Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 2«. júní 1961
Útgefandi:
Framk væmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 105.00
1 lausasö'lu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík. »
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Eonráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðaistræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
STUTTUR TÍMI
TIL STEFNU
f
J gær skýrði Morgunblaðið
frá því að eitt stærsta út-
gerðar- og fiskvinnslufyrir-
tæki hér á landi, Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjan hf.,
hefði nú fyrr í vikunni ákveð
ið að leggja öllum fjórum tog
urum félagsins, segja áhöfn-
um þeirra upp starfi og leita
kauptilboða í skipin, sem
verður lagt jafn óðum og þau
koma til hafnar. Orsök þess-
arar ákvörðunar er að sögn
framkvæmdastjóra Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar hf.,
Jónasar Jónssonar, sífellt auk
inn taprekstur á útgerðinni,
og telur framkvæmdastjórinn
í viðtali við Morgunblaðið, að
höfuðástæðan sé sú, að við
útfærslu landhelginnar
misstu togararnir um 80% af
þeim fiskislóðum, sem þeir
áður höfðu sótt á. Þá vekur
hann einnig athygli á því, að
afli togara á miðum utan fisk-
veiðilandhelginnar, hefur far-
ið minnkandi á undanförnum
árum, enda þorskstofninn far-
ið hraðminnkandi, svo að
ekki einungis togurum, held-
ur öllum fiskveiðiflota lands-
manna er háski búinn, ef ekki
tekst að gera ráðstafanir til
þess að stöðva rýrnun fisk-
stofnsins.
Ennfremur bendir Jónas á,
að vegna minnkandi veiði sé
ekki lengur þörf jafn margra
manna á íslenzkum togurum
og áður, en vegna ýmissa
lagaákvæða hafi ekki verið
heimilt að fækka þeim. Þetta
hafi haft mikinn aukakostn-
að í för með sér fyrir útgerð-
ina, sem jafnframt hafi kom-
ið fram í því, að ekki hafi ver-
ið hægt að greiða kaup, sem
. jafnast við þær tekjur, sem
sjómenn hafa á beztu síld-
veiðiskiþum.
Þessi ákvörðun svo öflugs
útgerðarfyrirtækis hlýtur að
beina athygli manna enn einu
sinni að þeirri staðreynd, að
svo virðist sem ekki sé leng-
ur unnt að gera togara út frá
íslandi, miðað við núverandi
aðstæður. Öilum er kunn
saga bæjarútgerða víðsvegar
um land, og þær hafa raunar
allar verið lagðar niður nema
í Reykjavík og Hafnarfirði,
en á báðum þessum stöðum
eru bæjarútgerðir reknar
með miklum og sívaxandi
halla, sem hlýtur að auka út-
svarsbyrði íbúa þessara kaup
staða.
Það er þess vegna orðið
endanlega ljóst að ekki er
lengur fært við núverandi að-
stæður að gera togara út frá
íslandi. Og ef fram heldur
sem nú horfir, er^ekki annað
'fyrirsjáanlegt en að togarar
landsmanna verði smátt og
smátt seldir úr landi fyrir til-
tölulega lágt verð, sem þó er
hagkvæmara fyrir útgerðar-
fyrirtækin en að reka þá með
vaxandi halla.
Hinsvegar hlýtur það að
verða mönnum nokkurt íhug-
unarefni, hvort þessi þróun
sé æskileg frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. Togararnir hafa
um áratugi flutt mikinn sjáv-
arafla _ á land. Þeir
hafa nú um nokkurt
árabil átt í vaxandi
erfiðleikum og nýir og full-
komnir fiskibátar hafa tekið
forustu í fiskveiðum íslend-
inga.
En það mun hinsvegar
mörgum finnast óhyggilegt
að byggja allar fiskveiðar ís-
lendinga á einu veiðitæki,
sem sérstaklega er byggt til
síldveiða, og þess vegna er
nú svo komið, að ákvörðun-
um um framtíð togaraútgerð-
ar á íslandi verður varla
frestað mikið lengur. Taka
verður ákvörðun um það,
hvort við eigum að horfa á
togaraútgerð leggjast niður
ecja hvort gera á nauðsynleg-
ar ráðstafanir til þess að
skapa togaraútgerð á íslandi
aðstæður til hagkvæms
rekstrar. Tíminn til stefnu er
stuttur.
BREYTINGAR
í AÐSIGI
rFillögur þýzka stjórnmála-
mannsins Barzels, sem er
leiðtogi þingflokks kristilegra
demókrata og varaformaður
þeirra, um lausn Þýzkalands-
vandamálsins og sameiningu
Þýzkalands, hafa vakið all-
mikla athygli í Evrópu og
Bandaríkjunum. Þær eru í
stuttu máli á þá leið, að ekki
væri óhugsandi, að sovézkur
her yrði um kyrrt í samein-
uðu Þýzkalandi, ef slík lausn
kynni að minnka áhyggjur
Moskvu um öryggi Sovétríkj-
anna.
