Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 14
14
MORGU N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 23. 5úní 196t>
Prófessor Olafur Björnsson
Er unnt að
verðbdlguna?
SENNTLEGA verða það við-
brögð flestra þeirra er lesa
fyrirsögn þessarar greinar, að
spurningin sé fánýt, því þa5
geti ekki verið álitamál að
henni beri að svara játandi. Ef
á málið er litið frá tæknilegu
sjónarmiði einvörðungu sr
það heldur ekki vafa undir-
orpið. Verðbóiguþróun í sér-
hverju landi er a.m.k. á íriðar-
tímum alltaf að þvi leyti sjálf-
skaparvíti, að orsakir her.nar
eru af félagslegum og stjórn-
málalegum toga spunnar, en
hinsvegar er aldrei um það að
ræða að ekki sé hægt að koma
í veg fyrir verðbólguþróun
eða stöðva hana, ef viðeigandi
ráðstafanir eru til þess gerða”.
Hitt er svo annað mál, hvort
hægt er að skapa nauðsynieg-
ar félagslegar og stjórnmála-
legar forsendur fyrir því að
verðbólguna megi stöðva. Það
er efni þessarar greinar að
ræða viðhorfið í þessu efni,
eins og það er á íslandi í dag.
En áður en lengra er haldið
skal þó sú spurning rædd i
stuttu máli, hvort telja megi
stöðvun verðbólgunnar það
nauðsynjamál, að stórátök í
því efni séu verð þeirrar fyrir-
hafnar er þau kosta.
Áhrif verðbólgu á vöxt þjóðar-
tekna.
í nýútkomnu hefti af tímariti
alþjóðagjaldeyrissjóðsins er get
ið niðurstöðu athugana, sem
gerðar hafa verið til þess að
kanna sambandið á milli verð-
lagsþróunar og vaxtar þjóðar-
tekna. Samkvæmt þeím virtist
hægfara hækkun verðlags,
eða 2—5% verðhækkun á ári,
ekki draga úr vexti þjóðar-
teknanna, þannig að hann var
þar jafnvel meiri en í þeim
löndum þar sem tekizt hafði
að halda verðlagi alveg
stöðugu. Til voru jafnvel lönd
þar sem árleg verðhækkun
nam allt að 10%, en hagvöxt-
ur var þó sáemilegur. En í
þeim löndum, þar sem hækkun
verðlags nam 15% eða meira
hvarf allur hagvöxtur. Þessi
niðurstaða kemur raunar heim
við þær skoðanir, sem almennt
hafa verið ríkjandi meðal hag-
fræðinga um áhrif verðlags-
hækkana á hagvöxt, en þær
hafa verið á þann veg, að verð-
hækkanirnar að vissu marki
geti jafnvel haft örvandi áhr.íf
á efnahagslífið, en þegar verð-
bólgan kemst á það stig að
menn fari að tapa trúnni á verð
gildi peninga, stöðvast vöxtur
þjóðartekna. Mikil verðböl.ga
eyðileggur sparnaðarhvötina,
sem er undirstaða heilbrigðrar
lánastarfsemi og veldur at-
vinnuvegunum, einkum útflut.n
ingsatvinnuvegunum slíkum
vandræðum, að rekstur fram-
leiðslunnar stöðvast.
Engin ágreiningur ætti að
vera um það að slík þróun er
ekki æskileg. Bætt lífskjör
þjóðarinnar geta auðvitað
aldrei grundvallast á öðru en
aukinni framleiðslu. Það er því
beinlínis skilyrði efnahagslegra
framfara að verðbólgunni sé
haldið í skefjum.
Á hverjum bitnar verðbólgan?
f>að ætti út af fyrir sig að
vera næg rök fyrir nauðsyn
J>ess að verðbólgunni sé haldið
í skefjum, að takizt það ekki,
stöðvast vöxtur þjóðartekn-
anna. En verðbólguvandamál-
ið hefur fleiri hliðar. Verðbólg-
an veldur röskun tekju- og
eignaskiptingarinnar í þjóð-
félaginu, sem einnig verður að
taka tillit til, er meta skal
nauðsyn aðgerða gegn henm.
