Morgunblaðið - 23.06.1966, Blaðsíða 3
Fimmtuðagur 23. Jfiní 1966
MORCUNBLAÐIÐ
3
— Hvað ert þú að gera,
Sólrún?
— Ég er að mæla peysuna.
■— Af hverju gerirðu það?
— Undir þvottinn, svo hún
sé eins stór þegar ég er búin
að þvo hana. 6ví þegar ég er
búin að þvo hana mæli ég
hana aftur til að vita hvort
hún sé jafnstór.
— Hefurðu þvegið fyrir
mömmu þína?
— Aldrei jú annars pínu-
lítið.
— Ætlarðu að þvo fyrir
hana, þegar þú ert búin á
námskeiðinu?
Þórunn hnoðar piparkftkurn-
af sinar.
— Já, annars er ég ekki
ákveðin.
Þess ber að geta að inn-
ritun í ágústnámskeiðið mun
fara fram dagana 4.—8. júlí
kl. 14—16 á Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur. Á það skal bent
að drengjum sem lokið hafa
barnaprófi, 13—14 ára er
einnig heimilt að sækja um
þátttöku.
„Ég er að baka piparkökur"
Bryndís Steinþórsdóttir sagði
að nýjung þessi í fræðslumál
um borgarinnar hefði mælst
mjög vel fyrir. Þegar væru
komnar allmargar umsóknir
um þátttöku í næstu nám-
skeiðum sem ákveðið er að
halda í ágústmánuði. Nám-
skeiðunum er þannig hagað
að kl. 8 á morgnana fara ung
lingarnir í sund undir eftir-
liti kennara. Síðan skulu
unglingarnir vera komnir í
skólaeldhúsið kl. 9 og búa til
morgunverð. Að því loknu
hefst ýmis konar fræðsla.
Stúlkurnar elda hádegismat
og eru leiðbeiningar bæði
verklegar og í samtalsformi.
í sambahdi við þessa fræðslu
er komið inn á ýmislegt fieira
en sjálfa matargerðina svo
sem framleiðslu. ræstingu,
þjónustubrögð, vöruþekkingu
o.fl.
Þórunn Magnúsdóttir, 13 ára
var eins og allar hinar, önn-
um kafin. Hún var að hnoða
deig.
— Hefurðu bakað áður
Þórunn?
— Já, ég hef bakað heima,
búið til ýmislegt fyrir hana
mömmu, tertur og soleiðis,
rúllukökur og pönnukökur.
— Hvað ertu að baka.
— Piparkökur.
— Og hvernig gerirðu það?
— Fyrst læt ég öll þurr-
efnin á borðið, þau eru hveiti
kanill neðull, natrón, engifer
og pipar, — svo sykur og
smjörlíki. Þetta hnoða ég allt
saman, svo læt ég sýróp og
mjólk.
Sólrún Siguroddsdóttir er
eitthvað að fást við peysu,
sem hún hefur lagt á borðið.
Blaðamaður Mbl. brá sér í
gærmorgun inn í Réttarholts-
skóla. Þar var mikið um að
vera, stúlkurnar unnu allar
ötullega, sumar voru að eida
mat, aðrar að baka og enn
aðrar að þvo og strauja. Eld-
húsið í Réttarholtsskólanum,
sem er nýlegt, er sérlega
skemmtilega innréttað og eru
starfskilyrði öll hin beztu. Sólrún mælir pcysuna sína. í baksýn sést ein baka pftnnu-
Kennari námskeiðsins, sem er kökur. (Ljósm.: Sveinn Þorm.)
Allar eru stulkurnar ftnnum kafnar við heimilisstörfin.
Á VEGUM fræðsluráðs
Reykjavíkur hefur verið efnt
til hússtjórnarnámskeiðs fyrir
unglinga, sem lokið hafa
barnaprófi. Námskeiðin fara
fram í þremur skólum, Rétt-
arholtsskóla. Melaskóla og
Laugarnesskóla. Kennarar eru
hússtjórnarkennarar úr skól-
um borgarinnar. Nemendur
greiða kr. 1000,00 fyrir mán-
aðarnámskeið, en borgin legg
ur fram styrk á móti. Kennsla
stendur 6 stundir á dag, fimm
daga vikunnar. Þátttakendur
í hverjum flokki eru 16.