Forusta kristilegra demó-
krata í Vestur-Þýzkalandi og
ríkisstjórn landsins hefur þeg
ar lýst því yfir, að hér sé ein-
ungis um persónulegar skoð-
anir Barzels að ræða, en hins-
vegar vekur athygli, að þær
fylgja í kjölfar vaxandi sam-
skipta Austur- og Vestur-
Þjóðverja, og aukins sam-
bands vestur-þýzkra jafnaðar
Smíða skip fyrir islendinga
HÉR á landi hafa að undan-
förnu verið staddir tveir Þjóð-
verjar frá Schleswig-Holstein,
þeir Gúnther Erdmann frá
viðskiptamálaráðuneytinu þar
og J. H. Kremer, sem er
ræðismaður Islands í Schles-
wig-Holstein og framkvæmda-
stjóri skipaverksmiðjanna D.
W. Kremer Sohn, en þar hafa
á undanförnum árum verið
smiðuð mörg skip fyrir ís-
lendinga.
í stuttu vfðtali við Morgun-
Gúnther Erdmann.
blaðið skýrði Erdmann m.a.
frá því, að hann væri hingað
kominn til þess að afla sér
vitneskju um íslenzk efna-
hagsmál. Milli íslands og
Schleswig-Holstein væru frá
fornu fari talsverð tengsl og
áhugi væri fyrir hendi um að
efla og styrkja þau enn frek-
ar. Erdmann er yfirmaður
allra skipasmíða og skipasam-
gangna í Schleswig-Holstein.
Hefði hann m.a. haft skipti við
íslenzku fyrirtækin Hafskip
hf. og SÍS og kvaðst vilja efla
þau skipti sem mest. Sagðist
hann hafa hrifizt mjög af ís-
lenzkri landslagsfegurð og
vera mjög þakklátur fyrir
þær móttökur og gestrisni,
sem honum hefði verið auð-
sýnd hér.
Skipaverksmiðjur þær, sem
J. H. Kremer er framkvæmda-
stjóri fyrir hafa þegar smfðað
7 skip fyrir íslendinga. Síð-
asta skipið á meðal þeirra var
Langá, sem var afhent Haf-
J. H. Kremer.
SKÍp hf. á sl. ári. Sagði Krem-
er, að um þessar mundir færu
fram samningaumræður um
frekari nýsmíðar á skipum
fyrir Islendinga. Erdmann gat
þess í þessu viðtali, að skipa-
verksmiðjur þær, sem Krem-
er væri framkvæmdastjóri
fyrir, þættu standa mjög fram
arlega og hefðu m.a. með smíð
um á skipum með sérstökum
útbúnaði þótt skara fram úr.
Þeir Erdmann og Kremer
flugu utan í gær.
manna og austur-þýzkra
kommúnista. Þá koma tillög-
ur þessar einnig fram um líkt
leyti og málefni Evrópu eru
mjög í deiglunni vegna hug-
mynda De Gaulles Frakk-
landsforseta um framtíðar-
skipan Evrópumála og heim-
sóknar hans til Sovétríkj-
anna.
Barzels, sem er talinn hugs-
anlegur etfirmaður Erhards,
kanzlara Vestur-Þýzkalands,
hefði varla sett hugmyndir
þessar fram, nema vegna þess
að þrýstingurinn innan Þýzka
lands fyrir sameiningu lands-
ins hefur farið mjög vaxandi.
Og þótt þeim hafi verið neit-
að þegar í stað af vestur-
þýzkum stjórnvöldum hafa
þær þó orðið til þess að menn
hafa rætt Þýzkalandsvanda-
málið og munu ræða það inn-
an víðari ramma en hingað
til hefur verið gert.
Það er nauðsynlegt að
menn átti sig á þeim miklu
hræringum sem nú eru bæði
í Vestur- og Austur-Evrópu.
Þýðingarlaust er að loka aug-
unum fyrir þeim, og e.t.v.
eiga þær eftir að leiða til þess
að fram komi skynsamlegar
tillögur um framtíðarskipan
Evrópumála, sem Evrópuþjóð
ir austan og vestan járntjalds
geta sætt sig við og skapað
geta það öryggi í þessari
heimsálfu, sem ekki hefur
verið fyrir hendi allt frá
styr j aldarlokun?
Ævintýri Hoffmanns
Sýningum á óperunni ÆVINTÉRI HOFFMANNS í þjóöleikhús-
inu er að Ijúka. Næsta sýning verður í kvöld en siðustu sýningar
verða þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Myndin er af Magnúsá
Jónssyni.