Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 21
1 Fiiíimtndagur 23. jún! 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 — Minning Framhald af bls. 12 Hann var mjög vel metinn á Norðurlöndum í hópi starfs- bræðra sinna og hafði einnig gott samband við ýmsa skólamenn og málfræðinga í Englandi og Þýzka landi, Ítalíu og Grikklandi. Menn hugsa fyrst og fremst til Kristins Ármannssonar sem kenn ara og málfræðings. Hann hafði kennt í Menntaskólanum í meira en 40 ár, frá 1023, og í Háskólan- um nokkru skemur, frá 1926, •túdentsefnum latínu og guð- fræðinemum grísku. Hann kenndi einnig um skeið 1 Verzlunarskólanum og í Rík- isútvarpiuu. Hann var fram- úrskarandi natinn og ná- kvæmur kennari, tillitssamur en þó eftirgangssamur, án þess •ð vera harður. Hann var áhuga- eamur og velviljaður og tillögu- góður rektor. Hann var mikið Ijúfmenni í allri umgengni og látlaus, en gat verið fastur fyrir og var mjög einarður, þar sem bonum þótti þess þörf. Ekki vissu allir, að Kristinn Ármannsson gat líka verið tnanna glaðastur. Hann var frjáls lyndur og fjölfróður. Hann las mikið um sumar greinar stjórn- máia og þjóðmála, einkum þær, sem tengdar voru uppeldis- og kennslumálum. Hann las líka margar ævisögur og ferðasögur og hvíldi sig oft á léttum reyfur- um og leyniiögreglusögum og hafði mætur á þeim til slíkra dægradvala eins og á spila- mennsku í vinahópi. Hann lagði einnig áður stund á íþróttir og útilíf og var góður sundmaður fram á seinustu ár. Hann var gestrisinn og veizlu- gla’ður. Á heimili þeirra hjóna var gestkvæmt og frú Þóra mikil og rausnarsöm húsmóðir. Krist- inn gat brugðið því fyrir sig á góðri stund að halda ræður á grísku og að yrkja á latinu. Kristúin Ármannsson fór •nemma að sjá fyrir sér sjálfur og vann fyrir sér með námi sínu. Á Hafnarárunum vann hann á íslenzku stjórnarskrifstofunni hjá Jóni Krabbe. Hann minnist Kristins mjög lofsamlega í bók •inni „Frá Hafnarstjórn til lýð- veldis“. Er hann hefur nefnt sam •tarfsmenn sína, segir hann: „Samt hefur mér ætíð fundist ég Btanda í þakkarskuld við Kristin Ármannsson fyrir þann stóra •kerf, sem hann lagði fram og óíhjákvæmilega hilaut að tefja embættisnám hans“. Kristinn Ár- mannsson var vanur því alla ævi að leggja fram stóran skerf ti'l þess, sem hann tók að sér, og það én tillits til þess, hvort það tafði önnur persónuleg áhugamál hans eða ekki. Nú er lokið góðri iðjuævl öðl- íngsmanns, sem sennilega er einn Bíðasti fulltrúi þeirra íslenzku kynslóða, sem aldar voru upp við kristilega og klassíska lífsskoðun í senn, í anda Sveinbjarnar Egils- sonar og slíkra öndvegismanna í andans ríki, menn hins fagur- góða, hins víða og kyrrláta lær- dóms og hins iðandi lífs um leið. Ég á Kristni Ármannssyni að jþakka samfylgd og samvinnu í meira en hálfa öld, í vináttu, fé- Sagsskap og fjölskyldutengslum. Hann var lærður húmanisti, sí- vinnandi skyldurækinn embættis maður, síleitandi að nýjum ráð- um og úrlausnum, vammlaus og hávaðalaus, góður maður og góð- ur vinur. Vilhj. Þ. Gíslason. t Síminn hi-ingdi. Við vitum aldrei, hvað það kann að boða. í þetta