð
undir rifi hverju, sagði Yves ró-
lega. — Svolítil sprauta, til þess
að koma þér í drunga, svo eitt-
hvað að drekka, þegar þú ert
orðin hálf-meðvitundarlaus —
og svo þegar líkskoðunin fer
fram, kémur það í ljós, að þú ert
full af eitri.
— Lögreglan fær áreiðanlega
grun á þér, sagði ég. Hún mun
halda, að þú hafir myrt Tom og
síðan mig til þess að komast yfir
eigurnar okkar.
— Hvernig ætti hún að hafa
mig grunaðan? Ég hef pottþétta
fjarverusönnun. Tom var lif-
andi og heilbrigður löngu eftir
að ég var kominn til Provence.
Aftur á móti lítur málið illa út,
hvað þig snertir. Þú reifst við
Tom — það geta Péguy og fleiri
vottað — þú straukst burt — og
maðurinn þinn átti sér hjákonu.
Sjálfsmorðið þitt gildir sama
sem sektarjátning — ekki sízt
þegar þú varst búin að gera aðra
tilr'aun til þess, skömmu áður.
Og vertu viss: það efast enginn
um, að það hafi verið sjálfs-
morð.
Og hvað svo? spurði ég, og
eins hressilega og mér var unnt.
— Ég geri upp bú þeirra Toms
og Júlíu — ég er fjárráðamður
þeirra, eins og þú veizt, og ég
erfi allt. saman, og svo — eftir
marga mánuði — fer ég til
Bermuda, þar sem ég á að hitta
indæla, enska stúlku — Candy
Winter — og við ætlum að gifta
okkur og lifa í vellystingum
praktuglega — kannski þar,
kannski í einhverri lítilli borg i
Mexikó eða á Jómfrúareyjun-
um. Við erum að hugsa um að fá
okkur skemmtiskip, því að við
kunnum svo vel við okkur á
sjónum. Við verðum virt og vin-
sæl — og rík.
— Þú kemst aldrei upp með
þetfa, sagði ég, en ekki var ég
nú sérlega sannfærð með sjálfri
mér, og hvaða gagn var mér í
því, að sök þeirra yrði uppvís,
þegar ég væri löngu dauð.
— Hvaða tilgang hafði Júlia
með því að velja mig til þess
arna? sagði ég.
— Júlíu fannst þú koma eins
og af himnum send, sagði Yves.
— Hún náði í þig í slagveðri ...
Ég hugsaði með mér: Nú man
ég slagveðrið og veginn og hvíta
sportbílinn.
— . . . . og hún tók þig tali og
komst að því, að þú ætlaðir að
vera að heiman í þrjár vikur —
og henni datt í hug, hve ósegjan-
lega heppilegt það gæti verið,
ef hún gæti skipt ham við þig.
Þú hafðir meira að segja vega-
bréf. Henni datt þetta allt í
hug á örskammri stundu .......
Hún skyldi láta verða árekstur
og svo fyndist líkið þitt, með
ýmsa hluti úr hennar eigu á sér.
Enginn í Englandi þekkti hana
— hún skyldi taka vegabréfið
þitt, og hafa skipti á mynáunum,
taka svo bakpokann þinn og íara
í þinn stað í ferðalagið......
Candy Winter, þjónustustúlka i
alþjóða-sumanbúðum,
n---------------------------□
36
□---------------------------n
— En ég dó bara ekki, sagði
ég hægt.
— Nei, þar varstu ónærgætin,
sagði Yves. — Þú dóst ekki, en
okkur datt í hug, að við yrðum
einhvernveginn að fá þig hing-
að til Frakklands og framkvæma
upprunalegu hugmyndina henn-
ar Júlíu. Þessvegna fór ég með
þig í þetta hús. Á gamla staðn-
um hefðum við ekki getað fram-
kvæmt þennan skrípaleik. Ýmsir
kunningjar hefðu undir eins
vitað, að þú varst ekki Júlía.
— Hefurðu séð Júlíu, síðan ég
varð fyrir slysinu? sagði ég?
— Já, ég hef séð hana þó
nokkrum sinnum. Einar sumar-
búðirnar eru ekki langt héðan,
og hún ákvað að vera kyrr. Hún
fór ekki til Þýzkalands, eins og
þú hafðir ætlað. Hún náði sam-
bandi við mig undir eins og hún
gat, og þá ákváðum við, að ég
yrði að fara til Englands og ná
í þig, ef ske kynni, að minnisleys
ið þitt væri jafn algert og Steve
hafði gefið til kynna. Ég varð að
ljúka verkinu, sem Júlía hafði
byrjað. Annað Véir ekki hægt að
gera.