Litskuggamyndir af
íslenzkum frímerk|um
Sagt frá ýmsu hjá Fél. frlmerkjasafnara
FÉLAG frimerkjasafnara hefur
hafið athyglisverða „frímerkja-
útgáfu“. Hefur það látið gera
litskuggamyndir af sex íslenzk-
um frímerkjum. Að sögn for-
ráðamanna félagsins, er sýndu
blaðamönnum þassi litskugga-
frímerki, er hér um að ræða al-
gjöra nýjung, sem þeir telja að
markað geti tímamót í frímerja-
söfnun og landkynningu, sem
þeir töldu mjög svo náið sam-
foand á milli. Þessar litskugga-
myndir frá íslandi í búðum hér.
Er það fyrirtækið Geisli sem
gert hefur myndirnar og er val
þ-eirra smekklegt.
Á þessum blaðamannafundi
var Gisli Sigurbjörnsson sem
einkum hafði orð fyrir stjórnar-
mönnum félagsins. Kvaðst hann
vilja nota tækifærið og benda á
eð á næsta ári yrði félagið 10
ára og hyggðist það minnast þess
áfanga. Hann taldi félagið hafa
margt vel gert til þess að vekja
athygli almennings á að söfnun
frímerkja hafi þjóðfélagslegt
gildi og sé um leið skemmtileg
dægrastytting. Hann kvað fé-
lagið nú m.a. vinna að því að
afla alls þess er skrifað hefði
verið hér á landi um frimerki
og tæki félagsstjómin þakksam-
lega við öllu slíku ásamt göml-
um verðlistum. Hann kvað það
hafa verið ákveðin regla frá því
er félagið var stofnað að setja
aðild að því að því aldursmark,
— 21 ár. Nú væri ákveðið að
beita sér fyrir stofnun frímerkja
klúbba fyrir yngri safnara. Yrði
þá um leið reynt að fá hina
ungu safnara til þess að starfa
í deildum sem einbeita sér að
sérsöfnum írímerkja t.d., sem
aðeins safna frímerkjum með
fuglum, skipum, flugvélum eða
blómum, frá skátastarfi og fleira
og fleira. Þetta myndi fljótt skila
söfnurunum árangri við að koma
sér upp slíku sérsafni. Útilokað
væri að ætla sér nema takmark-
að starfssvið við söfnun frí-
merkja eigi árangur að nást við
myndun safna.
Jónas Hallgrímsson ræddi um
mikilvægi góðra póststimpla og
útgáfu sérstimpla. Gat hann þess
að fyrsti sérstimpill hér á landi
hefði verið gerður í sambandi við
konungskomuna 1907, síðan á
Alþingishátíðinni 1930 og aftur á
lýðveldishátíðinni.
Hefði gerð ýmissa sérstimpla
farið hér vaxandi og mætti t.d.
minna á dagstimpil bundinn degi
frímerkisins. Kvaðst hann álíta
Ólafsfirði, 21. júní.
BRÆÐSLA stendur yfir í síld-
arverksmiðjunni og hefur verið
tekið á móti 1530 tónnum.
Snurvoð hófst um 15. júní og
hafa 2 bátar stundað veiðar og
hefur afli verið tregur, mest 2,5
smálestir eftir nóttína. Tveir þil-
farsbátar hafa stundað handfæra
veiðar og hafa sótt allt að Langa
nesi og aflað dável.
/. ag^
að íslendingar ættu í auglýsinga
skyni fyrir land og þjóð að
nota meira slíka sérstimpla.
í þessu sambandi gat Jónas
þess að samstarf félagsins við
póstmálastjórnina hefði frá önd-
verðu verið hið ágætasta.
Sigurður Ágústs
son gat þess hér
að póstsstjórnin
hefði léyft að
• gerður yrði sér-
tostimpill í sam-
“bandi við mikið
skátamót serri
fram fer að
Hreðavatni 25.
júll Sigurður,
sem er lengi bú-
inn að starfa í skátahreyfing-
unni kvaðst sjálfur eiga skáta-
stimpla frá um 70 löndum heims.
