Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 26. júní 1966 ^ .r Agætt veður og veiði á síldarmiðunum ÁCÆTT veSur var á síldarmið- unum í fyrrinótt og- góð veiði. Veiðisvæðið var nyrzt 100—120 mílur austur af Dalatanga, en syðst um 120—130 mílur SA af A frá Seley. Tilkynntu 35 skip um afla, samtals 5.819 tonn eftir íAÍIarhringinn, tvö til rtaufarhafn ar og hin til Dalatanga. Arnar RE 100 tonn Gu'ðmundur Péturs ÍS 54 — Sóley ÍS 67 — Bjartur NK 260 — Afturgöngurnar á Húsavík Húsavík, 25. júní: — LEIKFLOKKUR Þjóðleikhúss- ins er nú á sýningarferð um Norðurland með sjónleikinn Aft urgöngurnar eftir Ibsen. Flokk- urinn hefur nú sýnt á 5 stöðum og á flestar sýningarnar hafa færri komizt en viljað haía. — Næstu sýningar verða á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. —Fréttaritari. Árni Geir KE 110 Loftur Baldvinsson EA 240 — Oddgeir ÞH 190 — Hrafn Sveinbjarnarson III GK 160 — Skírnir AK 150 — Höfrungur II AK 170 — Heimir SU 230 — Guðbjörg ÍS 150 — Hoffell SU 65 — Mímir ÍS 65 — Ögri RE 190 — Helga Björg HU 140 — Þorsteinn RE 240 — Æskan SI 20 — Baldur EA (2 land.) 128 — Þórður Jónasson EA (2 landanir) 420 — Þorbjörn II GK 180 — Grótta RE 230 — Bjarmi II EA 150 — Jón Kjartansson SU 250 — Jörundur III RE 320 — Búðaklettur GK 170 — Sigurður Jónsson SU 130 — Guðbjörg ÓF 110 — Ásbjörn RE 180 — Vigri GK 150 — Höfrungur III AK 50 — Gullberg NS 170 — Ásþór RE 200 — Hugrún ÍS 200 — Bára SU 180 ’ — Harður árekstur við strœtisvagn Jeppi gekk inn i hann og vallt svo HARÐUR ÁREKSTUR varð laust fyrir kl. 11 í gærmorgun milli strætisvagns og jeppa á gatnamótum Stóragerðis og Brekkugerðis. Slösuðust þrír í jeppanum, mest 14 ára drengur Ásmundur Gústafsson, Stóra- gerði 5. Var hann fluttur á Lands spítalann. Slys munu ekki hafa orðið á farþegum strætisvagns- ins, Strætisvagninn var á leið suð ur Stóragerði, en Land-Rover bifreiðin á leið vestur Brekku gerði. Virðast bílarnir hafa ver ið á fullri ferð, er þeir rákust á. Lenti jeppinn á miðju strætis- vagnsins, gekk inn í hann og valt svo. — Bílstjórinn rotaðist og meiddist á hendi og fæti, annar maður meiddist minna, en Ásmundur mest, sem fyrr er sagt. Heimil kvöldsala Saiiðfjárræklar- stjóri Græn- lands á ferð Höfn, Hornafirði, 24. júní: 43 MANNA bændaför Húnvetn inga kom hingað í fyrrakvöld. Hefur fólkið haft hér tveggja daga dvöl og skoðað sig um í hér aðinu, en flýgur héðan með flug vél frá Flugféiagi fslands til Sauðárkróks í kvöld. Meðal gestanna er Louis A- Jensen, sauðfjárræktarstjóri Grænlands og frú, Tina Jensen. Fararstjóri er Ragnar Ásgeirs- son. í gærkvöldi var aimenn móttaka fyrir gestina í félags- heimili Mýrahrepps. — Margar ræður voru fluttar og að lokura stiginn dans. — Gunnar. Á Evert R. Anderson tJh. og Sigurður M. Þorsteinsson. ■ ■ ■ - . » — « -■ — Vill kalla ísland Regnbogaland Rætt við íslaitdsvininn Evert R. Anderson í FYLGD með lögreglukórun- um, sem heimsóttu Island á dögunum, var Svii, að nafni Evert R. Ahderson og eigin- kona hans. — Anderson var áður formaður Lögreglufé- lags Stokkshólmsborgar og ritari Lögreglusambands Sví- þjóðar. Anderson