— Hún hlýtur að vera ófreskja,
sagði ég. — Vissulega á ég að-
standendur, sem er ekki sama
um mig? Hverjir hafa verið að
leita að mér?
— Júlía róaði þá með póst-
kortum, sagði Yves, — og sagði
þeim, að þér líkaði svo vel
þarna, að þú ætlaðir að vera
dálítið lengur. Þú átt nú hvort
sem er ekki nein nákomin skyld-
menni. — Þú ert hjá einhverju
frændfólki, skilst mér. Ég hef
nú ekki verið sérlega áhugasam-
ur um skyldmenni þin, heldur
aðeins um það, hvemig við get-
um losnað við þig á sem auð-
veldastan hátt.
Nú var eins og einhver bjalla
hringdi innan í höfðinu á mér.
Ég mundi eftir dansleiknum í
Hovenden Hall og unga mann-
inum, sem ég dansaði við og
sagði, að málrómurinn minn
væri alveg eins og í frænku
sinni, — já, og ég mundi meira
að segja nafnið mitt: Candy
Winter. „Hún heitir í rauninni
Candida, en við köllum hana
Candy“. Ég hafði verið að dansa
við frænda minn, dulbúin með
rauða hárkollu. Endurminningin
var of sár til þess að dvelja við
hana. Þar hefði frelsunin verið,
alveg á næstu grösum. Og Steve,
hvað mundi hann hafa hugsað,
hefði hann vitað, að ég var ekki
þessi hataða mágkonna hans,
Júlía Gerard, heldur bara vesi-
ings aðkomustúlka, Candy
Winter? ^
Ég var gripin örvæntingu. En
ég hafði losnað við hræðsluna,
á einhvern ótrúlegan hátt. Um
skeið hafði hún verið svo áköf
og dregið úr mér allan mátt, en
nú var líkast því, sem hún væri
útbrunnin. Ég var komin út úr
þokunni, örþreytt og uppgefin og
algjörlega vonlaus. En hvað sem
verða kynni, skyldi ég ekki láta
undan með góðu. Ég ætlaði að
berjast fyrir lífi mínu til síðasta
blóðdropa.
Ég var sæmilega dugleg að
synda. Ef ég gæti komizt aftur
UPP á þilfarið, út úr þessum sal,
skyldi ég stinga mér fyrir borð.
Það var vitanlega hugsanlegt, að
Yves Renier synti á eftir. Hann
var sterklegur maður og sjálf-
sagt góður sundmaður. Og það
yrði honum auðvelt að drekkja
mér og látast vera að bjarga
mér. Mér var nú orðið vel ijóst,
hvernig þessar „sjálfsmorðstil-
raunir“ mínar höfðu verið und-
irbúnar. Fyrst hafði Janine reynt
að eitra fyrir mig og svo hafði
læknirinn verið fenginn til að
trúa, að ég hefði sjálf staðið íyr-
ir því og væri einhver taugabil-
aður aumingi.
— Ég mundi ekki reyna að
finna nein ráð til að bjarga mér,
væri ég í þínum sporum, sagði
Yves, rétt eins og hann hefði
lesið hugsanir mínar. — Það er
ekki annað en tímaeyðsla. Ég
svífst einskis. Hér er um að
ræða mitt líf eða þitt líf, og ég
ætla ekki að láta slá mig út af
laginu. Við Júlía höfum gert hin
og þessi glappaskot, en nú held
ég við séum á réttri leið. Við
Kappreiðar
Hinar árlegu. kappreiðar hestamannafélagsins
Dreyra verða haldnar í Ölver 26. júní kl. 14.
Skrásetningar hesta verða mótteknar í síma 1981 og
1781, Akranesi og í Lambhaga hjá Gunnari Gunn-
arssyni.
Mótsnefnd.
HEITT
EÐ A
ÍSKALT
COW&OATE
Tono
KAKÓ-MALT
LYSTUGT
EYKUR KRAFTA
GEFUR ORKU
EYKUR VELLÍÐAN
Það er engin blekking _ TONO gerir yður veru*
lega gott! Eftir erfiðan vinnudag ... Fyrlr vaxandi börn
Fyrir vœntanlegar mœður... Fyrir alla, sem þurfa lítils-
hóttar upplyftingu, er TONO hið rétta.
TONO kakó — malt er framleitt úr fyrsta flokks nýmjólk,
völdu súkkulaði, malt-korni og sykurefnum að
viðbœttu D — fjörefni.
DRAGIÐ EKKI A Ð DREKKA TONO...
Snyrtisérfræðingurinn
lllademoiselle Garbolino
frá
'CAMCU/HC/
París, veitir yður
leiðbeiningar um rétt val á snyrtivörum
yður að kostnaðarlausu, í verzlun vorri
í dag.