sinn bar hann heifregn. Kristinn Arimannsson var déinn. Miig setti hljóðan. Ég vissi, að hann hafði farið til Grikklands til að heimsækja vini og njóta þar hvíldar og góðra stunda. Ég unni honum þess vel. Til slíks hafði hann unnið með löngu og farsæLu menningar- •tarfi. Enginn var heldur betur til þess búinn að njóta dvalar í Grikklandi. Kom þar ekki að- eins til ágæt þekking hans á grískri fommenningu, heldur og óvenjuleg kunnátta hans f ný- grísku. Hann var einn férra ís- lendinga, sem kunni að mæla á þá tungu. Hann gat þvi jöfnum ihöndum rýnt í fornar menning- arrúnir og átt lifandi tal við fólkið. Slíkt leika ekki margir Og nú var þessu lokið. Skömmu áður en hann lagði af stað, hafði ég verið með honum á nefndarfundi. Þegar ég hugsa um það eftir á, finnst mér, að hann hafi verið örlítið föilleit- ari en ég mundi hann áður. En ég mun hafa hrundið þeirri hugsun frá mér, svo ljúf sem mér var návist hans. Vegna stöðu sinnar átti Krist- inn Ármannsson margvísleg skipti við Menntaskólann á Ak- ureyri. Þeirra er gott að minn- ast. þar bar aidrei skugga á. Vinsemd hans, hófsemd og menn ingarleg háttsemi gerði allt samneyti við hann ljúft og nota legt. Menntaskólinn á Akureyri vottar honum látnum virðingu sína og þökik. Kristinn Ármannsson var jafn an í fararbroddi í félagssam- takuim menntaskólakennara og lengi formaður í félagi þeirra. Vann hann þar heilladrjúgt starf, sem við allir þökkum. A’ldrei beitti hann þó offórsi, heldur flutti mál sitt jafnan af hógværð og prúðmennsku. En hann gat verið þéttingsýtinn og íkunni vel að þoka fram málum með lagni og gætni. Ævistarf hans allt, hvort heldur var kennsla, skólastjórn eða félags- störf, auðkenndist af menning- arlegri farsæid sem átti djúp- ar rætur í fari hans sjálfs. Kristinn var oft til þess feng- inn að mæta sem fulltrúi íslands á kennaraþingum erlendis. Treystu því a'llir, að I höndum hans væri vel borgið sæmd bæði stéttar og þjóðar. Mun hann og hafa verið vel metinn af er- lendum starfsbræðrum sínum ekki síður en innlendum, og sat hann um tíma í stjórn aliþjóða- samtaka menntaskólakennara. Er ekki að efa, að hann hefur aukið hróður íslenzkrar kenn- arastéttar á erlendum vettvangi, bæði með óvenjulegri tungu- málafærni og ekki síður með menningarlegri firamkomu í hví vetna. Hér stöndum við allir, íslenzkir kennarar, í þakkar- skuld við hann. Kærast er mér þó að minn- ast Kristins Ármannssonar sem persónulegs vinar. Ég man það enn, er ég feom á heimili hans í fyrsta sinn. Þá var haldið í Reykjavík þing menntaskóla- feennara, og bjuggum við norð- ankennarar á hieimilum starfs- bræðra okkar sunnlenzkra. Ég bjó hjá Kristni Ármannssyni af þvi báðir kenndum við latínu. Það eru sólríkustu dagar er ég hef átt í Reykjavík. Og birtan og ylurinn var ekki aðeins úti, heldur engu síður inni, í við- móti húsráðenda og öllum heim- i'lilsbrag. Þar áttu þau hjónin, frú Þóra og Kristinn, jafnan hlut að, svo að etóki varð á milli greint. Eftir hádegið sát- um við úti í garðinum drukk- um kaffi og röbbuðum saman. Það voru dýrðarstundir, svo að ég man ekki margar