reyndist mjög hjálplegur íslenzkum lögreglu mönnum, sem sóttu lögreglu- námskeið í Stokkhólmi árið 1946, og greiddi götu þeirra í hvívetna, að því er Sigurður M. Þorsteinsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, skýrði frétta- manni Mbl. frá í gær, en Sig- urður var einn sexmenning- anna. Anderson fékk ungur að ár- um mikinn áhuga á íslenzku þjóðinni, landi og fornum bók menntaarfi. Hann gat þess I viðtali við blaðið, að hann kynnt sér flestar fornar og nýjar bókmenntir fslendinga, þær, sem þýddar hafa verið á sænska tungu. í augum hans væru íslendingar hugrökk og framsækin þjóð, sem skapað hefðu ómetanleg menningar- verðmæti. Síðan sagði Ander- son m.a.: — Það kann að virðast undarlegt, að ég hef ekki áð- ur lagt leið mína hingað til lands, sem ég met og virði flestum löndum framar. Til þess liggja þó ýmsar ástæður, en ég er staðráðinn í að koma hingað aftur, vera þá lengur og skoða fleira. — Ég tel það fullvist, að það séu fleiri ferðamenn en ég, sem finnst að nafnið á> landinu ykkur sé rangnefni. Ég mundi vilja kalla það Regnbogaland vegna litadýrð- arinnar í íslenzkri náttúru. Ég varð undrandi og hrærður andspænis þessum tröllauknu bergmyndunum, sem gefa landinu forneskjulegan svip; hið ómþýða bergmál í Al- mannagjá snart mig djúpt: ég sá fyrir mér Lögréttu árið 930, þegar einn merkasti við- burður gervallrar mannkyns- sögunnar gerðist. Ég vissi það áður en ég kom hingað, að landið var fallegt, en það er mikið fallegra en mig hafði nokkru sinni dreymt. — Ég álít að taka beri upp nánari samskipti Norðurlarid- anna. Þau eru að sönnu mikil fyrir, en Svíar gera ailtof lítið af því, að fara til íslands, sem stafar vitanlega af ónógri fræðslu um land og þjóð. Mér virðast fslendingar einn- ig leggja lítið af mörkum til að efla ferðamannastrauminn, en ég er sannfærður um, að slík viðhorf eiga eftir að breytast. Ég hef veitt því sér- staka athygli hversu íslenzku börnin eru hreinleg og vel bú- in. Þjóðin býr bersýnilega við góð lífskjör. Fólk er hér hjálp fúst og vinsamlegt og trúir á landið. — Ég get ekki nógsamlega þakkað lögreglustjóra og lög- reglumönnum fyrir alúð og hjálpfýsi í garð okkar hjóna. Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri færði mér gjöf.fyrir að- stoð, sem ég veitti sex ungum íslenzkum lögregluþjónum í Stokkhólmi 1946. Ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi, að hitta flesta þeirra við störf í fögru og gæfusömu heima- landi sínu; fyrir það er ég þakklátur, sagði Evert R. Anderson að lokum. Örnólfi Born hljóp á bíl En elcki að snerta innsigli lögreglu FALLINN er í Hæstarétti dóm- ur í máli Sigurjóns Sigurðssonar kaupmanns í verzluninni Örn- ólfur. En það fjallaði aðallega um tvennl, hvort kaupmaðurinn hefði mátt hafa verzlunina opna að kvöldi og hins vegar um það að hann hafi rofið innsigli lögreglunnar á verzluninni. Taldi rétturinn ekki að kaup- maðurinn hefði brotið reglugerð um lokunartínm sölubúða með kvöldsölunni. Hins vegar taldi meirihluti Hæsiaréttar það at- riði, að hann rauf innsigli lög- reglumanna á verziuninni, brot á reglugerðarlögum. Vegna mála vaxta töldu