Sagði Jónas um þessa stimpla og
aðra sérstimpla að söfnun hvers-
konar sérstimpla færi vaxandi
um allan heim.
Að iokum sagði Sigurður Gests
son frá því að félagið hefði nú
í undirbúningi aðra handbók
fyrir frímerkjasafnara. Hin
fyrri nær yfir öll isienzk frí-
merki á árunum 1944—’64 en
þessi sem nú er í undirbúningi
á að fjalla um öll íslenzk frí-
merki sem út komu á árunum
1918 til 1944.
STAKSTHMAR
Vináttan að kólna
EINS og kunnugt er hefur verið
náið bandalag með kommúnist-
um og Framsóknarmönnum í
stjórnarandstöðunni, svo að varla
hefur hnífurinn gengið á milli
þeirra. Nú virðist vináttan eitt-"”
hvað farin að kólna, ef marka má
af skrifum Tímans í gær, en þar
birtist ritstjórnargrein sem nefn-
ist „Moldvörpustarf“, og hefst
þannig:
„Skrif Þjóðviljans og for-
sprakka kommúnista undan-
farna daga um söluvandamál
landbúnaðarins og viðbrögð
bænda i þeim efnum, hafa vakið
óskipta furðu manna, og bregða
ljósi á hið rétta innræti og mold-
vörpustarf þessa safnaðar. í þess
um skrifum hafa kommúnistar
látizt vera miklir bændavinir og
bera hag bænda fyrir brjósti, en
í stað þess að beina spjótum í
rétta átt og stinga á því kýli, sem
vandanum vddur, verðbólgu-
stefnu og landbúnaðarpólitik
ríkisst.iórnarinnar, hafa þeir róg-
borið forustumenn bændasamtak
anna og afflutt og rangtúlkað á
allar lundir málflutning þeirra
og ráðstafanir.
Frásagnir Þjóðviljans af fund-
um og skrif um málin hafa öli
miðað að því að grafa undan
stéttarlegri einingu um lausn
vandans og sókn á hendur stjórn-
arvöldum landsins. Þannig hefur
Þjóðviljinn og ýmsir forystu-
menn kommúnista gerzt skjöldur
ríkisstjórnarinnar gegn bændum,
og nefndarmenn og ræðumenn
bænda á fundum hafa ekki haft
við að leiðrétta rangfærslur Þjóð
viljans og mótmæla og afþakka
slíka „aðstoð“ við málstað
þeirra“.
Moldvörpur
og rógberar,
segir Tíminn **
Og ritstjórnargrein Tímans
heldur áfram:
„í framlialdi af þessu básúna
svo kommúnistar nú, eins og
Björn Jónsson i skrifum sínum
um þessi mál, hve gulivægar til-
lögur Alþýðubandalagsmenn hafi
flutt um allsherjarlausn landbún
aðarmálanna á þingi, en þær til-
lögur eru sem kunnugt er í al-
gerri mótsögn við þá stefnu sem
bændur hafa sjálfir mótað á
fundum sínum og þingum. Aðal-
inntak þessara tillagna er það
fyrst og fremst að skerða stór-
lega kjör bænda, t.d. með minnk-
un útflutningsuppbóta.
Kommúnistar þykjast vera “
mikill verkalýðsflokkur og vinna
þar að stéttarlegri og faglegri ein
ingu. Hið rétta innræti kemur
hins vegar fram í skrifunum um
landbúnaðarmálin. Þeir veigra
sér ekki við að grafa undan stétt-
arsamstöðu bænda og rægja for-
ustu þeirra til þess að skemmta
íhaldinu og verja ríkisstjórnina.
Bændur sjálfir hafa nú svarað
kommúnistum eftirminnilega
með því að fylkja sér fast um
forystumenn stéttarsamtaka sinna
í sókn á hendur ríkisstjórninni
vegna stefnu hennar og aðgerða“^
Þannig vandar blað Framsókn-
arflokksins kommúnistum ekki
kveðjurnar. Verður garnan að
fylgjast með framhaldinu. En
m.a.o.: hvers vegna er Tíminn
svona óskaplega reiður þegai
bændur eru búnir „að fylkja séi
fast um forustumenn stéttarsam
taka sinna i sókn á hendur ríkis
stjórninni