fegurri. Og síðan fannst mér alltaf sólbjarmi yfir öllu fari Kristins Ármanns- sonar og öllum samskiptum mín um við hann, hvort heldur var á kennaraþingum, á ferðalagi úti í löndum eða á hinu hlýja og fallega heimili þeirra hjóna. Hvar sem hann kom, var hátt- vísin hin sama og sa.mi vin- gjarnleikinn. Ég þatoka þetta allt að leiðar- lokum, um leið og ég sendi frú Þóru og börnum hennar ein- lægar samúðarkveðjur frá mér og heimili mínu. Þórarinn Bjömsson. t ÞÖKK verður aldrei tjáð þannig, að sérhver velgerningur hljóti sína umbun. — Þakkarskuldin er. — En í trausti þess, að Guð greiði, af náð sinni, það sem menn fá ekki goldið, er ljúft að votta látnum öðling þakklæti og vandamönnum samúð. Kristinn Ármannsson hefur þökk guðfræðinema fyrir ágæta fræ'ðslu og staka prúðmennsku. Hann var ávallt velunnari nem- enda sinna, vakti virðingu og á- minnti með fágaðri framkomu. — Mikill fengur var í þekkingu Kristins, en sú blessun er meiri að hafa kynnzt honum. Vér sjáum þess vegna sóma vom að varðveita minningu Kristins Ármannssonar. Minn- ingin auðgar, eins og þau kynni, sem menn höfðu af honum. Með Kristni er raunar genginn ein» þeirra manna, sem eiga heiður, þökk og virðingu samferða*- manna. Líf hans bar þess vitni, að hann var í senn mennt^fröm- uður og göfugmenni. Félag guðfraeðinema. Erlendur Guðjónsson Minningnrorð F. 31.10. 1911. — D. 16.6. 1966. í DAG fer fram jarðarför Er- lendar Guðjónssonar, bifreiða- stjóra Ásgarði 39 hér í bæ. Harui var fæddur Reykvíkingur, sonur Guðjóns Einarssonar skipasmiðs og konu hans, Þórunnar Erlends- dóttur frá Breiðaibólsstöðum. Erlendur Guðjónsson var kvæntur Sigurfljóðu Olgeirsdótt- ur, ættaðri frá Bíldudal, :þeim varð sjö barna auðið og lifa sex þeirra nú uppkomin, en þau eru: Þórunn Guðfinna, gift Ö.P. Gauv en; Guðjón Olgeir, kvæntur önnu ívarsdóttur, Pálína og ErL Einar. Erlendur vann lengst af starfs- ævi sinnar hjá Kveldúlfi h.f. en nú síðustu árin hjá h.f. Skelj- ungi. Síðastliðin þrjú misseri stríddi Erlendur við alvarleg veikindi, sem ekki varð ráðið við. Hann tók þeim örlögum með karl- mannlegri ró og æðruleysi. Er hann lézt var hann tæplega 55 ára — dáinn langt fyrir aldur fram. Þessi fáu orð eru aðeins rituð til þess að kveðja Erlend, frænda minn og vin, og þakka um leið margar glaðar og ánægjulegar stundir á heimili þeirra hjóna um áratuga skeið. Ég þekkti hann frá bamæsku og get því með sanni sagt að hann var vammlaus maður í líferni sínu og hjartahlýr með afbrigðum. Hatvn sá ágætan ávöxt ævistarfs síns, átti fallegt heimili með fágætri konu, og börn, sem hafla verið foreldrum sínum mikill styrkur og barnabörnin beggja vegna Atlantahafsins, sem voru honum nú síðast endurvaktir sólar- geislar. Við sem þekkjum Erlend Guð- jónsson munum geyma minningu um góðan dreng genginn, — minnug þess, — Iþó syrti að um stund — þá toirtir upp um síðir. Meyvant Hallgrímsson. Þrúðar Árnadóttur minnzt í DAG, 20. júní, hefði Þrúður Árnadóttir frá Vöglum í Skaga- firði orðið níræð. En hún lézt á afmælisdegi sínum fyrir einu ári. Þar sem 90 ár eru liðin frá fæð- ingu hennar og eitt