dómarar þó rétt að fella refsingu niður. — Stjórnmálasamb. Minnihlutinn, eða einn dómari vildi sýkna kaupmanninn algjör lega af báðum þessum atriðum. UM 7 leytið á föstudagskvöld hljóp tveggja ára barn á bíl á Háaleitisbrautinni. Var það að koma ásamt veimur öðrum litl- um börnum yfir umferðargöt- una úr Austurveri. Sem betur fór varð lítið slys í þetta sinn að svo lítið barn var á ferli yfir svo mikla umferðargötu. Framh. af bls. 1 servatore, segir í yfirlýsingu í dag, að Páfagarður fagni þessum merka áfanga 1 samskiptunum við kommúnistaríkin og líti á hann sem góðan grundvöll fyrir bættrt sambúð við kommúnista- þjóðir. 1 GÆRMORGUN var A-stinn Hitinn var víðast 9—11 stig. ingskaldi við S-ströndina en annars staðar hægviðri. Þoku súld var í Haukatungu og þokuslæðingur í útsveitum fyrir norðan. Að öðru leyti var bjartviðri og víða sólskin. Lægðin suðvestur af land- inu mun fæiast nær, og að líkindum verður lítils háttar rigning suðvestan lands í dag, en bjartviðri á N- og A-landi. Héraðs- spítali Aust- ur-Húnvetn- inga UM SÍÐUSTU áramót voru liðln 10 ár síðan HéraðsSpítali Austur- Húnvetninga tók til starfa — eða Héraðshælið, eins og sú stofnun er nefnd í daglegu tali. í tilefni þess hélt spítalastjórnin mann- fagnað þ. 16. júní, þar sem ásamt henni voru samankomnir sýslu- nefndarmenn og nokkuð af starfs liði spítalans ásamt boðsgestum lengra að, en þeir voru Páll Kolka fyr’rum héraðslæknir og frú, yfirhjúkrunarkona frú Anna Jónsdóttir Reiners, sem fyrir skömmu lét þar af störfum, og frú Margrét Snæbjörnsdóttir, ekkja Sveins Ásmundssonar bygg ingam., sem reisti húsið á sínum tíma. Stofnunin, sem er ekki aðeins spítali og ellideild, heldur einnig miðstöð fyrir alla heil- brigðisþjónustu héraðsins, hefur fengið ýmis ný rannsókna- og læknmgatæki á síðustu árum, þar á meðal ný Röntgentæki og fullkomna tannlækningastofu, og má einkum þakka þær framfar- ir hinum áhugasama héraðs- lækni Sigursteini Guðmunds- syni, enda vona Húnvetningar að þeir :£ái að njóta hans sem lengst. Mörgum utanhéraðsmönnum óx það í augum ásínum tkna, að eitt sýslufélag skyldi leggja í svo stóra spítalabyggingu sem Héraðshælið er, en þar hefur frá byrjun verið að jafnaði hvert rúm skipað og nú er það að verða helzti lítið fyrir alla þá starfsemi, sem þar er leyst a£ hendi svo að til mála hefur kimið að stækka það, enda hefur rekstur þess frá upphafi gengið svo vel, áð allur byggingarkostn aður mun verða uppgreiddur á næsta ári. Mannfagnaður þessi fór fram á hinu glæsilega heimili iæknis- hjónanna og skemmtu menn sér þar við ræðuhöld, söng og ágæt- ar veitingar. B — Verkfallið Framhald af bls. 1 af hálfu sjómannasamtakanna. í London er nú vonast til a® verkfallið leysist nú um helgina. Fari svo, að sjómannasambandið gangi að tilboðinu mun það taka nokkurn tíma að koma starf- seminni í brezkum höfnum í rétt horf. Síðustu fréttir: Foringjar brezku sjómann- anna samþykktu síðdegis í daff að taka tilboði skipaeigenda sem grundvöll fyrir frekari við- ræðum. Bendir þetta til að lausn á verkfallinu sé í nánd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.