Því er oft haldið fram, að
verðbólgan rýri hlut launþega
í þjóðartekjunum. Vafasamt
verður þó að telja að þetta sé
rétt miðað við núverandi að-
stæður í efnahagsmálum hér á
landi, og víst er um það að nei-
kvæð afstaða launþegasamtak-
anna í baráttunni gegn verð-
bólgunni bendir ekki til þess
að sú kenning sé tekin alvar-
lega, a.m.k. ekki af þeim sem
þar ráða ferðinni. Þar með er
auðvitað ekki sagt, að launþeg-
ar græði á verðbólgunni, því
auðvitað bitnar það á þeim eins
og öðrum, ef verðbólgan kemst
á það stig, að hagvöxtur stöðv-
ist. Að mínu áliti eru það eink-
um tveir hópar í þjóðfélaginu,
sem verðbólgan bitnar á, en
það eru bótaþegar almanna-
trygginga og efnalítið fóik,
sem á lánsfé þarf að halda tii
þess að koma undir sig fótum,
en þar er nærtækasta dæmið,
húsnæðisvandamál ungs xólks,
sem hefur heimilisstofnun í
huga. Hvað fyrra atriðið snert-
ir, versnandi afkomu bótaþega
miðað við aðra, þá er ástæðan
ekki skilningsleysi stjórnar-
valda gagnvart þessum aðilum,
heldur bein áhrif verðbólgu-
þróunarinar, en með því á ég
við þá staðreynd, sem öllum
ætti að vera ljós, að sæmilega
stöðugt verðlag er undirstaða
allrar tryggingarstarfsemi.
Félagsmálafrömuðir gerðu sér
það Ijóst þegar á síðastliðinni
öld, að ef bæta ætti hag þeirra
þjóðfélagsborgara, sem ekki
gátu séð sér farborða sjí' ir,
sökum elli, örorku, ómegðar
eða *af öðrum ástæðum, yrði
það ekki gert með öðru móti
en því, að koma á fót almanna-
tryggingum er grundvölluðust
á myndun sjóða, er fjár væri
aflað til jöfnum höndum með
iðgjöldum hinna tryggðu og
framlögum frá hinu opinbera.
Skyldu tryggingar smám sam-
an leysa af hólmi fátækraíram
færsluna, sem fjár væri aflað
til með almennum skattaálög-
um. Enginn ágreiningur er
lengur um það, að slík þróun
sé æskileg. En þróunin frá
fátækraframfærslu til aimanna
trygginga byggist auðvitað á
þeirri forsendu, að sjóðir þeir,
sem ætlað er að standa undir
tryggingunum, verði ekki gerð-
ir að engu í eldi verðbólgunn-
ar. Færi hinsvegar svo, er auð-
viðað ekki annar kostur fyrír
hendi en sá, að hverfa aftur til
gamla fyrirkomulagsins, að afla
fjár til bótagreiðslna þeirrá
sem tryggingarnar gera ráð
fyrir með sköttum. Verðbóígu-
þróun sú, sem rikt hefur hér á
landi hefur leitt til þess, að
ríkissjóður hefir í æ ríkara
mæli orðið að hlaupa undir
bagga með sjóðum almanna-
trygginganan til þess að verð-
gildi bótagreiðsla færi ekki sí-
rýrnandi. Með því móti hefur
að vísu tekist að koma í veg
fyrir raunverulega rýrnun
verðgildis þessara greiðslna og
raunar nokkru betur í valda-
tíð núverandi rikisstjórnar.
Þetta breytir þó engu um það,
að allar ráðstafanir í þá átt að
bæta hag þeirra er framfæri
sitt hafa á vegum almanna-
trygginga verða meira og
minna fyrir gíg, ef auknar
álögur skattborgarana eiga
einvörðungu að standa undir
stöðva
slíku, því skattheimta verðtir
aldrei svo vinsæl, að stór alök
til umbóta í þessum efnum
geti grundvallast á henni.
Er nærtækt að nefna hér sem
dæmi hugmyndina um almenn-
an lífeyrissjóð, sem nú er unn-
ið að, og allir viðurkenna að
sé réttlætismál. En hvernig er
hugsanlegt að unnt verði að
safna þeim fjármunum sem til
þess þarf ef gera á t.d. hlut
þeirra sem lifa af almennum
ellilífeyri sambærilegan við
hlut þeirra er af eftirlaunum
lifa, ef ekki tekst að stöðva
verðbólguna? ^
Annar sá hópur, sem verð-
bólgan leggur þungar byrðar
á, er efnalítið fólk, sem á láns-
fé þarf að halda til þess að
koma undir sig fótum vegna
heimilisstofnunar eða í atvinnu
skyni. Eitt megineinkenni
verðbólgu er lánsfjárskortur.