ár frá dauða hennar, vil ég minnast þessarar merku konu nokkrum orðum, en minningargrein hef ég enga séð um hana Xátna. Á útfarardegi hennar dvaldist ég í fjarlægð, og gat eigi verið viðstödd er útför hennar var gerð. Hugur minn dvaldist þann dag við minningarnar um hina ágætu konu, og þær voru svo áleitnar að ég tók mér blað í hönd og reit á það nokkuð af því, sem í hug mínum bjó. Mér komu fyrst í hug orð Jesú í Fjallræðunni: „Sælir eru hóg- værir, því að þeir munu landi'ð erfa“. Með þau orð að veganesti hóf ég för mína á fund konunn- ar, sem þau voru eins og töluð um. För minni var heitið að Vöglum í Blönduhlíð. Þar er ef til vill fegursti blettur fagurrar hlíðar. Vaglar standa hátt og þar er vítt til veggja og má segja að hið víðlenda hérað blasi þar við sjónum. Ég sé Þrúði í anda koma á móti mér, þessa grönnu og fín- legu konu, svo hógværa og prúða, að engum gat dulizt að þar var óvenjuleg kona á ferð. Ég veit um hina mörgu kosti hennar; af þeim var eigi státa'ð, en þeir hlutu að verða augljósir öllum sem kynntust henni. Hógværðin skipaði öndvegi, gjafmildin var óvenju rík; um Þrúði mátti segja, að hægri höndin vissi eigi hvað hin vinstri gjörði. Kærleikur hennar var ekki bundinn ástvin- um einum. Hún vildi öllum sem í návist hennar voru gott gera og hið stóra, og góða hjarta hennar, átti mikið rúm. Að sjálfsögðu naut þó heimilið fyrst og fremst hins hlýja hjartalags hennar. Hjónabandið var farsælt og sam- búð með einkasyni og tengda- dóttur til fyrirmyndar, og hin síðari ár náði umhyggja hennar og ástúð til sonarsonar, konu hans og barna þeirra. Þrúður var hógvær, næstum hlédræg, en þrátt fyrir það var gestrisni hennar hlý, og raunar viðbrugðið, vildi hún alla gleðja og öllum miðla af gnægð hjarta síns. Talsmaður var hún lítil- magnans, og bað fyrir þeim, sem bágt áttu, hún mátti ekkert aumt sjá, án þess að koma til hjálpar. Ríkir og fátækir voru jafnir í hennar huga, allt sem lífsanda dregur átti samúð henn- ar, ekkert er jafn órækt einkenni göfugmennskunnar. Ég minnist margra bjartra stunda með henni á heimili hennar og heimili mínu á Miklabæ. Þrúður var mikil trúkona og bænheit. Hún sýndi í öllu lífi sínu sanna ávexti trúarinnar. Kirkjuna sína rækti hún af mik- illi kostgæfni og sjaldan var sæt- ið hennar autt í Miklabæjar- kirkju meðan heilsa entist og kraftar leyfðu. Já, ég sé hana í anda á þessum minningardegi. Og nú er hún horfin, hin blessaða, hógværa kona. Hún hélt í hendi sinni án þess að vita, hinni dýrustu perlu: óeigingirninni, fórnfýs- inni og góðvildinni. „Sælir eru hógværir, því að þeir munu land ið erfa“. Mikil birta og heiðríkja hlýtur nú að umlykja hana, hina göf- ugu konu, er hún gengur inn til fyrirheitna landsins, gengur inn til fagnaðar herra síns. í þennan farveg féllu hugrenn- ingar mínar á útfarardegi henn- ar. Ég get þó eigi skilið svo við minningargrein um hina mætu vinkonu mína, að ég geti ekki að nokkru ættar hennar og upp- runa og helztu æviatriða. Þrúður Jónína hét hún fullu nafni og var fædd í Miðhúsum í Blönduhlíð 20. júní 1676. For- eldrar hennar voru hjónin