Stafar han af því, að þegar
menn búast við sírýrnandi
verðgildi peninga, vilja allir
fá peninga að láni til þess að
hagnast á verðbólgunni en hins
vegar vilja menn ekki eiga
peninga né peningakröfur.
Eftirspurn eftir lánsfé verður
því ávallt meiri en framboð.
Það er því bábilja ein þegar
stjórnarandstæðingar hér á
landi halda því fram, að láns-
fjárskorturinn stafi af ein-
hverjum „lánsf járhöftum",
sem ríkisstjórnin hafi sett á.
Lánsfjárskorturinn er aðeins
bein afleiðing verðbólgunnar,
og eina ráðstöfun sem að h.aldi
kemur til þess að útrýma l'.on-
um er stöðvun verðbólgunnar.
En hverjir eru það, sem láns-
f járskorturinn einkum bitnar
á? Af skiljanlegum ástæðum
láta lánastofnanir rekstrarfjár-
þörf atvinnuveganna sitja fyr-
ir öðrum lánabeiðnum. En að
því leyti sem þessar stofnanir
sjá sér fært að veita ián til
fjárfestingar situr fjárfesting í
þágu atvinnuveganna, svo sem
skipakaup og önnur kaup á
framleiðslutækjum fyrir og
liggja einnig til þess eðlilegar
ástæður. Sú lánaþörf, sem
gjarnan situr þá á hakanum að
fullnægt sé, eru lán til svo-
kallaðrar neyzlufjárfestingar,
svo sem til íbúðarhúsabygg-
inga og annarra nauðsynja í
sambandi við heimilisstotnanir,
auk eiginlegra neyzlulána til
einstaklinga, sem deila má auð
vitað úm, hvort nauðsymegt sé
að veita. Til þess að koma x veg
fyrir það að lánsfjárskorturinn
leiði til algjörs öngþveitis í
húsnæðismálum, hefur hið
opinbera hlaupið undir bagga
í þessu efni og gert margvísleg-
ar ráðstafanir til þess að auka
framboð af fjármagni íil bygg-
ingar íbúðarhúsnæðis. Af þeim
ráðstöfunum hefur vissulega
orðið mikill árangur. En hér er
sama hindrunin í vegi eins og
um var getið hér að framan,
eða sú, að ríkið á ekki annarra
kosta völ til fjáröflunar en þá,
að sækja féð í vasa skattgraið-
enda. Óvinsældir skattaáiagna
hljóta því hér, eins og í öllum
öðrum efnum að setja því tak-
mörk hvað ríkið getur af mörk-
um látið. Vandi húsbyggjenda
verður því ekki leystur svo
viðunandi sé nema með einu
móti, eða því, að unnt sé að
beina hinni frjálsu sparifjár-
myndun í ríkara mæli til hús-
næðislána. En frumskilyrði
þess er samkvæmt áður
sögðu stöðvun verðbólgunn-
ar þannig að sparifjármynd-
un geti áukizt ijægilega
mikið. Aðeins með því móti
verður þetta vandamál, sem
fyrst og fremst er vanrli
ungs fólks, sem hyggst stofna
heimili, leyst.
Þess hefur mjög orðið vart
að upp hafa skotið kollinum
skoðanir sem mjög brjóta í
bág við það sem hér hefur ver-
ið haldið fram. Það hefur verið
talað um það að verðbólgan
byggi hús fyrir fólk, þar sem
verðbólgan létti skuldabyrði
þeirra, sem lán hafa tekið til
byggingar íbúðarhúsa. Að
mínu áliti er hér um örgustu
villukenningu að ræða. Það er
að vísu rétt, að verðbólgan get-
ur gert skuldabyrðina léttari
fyrir þá sem búnir eru að
byggjá. En þeim sem eiga eftir
að byggja, og það eru þeirra
hagsmunir sem hér skipta
máli, er verðbólgan þvert á
móti þrándur í götu. Erfiðleik-
ar húsbyggjenda eru ekki fólgn
ir í því, sem sumir halda fram,
að nafnvextir af þeim lánum
sem fáanleg eru séu óhæfilega
Prófessor Ólafur Björnsson
háir. Verðbólgan sér einmitt
fyrir því, að þrátt fyrir háa
nafnvexti geta raunverulegir
vextir verið engir, eða jafnvel
neikvæðir, þar sem verðrýrnun
höfuðstóls þess er tekinn hefur
verið að láni gerir oft meira en
að vega á móti nafnvöxtum.
Það sem hinsvegar veldur hin-
um raunverulegu erfiðleik-
um er það, að peningar þeir,
sem húsbyggjendur skortir til
viðbótar hinum opinberu hús-
næðislánum, eru ekki fáanleg-
ir, en það er aftur bein afleið-
ing verðbólgunnar. Fyrir sVíð
var talið að flestir þeir sem
réðust í að byggja sér íbúðar-
húsnæði eða kaupa það, æ.íu
kost á því að fá a.m.k. 80%
af kostnaðinum að láni, þrátt
fyrir það að opinber aðstoð við
húsbyggjendur var þá óveru-
leg. En það sem þá gerði gæ.'u-
muninn var hið stöðuga vei ð-
lag. Einstaklingar voru þá fús-
ir til að lána f j með hóflegum
vöxtum, aðeins ef viðkomandi
trygging var boðin. En talið
var að skuld, er tryggð var með
veði í húseign væri vel tryggð,
þótt skuldin næmi allt að 80%
verðmætis húseignarinnar og
jafnvel meira. Nú verða menn
hinsvegar yfirleitt sjálfir að
sjá sér fyrir þeim pening-
um sem þeir þurfa á að umfra.n
hin opinberu húsnæðismálalán,
sem í hagstæðustu tilvikum
nema e.t.v. 50% bygginga,-
kostnaðar, oftast allmik u
minna. Ástæðan til þess að nú
þarf svo miklu meira eie ð
framlag til húsakaupa og >ús-
bygginga en áður er auðvit; ð
sú að vantrú á verðgildi pen-
inga veldur því að engir vi a
eiga skuldabréf né aðrar pe i-
ingakröfur til lengri tíma, jafn-
vel þótt hin bezta trygging sá
í boði. Það er í þessu sem hinn
sameiginlegi vandi búsbygg,-
enda, einkum hinna yngri, lig' -
ur. Það er erfið hnot að brjóia
fyrir aðra en þá, sem kunna að
eiga að efnaða venzlamenn, sem
taka á sig verulegar fjárhagsleg
ar fórnir í þeirra þágu, að
leggja fram þessa fjármuni.
Það tekur e.t.v. ár og dag að
nurla slíka fjármuni saman, og
á verðbólgan ekki sízt þátt í
þvi. Á meðan á því stendur
verður fólk það, er hér á h!x t
að máli að vera í húsnæ?is-
hraki, og munu þess ekki :í
dæmi að þessi vandræði hafi
eyðilagt fjölskyldulíf þess og
hamingju .
Auk þess sem verðból^an
stöðvar samkvæmt áður sö ðn
hagvöxt og með því sókn þjóð-
arinnar til betri lífskj: ra.
skapar hún stórfelld félagsleg
vandamál. Byrðar henxar
lenda á þeim, sem erfiðast eiga
í lífsbaráttunni. Stöðvun henn-
ar er því einnig mannúðarmál.
og má sízt af öllu loka augum
fyrir þeirri hlið málsins.
Hver ber ábyrgð á verðbólg-
unni?
Ég býst ekki við því að um
það sem hér hefur verið sagt
sé qrxeiri háttar skoðanamunur.
En hver ber ábyrgðina á því
að slik óheillaþróun á sér stað?
Stjórnarandstæðingar hér á
landi telja sig hafa á reiðum
höndum stutt og laggott svar
við spurningunni, en það er
að auðvitað sé það enginn
annar en ríkisstjórnin og stuðn
ingsflokkar hennar sem alla
ábyrgð beri á þróun verðlags-
ins. Ekkert skal vera mér fjær
en að mæla stjórnarvöld unöan
því að bera ábyrgð gerða sinna.
En hvort sem stjórnarvöld eóa
aðrir aðilar eiga hlut að má;i,
verður auðvitað vald og ábyrgá
að fylgjast að. Þar sem ríkis-
stjórn er falið ákvörðunarvald
ber hún auðvitað ábyrgðina.
Þegar sett eru t.d. löggjöf á
alþingi fyrir atbeina ríkis-
stjórnarinnar, ber hún og flokk
ar þeir, sem umrædda löggjögf
hafa sett, ábyrgð á því hvernig
slík löggjöf reynist. Á hinn
bóginn ætti ekki að vera ágrein
ingur um það að fráleitt myndi
vera að kenna ríkisstjórninni
um, ef menn eru óánægðir með
úrskurð dómstóla á .málum
Framhald á bls. 19