Árni Jónsson og Sigríður Jóhanns- dóttir. Faðir Árna var Jón Björnsson frá Glæsibæ. Móðir Árna Þrúður Jónsdóttir, bónda í Tungukoti. Faðir Sigríðar, móður Þrúðar Ámadóttur, var Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Krossa- nesi og Bakka í Hólmi. Hann var afkomandi Gottskálks lögréttu- manns frá Gullbrekku í Eyja- firði. Voru þeir þremenningar Albert Thorvaldsen og Jóhann. Móðir Sigríðar Jóhannsdóttur var Margrét Oddsdóttir Ormssonar frá Krókárgerði. Þrúður ólst upp með foreldr- um sínum fyrst að Miðhúsum, síðar að Brekkukoti og Minni- Ökrum, þar til faðir hennar fékk ábúð á Stóru-Ökrum, þar sem hann bjó mestan hluta búskapar- tíma tíns. Tvítug að aldri giftist Þrúður Gísla Björnssyni. Hann var sonur Björns bónda á Frosta- stöðum, sfðar á Sleitustöðum, Jónssonar bónda í Haga í Aðal- dal. En móðir Gísla var Sigríður Þorláksdóttir frá Yztu-Grund, systir Gisla hreppstjóra á Frosta- stöðum. Búskap hófu ungu hjón- in á Stóru-Ökrum og bjuggu þar í samtoýli við foreldra Þrúðar fram að 1918 er þau fluttu á eign arjörð sína Vagla í Blönduhlíð. Syskini Þrúðar voru Jón, bóndi í Valadal, kvæntur Dýrborgu Daníelsdóttur, sem býr í Reykjavík, og Sigríður, kona Rögnvaldar Jónssonar, vegaverk- stjóra á Sauðárkróki. Snemma var Þrúður talin af- bragð annarra kvenna, og Gísli, eiginmaður hennar, var mikill hæfileikamaður. Trúnaðarstörfin létu ekki á sér standa. Ungur að árum var*ð hann oddviti Ak-ra- hrepps og sýslunefndarmaður var hann um árabil. Hann var glaðlyndur, söngmaður góður og átti hægt með að kasta fram stöku, erida talinn góður hagyrð- ingur. Á Stóru-Ökrum, þingstað hreppsins, var oft gestkvæmt, enda áttu margir erindi þangað. Gestrisini var viðbrugðið. Hús- bóndinn glaðlyndur og lagði til glettni og glaðværð, en hún sá um að gesturinn sæti við nægta- boi*ð, þar ornuðu sér margir við hlýjan heimilisarin. Þau hjón eignuðust einn son, Magnús Kristján, síðar óðals- bónda og skáld á Vöglum. Síðari búskaparár sín bjuggu þau hjón- in á Vöglum. Jörðin var fremur rýr er þau fluttust þangað, en eftir ótrúlega stuttan tíma var þar risið stórbýli. Þar bjuggu þau með syni sínum, sem kvænt- ist fljótlega eftir að þau komu þangað, Ingibjörgu Stefánsdótt- ur frá Þverá, hinni ágætustu konu. Þrúður og Gísli tóku til fóst- urs Halldóru Jónsdóttur frá Vaglagerði og reyndust henni sem beztu foreldrar. Gísli andaðist árið 1937. Eftir það dvaldist Þrúður í skjóli son- ar og tengdadóttur. Á heimili þeirra hélt hún áfram farsælu ævistarfi: Eiginkonu-, móður- og ömmuhluverkin létu henni öll jafnvel. Síðustu árin fékk hún að sty’ðja yngstu kynslóðina, böm sonarsonarins hafa verið sólar- geislar í huga ömmu. Síðustu vikurnair lá hún i Sjúkrahúsi Sauðárkróks og þar andaðist hún 20. júní 1965, sem fyrr segir. A8 lokum vil ég færa Þrúði og ástvinum hennar þakkir fyrir vináttu og tryggð liðinna ára. Lengi verður hennar minnzt sem einnar ágætustu konu byggðar- lagsins. Góð kona, hógvær og hjartahrein hefur kvatt. Guð blessi minningu hennar. Siglufirði, 20. júni 1966. Jensína Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.